Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLIAÐIÐ1 IÞROTTIR roSTÚÐAGUR 9. JÚNÍ’1989 (]jj 43 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Keflvíkingar enn án sigurs „ÞETTA var baráttuleikur og' ég er ágætlega sáttur við úr- slitin og stigið. Markið í upp- hafi kom okkur úr jaf nvægi, en í síðari hálfleik náðum við upp góðri baráttu og réttum okkar hlut, sagði þjálfari Þórsara Milan Djuricic frá Júgóslavíu eftir leik ÍBK og Þórs í Keflavík í gærkvöldi þar sem liðin deildu með sér stigunum. Keflvíking- um eru því enn eina liðið án sigurs í 1. deild. Keflvíkingar fengu óskabyijun þegar Kjartan Einarsson skor- aði gott mark á 10. mínútu, hann fékk boltann utarlega í vítateig ■■■■■■ Þórsara og skaut BjömBlöndal föstu skoti ofarlega skrifarfrá í hornið fjær sem Keflavík annars ágætur markvörður Þórs Baldvin Guðmundsson náði ekki að veija. Eftir markið réðu heimamenn lengstum ferðinni án þess þó að skapa sér teljandi færi. Síðari hálfleikur var mun líflegri en sá fyrri. Þórsarar komu ákveðn- ir til leiks og þeir náðu að jafna metin á 53. mínútu með marki Júgóslavans Bojan Tanevski sem kom inná í síðari hálfleik sem vara- maður. Markið var fallegt, Ólafur Þorbergsson átti laglega sendingu á Tanevski sem var aðþrengdur af varnarmönnum ÍBK, en hann náði samt að skjóta hnitmiðuðu skoti í stöngina og inn - óveijandi fyrir Ólaf Pétursson í markinu. Eftir markið sóttu Þórsarar af krafti og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum við mark ÍBK. Undir lokin færðist meira líf í heimaliðið sem átti þá nokkur færi, en fleiri urðu mörkin ekki. 1. DEILD Fj.leikja U j T Mörk Stig VALUR 4 3 1 0 4: 0 10 FH 4 2 1 1 4: 2 7 KA 3 1 2 0 3: 1 5 ÞÓR 4 1 2 1 3: 4 5 FYLKIR 3 1 1 1 5: 4 4 KR 3 1 1 1 4: 5 4 FRAM 4 1 1 2 3: 6 4 ÍBK 4 0 3 1 3: 4 3 VÍKINGUR 4 1 0 3 2: 3 3 ÍA . 3 1 0 2 3: 5 3 Morgunblaöið/Einar Falur Guðmundur Hilmarsson, fyrirliði FH, hefur hér betur í viðureigninni við Ómar Torfason, Fram. FH-ingar, sem eru nýliðar í 1. deild, voru mun betri en íslandsmeistarar Fram og hefði sigur þeirra getað orðið enn stærri. ÍBK-Þór 1 : 1 Keflavíkurvöllur, íslandsmótið 1. deild, fimmtudaginn 8. júní 1989. Mark ÍBK: Kjartan Einarsson (10. mín.). Mark Þórs: Bojan Tanevski (58. mín.). Gult spjald: Bojan Tanevski, Þór, Kjartan Einarsson, ÍBK, og Gestur Gylfason, ÍBK. Áliorfendur:400. Dómari:Eysteinn Guðmundsson og dæmdi ágætlega. Lið ÍBK: Ólafur Pétursson, Valþór Sigþórsson, Sigurjón Sveinsson, Ami Vilíy'álmsson (Jón Sveinsson vm. 70. mín.), Ingvar Guðmundsson, Jóhann Júlíusson, Jóhann B. Magnússon, Kjartan Einarsson, Óli Þór Magnússon, Freyr Sverrisson og Gestur Gylfason. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luca Kostic, Birgir Karlsson, Sveinn Páls- son, (Bojan Tanevski vm. 46. mín.), Nói Bjömsson, Ólafur Þorbergsson, Júlíus Tryggvason, Kristján Kristjáns- son, Hlynur Birgisson, Þorsteinn Jóns- son og Valdimar Pálsson. Heimir Karlsson, Val. Bjarni Sigurðsson, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson og Halldór Áskelsson, Val. Andri Marteinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson, Víkingi. Ólaf- ur Jóhannesson, Birgir Skúla- son, Guðmundur Hilmarsson, Ólafur Kristjánsson og Pálmi Jónsson, FH. Birkir Kristins- son, Fram. Kjartan Einarsson og Valþór Sigþórsson, ÍBK. Bojan Tanevski og Luca Kostic, Þór. íkvöld TVEIR leikir eru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu. Á Akureyri mætast KÁ og KR og á Fylkisvelli Fylkir og ÍA. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. í 2. deild leika IBV og Leiftur á sama tíma í Eyjum, en leiknum var frestað í vik- unni. í 3. deild mætast Dalvík og Austri á Dalvík. Meistaramir höiðu ekki roð við nýliðunum í FH Fyrsti sigur Hafnarfjarðarliðsins á Fram í átta ár FH-INGAR gerðu sér lítiðfyrir og sigruðu Islandsmeistara Fram, 2:0, á Kaplakrikavelli. Sigur FH var mjög verðskuld- aður og hefði 4:0 gef ið réttari mynd af gangi leiksins. Þetta var fyrsti sigur FH á Fram í 1. deild síðan 1981. FH-ingar voru mun betri allan leikinn, barátta þeirra var að- dáunarverð og uppskeran eftir því. Framarar voru daufir og var eins ■■■■■■I og þeir héldu að ValurB. þetta kæmi af sjálf- Jónatansson um sér og áttu skrifar hreinlega ekkert svar við kraftmikl- um leik Hafnfirðinga. Fyrri hálfleikur var frekar tíðind- alítill framan af og fátt um mark- tækifæri. FyiTa mark FH kom eftir hræðileg mistök í vörn Fram á 33. mínútu. Birkir, markvörður, tók útspark og sendi lausan bolta út fyrir vítateig hægra megin á Þor- stein sem sendi síðan knöttinn fyrir markið og þar var Pálmi Jónsson mættur og þakkaði fyrir sig með því að renna boltanum í autt mark- ið. Rothöggið fyrir Fram kom þegar aðeins sex mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Eftir þunga sókn FH fékk Ólafur Kristjánsson knöttinn rétt utan vítateigs og skaut föstu skoti sem hafnaði í markinu eftir að hafa snert varnarmann og þann- ig breytt stefnu. Pálmi komst tvívegis einn í gegn eftir markið en Birkir sá við honum. Eins fékk Guðmundur Valur dauðafæri rétt fyrir leikslok, en Birkir bjargaði í horn. FH hafði fyrir leikinn ekki unnið Fram síðan 1981 er liðið sigraði 5:1. Sigurinn var því kærkominn fyrir nýliðana í 1. deild sem eiga eftir að hala inn mörg stig ef svo heldur áfram sem horfir. Liðið sam- anstendur af léttleikandi strákum sem hafa ódrepandi baráttuvilja. Ólafur Jóhannesson og nafni hans Kristjánsson á miðjunni voru bestir og varnarmennimir Bjöm, Birgir og Guðmundur stóðu sig vel. Pálmi var ógnandi í framlínunni en hefði átt að skora fleiri mörk. íslandsmeistarar Fram töpuðu öðmm af fjórum leikjum sínum í deildinni og léku ekki sannfærandi. Leikmenn liðsins virkuðu þungir og áhugalitlir. Þeir brotnuðu niður við hinn mikla baráttuvilja FH-inga sem vom alltaf skrefinu á undan. Eini Ijósi punkturinn hjá Fram var markvarsla Birkis sem kom í veg fyrir að tapið yrði enn stærra. FH - Fram 2 : O Kaplakrikavöllur, íslandsmótið - 1. deild, fimmtudaginn 8. júní 1989. Mörk FH: Pálmi Jónsson 33. mín., Ólafur Kristjánsson 51. mín. Gult spjald: Ólafur Kristjánsson, FH og Ómar Torfason, Fram. Rautt spjald: Ekkert. Áhorfendur: Um 500. Dómari: Eyjólfur Ólafsson - stóð sig vel. Lið FH: Halldór Halldórsson, Birgir Skúlason, Ólafur Jóhannesson, Pálmi Jónsson, Björn Jónsson, Guðmundur Hilmarsson, Kristján Gíslason, (Guð- mundur Valur Sigurðsson vm. á 78. mín.), Þórhallur Víkingsson, Hörður Magnússon, (Jón Erling Ragnarsson vm. á 80. mín.), Magnús Pálsson, Ólaf- ur Kristjánsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Guð- mundur Steinsson, Ómar Torfason, Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson, Viðar Þorkelsson, Ragnar Margreirs- son, (Ríkharður Daðason vm. á 59. mín.), Þorsteinn Þorsteinsson, Pétur Ormslev, Pétur Amþórsson, (Steinn Guðjónsson vm. á 46. mín.), Helgi Bjamason. KNATTSPYRNA / NOREGUR || TENNIS / OPNA FRANSKA Graf og Sanchez komnar í úrslit Teiturá förumfrá Brann? AUt útlit er fyrir að Teitur Þórð- arson sé á förum frá norska 1. deildarliðinu Brann. Fjölmiðlar í Noregi skýrðu frá því í gær að Teitur hafi fengið gott tilboð frá um að gerast þjálfari þjá ónefndu 1. deildarfélagi í Sviss. Teitur var ráðinn þjálfari Brann í upphafi síðasta keppnistímabils og náði að halda liðinu í 1. deild og koma því í úrslit í bikarkeppn- inni. Ástæðan fyrir því að Teitur hyggst yfirgefa Brann er ólga innan stjórnar félagsins. Teitur Þórðarson. STEFFI Graf þurfti að taka á honum stóra sínum til þess að tryggja sér sæti í úrslitum á Opna franska meistararmótinu í tennis í gær. Graf lék við lítt þekkta júgóslavneska stúlku Monicu Seles í undanúrlitum og sigraði eftir jafnan og spennandi leik 6:3,3:6 og 6:3. Graf, sem stefnir nú á sigur á þessu móti þriðja árið í röð, var ekki ánægð þrátt fyrir sigurinn. „Þetta var ekki minn dagur. Ég lék illa og hefði auðveldlega getað tap- að,“ sagði Graf eftir leikinn. Hún hrósaði frammistöðu Seles sem er aðeins 15 ára og líkleg til að vera næsta stjarna í tennisíþróttinni. Seles sem hefur heillað áhorfend- ur í París með frammistöðu sinni var ánægð þrátt fyrir tapið og sagð- istvera stolt af frammistöðu sinni. í hinum undanúrslitaleiknum í kvennaflokki mættust Arantxa Sanchez frá Spáni og Mary Joe Fernandez frá Bandaríkjunum og sigraði Sanchez auðveldlega 6:2 og 6:2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.