Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 40
40* úö'kgunMdíð' ÍÞRÓÍffift 4 IÞROTTADAGURINN -10. JUNI Hreyfing til heilsubótar eftir Ingimar Jónsson MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um mikilvægi hófsamlegrar líkamsræktar fyrir líkamlega og andlega vellíðan. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hófleg líkamsrækt er kjörin og ódýr leið til að viðhaida heilsunni, dýrmætustu eign hvers og eins, og vinnur gegn afleiðing- um hreyfingarskorts og öðrum fylgisfiskum nútíðar lifnaðar- hátta. Hún þarf því að vera fastur liður í lífi hvers og eins, rétt eins og það að gæta hrein- lætis. Oft er spurt hvaða íþróttir séu hollar eða hentugastar ti! þess að efla heilbrigði. Við þessari spurn- ingu er ekki til neitt eitt svar, nema þá helst: Oll hreyfing er góð. Vissu- lega eru sumar íþróttir betur til þess fallnar en aðrar að styrkja starfsemi hjarta og lungna. Þetta eru íþróttir eins og t.d. skokk, skíða- ganga og hjólreiðar, svo aðeins nokkrar séu nefndar sem fyrst og fremst reyna á þolið. Það er því ekki að ástæðulausu að slíkar líkamsæfíngar eru núorðið mikil- vægur þáttur í forvömum gegn hjarta og æðasjúkdómum og í end- urhæfingu hjartasjúklinga. Aðrar líkamsæfingar eru hins vegar betur til þess fallnar að efla styrk vöðva og samhæfingu hreyf- inga. Það er því æskilegt að stunda fjölbreytta líkamsrækt, t.d. skokk og leikfimi, jöfnum höndum, og reyna þannig alhliða á líkamann. Hér verður hver og einn, sem vill viðhalda eða bæta heilsu sína með líkamsrækt, að finna sér þá hreyf- ingu sem honum hentar; hreyfingu sem veitir hæfilega áreynslu, endur- næringu og vellíðan. Sumir kjósa þá íþrótt eða þá tegund líkamsrækt- ar, sem þeir geta stundað í ein- rúmi, en aðrir vilja iðka íþróttir með öðrum og njóta félagsskapar þeirra. Hvort heldur er, skiptir 'miklu að hafa ánægju af þeirri hreyfingu sem lögð er stund á. Annars er hætt við að lítið verði úr reglubundinni ástundun, sem er forsenda þess að tilætluðum ár- angri verði náð. Oft er spurt hve oft þurfi að stunda líkamsrækt of hver áreynsl- an í henni þurfi að vera til þess að hún hafi tilætluð áhrif til heilsubót- ar. Einnig við þessari spurningu er ekki til neitt einhlítt svar. Það sama gildir ekki fyrir þá sem eru mið- aldra og þá sem eldri eru. Auk þess er margt annað sem taka verð- ur tillit til, svo sem líkamlegt ásig- komulag. Fyrir miðaldra telst það þó iágmark að stunda líkamsrækt þrisvar sinnum í viku og í 30-60 mínútur í senn. Að sjálfsögðu er æskilegra að stunda líkamsrækt oftar, helst daglega, en gæta þá hófs. Brýnt er að stunda líkams- rækt með gætni. Einkum þurfa þeir að gæta sín sem vilja byija á líkamsrækt en hafa ekki stundað hana um langt skeið. Margir hafa farið flatt á því að fara of geyst í upphafí. Afleiðingin er oft óþægindi eða meiðsli, sem svo hafa haft í för með sér að lítið hefur orðið úr góðri fyrirætlan. Mikil áreynsla er heldur ekki allra meina bót. Þvert á móti eykur hún hættuna á meiðslum. Því er hæfileg áreynsla farsælust. Miðaldra fólki ætti því að ráðleggja að stunda einkum göngur, skíðagöngur, sund, skokk og leikfimi sér til heilsubót- ar. Þótt helsta markmiðið með líkamsrækt sé að viðhalda eða bæta líkamlega heilsu má ekki gleyma því að hún er líka, og e.t.v. ekki síður, mikilvæg fyrir andlega heilsu manna. Höfundur er doktor í íþróttafræðum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir læknir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir læknir: Skokkið færir mér auk- inn kraft og betri líðan „ALLIR verða að hreyfa sig eitt- hvað og ég veit það vegna starfs míns að öll hreyfing og líkamsáreynsla í hæfilegum mæli er af hinu góða,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir læknir, sem hyggst taka þátt í Heilsuhlaupi Krabbameinsfé- lagsins á morgun. Hún hefur skokkað nokkuð reglulega í 6 til 7 ár og telur það hafa haft góð áhrif á sig, bæði líkamlega og andlega. Sigríður Dóra segist skokka reglulega, að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Ég skokka allt árið og yfir veturinn fer ég minnst þrjá og hálfan kílómetra en yfirleitt ijóra til fimm, jafnt í snjó og bil sem í rigningu og roki. Og á sumrin hleyp ég venjulega um 7 kílómetra í hvert sinn. Núna hef ég hlaupið nokkuð reglulega í 6 til 7 ár.“ Endurnærð „Skokkið hentar mér mjög vel,“ heldur hún áfram, „vegna þess að ég hef gaman af því að vera úti. Mér finnst mjög skemmtilegt að hlaupa eftir Grandanum og Ægiss- íðunni, sjá fjöllin og finna sjávarilm- inn. Það er alveg sama hvað ég fer þreytt af stað, þó ég sé til dæmis búin að vera á næturvakt og sofa lítið, þá er ég alveg endurnærð eft- ir skokkið. Mér finnst það veita mér aukinn kraft og betri líðan. Það er líka svo gott andlega, að finna að maður getur notað þennan skrokk eitthvað.“ Enginn maraþonhlaupari... Varðandi þá gagnrýni sem stund- um hefur komið fram á skokkið segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, að auðvitað verði fólk að fara var- lega. „Fólk verður náttúmlega að vera vel klætt til að halda hita á sér og gera þetta bara þannig að það hafi gaman af. Ég er enginn maraþonhlaupari heldur hleyp ég til að mér líði vel og ég held að þannig sé þetta mjög æskileg líkamsrækt. Skokkið hentar auðvit- að ekki öllum og sumum hundleið- ist það. Ég get hins vegar ekki hugsað mér að fara eftir langan vinnudag inn í einhvern sal, þar sem fjöldi fólks svitnar hvert í kapp við annað. Ég vil miklu frekar fara út, anda að mér hreinu lofti og hreyfa mig þar.“ Guðmundur Sigurðsson lækn- ir. Dagskrá íþróttadagsins Dagskrá íþróttadagsins á morgun verður sem hér seg- ir, í bæjarfélögunum sex á suð- vesturhorninu, en dagskrána fyrir Akureyri er að fínna á Akur- eyrarsíðu blaðsins í dag. Kópavogur Sundlaug Kópávogs verður opin allan daginn. Aðgangur ókeypis. Leiðbeinendur frá Breiðabliki verða á staðnum kl. 10.00-11.00 og 15.00-16.00. Digranesvegur 12: „Hana-nú“ býður til fjöruferðar undir leiðsögn frá kl. 10.00-16.00. Félagssvæði ÍK: Kynning á starfsemi félagsins kl. 10.00-12.00, en svæðið er í Foss- vogsdal við Snæland. Heilbrigði- stáðherra Guðmundur Bjarnason leiðir göngu um Fossvogsdalinn. f'jölskylduleikir, knattleikir, skokk o.fl. Tennis við Snælands- og Kópavogsskóla með leiðsögn. Félagssvæði Breiðabliks: Íþróttahátíð kl. 13.00-16.00. Þrautir og gaman fyrir alla fjöl- skylduna. Einnig verður félags- starfsemin kynnt, m.a. ný deild, Amerískur fótbolti (ruðnings- deild). íþróttahús Gerplu: Almenn leikfimi á klukkutíma fresti allan daginn. Kynning á starfsemi félagsins. I Vesturvör Fossvogi: Siglingafélagið Ýmir býður til siglingar á alls konar fleytum. Kynning á starfsemi Ýmis. Leið- beinendur á staðnum. Æfíngastöðin Engihjalla: Opið hús allan daginn. Kynning á staðnum. Ókeypis aðgangur. íþróttahúsið Digranesi: Opið hús kl. 10.00-14.00 til kynn- ingar á starfsemi hússins. Seltjarnarnes Krabbameinshlaup í Reykjavík kl. 12.00 Sundlaug: Opin frá kl. 07.00-17.30. Aðgang- ur ókeypis og sundkennari á staðnum frá kl. 10.00-14.00. Grótta Knattspyrnudeild: Kl. 09.00-17.00 fer fram knatt- spyrnumót 6. flokks drengja af stór-Reykjavíkursvæðinu. Fimleikadeild: Kl. 10.00-12.00 munu þjálfarar leiðbeina í eldri sal íþróttahússins og svampgryfju. Handboltadeild: Þjálfarar og handboltastúlkur verða í nýja sal íþróttahússins frá kl. 12.00-14.00. Fjölskylduskokk: Hefst kl. 10.30. Upphitun verður við sundlaugina undir leiðsögn. Skokkað verður við hæfi hvers og eins. Hjólreiðar: Kl. 11.00 verður hjólaður Nes- hringur frá sundlaug. Heilsuræktin: Þreksalurinn opinn frá kl. 10.00- 16.00. Leiðbeinendur á staðnum og aðgangur ókeypis. Siglingar: Siglingaklúbburinn Sigurfari verður með kynningu á starfsemi klúbbsins við Bakkavör. Stutt sigling ef veður leyfir. Gönguferð með öldruðum: Lagt verður af stað kl. 14.00 frá íbúðum aldraðra í fylgd með íþróttakennara. Utilífsnámskeið: Kl. 10.00-12.00 fer fram kynning á starfseminni í sumar. Forstöðu- maður námskeiðsins verður í Gróttuherberginu við hlið sund- laugarinnar. Leikfími íyrir alla: Kl. 15.00 á skólalóð Mýrarhúsa- skóla. Leiðbeinandi stýrir æfing- um. Mosfellsbær Kl. 08.00 verður fjöruferð. Mæt- ing í biðskýlið við Álfholt. Leið- beinandi Þuríður Ingvarsdóttir. Kl. 12.00 fer fram Krabbameins- hlaup í Reykjavík. íþróttamiðstöðin Varmá: Kl. 10.00 verður Hjördís Magnús- dóttir með fyrirlestur um trimm og heislurækt. Skokk, ganga, teygjur. Leiðbeinandi Fríða Rún. Sundlaugin verður opin frá kl. 10.00-18.00, ókeypis aðgangur og leiðsögn. Ókeypis aðgangur er í þreksalinn á sama tíma. Leið- beinendur verða Alfa og Stefán. Kynning á íþróttastarfi: Badminton í sal. Handknattleiks- skóli. Sundnámskeið, leiðbeinandi Guðrún Jónsdóttir. Fijálsar íþrótt- ir, leiðbeinendur verða Alfa, Fríða Rún og Einar Vilhjálmsson. Knattspyrnuskóli. Leiðbeinandi Magnús Jónsson. Davíð Sigurðs- son og Vigfús Aðalsteinsson sýna nýja vallarsvæðið. Hestgerði: Kl. 13.00 fer fram hestasýning. Teymt verður undir börnum. íþróttavöllur: Frá kl. 13.30 verða leikir og fjöl- skylduhlaup á vellinum. Kl. 17.00 verður gönguferð á Helgarfell undir leiðsögn Hauks Níelssonar. Kl. 16.00 gróðursetur ungmennafélagið tijáplöntur á * Varmásvæði. Hafnarfjörður Kl. 08.30 Ókeypis aðgangur í sundhöllina og leiðbeinendur á staðnum. Kl. 10.00 Tennis við Öldutúnsskóla og blak við Lækjarskóla. Leiðbeinendur á staðnum. Kl. 11.00 Fijálsíþróttamót í Kaplakrika. íþrótta- og Ieikjanámskeið. Kl. 10.00-12.00 Sjúkraþjálfarinn og Hress með sérstaka kynningu á starfsemi sinni. Kl. 14.00 Fjöldaleikfimi á Thorsplani. Eftir létta upphitun geta þátttakendur valið um: Skokk 3-5 km, fjöl- skylduskokk, ratleik á Víðistaðat- úni og gönguferðir með leiðbein- endum. Garðabær íþróttamiðstöðin Ásgarður: Ökeypis aðgangur í sundlaugina kl. 08.00-17.00. Kl. 08.00-10.30 stjórnar Lovísa Einarsdóttir leik- fími í íþróttahúsinu. Kl. 13.00- ' 14.00 fer fram fjölskylduskokk 2, 3 og 5 km. Sljarnan: Knattspyrna kl. 14.00-15.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.