Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 44
FÉLAG FÓLKSINS EINKAfíE/KN/NGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Vor í Hreppum Breytt vinnsla í sláturtíð: Gæti lækkað raun- verð kjöts um 20% NIÐURBRYTJUN og grófþökkun kindakjöts í sláturtíð gæti leitt til 17-20% raunlækkunar á verði kjötsins til neytenda. Sláturkostn- aður myndi lækka um 12%, og geymslukostnaður um sem svarar 45% rýmisþarfar. Þá yrði sparnað- ur í framlögum ríkissjóðs, án framleiðslulækkunar, um 250 milljónir króna ef þessi aðferð yrði viðhöfð, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að útflutningi kindakjöts yrði hætt. Þetta eru meðal annars niðurstöður starfs- hóps á vegum Framkvæmdanefnd- ar búvörusamninga. Starfshópurinn hefur unnið að því að útfæra tilraunir sem gerðar voru hjá versluninni Víði árið 1985 og hjá Kaupfélagi Borgfirðinga á síðasta ári með niðurbrytjun og grófpökkun kjöts í sláturtíð, og reikna fram heild- aráhrif breyttrar meðhöndlunar kjöts á sláturkostnað, geymslurými, niður- greiðslur, útflutningsbætur, heild- sölukostnað og verð til neytenda. Samkvæmt niðurstöðum starfs- hópsins myndu um 20% af kjöti í 1. til 5. verðflokki fara út af markaði sem afskurður, og einnig allur 6. verðflokkur, sem nýttur yrði í loð- dýrafóður og sérvinnslu. Samkvæmt þessu hækkar útsöluverð á völdu kindakjöti um 1,3%, sem þýðir 17-20% raunlækkun á verði til neyt- enda, þar sem gæði vörunnar hafa aukist vegna afskurðar sem neytend- ur hafa greitt fyrir, en nýtist þeim illa eða ekki. Veija þyrfti 105 milljón- um til nauðsynlegra breytinga á slát- urhúsum og til rannsókna og ráð- gjafastarfa. Flugmálastj órn; Lendingar- gjöld hækka um 21-33% Lendingargjöld á flugvöllum hér á landi hækkuðu um síðustu mánaðamót. Hækkunin á flug- völlum fyrir innanlandsflug nemur 33 af hundraði en fyrir millilandaflugið nemur hækk- unin 21 af hundraði. Þá hækk- uðu þjónustugjöld Loftferðaeft- irlitsins um helming, 100%, við síðastliðin mánaðamót. Jóhann H. Jónsson fram- kvæmdastjóri flugvalladeildar Flugmálastjórnar segir að hækkun þessi hafi verið ákveðin í fjárlögum fyrir þetta ár. Hann segir að lend- ingargjöldin séu einu sértekjur Flugmálastjórnar og sem slík þau einu sem hægt er að hafa áhrif á með þessum hætti sem hér er raunin. Alþingi hafi ákveðið að hækk- unin yrði þetta mikil í ár en gjöld þessi hækkuðu síðast á síðasta ári. Kvörtun frá heilbrigðisfulltrúa í Hull vegna íslenzka físksins: Óliæfiir til manneld- is í æ fleiri tilvikum ÍSLENSKUR fiskur, sem sendur er á markað í gámum, fer síversn- andi og oftar og oftar þarf að dæma einstakar sendingar óhæfar til manneldis. Þessi þróun hefúr verið stöðug undanfama mánuði. Þessi tíðindi era kjarninn í formlegri kvörtun heilbrigðisfulltrúans í Hull ^ Englandi til íslenska sendiherrans í London. Þetta er í fyrsta sinn sem slík formleg kvörtun berst vegna íslensks ferskfisks. Ríkismati sjávarafúrða hefúr verið falið að rannsaka málið og gera viðeigandi ráðstafanir. Bréfið er sent í byijun þessa mánaðar. Efni þess kemur heim við verðþróun á fiskmörkuðum í Bret- landi undanfarið, en meðalverð á þorski er nú um tíu krónum lægra en meðalverð fyrstu fimm mánaða þessa árs, sem var um 79,60 krón- ur hvert kíló. Afrit af bréfinu voru send ut- anríkisráðuneytinu og Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna. Vil- hjálmur Vilhjálmsson hjá LÍÚ segir bréfið ekki hafa borist, og að ekki hafi verið rætt um efni þess á vett- Vangi samtakanna. Hins vegar ýti það undir þá skoðun, sem LIÚ hef- ur sett fram, að veita beri leyfi til útflutnings í gámum í samræmi við það, hvernig menn standa sig varð- andi gæði vörunnar. Morgunblaðið leitaði áiits Péturs Bjömssonar hjá fisksölu- og um- boðsfyrirtækinu ísbergi í Hull. Hann sagðist telja að helsta ástæða Túnvíðakalin í Borgarfirði Hvannatúni, Andakíl. TALSVERT ber á kali í túnum í öllum sveitum Borgarfjarðar. Áberandi kal er meðfram skurð- bökkum þar sem vatn og klaki lá lengi í vetur. Undan þykkum snjó- fönnum koma tún kalin og áber- •tndi illa famar eru nýræktir á fyrsta og öðm ári. - D.J. þessarar kvörtunar væri að kröfur hefðu verið auknar í Bretlandi. Hann segir jafnframt að undanfarið hafi nokkuð borið á lélegum fiski héðan. Ríkismat sjávarafurða hefur rit- að öllum útflytjendum bréf vegna þessa máls og óskað eftir skýring- um þeirra. Halldór Árnason for- stöðumaður stofnunarinnar mun kynna sér tilefni umkvörtunarinnar og aðstæður í Hull í næstu viku, vegna þessa máls. Morgunblaðið/Einar Falur Vísað af velli Fleiri en dómarinn taldi löglegt vildu taka þátt í leik FH og Fram í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, eins og sjá má á myndinni. Eftir snarpa viðureign bára Hafnfirðingar sigurorð af íslandsmeistur- um Fram með tveimur mörkum gegn engu. Sjá nánar á íþróttasíðum. Ekki margir semkomu aft- ur frá slátruninni í Peking - segir Sigrún Guömundsdóttir í Tianjin í samtali við Morgunblaðið „FRÉTTIRNAR um slátrunina bárust þegar um morguninn og sér- staklega þegar lestirnar komu aftur með stúdentana úr þessum háskóla frá Peking — þá sem lifðu slátrunina af,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir í Tianjin í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það voru 200 stúdentar úr Tianjin-háskóla á Torgi hins himneska frið- ar, þegar slátrunin átti sér stað á sunnudag, og það voru ekki margir sem komu aftur frá Peking.“ „Það var fólk héðan af garðin- synir þeirra, eru síðustu íslending- um, sem var í Peking þessa nótt og sá þegar múgurinn réðst á her- mann sem stóð og lét kúlnahríðina dynja á fjöldanum. Fólkið tók af honum vélbyssuna og dró hann upp á umferðarbrú og henti honum of- an. Á götunni fyrir neðan tók ann- ar hópur manna við og kveikti í honum. Síðan var hann merktur á þann hátt að hér lægi hræ af dýri en ekki mannslík. Sá maður sem sagði mér þetta átti fótum Qör að !auna.“ Sigrún, eiginmaður hennar, Jón Steinar Guðmundsson, og tveir arnir sem eftir eru í Kina og búa þau á stúdentagarði við Tianjin- háskóla. Þau hafa hug á að fara frá Kína í næstu viku. Tianjin er mikil viðskipta- og háskóiaborg j um 150 km fjarlægð frá Peking. í borginni og úthverf- um hennar búa um 8,3 milljónir manna og er hún þriðja stærsta borg Kína á eftir Peking og Shang- hai. „Þeir sem lifðu fjöldamorðin af komu með lestinni á sunnudaginn og var farið í mikla mótmælagöngu héðan af háskólasvæðinu að braut- arstöðinni. Göngumenn voru há- skólastúdentar og það stöðvaðist allt í borginni meðan á göngunni stóð. Hvaðanæva dreif að fólk, sem fagnaði stúdentum og hvatti þá áfram. Á brautarstöðinni sögðu þeir, sem af lifðu, frá slátruninni á torg- inu. Það voru ótrúlegar lýsingar. Slíkir fundir eru nauðsynlegir, því það sem ríkisfjölmiðlarnir hér segja er tómur þvættingur. Þeir segja að 23 stúdentar og 300 her- menn hafi látist. Það trúir enginn orði af því sem heyrist í ríkisfyöl- miðlunum. Aftur á móti hafa stúdentar mjög virka og vel skipulagða fréttamiðlun. Sem dæmi má nefna að þeir hafa stöðvað strætisvagna og vörufiutningabíla og málað og límt á þá fréttir og skilaboð, sem síðan berast um alla borg. Síðastliðinn sunnudag var skrif- að á strætisvagnana að 2.673 hefðu látist og okkur fannst það ýkju- kennt, en nú skilst okkur að hin rétta tala sé nær sex þúsundum. Það er enginn hér, sem styður stjórnina. Að minnsta kosti enginn, sem maður talar við. Við fréttum það að félögum í kommúnista- flokknum hefði verið skipað að halda sig innan dyra og tala ekki um fjöldamorðin. Ég get ekki séð að þessi stjórn þeirra í Peking hafi stuðning nokkurs manns hér í borginni eða annars staðar." Sigrún sagði að mótmælin hefðu til þessa aðallega veriðú borgunum, þar sem sérstaklega mikið er af ungu fólki, sem er í háskólum. Nú væru stúdentarnir hins vegar farn- ir heim í hérað og nú fyrst fengi fólkið í dreifbýlinu að heyra hvað gerst hefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.