Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 30
80 MQ>HqUN«LA.DlD)FQSjgUDAGMS.8, ^ÚNÍ/1989 Jóhann Björnsson, Hafharfírði - Minning Fæddur 4. október 1915 Dáinn 1. júní 1989 Sú harmafregn barst mér að áliðnum degi, fimmtudaginn 1. júní sl., að Jóhann Björnsson frændi minn hefði látist þá fyrr um daginn. Jóhann var fæddur í Hafnarfirði 4. október 1915, sonur hjónanna Guðnýjar Jónsdóttur og Björns Jó- hannssonar verkamanns, Austur- götu 5 í Hafnarfirði. Systkini Jó- hanns voru Vilborg, f. 1. janúar 1914, en hún lést 29. júní 1985 og Guðni Vilberg, f. 11. október 1921, vörubifreiðastjóri í Hafnar- firði, kvæntur Hallbjörgu Gunnars- dóttur, einnig ólst upp á heimili foreldra Jóhanns Björn Ólafsson byggingameistari, en hann er nú látinn. Jóhann bjó alla sína ævi í Hafn- arfirði, á æsku- og unglingsárum Jóhanns var íjölbreytni í atvinnu- tækifærum ólíkt fátæklegri, en nú gerist. Jóhann var góður námsmað- ur, greindur og fylginn sér og gekk hann í Verslunarskólann að loknu gagnfræðaprófi frá Flensborg. Að loknu námi gerðist hann skrifstofu- maður í Vélsmiðju Guðmundar Hróbjartssonar, sem síðar varð Vélsmiðjan Klettur hf. og var hann einn af stofnendum hennar. Jóhann vann alla sína starfsævi í Kletti og hafði hann með höndum allt reikningshald og á stundum fjármálastjórn fyrirtækisins. Hann var svo samofínn Kletti, að hann var oft kenndur við fyrirtækið. Jóhann var hvort tveggja í senn kappsfullur og vandvirkur í öllum sínum störfum. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og þoldi enga hálfvelgju í kringum sig. Jóhann var í forsvari fyrir iðnfyrirtæki all- an sinn starfsaldur og þekkti vel hvar skórinn kreppti að í gegnum tíðina hjá nýrri atvinnugrein, oft vegna ákvarðana misviturra ráða- manna, sem ekki gerðu sér nægjan- lega grein fyrir þeim kjörum, sem iðnaðurinn hefur oft þurft að búa við hér á landi. Jóhann var mikill fjölskyldumað- ur og fyrir utan starfið sátu heimil- ið og fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann hafði mjög náið samband við móður sína og systkini alla tíð auk heldur allt sitt frændfólk. Jóhann kvæntist þann 11. júní 1948 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingunni Símonardóttur, f. 1. des- ember 1921. Ingunn er dóttir hjón- anna Ingibjargar Gissurardóttur og Símonar Símonarsonar bifreiða- stjóra, Þorfmnsgötu 8 í Reykjavík. Hjónaband þeirra varð þeim báðum mikið gæfuspor í lífi þeirra. Jóhann og Ingunn hófu búskap á Norður- braut 3 í Hafnarfirði, en byggðu fljótlega reisulegt og fallegt hús á Herjólfsgötu 28 í Hafnarfirði. Ingunn og Jóhann eignuðust fimm börn. Þau eru: Guðný, f. 24. september 1948, húsmæðrakenn- ari, gift Berent Sveinbjömssyni pípulagningameistara og eiga þau fjögur börn; Björn, f. 25. ágúst 1952, vélstjóri, en hann dó af slys- förum 5. marz 1986; Ingibjörg, f. 8. apríl 1955, bókbindari, hún á eina dóttur; Vilborg, f. 10. maí 1959, viðskiptafræðingur og fata- hönnuður og Guðbjörg, f. 10. nóv- ember 1964, tækniteiknari og blómaskreytingamaður, býr með Anders Gulit í Svíþjóð. Öll em börnin mesta dugnaðar- og manndómsfólk og hafa haslað sér völl hvert á sínu sviði. Heimili þeirra hjóna er til fyrir- myndar og ber það glöggt vitni um samheldni þeirra og dugnað, enda bæði metnaðarfull í því efni. Það varð mikil sorg í ranni, þegar einka- sonurinn fórst af slysförum, báru þau ham sinn í hljóði, enda einlæg í trú sinni. Ég vil að lokum þakka Jóhanni samfylgdina. Sérstaklega vil ég þakka vináttu hans og tryggð við foreldra mína og okkar fjölskyldu. Jóhann var einlægur og hlýr og vinátta hans var' fölskvalaus. Inga mín, ég bið algóðan Guð að veita þér og þinni fjölskyldu allri styrk í sorg ykkar. Megi minn- ingin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa verða ykkur huggun harmi gegn. Ég votta Guðna Vilberg ög fjöl- skyldu hans samúð við fráfall góðs bróður. Blessuð sé minning Jóhanns Björnssonar. Gissur V. Kristjánsson Hann afi okkar er dáinn. Það er erfitt að skilja, en svona er þetta líf. Stundum getur maður verið of eigingjarn og vill hafa alla hjá sér lengur en mögulegt er, en við eig- um ekkert nema góðar minningar um afa. Fyrst koma í huga okkar veiði- ferðirnar á Þingvelli sem voru farn- ar á hverju sumri þegar við vorum yngri. Við fórum oft í sunnudags- bíltúra með ömmu og afa, gjarnan var stoppað í Eden í Hveragerði, tívolíinu eða farið eitthvert annað út fyrir bæinn. Mestu gleðistundir okkar með afa voru án efa í af- mælum og á öðrum hátíðisdögum þegar fjölskyldan kom saman að ógleymdum stundunum í kartöflu- garðinum sem var líf og yndi afa. Þótt afi hefði orðið 74 ára á árinu var hann alltaf eins frá því að við munum fyrst eftir honum. Hann talaði aldrei um sig og fólk á svipuðu reki og hann sem gam- alt fólk heldur sagði hann alltaf: „við eldra fólkið.“ Afi var nýlega hættur að vinna en var samt ekki aðgerðarlaus. Hann byijaði að læra sænsku upp á eigin spýtur í vetur svo hann gæti tjáð sig betur við tilvonandi tengdason sem er sænskur. Afi hafði alltaf áhuga á því sem við vomm að gera eins og t.d. Fæddur 4. september 1925 Dáinn 19. maí 1989 Með þessum fátæklegu línum kveð ég vin,minn, Guðmund Agn- arsson, sem lést 19. þ.m. eftir stutta sjúkrahúsvist. Sumir sem maður kynnist á lífsleiðinni verða betri vinir en aðrir og í þeim hópi var Guðmundur. Hann hafði þann eiginleika að eiga auðvelt með, að stofna til vináttu og halda henni. Ég kynntist Guðmundi fyrir rúm- um áratug á spilakvöldi í Hreyfils- húsinu. Þar vorum við að iðka sam- eiginlegt áhugamál sem heitir bridge. Við lentum við sama borð í kaffihléinu og fórum að spjalla saman. Hann var hress í tali og stutt í hláturinn. Við komumst fljótt að því að við höfðum sameiginlegan áhuga fyrir fleiru en bridge, en það voru hestar. Það duldist ekki nein- um, að hestarnir hans voru númer eitt í lífi hans og áður en kaffi- hléinu lauk hafði hann boðið mér á hestbak. Ég þáði að sjálfsögðu gott boð og viku síðar var ég lggð af stað í fyrsta, og ekki síðasta, útreið- atúrinn, með honum og Sirrý dóttur hans. Þetta varð kveikjan að því, að ég eignaðist mína eigin hesta, sem hann hugsaði um fyrir mig hvenær sem ég þurfti þess með. Guðmundur var hestamaður af guðá náð, hann tamdi sína hesta sjálfur og þeir kynntust því fljótt hver var þeirra húsbóndi, en í hans höndum lentu margir baldnir folar, sem aðrir gáfust upp á að temja. Hann fékk út úr hrossunum það sem til var og jafnvel örgustu bikkj- ur litu út sem gæðingar, þegar harin var kominn á bak. hvemig okkur gekk í skólanum. Ef vel gekk hrósaði hann okkur ef ekki hvatti hann okkur til að halda áfram, gefast ekki upp og reyna að gera betur næst. Þegar við vorum lítil sváfum við oft öll hjá ömmu og afa og þá horfð- um við öll saman á sjónvarpið og afi las textann fyrir okkur og út- skýrði ef við skildum ekki. í janúar 1988 fæddist yngsta barnabarnið. Hann var skírður Jó- hann og var sólargeislinn hans afa. Nú þegar Jóhann litli kemur á Herjólfsgötuna og kallar á afa er erfitt að útskýra fyrir honum að afi kemur ekki aftur. Með söknuði kveðjum við afa og þökkum honum fyrir allt það sem hann gaf okkur. Afi var góður maður sem mun lifa í hugum okkar um ókomna framtíð. Við biðjum Guð áð blessa ömmu og veita henni styrk. Að lokum viljum við minnast afa með versum úr Heilræðavísum Hallgríms Péturssonar sem voru honum ofarlega í huga. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur; heimskir menn sig státa. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, Iesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Sveinbjörn, Ingunn, Jóhanna, Hólmfríður og Jóhann. Þegar hugurinn leitar minning- anna um liðnar stundir, þá stöðvast hann fyrst við þá atburði, sem voru skemmtilegastir, til dæmis þegar við riðum hestunum í sumarhagann austur fyrir fjall. Þetta voru ferðir sem við hlökkuðum til allan vetur- inn og þegar af stað var komið var hann eins og kóngur í ríki sínu, hásætið Gráni eða Glæsir og kóngs- ríkið íslensk náttúra. Hann var félagslyndur, þekkti marga og átti mörg áhugamál, ásamt því að vera í hestamennsku, spila bridge, lét hann sig sjaldan vanta á gömlu dansana og lá ekki á liði sínu í dansinum, hann steig þar mörg spor. Hann lifði lífínu, eins og sagt er, þó oft meira af kappi en forsjá. I samskiptum við aðra var hann hreinskiptinn og kom til dyranna eins og hann var klæddur, lífið sner- ist ekki um veraldlega auðsöfnun, ánægja hans var að veita fremur en þiggja. Nú á kveðjustund, sem kom svo óvænt, þakka ég Guðmundi af al- hug vináttu og góðvild við mig og fjölskyldu mína, allar okkar skemmtilegur samverustundir, sem skilja eftir svo hlýjar minningar. Sirrý mín, ég votta þér, fjölskyldu þinni og öðrum aðstandendum hans innilega samúð. Við sjóndeildarhring ósýnilegra landamæra bíður okkar vinur á hesti, um ókomin ár. Hvíl í friði. Esther t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR JÓHANNSSON, Ránargötu 8, Grindavík, lést í St. Jósefspítalanum, Hafnarfirði, miðvikudaginn 7. júní. Sæunn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Sverrisson, Helga Eysteinsdóttir, Baldur Jóhann Þorvaldsson, Sverrir Kristján Þorvaidsson. t Eiginmaður minn, VALDIMAR JÓNSSON, Fannafold 71, lést í Landspítalanum 7. júní. Dóra Ragnheiður Guðnadóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRI'ÐAR KJARTANSDÓTTUR frá Völlum, verður frá Kotstrandarkirkju, laugardaginn 10. júní kl. 14.00: Gfslfna Björnsdóttir, Ingvar Christiansen, Kjartan Björnsson, Sigríður Sigurðardóttir, Jónas Björnsson, Ásdís Frímannsdóttir. og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BJARNI HALLDÓRSSON, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 10. júni kl. 14.00. Halldóra Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Einar Njálsson, Gunnlaugur Bjarnason, Guðbjörg Stefánsdóttir, Rut Bjarnadóttir. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför HÓLMFRÍÐAR MARÍU GUÐSTEINSDÓTTUR, Laugavegi 34. Guðbjörg Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Gylfi Eyjólfsson, Þórður Þorgeirsson, Inga M. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför MARGRÉTAR ILLUGADÓTTUR, Syðri-Hömrum, Ásahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi, fyrir góða hjúkrun og hlýhug í hennar garð. Systkinin frá Syðri-Hömrum og fjölskyldur þeirra. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRARINS J. EINARSSONAR kennara, Egilsgötu 26, Reykjavík. Gyða Þórarinsdóttir, Elín Þórarinsdóttir, Gísli Guðmundsson, Jón Þórarinsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Ragnhiidur Þórarinsdóttir, Stefán Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Agnars- son — Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.