Morgunblaðið - 09.06.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.06.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 13 Bréf til Matthíasar Johannessen: Aldrei, aldrei bindi þig bönd gróðann til baka og vel það. Lítum svo í kring um okkur. Engir iðnaðar- menn landsins vinna á taxtakaupi heldur ákvarðar markaðurinn kjör þeirra. Og svo er um marga fleiri. Þessu er ekki lokið enn. Framund- an eru átök við ýmis hálaunafélög, þannig að enn verður nóg að gera í karphúsinu. í heildina eru það 400 stéttarfélög, öll með stöðvunarvald á þjóðlífinu, sem heyja hina göfugu baráttu við hina harðsvíruðu íslenzku atvinnurekendur á 120.000 manna vinnumarkaði. í þessum heimi væri láglaunastéttum, sem verri vígstöðu hafa en sérhæft fólk, líklega mun betur borgið í fangi kjaradóms held- ur en verkalýðsforingjanna glæstu, sem ekki geta sýnt fram á meiri kjarabætur umbjóðenda sinna en sem nemur hagvexti, sama hversu marga áratugi, við förum til baka. Svo til hvers voru verkfallsfómirnar færðar? Raddir heyrðust mér um það við áðurnefnt tækifæri, að nú sé kominn tími til þess að atvinnurekendur hætti að láta leiða sig eins og gyð- inga í gasklefana. Fyrirtækin verði að rísa upp meðan þau eiga snefíl eftir af sjálfum sér og snefíl af sjálfs- virðingu. Beita sömu aðferðum og íjárplógar verkalýðsfélaganna, lok- unum og verkbönnum til þess að ná fram rekstrarskilyrðum fyrir at- vinnuvegina. Atvinnuvegirnir verða að fara að huga að því, að koma sér upp sjóðum til mótvægis við ofurvald verkalýð- sauðvaldsins á íslandi. Hugsa mætti sér stofnun „lífeyrissjóðs fyrirtækja". I hann leggðu fyrirtæki 5—10% af öllum launum skattfijáist. Kostnaði af honum yrði velt útí verðlag og gengi. Sjóðurinn yrði einvörðungu til ávöxtunar og ráðstöfunar í þágu þeirra fyrirtækja, sem í hann greiða. Er ef til vill kominn tími til þess að einhvetjir karlar rísi upp og hrópi: Atvinnurekendur allra landa; Sam- einist! Höfundur er forsljóri Steypu- stöðvarinnar hf. eftirÞórarin Þórarinsson Kæri Matthías Johannessen! Ég dvaldi á Spáni um mánað- artíma í vor og bjó á sama hóteli og Magnús Sigurjónsson, sem er kunnur maður í Sjálfstæðisflokkn- um og víðar. Við ræddum talsvert saman, en báðir höfðum við Njálu með okkur og barst því tal okkar oft að því hver væri höfundur henn- ar en það er íslenskt deilumál sem sennilega verður aldrei útkljáð. Magnús var sannfærður um að Éin- ar Pálsson ísólfssonar hefði rétt fyrir sér í þeim efnum en ég vitnaði í Matthías Johannessen og taldi Sturlu Þórðarson vera höfundinn. Niðurstaðan varð sú að ég skyldi skrifa þér bréf um Njálu. Er ég hugðist standa við þau orð mín eft- ir heimkomuna og hefja verkið á því að lesa hugleiðingar þínar um Sturlu og Njálu, var bókina með ritgerðinni hvergi að finna, þótt hún ætti að vera á vísum stað. I hennar stað var komin önnur bók eftir þig: Félagi orð. Þetta fannst mér ekki neitt dularfullt fyrr en ég opnaði bókina og staðnæmdist á blaðsíðu 40. Þar segir frá Bjama Benedikts- syni á eftirtektarverðan hátt. Það vakti svo enn athygli mína að grein- ina hafðir þú skrifað í tilefni af sextugsafmæli Bjarna en einmitt um þessar mundir er Sjálfstæðis- flokkurinn sextugur. Þetta varð til þess að ég ákvað að skrifa ekki um Njálu að sinni en senda þér í stað- inn bréf þar sem þú verður aðal- höfundurinn. Kaflinn í grein þinni, sem vakti athygli mína, hijóðar á þessa leið: „í samtali því sem vitnað er til í upphafi segir Bjarni Benediktsson: „Faðir minn vandi okkur ekki að- eins á að lesa íslendinga sögur, sem við kynntumst raunar einnig vel af að lesa með honum prófarkir af íslendingasagna útgáfu Sigurðar Kristjánssonar, sem hann sá um, heldur las hann fyrir okkur í bernsku Heimskringlu og Sturl- ungu, sem hvort tveggja eru ótæm- andi brunnar fyrir þá, sem viija kynnast mannlegu lífi.“ Þannig hefur allt lagzt á eitt að veita honum það veganesti, sem bezt ætti að duga. Ég minnist ennfremur á það hér að framan, að vegna menntunar sinnar hefði Bjami Benediktsson getað séð marga samtímaviðburði af háum sjónarhóli sögu og sagn- fræði. Það hefur veitt honum nauð- synlega yfirsýn og aðstöðu til sam- anburðar, sem hveijum stjórnmála- manni er mikill styrkur að. Mig langar að lokum, til að sýna hve djúpum rótum arfur foreldra- húsanna stendur í vitund hans, að minnast á samtal sem átti sér stað á heimili þeirra hjóna í Háuhlíð. Þá var aðild íslands að Efnahags- bandalaginu eða EBE, ofarlega á baugi. Talið snerist frá varnarmál- um og Efnahagsbandalaginu að fullveldi íslands. Ég hafði, aldrei þessu vant, hægt um mig, en aðrir rökræddu þeim mun meira. Bjarni benti á, að í varnarsáttmálanum væru margir fyrirvarar um sérstöðu íslands og fullveldi þess tryggt. Við getum sagt upp samningnum hve- Þórarinn Þórarinsson „Þetta varð til þess að ég ákvað að skrifa ekki um Njálu að sinni en senda þér í staðinn bréf þar sem þú verður aðal- höfundurinn.“ nær sem er, sagði hann. Þannig á þetta að vera. Að öðrum kosti höf- um við ekki nógu sterka aðstöðu. Við megum aldrei láta fullveldið af hendi. Það verður að minnsta kosti ekki gert, meðan ég hef einhver áhrif. Faðir minn barðist fyrir sjálf- stæði íslands og fullveldi, og ég ætla að standa vörð um hvort- tveggja. Ég er hræddur við aðild að EBE, eins og nú er, sagði hann ennfremur. Einhver viðstaddra gagnrýndi þessi orð, taldi þau jafnvel tilfinn- ingasemi. Bjarni svaraði með því að endur- taka með áherzlu sumt af því, sem hann hafði áður sagt, og gat þess m.a. að fuilveldið hefði greitt götu okkar að öðrum þjóðum og alþjóð- legum stofnunum og samtökum eins og Atlantshafsbandalaginu, en aðild að því væri okkur nauðsyn. Síðan bætti hann við, að fullveldi íslands yrði ekki látið í aska Efna- hagsbandalags Evrópu. Enn spunnust út af þessu ein- hver orðaskipti, en þá man ég að Bjarni bandaði frá sér með hend- inni, eins og hann gerir stundum og sagði: „Fullveldinu megum við aldrei afsala okkur, við eigum að skila landinu betra en við tókum við því.“ Svo reis hann á fætur og fór með svofellt vísubrot eftir Steingrím Thorsteinsson: Aldrei, aldrei bindi þig bönd nema biáfjötur Ægis við klettótta strönd. Þá fékk ég staðfestingu á því sem ég raunar vissi, að okkur er óhætt að treysta Bjama Benediktssyni fyrir fullveldi Islands.“ Eg hygg að ummæli Bjama Benediktssonar um aðild að Éfna- hagsbandalaginu og fullveldi ís- lands, sem þú vitnar til í grein þinni, eigi nú enn brýnna erindi til Islendinga en þegar þau vom sögð. Höfundur er fyrrverandi alþingis■ maður og ritstjóri Timans. Slitsterkt lakk með sérstakri ryðvörn í stórglæsilegu litaúrvali Handpumpa Lokaður keðjukassi Níðsterkt stell i og framgaffall með 10 óra óbyrgð Breiðari dekk Örugg fótbremsa MONTANA Vestur-þýsk gæðahjól í meirihóttar litum, ón gíra, 3 gíra og 10 gíra götu- hjól og 18 gíra fjalla-götuhjól * Mjúk sæti með verkfæratösku Traustur bögglaberi með öryggisgliti Öryggishandfang með fingragripi 44- Vandaður NtíflL 3-gírabúnaður Auka handbremsa Dömu Staðgr. verð 24“ án gíra fyrir 9-12 óra kr. 12.210,- 24“ 3 gíra fyrir 9-12 ára kr. 15.310,- 26“ án gíra fyrir 12 ára og uppúr kr. 12.210,- 26“ 3 gíra fyrir 12 ára og uppúr kr. 15.400,- 28“ 3 gíra fyrir fullorðna kr. 15.400,- Herra: 26“ 3 gírafyrir 12 áraog uppúr kr. 15.400,- 28" 3 gíra fyrir fullorðna kr. 15.400,- Einnig: 28“ 10 gíra með öllum búnaði kr. 17.320,- 26“ 18 gíra fjalla-götuhjól kr. 31.930,- Allur Ijósabúnaður VtSA® 26888 Teinaglit •Ath.: Lós fylgir ekki öllum gerðum Sérverslun ímeiraen hálfaöld /. . Reióhjólaverslunin , ORNINN Spítalastíg 8 við Óðinstorg Símar: 14661 og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.