Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir: Læknar velti fyrir sér því sem betur má fara I nýjasta hefti Læknablaðsins, fréttabréfs lækna, birtist grein eftir Guðjón Magnússon aðstoðarlandlækni undir fyrirsögninni „Saga úr klíníkinni". Þar er greint frá máli aldraðs sjúklings, sem kom til með- ferðar á slysadeild Borgarspítalans með mar á höfði eftir fall. Ekki uppgötvaðist fyrr en of seint að sjúklingurinn var með hálsbrot, sem olli þrýstingi á mænukólfinn og Iézt hann skömmu eftir að það kom í ljós. í inngangi að greininni segir Guðjón að þetta sé eitt 183 mála, sem kvartanir hafí borizt um til landlæknisembættisins á síðasta ári. Hann geri grein fyrir þessu máli ef það megi verða til þess að vekja lækna til umhugsunar og umræðna. Morgunblaðið/RAX. Edda Jónsdóttir sýnir í Nýhöfh EDDA Jónsdóttir opnar sýningu í Listasalnum Nýhöfti, Haftiarstræti 18, laugardaginn 10. júní. Á sýningunni eru myndir unnar með vatnslit, olíukrít og blýanti. Myndirnar eru flestar unnar á sl. vetri en þá dvaldi Edda í Kjarvalsstofu í París um tíma. Edda stundaði nám við Myndlista- skóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla íslands og Rijksakademie van Beeldende Kunst- en 1986-78. Þetta er ellefta einkasýning Eddu, en hún hefúr einnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga og alþjóðlegra grafíksýninga hér heima og erlendis, þar sem hún hefúr unnið til verðlauna, svo sem í Bradford 1982 og Fredrikstad 1984. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá klukkan 10-18 og frá klukkan 14-18 um helg- ar. Henni lýkur 21. júní. Síðustu sýningar LR verða í Iðnó um helgina Morgunblaðið/Bjarni Síðustu sýningar LR í Iðnó eru um helgina. Margir hafa áhuga á að áfram verði listastarfsemi í húsinu og hefiir nefnd á vegum ríkis og borgar athugað möguleika á að kaupa það eða leigja í þessu skyni. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri mjög óánægður með að aðstoð- arlandlæknir skyldi fara með málið á opinberan vettvagn. „Ég tel að hann geri það með því að fara með þetta í Læknablaðið. Þótt þetta sé ætlað læknum og til þess að þeir dragi lærdóma af því er það komið fyrir almenningssjónir um leið og það birtist í fréttabréfi lækna, sem er opinbert blað.“ Jóhannes sagði. að auðvitað væri málið sorgarsaga, en hann teldi þessa aðferð aðstoðarlandlæknis ranga. „Ég tel að þama sé stutt í það að hann hafi jafnvel brotið trúnað; þann trúnað að skýra almenningi ekki frá högum sjúklinga, sem liggja á spítul- um,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að umrætt mál hefði verið rætt ýtarlega í læknaráði spítalans, landlæknisem- bættið rannsakað það og landlæknir sjálfur og aðstoðarlandlæknir mætt á fundi iækna Borgarspítalans. „Embættið á náttúrulega að fylgjast með gæðum heilbrigðisþjónustunnu- ar og hefur sínar aðferðir og leiðir til þess, en ég er ekki sammála þess- ari leið,“ sagði Jóhannes. Guðjón Magnússon landlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi ekki að hann hefði brotið trúnað. Ef ekki væri hægt að koma faglegum upplýsingum til lækna á framfæri við þá í eigin fréttabréfi án þess að það væri gert að æsi- fregn, þá væri verið að ýta undir Svavar Gestsson kveðst telja að samkvæmt grunnskólögum sé alger- lega óheimilt að neita nemanda um prófskírteini og útskrift vegna skulda á skólagjöldum, ekkert ákvæði þar heimili slíkt. í 59. gr. grunnskólalaga segi að nemandi skuli við lok grunn- skólanáms fá skírteini er votti að hann hafí lokið skyldunámi lögum samkvæmt. Faðir nemandans segir málið ekki snúast um peninga, heldur fram- komu skólastýra Tjarnarskóla gagn- vart dóttur hans. Faðirinn segir að hann hafi greitt skólagjöldin, þegar annar skólastjóra Tjarnarskóla hafi hótað því í símtali daginn fyrir út- skrift að stúlkan fengi ekki prófskír- teini nema hann greiddi gjöldin. Hann kveðst ekki hafa skýrt dóttur sinni frá þessu símtali né öðru sem hann átti við skólastjórann á útskrift- ardaginn. Hann hafi enda verið búinn að borga skólagjöid og ekki trúað öðru en að stúlkan fengi skírteini sitt afhent við útskriftina. Þetta at- vik veki spurningu um hver sé réttur nemenda og foreldra gagnvart kenn- urum og hann hafi í bréfi til mennta- það, sem að hans mati hefði verið tilhneigingin; að sópa öllum við- kvæmum málum undir teppið. „Til- hneigingin hefur verið að taia ekki um neitt, vegna þess að það geti orðið verra með því að tala um það en með því að þegja yfir því,“ sagði Guðjón. Hann sagðist telja að rétt eins og birtar væru í Læknablaðinu greinar um lyf og notkun þeirra eða meðhöndlun sjúkdóma, ætti að birta þar greinar um það, sem færi úr- skeiðis í heilbrigðisþjónustunni. „Maður á að geta rakið það fyrir læknum á þeirra eigin tungutaki, sem ég nota viljandi í þessari grein, því að hún er alls ekki skrifuð fyrir almenning. Þá getur hver og einn metið það, hvort þetta sé eitthvað sem gæti komið fyrir hann og hvað hann geti gert til að koma í veg fyr- ir svona lagað,“ sagði Guðjón. Hann sagði að síðan yrðu læknar að velta fyrir sér og ræða í sinn hóp hvað betur mætti fara. „Við getum ekki gert meira en að benda mönnum á að þarna hafa orðið mistök, og síðan er það þeirra sem framkvæma vinn- una að koma með tillögur um það hvernig eigi að haga henni til þess að svona gerist ekki.“ Guðjón sagði að ættingjar um- rædds sjúklings hefðu verið þess fýs- andi að hann skrifaði greinina og að læknum yrði gerð grein fyrir því hvað hefði gerzt og hvers vegna. Ættingjarnir ætluðu hins vegar ekki í neinn málarekstur vegna þessa máls. málaráðuneytis farið fram á rann- sókn þessa máls. Skólastjórar Ijarnarskóla, þær María S. Héðinsdóttir og Margrét Theódórsdóttir, segjast harma að samkomulag hafi ekki náðst um greiðslu skólagjalda áður en í óefni var komið. Samstarf við þennan til- tekna nemanda hafi í alla staði verið mjög ánægjulegt. Þær segjast ekki hafa álitið sitt hlutverk að skýra stúlkunni frá skuld föður hennar við skólann, en gert ráð að hann myndi gera einhveijar ráðstafanir. Skóla- stjórarnir segjast hafa boðið mála- miðlun í símtali við föður stúlkunnn- ar á útskriftardaginn, en hann hafi hafnað því og slitið samtalinu. Faðir- inn kveðst hins vegar engum mála- miðlunum hafa hafnað. Hvað bréf ráðuneytisins varðar telja skólastjórar Tjarnarskóla sig ekki hafa brotið grunnskólalög með því að krefjast greiðslu eða sam- komulagslags þar um áður en skírtei- nið yrði afhent. Afhendingu þess hafi aðeins verið frestað, en ekki hafi verið neitað um hana. SÍÐUSTU sýningar Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó verða nú um helgina. Leikfélagið, sem verið hefúr í Iðnó í 92 ár, sýnir næst í haust á Qölum Borgarleikhúss- ins. Að sögn Hallmars Sigurðs- sonar, leikhússtjóra, er Leikfé- Iagsfólki umhugað um að áfram verði menningarstarfsemi í hús- inu, helst einhverskonar lista- miðstöð. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, segist hafa þá stefnu að áfram verði listastarfsemi í Iðnó. Nefnd sem falið var að kanna möguleika á að kaupa eða leigja húsið svo að þar yrði áfram menn- ingarstarfsemi hefur skilað bráða- birgðaáliti til menntamálaráðherra. í nefndinni, sem skipuð var í fýrra, sitja fulltrúar menntamálaráðu- neytis, fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Álit nefndar- innar er nú í athugun í menntamála- ráðuneytinu. Iðnó hefur verið auglýst á fast- eignasölu í borginni, en eigendur hússins eru ýmis stéttarfélög, sem aðild eiga að Alþýðuhúsinu hf. Að sögn Þórunnar Hafstein, formanns nefndarinnar um Iðnó, eru viðræður við fulltrúa Alþýðuhússins næsta skref í þá átt að listastarfsemi verði áfram í Iðnó. Hallmar Sigurðsson telur að Iðnó myndi nýtast mjög vel fyrir fijálsu leikhópana sem margir eru á göt- unni. „Það væri að mínu viti menn- ingarsögulegt slys ef Iðnó færi und- ir eitthvað annað en listastarfsemi,“ segir hann. „Húsið, sem er alfriðað, er ekki einasta merkilegt í sjálfu sér heldur einnig vegna þess að í því hefur verið óslitin menningar- starfsemi elsta leikfélags landsins í níu áratugi. LR er jafngamalt Fanginn fundinn LÖGREGLAN í Reykjavík fann síðdegis í gær konuna sem strauk úr fangelsinu við Kópavogsbraut síðastliðinn laugardag. Konan fannst í húsi í Reykjavík. Hún mun verða höfð í einangrun í nokkurn tíma, eins og venja er í tilfellum sem þessum. Iðnó, sem reist var af Iðnaðar- mannafélagi Reykjavíkur á árunum 1896-7, og leikfélagið hefur verið leigjandi í húsinu frá upphafi.“ Hallmar segir að Leikfélagsfólki lítist mjög vel á Borgarleikhúsið en þyki auðvitað sárt að yfirgefa Iðnó, ekki síst þar sem óljóst sé hvað um hsið verði. „Iðnó er löngu orðið allt of þröngt og okkur hefur dreymt um að flytja í húsnæði sem sérstak- lega er hannað fyrir starfsemi LR. Nú er draumurinn að rætast, að- stæður í Borgarleikhúsinu eru allar hinar ákjósanlegustu og við hlökk- um auðvitað til,“ segir Hallmar. Fyrstu verkefni LR í nýju leik- húsi verða frumsýnd í kringum fyrsta vetrardag og eru æfingar þegar hafnar. Þetta eru leikgerðir Kjartans Ragnarssonar á tveimur fyrstu bókunum í Heimsljósi Hall- dórs Laxness. Þá verður barnaleik- rit eftir Benóný Ægisson, Töfra- sprotinn, frumsýnt annan í jólum. Síðastu sýningar LR í Iðnó verða hins vegar á Sveitasinfóníu Ragn- ars Arnalds. Skógardagnr í Haftiarfirði Á MORGUN, laugardaginn 10. júní, gengst Skógræktarfélag Hafnarflarðar fyrir sínum árlega Skógardegi og verður hann að þessu sinni helgaður minningu þeirra Gunnlaugs Kristmundsson- ar, fyrrum sandgræðslustjóra, og systkina hans, Guðmundar og Ingibjargar. Dagurinn hefst með því að safnast verður saman í gróðrar- stöðinni við Hvaleyrarvatn upp úr kl. 13.00 en síðan verður af- hjúpaður minningarsteinn um þau systkinin í austanverðri girðing- unni. Verður honum komið fyrir í skógarlundi, sem hér eftir heitir Systkinalundur. Ávarp við athöfn- ina flytur Jón Magnússon í Skuld, sem hafnfirskir skógræktarmenn kalla fremstan meðal jafningja, en að henni lokinni verður efnt til gróðursetningar. Þess má geta, að Ingibjörg, systir þeirra Gunn- laugs og Guðmundar, stofnaði sjóð að bræðrum sínum látnum og var það hlutverk hans að efla skógrækt í Hafnarfirði og ná- grenni. Lagði hún til sjóðsins verulegt fé á þeim tíma. Er hafn- firskt skógræktarfólk hvatt til að fjölmenna við Hvaleyrarvatn á morgun. (Fréttatilkynning) Prófskírteini ekki afhent við skólaslit vegna skuldar skólagjalda í Tjarnarskóla: Ráðuneytið óskar eftir skýringum NEMANDA í 9. bekk Tjaraarskóla í Reykjavík var ekki afhent útskrift- arskírteini við skólaslitaathöfii í maílok, að sögn skólastjóra vegna skuldar á skólagjöldum og áföllnum vöxtum. Faðir nemandans kveðst hins vegar hafa greitt skólagjöldin fyrir útskriftina og halí hugsanleg- ir dráttarvextir að upphæð 10.230 kr. verið ógreiddir, hafi það ekki verið ljóst og geti ekki réttlætt þessa framkomu. Utskriftarskirteini var afhent móður nemandans eftir athöínina þegar hún greiddi eftir- stöðvar skuldarinnar. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, sendi skólastjórum Tjarnarskóla bréf í gær þar sem óskað er skýringa og bent á að ráðuneytið telji skólann skorta heimild til að neita nemend- um um prófskírteini á þessum forsendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.