Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 26
26 M0RGT3NBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR '9J OTNÍ'1989 AKUREYRI Nýliðar á námskeiði hjá KEA. Kaupfélag Eyfírðinga: Nýliðar á námskeiði NÁMSKEIÐ fyrir allflesta þá sem eru að hefja störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í sumar voru haldin á Hótel KEA nýlega. Tæplega 50 manns sóttu námskeiðin. „Þetta er liður í þeirri viðleitni Kaup- félags Eyfirðinga að efla íræðslu meðal starfsmanna og ekki síst V erkmenntaskólinn á Akureyri: Liðlega 850 umsóknir LIÐLEGA 850 umsóknir hafa- borist um skólavist í Verk- menntaskólanum á Akureyri fyrir næsta skólaár. Síðasta haust settist 921 nemandi í skólann. Baldvin Bjarnason skólameist- ari sagði ekki ólíklegt að fleiri umsóknir ættu eftir að berast, en þessi hópur væri ósköp passlegur miðað við það húsnæði sem skólinn hefði til umráða. Baldvin sagði að nokkur breyt- ing hefði orðið á varðandi þær brautir sem nemendur sækja á, en hingað til hefðu langflestir sótt um viðskiptabraut. Nú hefði það hins vegar gerst að dregið hefði úr ásókn á þeirri braut, en þeim nemendum sem sækja um heilsu- gæsiu-, uppeldis- og matvæla- braut fjölgað um helming. þeirra sem eru að hefja störf,“ sagði Áskell Þórisson blaðafull- trúi. Áskell sagði að rætt hefði verið um hvernig best væri að haga kynn- ingu á kaupfélaginu á meðal nýliða og að þessu sinni hefði það verið byggt upp þannig að nýliðum var gerð grein fyrir uppbyggingu og starfsemi félagsins. Að því loknu tóku við tveir sálfræðingar, en þeir fjölluðu í máli og myndum um mann- leg samskipti frá ýmsum sjónar- hornum. Fulltrúi frá starfsmannáfé- lagi fræddi nýliða um það og síðan tók sjúkraþjálfari við mannskapnum og ræddi um nauðsyn þess að fóik Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. gengst fyrir námstefhu um ferða- mál á Hótel KEA í dag, fostudag, og hefst hún kl. 10.00. Námstefnan hefst á kynningu Sig- urðar P. Sigmundssoar fram- kvæmdastjóra Iðnþróunarfélagsins á nýjum áhersluþáttum í starfsemi fé- lagsins, en erindi hans ber heitið: Ferðamál — Vaxtarbroddur framtíð- ar? Umfang og þýðing ferðaþjónustu fyrir Eyjafjarðarsvæðið er heiti er- indis Þorleifs Þórs Jónssonar, en hann hefur nýlega tekið við starfi ferðamálafulltrúa Iðnþróunarféiags- ins og er ætlað að vinna að eflingu á stöðu Eyjafjarðarsvæðisins í ferða- málum. stæði og sæti rétt til að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma. Umfangsmiklum námskeiðum fyr- ir alla starfsmenn félagsins, tæplega eitt þúsund að tölu, er nýlokið, en þar var um að ræða námskeiðið fólk í 'fyrirrúmi _ sem Stjórnunarfélagið stóð fyrir. Áskell sagði að frekara námskeiðshald væri fyrirhugað, en í haust mun Magnús Ólafsson sjúkra- þjálfari taka nokkra vinnustaði fyrir og kenna starfsfóiki rétta líkams- beitingu við störf. Einnig er ætlunin að að gefa fólki sem komið er yfir ákveðinn aldur kost á því að sitja námskeið sem fjaliar um starfslok og efri ár. Að loknum hádegisverði talar Bjami Sigtryggsson markaðsfræð- ingur um ferðamenn. Hvað vilja þeir, hvernig á að ná til þeirra? heitir er- indi hans. Síðastur talar Reynir Adolfsson ferðamálafulltrúi Vest- Norden nefndarinnar og ræðir hann um samstarf aðila í ferðaþjónustu m.a. í tengslum við ferðakaupstefn- ur. Geysis- kvartettinn syngur í Slgólbrekku Geysiskvartettinn frá Akureyri, sem nýverið hélt söngskemmtun í Akureyrarkirkju við ágæta aðsókn og góðar, undirtektir syngur í Skjól- brekku í Mývatnssveit næstkom- andi sunnudag kl. 21. Á söng- skránni eru lög sem almenningur hefur haft dálæti á áratugum sam- an. I fréttatilkynningu frá Geysis- kvartettinum segir að alltaf sé keppikefli að syngja í Mývatns- sveit, þar sé mikið af söngunnend- um sem láta þakklæti sitt óspart í ljós. Ferming í Grímsey Fermingarguðsþjónusta verður í Miðgarðakirkju í Grímsey sunnu- daginn 11. júní næstkomandi og hefst hún kl. 14.00. Fermd verður Hulda Signý Gylfadóttir, Sól- brekku, Grímsey. Séra Pálmi Matt- híasson fermir. Morgunblaðið/Rúnar Þór FSA fær gjöffrá Krúttmagakonum Krúttmagakonur hafa gefið tveimur deildum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, lyija- og handlækningadeild, sjónvarpstæki og örbylgju- ofn, en gjöfin var afhent fyrir skömmu. Krúttmagakvöld hafa verið haldin á hverju vori um 6 ára skeið og hefúr ágóðanum af þeim verið varið til líknarmála. Krúttmagakonur hafa m.a. gefið sónar- tæki, baðlyftara og tekið þátt í kaupum á krabbameinsleitartæki. Myndin var tekin við afhendingu tækjanna, en á henni eru krúttmaga- konur ásamt læknum og framkvæmdastjóra FSA. Iðnþróunarfélag Eyjagarðar: Námstefiia um ferðamál Sauðárkrókur: Gnmnskólanum slitið GRUNNSKÓLUNUM á Sauðár- króki, sem nú heita Barna- og gagnfræðaskóli, var slitið 24. og 27. maí. Við báða skólana störf- uðu í vetur 32 kennarar í hluta- stöðum og heilum stöðum og nemendur voru í Barnaskóla 254 og í Gagnfræðaskóla 245. Að venju var mjög fjölmennt við skólaslit, viðurkenningar veittar fyrir góðan námsárangur og skólunum færðar gjafir. Við skólaslit Gagnfræðaskólans mættu fulltrúar eldri útskriftar- árganga og ávörpuðu nemendur og gesti. Við skólaslit Barnaskóians af- henti frú Steinunn Erla Friðþjófs- dóttir skólanum að gjöf myndvarp- atjöld í allar stofur skólans frá Kvenfélagi Sauðárkróks, þá færðu félagar í Skátafélaginu Eilífsbúum skólanum að gjöf orðabækur og spil, og foreldra- og kennarafélag skólans, sem starfaði vel á skólaár- inu, gaf skyggnusýningarvél svo og mikinn fjölda bóka og spila. Þakkaði Björn Björnsson skóla- stjóri þessar gjafir og sérstaklega þann hug sem þeim fylgdi. Við skóiaslit Barnaskólans er það nú orðinn árviss atburður að Ungmennafélagið Tindastóll og verslunin Tindastóll færa öllum nemendum forskóiadeiidar vandað- an fótbolta að gjöf. Ávarpaði Bjarni Jóhannsson þjálfari hina ungu boltaeigendur og hvatti þá til úti- veru og íþrótta. Vakti þessi gjöf mikinn fögnuð þeirra sem hennar fengu að njóta. Óskar Jónsson læknir ávarpaði skólastjóra og gesti fyrir hönd þeirra nemenda skólans sem út- skrifuðust fyrir 30 árum. Afhenti hann skólanum að gjöf bókaflokk- inn Landið þitt ísland eftir Þor- stein Jósefsson. Friðrik Margeirs- son fyrrverandi skólastjóri rakti í örfáum orðum tildrög þess að stofnaður var Gagnfræðaskóli á Saúðárkróki og afhenti Bimi Sigur- björnssyni skólastjóra Minningar- sjóð um séra Helga Konráðsson sem hafði frumkvæðið að stofnun skólans. Þá afhenti Friðrik skólan- um að gjöf Ferðabók Eggerts og Bjarna, tii minningar um, að í ár eru 40 ár frá því að hann hóf störf við Gagnfræðaskóiann. Morgunblaðið/Björn Björnsson Björn Sigurbjörnsson skóla- stjóri ávarpar gesti við skóla- slit. Þar var aflientur minning- arsjóður um sr. Helga Konráðs- son. Frú Ragnhildur Helgadóttir, dóttir sr. Helga Konráðssonar, þakkaði þann sóma sem minningu föður hennar væri sýndur. Færði hún skólanum að gjöf gott safn handbóka til minningar um föður sinn. Fulltrúi þeirra nemenda sem út- skrifast úr 9. bekk, Kristján Krist- jánsson, færði umsjónarkennara bekkjarins blóm og einnig þeim kennurum sem fóru með bekknum í nýafstaðna skólaferð. Þá færðu 9. bekkingar skólanum að gjöf Fjöl- fræðispil til þess að auka á víðfeðma þekkingu nemenda og fráfarandi húsverði Snorra Jó- hannssyni færðu þeir 9. bekkingar forláta hengirúm með þeim um- mælum að hann ætti það inni að geta hvílst vel eftir langt og lýj- andi starf, enda kvaddur með sár- um söknuði. Björn Sigurbjörnsson þakkaði þær ágætu gjafir sem skólanum höfðu borist og afenti þeim Snorra Jóhannssyni húsverði og Friðrik Margeirssyni biómakörfur, en Frið- rik varð sjötugur þann 28. maí. Að þessum þætti dagskrár lokn- um hlutu nemendur viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur og voru verðlaun þessi gefin m.a. af norska, danska og sænska sendiráðinu, Kaupfélagi Skagfirðinga, Rotary- klúbbi Sauðárkróks og Sambandi skagfirskra kvenna. - BB Morgunblaðið/Björn Björnsson Blásarar úr yngri deild tónlistarskólans leika við skólaslit. Nemendur tónlistar- skólans 174 í vetur Sauðárkróki. ÞRIÐJU og síðustu nemendatón- leikar Tónlistarskólans á Sauð- árkróki fóru fram að kvöldi ann- ars í hvítasunnu, þann 15. maí síðastliðinn. Þar komu fram nemendur söngdeildar, sem nú var starfrækt í fyrsta sinn við skólann. Kennari var Helga Baldursdóttir. Auk þess komu fram eldri nemendur og léku einleik og samleik á ýmis hljóð- færi. í vikunni fyrir hvítasunnu voru tvennir tónleikar þar sem fram komu margir þeirra sem nám stunduðu í skólanum í vetur, meðal annars blásarasveitir eldri og yngri deildar og einnig jazz-band skólans sem lék nokkur lög. Þá söng einn- ig barnakór undir stjórn Rögn- valdar Valbergssonar. Á síðustu tónleikunum var kaffi- sala og nutu gestir glæsilegra veit- inga sem kennarar og nemendur sáu um, en ágóði af þessari kaffi- sölu mun renna til kaupa á hljóð- færum fyrir skólann. Mikil starfsemi var í vetur utan skólans og komu nemendur' hans fram og léku við ýmis tækifæri. Þá tóku blásarar úr eldri deild þátt í Lúðrasveitamóti sem haldið var á Seltjarnamesi nú í vor. Kennarar við Tónlistarskólann á Sauðárkróki voru á skólaárinu fimm auk skólastjórans frú Evu Snæbjarnardóttur, og nemendur á haust og vorönn voru 174. - BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.