Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 12
12
■ MOUGUK,BLAÐIÐ' 'FÖSTUIDAGUR gJ JÚNÍ! '1089
f.'*' >
1
mmmm
U'cié'rZ
Ér
, áZ ■■' !t?’ . " „ - -: An ,
|BSí
j|fi| >•; . p
4; í
«©
TYOFALDUR
1. VINNINGLR
á laugardag
handa þér, ef þú hittír
á réttu tölurnar.
Láttu þínar tölur ekkí
vanta í þetta sinn!
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
Atvinnurekendur allra
landa: Sameinist!
eftir Halldór Jónsson
Ég hef átt þess kost, að hlýða á
umræður ýmissa mér vitrari manna
úr atvinnurekendahópi undanfarið.
Þar hafa efnahagsráðstafanir þess-
arar og fyrri ríkisstjórna borið á
góma. Þó ég hafi heyrt töluverðan
barlóm þessara manna um mína
daga, þá heyrist mér nú í fyrsta sinn,
að þessum mönnum finnist mælirinn
vera raunverulega að fyllast. Það sé
ef til vill kominn tími til þess að
sameinast um aðgerðir til varnar.
Menn hafa látið að því liggja bein-
um orðum, að nú sé það opinber
stefna stjórnvalda, að þjóðnýta sem
mest af útflutningsatvinnuvegum
þjóðarinnar. Þetta sjáist best af fast-
gengisstefnu þ.eirra, sem nú sé um
það bil að eyða öllu eigin fé úr fyrir-
tækjum landsins. Sem lausnir bjóði
stjórnvöld lán úr atvinnutrygginga-
sjóði, geti menn lagt fram einhver
veð. Þegar því sleppir tekur hiutafj-
ársjóður við, sem tryggir beina
eignaraðild ríkissjóðs.
Menn hafa rætt um það, hvers-
vegna atvinnurekendur horfi á þetta
gerast án þess að veita viðnám. Ef
menn veiti ekki viðnám meðan þeir
eru enn við núllið, séu ekki líkindi
til þess að menn hafi burði til þess
þegar þeir eru sokknir. Menn hafa
rætt um það, að nú sé tíminn til
þess að fara í aðgerðir, svo sem
kröfugöngur eða verkbannsaðgerðir
í launþegastíl.
Verkalýðshreyfingin hefur safnað
í sína sjóði þrefalt meira fjármagni
en allir einkabankar landsins eiga
samanlagt. Ennfremur hefur verka-
lýðshreyfingin á skömmum tíma
safnað að sér 73 milljörðum króna í
lífeyrissjóði, sem foringjar hennar
stjórna nærri óskorað, vegna þess
að engum fyrirtækjum er lánað sem
skulda iðgjöld. í þessu umhverfi eiga
okkar atvinnufyrirtæki að starfa,
skattpínd og hremmd af hugsjóna-
lega fjandsamlegu ríkisvaldi sósia-
lista.
Þetta heyrist mér að mörgum
mönnum finnist ekki ganga upp leng-
ur. Þeim finnst líka, að íslenzkir
stjórnmálamenn séu á öðru vits-
munaplani en erlendis gerist meðal
vestrænna ríkja, þar sem reynt sé
umfram allt að gæta heilsu fram-
leiðslufyrirtækjanna. Gott ef ekki
Halldór Jónsson
„Fyrirtækin verði að
rísa upp meðan þau
eiga snefil eftir af sjálf-
um sér og snefil af
sjálfsvirðingu. Beita
sömu aðferðum og Qár-
plógar verkalýðsfélag-
anna, lokunum og verk-
bönnum til þess að ná
fram rekstrarskilyrð-
um fyrir atvinnuvegina.
Atvinnuvegirnir verða
að fara að huga að því,
að koma sér upp sjóðum
til mótvægis við ofúr-
vald verkalýðsauð-
valdsins á íslandi.“
Gorbatsjov og Deng væru farnir að
gefa þessu gætur líka. Menn veltu
því fyrir sér, að þetta geti ekki bara'
verið afglapaháttur. Þetta hljóti að
vera þáttur í stærri ráðagerð,
skuggalegri en nokkur gerir sér grein
fyrir. Jafnvel sjálfa tilkomu Sovét-
íslands.
í aukafréttum í útvarpi er þess
getið, að Ólafur Ragnar Grímsson
hafi slegið 1000 milljón dollara lán
upp í%hluta hallareksturs síns í ríkis-
sjóði. Þriggja mánaða fjárlög hans
sýna 11% halla í stað 1% hagnaðar.
Stjórnmálatrúðar og valdabraskarar
virðast almennt geta ótakmarkað
veðsett framtíð óborinna íslendinga
til almennt geta ótakmarkað veðsett
framtíð óborinna íslendinga til þess
að geta sjálfir fengið frið til þess að
leggja fólk og fyrirtæki í þrældóms-
ijötra þjóðnýtingarhugsjóna sinna.
Almenningur er sem fyrr „fair game“
þeirra sem gera út á pólitík. Það
sýna skattahækkanir síðustu daga
glögglega.
Enginn hefur sinnt því að tak-
marka ránsréttindi stjórnmálafanta
landsins með stjórnarskrá. Er öllum
virkilega sama? Taka menn ekki eft-
■ ir því þegar fjármálaráðherra mælir
sér í 700 milljónir með því að hækka
bensíngjaldið um 4,40 kr. um leið
og verð hækkar erlendis? Og er þá
fátt eitt talið. Yfir þessu og fleiru
ámóta halda vinir litla mannsins
verndarhendi til þess að forða þjóð-
inni frá þeirri ógæfu að fá að kveða
upp dóm í kosningum.
Stjórnmálamenn eru ávallt per-
sónulega ábyrgðarlausir þegar þeir
brenna eigur fólks í verðbólgu og
drepa fé manna sér til dýrðar. Samt
ætlast þeir til þess að njóta meiri
virðingar og ódýrara brennivíns en
sauðsvartur almúginn, vegna
ábyrgðarstarfa sinna. Jafnvel stór-
minnislausir menn, sem hvorki geta
talið vodkakassa né munað hvort
þeir voru með eða móti matarskattin-
um á sinni tíð.
Nú er nýlokið enn einni sýningu
í afkáraleikhúsi hinnar hefðbundnu
kjarabaráttu, sem lauk með yfirlýst-
um fullum sigri allra deiluaðila og
greiðslu herkostnaðar óróaseggjanna
af almannafé. Það er engu logið á
þá vinstri menn hvað uppfinninga-
semi í fjárdrápi varðar. Þolendurna,
meðai annarra sjúklinga og skóla-
böm varðar engan um lengur, þeir
voru aðeins klipnir til þess að nota
mætti væl þeirra eins og yrðlinga á
greni. Ljóst er þó orðið, að opinberir
starfsmenn búa nú við lakari kjör
en meðan kjaradómur ákvað kjör
þeirra með hliðsjón af almennum
vinnumarkaði.
Þeim fer væntanlega fækkandi,
sem trúa á hina hefðbundnu kjara-
baráttu til árangurs. í dag steytir
alþýðan hnefa að Alþýðuflokknum
og Alþýðubandalögunum fyrir að
vera búnir að hirða allan verkfalls-
Rannsóknarsjóður ríkisins:
Styrk til 69 rannsóknarverk-
efna úthlutað úr sjóðnum
UTHLUTAÐ heliir verið styrkjum til 69 verkefha úr Rannsóknarsjóði
ríkisins, að Qárhæð um 110 milljónir króna. Mótframlög umsækjenda
nema 173,5 milljónum króna, og er þetta fé um 4% af því sem varið
verður til rannsókna á íslandi í ár. Þrír fjórðu hlutar verkeína sem
Rannsóknarsjóður styrkir eru unnin í samvinnu stofnana og einkaað-
ila. Margar þeirra rannsókna sem úthlutað hefúr verið til á undan-
förnum fímm árum hafa þegar skilað árangri í atvinnulífinu.
Hlutur fiskeldis, matvælatækni,
byggingatækni og mannvirkjagerðar
í styrkveitingum hefur aukist á
kostnað líftækni og tölvutækni. Að
sögn Vilhjálms Lúðvíkssonar for-
manns Rannsóknaráðs ríkisins er það
meðal annars afleiðing þess að upp-
bygging þekkingar í líf- og tölvu-
tækni á fyrstu starfsárum sjóðsins
er að skila sér.
Stærsta verkefnið sem hlýtur
styrk í ár er fjármagnað í samvinnu
við sölusamtök sjávarútvegsins, Mar-
el og Merkjafræðistofu Háskóla ís-
lands. Markmið þessara aðila er að
tölvuvæða leit að hringormi, beinum
og göllum í fiski og hreinsun fisks-
ins. Hluti vérkefnisins er einnig að
stærðar- og tegundarflokka fisk á
sjálfvirkan hátt og er vonast til að
frumgerð slíks búnaðar verði tilbúin
á haustmánuðum. Framlög Rann-
sóknarsjóðs nema 9,4 milljónum
króna, en umsækjendur leggja fram
um 26 milljónir króna.
Á fundi með fréttamönnum þar
sem úthlutun úr sjóðnum var kynnt
kom fram að einn styrkþega, þróun-
arfyrirtækið Birtingur, hefur farið
þess á leit að endurgreiða styrk að
upphæð 3,5 milljónir króna sem fyrir-
tækið hlaut. Rannsóknir Birtings
leiddu til framleiðslu á örtölvustýrð-
um fiskateljara sem seldur hefur
verið fyrir um 55 milljónir króna
undanfarið ár að sögn Kristjönu
Kjartansdóttur.
Þar sem forráðamenn Birtings
vilja ekki svipta hulunni af gerð tæk-
isins, sem byggist meðal annars á
háþróuðum hugbúnaði, hyggjastþeir
endurgreiða framlag Rannsóknar-
sjóðs, sem skyldar styrkþega til þess
að birta niðurstöður sínar opinber-
lega.
Fjöldi verkefna, sem styrkt hafa
verið af Rannsóknarsjóði, hefur skil-
að árangri eða virðist hafa alla burði
til þess. Á fréttamannafundinum
voru meðal annars kynnt þessi verk-
efni:
► Iðntæknistofnun hefur sótt um
einkaleyfi á aðferð til að mæla salt-
pétur með hitakærum örverum. Þessi
íslenska aðferð er mun einfaldari en
þær sem nú eru notaðar, en salt-
pétur er víða mengunarvaldur í
náttúrunni.
► Framleiðsla er hafin á svepprót-
arsveppum á Iðntæknistofnun, en
verkefnið hlýtur áframhaldandi styrk
úr Rannsóknarsjóði. Sveppirnir eru
notaðir í tijárækt. Iðntæknistofnun
hyggst færa framleiðslu þessara af-
urða til sjálfstæðra fyrirtækja að
sögn Hallgrims Jónassonar fram-
kvæmdastjóra.
► Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins hefur unnið að rannsóknum á
notkun ensíma í fiskiðnaði. Aðferðir
við skrápflettingu skötu með ensím-
um og hreistrun karfa og ýsu hafa
verið þróaðar með tilstyrk Rannsókn-
arsjóðs.
► í vetur var þekking úr fyrri verk-
efnum notuð til að þróa ensím sem
hreinsar himnu af sundmaga að
beiðni Sambands íslenskra fiskfram-
leiðenda. Ensímið er nú notað af
þremur fiskvinnslustöðvum og hefur
skilað mikilli verðmætaaukningu af-
urðar, sem áður fór víða í súginn að
sögn Unnar Steingrímsdóttur
lífefnafræðings.