Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 ffclk í fréttum Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Sjálfstæðismenn (jölmenntu til kafiRdrykkju í tilefini aftnælis flokks þeirra. Þá mátti einnig sjá ýmsa pólitiska andstæðinga sem litu inn í tilefni dagsins. ÍSAFJÖRÐUR Kaffidrykkja sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn buðu til kaffi- drykkju í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði í tilefni af 60 ára afmæli Sjájfstæðisflokksins. Á þriðja hundrað manns litu inn og þáðu kaffi og afmælistertu frá Óðni bakara. Þingmenn Sjálfstæð- isflokksins í kjördæminu voru við- staddir og sjá mátti nokkra af pólitískum andstæðingum flokksins sem komu í tilefni dagsins. Á sama tíma var haldinn aðal- fundur félags ungra sjálfstæðis- manna, Fylkis. Sjálfstæðisfélögin ásamt fulltrúaráðinu sameinuðust um að halda veisluna. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isflokksins á ísafirði er Hans Georg Bæringsson. - Úlfar FERÐAMÁL Tengslin efld við Hannover Fyrir skömmu voru hér á ferð þýzkir ferðamálafrömuðir til að kynna borgina Hannover í því aug- namiði að auka straum íslenzkra ferðamanna til borgarinnar. Meðal annars var efnt til kynn- ingar í þýzka sendiráðinu við Tún- götu fyrir starfsmenn ferðaskrif- stofanna og frammámenn í ferða- iðnaðinum. Að þessari kynningu stóðu Þýzka ferðamálaráðið, ferða- málaráð Hannover og Arnarflug. Margmennt var á kynningunni. Hannover er fyrst og fremst þekkt fyrir vörusýningar, sem íslendingar hafa mikið sótt, en borgin hefur margt annað uppá að bjóða sem kynnt var, t.d. mjög góða aðstöðu fyrir íþróttahópa. Að sögn Margrétar Karlsdóttur markaðsfulltúa Arnarflugs, eykst ferðamannastraumur héðan til Þýzkalands jafnt og þétt. Amarflug flýgur þrisvar í viku til Hamborgar í sumar og tvisvar í viku á vetuma. Aðeins er klukkutíma ferð í lest milli Hamborgar og Hannover. Gestum var boðið upp á sér- stakan Hannoverbjór, en slíkar veigar var leyfílegt að veita efitir 1. marz. Morgunblaðið/Sverrir Þau sem báru hitann og þungann af undirbúningi kynningarinnar voru Hans Hermann Haferkamp, sendiherra Vestur-Þýzkalands, Margrét Karlsdóttir, markaðsfulltrúi Arnarflugs, Ralph J. Jarrett, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Hannover, og Knut Hanschke, yfir- maður Norðurlandadeildar Þýzka ferðamálaráðsins. GRACE JONES Eitur í handtöskunni Söngkonan Grace Jones hefur verið ákærð fyrir að hafa eiturlyf í fómm sínum og munu réttarhöld yfir henni heíjast innan skamms í Kings- ton á Jamaica. Að sögn lög- reglumanna fannst kókaín í handtösku Grace Jones er gerð var leit á heimili ástmanns hennar, söngvarans Chris Stantley, en hann býr skammt frá Kingston. Eitrið var vafið inn í peningaseðla en ekki hefur fengist uppgefið um hversu mikið magn var að ræða. Áformað hafði verið að hefja réttarhöldin s.l. þriðju- dag en þeim var frestað sökum þess að lykilvitni í málinu sáu ekki ástæðu til að mæta. Grace Jones, sem er 37 ára, dvelst nú hjá unnusta sínum og býð- ur þess sem verða vill en myndin var tekin í dómsalnum í Kingston er henni var tjáð að réttarhöldunum hefði verið frestað. „ , SAUÐÁRKÓKUR Kvöldstund sjálfstæðismanna í Sæborg Itilefni 60 ára afmælis Sjálfstæðis- flokksins stóðu Sjálfstæðisfélögin á Sauðárkróki fyrir opnu húsi að kvöldi afmælisdagsins í Sæborg, fé- lagsheimili sjálfstæðismanna á Sauð- árkróki. Vigfús Vigfússon formaður Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks bauð gesti velkomna og bað menn þiggja veitingar, sem á borð voru bomar. Ræðumaður kvöldsins var fyrr- verandi alþingismaður skagfirskra sjálfstæðismanna, sr. Gunnar Gísla- son sem lengst af hefur verið kenndur við höfuðbólið Glaumbæ, þó nú búi hann í Varmahlíð. Ræddi sr. Gunnar stofnun Sjálfstæðis- flokksins og þann aðdraganda sem varð að því, siðan íjallaði hann um ýmislegt úr flokksstarfinu frá fyrri tíð og minntist sérstaklega tveggja fyrrverandi formanna flokksins, þeirra Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar. Kveðjur bárust frá Vilhjálmi Egilssyni varaþingmanni flokksins á Norðurlandi vestra. Fjölmargt sjálfstæðisfólk kom og átti ánægju- lega kvöldstund í þessu afmælishófi flokksins í Sæborg. - BB Vigfús Vigfiússon afhenti sr. Gunnari Gíslasyni blóm- vönd. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.