Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 2
2 Ggei mul, .G ÍIUOAínJTHO'í UinA MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 9 1989 Fjöldam orðun um FJÖLDAMORÐUM kínverska Alþýðuhers- ins á mótmælendum í Peking var mót- mælt með fundi fyrir framan kínverska sendiráðið í Reylq'avík í gærkvöldi. Á fund- inn, sem ungir sjálfstæðismenn skipu- lögðu, mættu á þriðja hundrað manns að sögn lögreglunnar. Fundarmenn minntust fallinna mótmælenda með mínútuþögn um leið og blómsveigur til minningar um hina látnu var lagður á tröppur sendiráðsins, eins og sjá má á litlu myndinni. Fundurinn skoraði á kínversk stjórnvöld að láta mann- úðarsjónarmið ráða ferðinni í stað valda- fíknar og hemaðarhyggju og að meta frelsi og lýðréttindi meira en ofurvald kommúnistaflokksins á öllum sviðum. Loks var gerð krafa um að þeir, sem fyrirskip- uðu fjöldamorðin, verði látnir sæta ábyrgð, svo að Torg hins himneska friðar í Peking verði ekki blóði drifinn vígvöllur á ný. Er fulltrúar ungra sjálfstæðismanna knúðu dyra á sendiráðinu til þess að afhenda ályktun fundarins var ekki lokið upp, og henni því stungið í bréfalúguna. Svarað var í síma í sendiráðinu skömmu eftir fund- inn og sagt að störfum væri lokið þar. íslandslaxi í Grindavík veitt greiðslustöðvun í þrjá mánuði BÆJARFÓGETINN í Grindavík hefúr veitt íslandslaxi hf. greiðslu- stöðvun í þijá mánuði til að gefa eigendum feeri á að koma nýrri skipan á Qárhag og rekstur fyrirtækisins. Heildarskuldir fyrirtækis- ins nema 850 milljónum króna og eiginfjárstaða er metin neikvæð um 60-70 miHjónir en að meðtöldum ábyrgðum eigenda eru eignir um 200 milljónir umfram skuldir. íslandslax er að 51 hundraðshluta í eigu Sambandsins og dótturfyrirtækja þess; Regins, Olíufélagsins og Iceland Seafood en 49% eru eign norska fyrirtækisins Noraqua. Undanfarið hefúr verið dregið saman í rekstrinum og starfa nú 16 manns hjá íslandslaxi, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Ráðherrar hitta frystihúsamenn: Forsætisráð- herrasegir erfitt að eygja lausn FORRÁÐAMENN illa staddra frystihúsa á Vestfjörðum héidu í gær fúnd með fúlltrúum ríkis- sljórnarinnar og ýmsissa sjóða. Engin ákveðin niðurstaða kom fram á fúndinum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, segir að ástandið sé alvarlegt hjá þessum fyrirtækjum og erfitt sé að sjá lausn á vandanum. Sveinbjörn Jónsson oddviti á Suð- ureyri, einn fundarmanna, segir að þijú frystihús á Vestfjörðum hafi stöðvast og fleiri fylgi í kjölfarið verði ekkert að gert. Meðal úrræða sem rædd voru var frekari gengis- felling, lækkun vaxta og lækkun á skuldabyrði þessara fyrirtækja. Vestmannaeyjar: Oánægja vegna orða Steingríms V estmannaeyj um. MIKILL urgur er í Eyjamönnum vegna ummæla er Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, viðhafði um útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum á aðalfúndi VSÍ. Telja menn að Steingrímur hafi þar tekið fúllstórt upp í sig, að draga Vestmanneyinga út úr og stimpla þá sem vanskilamenn. Steingrímur sagði í ræðu sinni á fundi VSÍ að sér væri sagt að útgerð- armenn í Vestmannaeyjum færu nú um landið, eftir góða vertíð, og keyptu báta. En þeir ætluðu ekki að greiða neitt af skuldum sínum. Vegna ummæla forsætisráðherra hélt stjóm Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja fund í gær og gerði eftir- farandi samþykkt: Stjóm Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja lýsir undrun sinni á um- mælum þeim, er forsætisráðherra viðhafði á aðalfundi VSÍ um útgerð- armenn í Vestmannaeyjum. Útvegs- bændur í Vestmannaeyjum telja sig ekki meiri vanskilamenn en aðra og mótmæla því þessum ummælum um heila starfsstétt í einu byggðarlagi. Grímur landinu. 4-500 þúsund seiði eru í seiðaeld- isstöð fyrirtækisins, sem framleiðir einnig um 350 tonn af matfiski á ári. Þegar öllum framkvæmdum verður lokið og fullri framleiðslu náð er áætlað að framleiða um 600 tonn á ári. Seiðaeldisstöð íslandslax var reist 1985 en matfiskseldisstöð var tekin í notkun ári síðar. Það sem af er þessu ári hefur fyrirtæk- ið framleitt 150 tonn af matfiski en slátrað er 7-9 tonnum í viku. Framleiðslan er að langmestu leyti flutt flugleiðis til Japans en einnig er óverulegt magn selt til Hollands og Bretlands, að sögn Bjama Sig- urðssonar starfandi framkvæmda- stjóra. í fréttatilkynningu frá íslands- laxi segir að mikill halli hafi orðið á rekstrinum 1988 og ljóst sé að fyrirtækið geti ekki að óbreyttu leyst aðsteðjandi rekstrarvanda. Hins vegar séu ábyrgðir eigenda talsvert hærri en sem nemi nei- kvæðri eiginfjárstöðu. Þá segir að fyrirtækið hafi eins og önnur fisk- eldisfyrirtæki átt við erfiðleika að stríða vegna misræmis milli gengis- þróunar og innlends kostnaðar. Auk þess séu aðallega tvær ástæður fyrir erfíðleikum fýrirtækisins: Kostnaður við uppbyggingu eldis- stöðvarinnar við Stað í Grindavík hafí verið mun hærri en gert hafí verið ráð fyrir í byijun, enda hafí verið um brautryðjendastarf að ræða, og hafí umframkostnaðurinn haldið áfram að íþyngja rekstrinum vegna gífurlegs fjármagnskostnað- ar. Þá hafi áætlanir um seiðaút- flutning brugðist þegar þeir mark- aðir hafí lokast fyrir íslendingum í fyrra. Hafi þá orðið að farga seiðum og hafi tekjutap af þeim sökum numið um 100 milljónum króna. Leyfi stjómvalda hafi ekki fengist til að flytja norskan laxastofn í eldi hjá fyrirtækinu í sjó en með því móti hefði verið unnt að bjarga verðmætunum. Reykjavíkurhöfn: ~~i Ovenjumörg erlend skip í VOR hafa óvenjumörg erlend skip haft viðdvöl í Reykjavíkur- höfri, einkum rannsóknarskip og skemmtiferðaskip. Yfirleitt hafa þessi skip hér 2-3 daga dvöl en skemmtiferðaskipin stoppa sjald- an lengur en dagstund. Samkvæmt upplýsingum frá hafnsöguvaktinni er nú eitt rann- sóknarskip í höfninni, Atlantis II frá Bandaríkjunum. Tvö önnur rannsóknarskip létu nýlega úr höfn, sovéskt og þýskt. Af öðrum erlendum skipum sem haft hafa viðkomu í Reykjavíkur- höfn að undanfömu má nefna enska herskipið Ledbury, danska varð- skipið Beskytteren og tvö rússnesk skemmtiferðaskip. Dauðsföll vegna kransæðasjúkdóma: Pípu- og vindlareykingar eru mjög stór áhættuþáttur PÍPU- og vindlareykingar eru mun stærri áhættuþáttur í krans- æðasjúkdómum og krabbameini hér á landi en venjulega er tal- ið. Samkvæmt niðurstöðum úr rannsóknum Hjartaverndar síðustu 20 ár tvöfalda pípu- eða vindlareykingar hættu á krabbameini, og sá sem reykir pípu eða vindla á nokkurn veginn jafúmikið á hættu að deyja úr kransæðasjúkdómum og meðalsígarettu- reykingamaður. Nær allir, sem fá kransæðastíflu undir fertugu, eru reykingamenn. Á þingi norrænna hjartalækna, sem nú stendur yfir í Reylq'avík, gerði Guðmundur Þorgeirsson læknir grein fyrir niðurstöðum rannsókna Hjartavemdar, sem staðið hafa frá árinu. 1967 á 8.001 karlmanni. Af þeim em 1.140 látnir og vom kransæðasjúk- dómar orsök dauðsfalla í 43% til- fella, krabbamein var orsök 27% dauðsfalla, 7% létust úr heilablóð- falli og 23% af öðmm orsökum. Hjá þeim sem létust úr krans- æðasjúkdómum var aldur stærsti áhættuþátturinn. Næst kom kól- esterol í blóði, og þar á eftir reykingar. Þeir sem reyktu 25 sígarettur á dag eða meira áttu mest á hættu, næstir komu pípu- og vindlareykingamenn, og þar á eftir þeir sem reyktu 25 eða færri sígarettur á dag. Hár blóðþrýst- ingur var einnig stór áhættuþátt- ur, og athygli vakti, að ekki virt- ist skipta máli hvort hann hafði verið meðhöndlaður með lyfium eða ekki. Sígarettureykingar vom lang- stærsti áhættuþátturinn, þegar skoðuð vora dauðsföll vegna krabbameins, og jókst áhættan í réttu hlutfalli við auknar reyking- ar. Kólesterol í blóði skipti þar lítlu máli. Á þinginu gerði Axel F. Sig- urðsson einnig grein fyrir niður- stöðum rannsókna á mönnum, 25-40 ára, sem fengu kransæða- stíflu hér á landi árin 1980 til 1984. Rannsóknimar sýna að reykingar em þar langstærsti áhættuþátturinn. Af 29 mönnum í þessum aldurshópi, sem fluttir vom á sjúkrahús vegna krans- æðastíflu, reyktu 28. Guðmundur Þorgeirsson sagði við Morgunblaðið að aðaláhættu- þættir hjartasjúkdóma hér á landi væru mjög svipaðir og í nágranna- löndunum. Guðmundur sagði, að í rannsóknum Hjartaverndar hefði verið fylgst mjög Iengi með sama hópnum, miðað við aðrar rann- sóknir í heiminum, og samkvæmt þeim virtust áhættuþættimir halda vægi sínu allan tímann. „Mikilvægi þessara rannsókna fyrir okkur felst þó í því, að ekki er hægt að álykta út frá vitneskju annarra landa um áhættuþætti í kransæðasjúkdómum. Þannig má benda á það, að í Japan em reykingar ekki mikill áhættuþátt- ur og í Afríku er háþrýstingur ekki vemlegur áhættuþáttur," sagði Guðmundur Þorgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.