Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 31
31 MOft(ilÍNBIiAf)ÍÍ) FÖ^JÖÖÁtíÖft -9.! 30NÍ ¥986 Minning: Jóna Kristjánsdóttir í dag verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju móðursystir mín, Jóna Kristjánsdóttir húsfreyja að Asum í Stafholtstungum. Jóna lést á heimili sínu aðfaranótt 2. júní eftir hjartaá- fall og kom óvænt andlát hennar nánustu aðstandendum í opna skjöldu. Jóna fæddist í Álfsnesi á Kjalarnesi 9. ágúst 1915, og var hún næst yngst af fimmtán börnum Kristjáns Þor- kelssonar (1861—1934), og konu hans Sigríðar Guðnýjar Þorláksdótt- ur (1871—1945) frá Varmadal. Jóna ólst upp hjá foreldrum sínum í Álfsnesi við gott atlæti í stórum og samheldnum systkinahópi. Heim- ilið var ávallt íjölmennt og hafði Kristján faðir hennar talsverð um- svif í búskap jafnframt ijölmörgum störfum sem hann innti af hendi í þágu sveitar og sýslu. Þegar hún fæddist va>' heimilið orðið rótgróið og foreldrunum hafði búnast vel. Elstu systkinin voru komin undir tvítugt og unnu við búskapinn á milli þess sem_ þau menntuðu sig eftir föngum. í Álfsnesi var á þessum árum ráðinn kennari á veturna til að veita börnunum almenna barna- fræðslu eins og þá var víða siður á stórum sveitaheimilum. Síðan var Jóna einn vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni sem ung stúlka ásamt Helgu, eldri systur sinni, og minnt- ust þær þess tíma jafnan seinna með ánægju. Jóna lærði einnig fatasaum vetrarlangt í Reykjavík á æskuárun- um. í ársbyijun 1934 missti hún föð- ur sinn. Sigríður móðir hennar hélt áfram búskap í Álfsnesi með full- tingi þeirra barna sinna sem enn voru heima við. Áður en Kristján lést höfðu þau Sigríður keypt húseign í Reykjavík til að létta undir með þeim börnum sínum sem þar dvöld- ust um lengi eða skemmri tíma við nám og störf og stuðluðu þannig að því að tengsl systkinanna héldust náin fram á fullorðinsár þótt þau yfirgæfu æskuheimili sitt. Á þessum árum vann Jóna á búi móður sinnar en á stríðsárunum fluttist hún alfar- in til Reykjavíkur og réð sig í vinnu á saumastofunni Feldinum þar sem hún vann þar til hún giftist. Árið 1944 urður kaflaskil í lífi Jónu. Þá giftist hún Jóhannesi Ólafssyni lögregluþjóni í Reykjavík. Jóhannes er sonur hjónanna Ingi- bjargar Sveinbjarnardóttur og Ólafs Jens Sigurðssonar, sem lést ungur frá konu og börnum. Hugur Jóhann- esar stóð þó til búskapar og þremur árum seinna hætti hann störfum í lögreglunni og ungu hjónin hófu búskap í Víðinesi á Kjalamesi, sem var næsti bær við Álfsnes. Þar bjuggu þau í eitt ár, en fluttust þá að Borg á Mýrum, þar sem þau bjuggu næstu sex árin. Þaðan fluttu þau að Efranesi í Stafholtstungum og voru þar í nokkur ár. Árið 1959 keyptu þau nýbýlið Ása í sömu sveit og stóð þar heimili þeirra síðan. Á Ásum er jarðhiti og ágæt skilyrði til ylræktar. Lögðu þau lengst af mesta áherslu á þennan þátt búskaparins þótt þau hefðu ævinlega einhveijar skepnur. Auk búskaparins hefur Jó- hannes mikið unnið við múrverk og féllu þá bústörfin meira í hlut Jónu þegar þannig stóð á. Þau Jóna og Jóhannes bjugguí hamingjusömu hjónabandi í 45 ár og eignuðust fimm böm. Elstur er Kristján, f. 1945, kennari við Vél- skóla íslands í Vestmannaeyjum. Hann er kvæntur Vigdísi Guðjóns- dóttur handmenntakennara og eiga þau þrjú börn, en Kristján á einnig son frá því fyrir hjónaband. Næstur er Björn, f. 1946, búfræðikandidat og stýrimaður, ókvæntur. Þá kemur Jóhannes, f. 1949, bóndi á Stafholts- veggjum, kvæntur Kristínu Möller og eiga þau einn son. Næst er Sigríð- ur Guðný, f. 1950, heilsugæsluhjúk- runarfræðingur, sem er gift Skúla Guðmundssyni lögfraaðingi, skrif- stofustjóra Hagstofu íslands. Yngst- ur er Ólafur Ingi, f. 1959, véliðnfræð- ingur, kvæntur Kolbrúnu Sigurðar- dóttur skrifstofumanni og eiga þau einn son. Jóna frænka mín var mér sem önnur móðir þegar ég var bam. Ég var hjá þeim hjónum í fóstri um nokkurra mánaða skeið þegar ég var þriggja ára gömul og foreldrar mínir voru erlendis. Seinna dvaldist ég hjá þeim um tíma í sveit á þeim sögu- fræga stað Borg á Mýmm, og var það sannarlega ánægulegur tími og enn minnisstæður. Þrátt fyrir fjar- lægðina höfðu þær móðir mín og hún alltaf mjög náið samband og styrkist það frekar með tímanum en hitt. Jóna var fríð sýnum og bauð af sér góðan þokka. Hún var viðræðu- góð og hafði yndi af söng og ljóðum eins og flest hennar fólk. Hún, var prýðilega verki farin og fór vel með hvaðeina sem hún hafði undir hönd- um. Hún hafði ánægju af hvers kyns handavinnu og unni mjög gróðri eins og heimili hennar og starf ber vitni um. Starfsvettvangur hennar var heimilið og viðfangsefni íjölskyldan og átti hún þar samleið með flestum konum sinnar kynslóðar. Hér má einnig minna á að til sveita em störf húsmóðurinnar alla jafna miklaViða- meiri en í þéttbýli. Ekki má heldur gleyma risnu og myndarskap þeirra hjóna þegar gesti bar að garði, enda sóttust frændur og vinir eftir því að heimsækja þau og lögðu einatt lykkju á leið sina ef svo bar undir. Skapgerð Jónu var mjög heil- steypt. Aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkmm manni. Ævinlega var hún reiðubúin að leggja orð og gerð- ir annarra út á besta veg og lagði jafnan gott eitt til mála. Hún bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti og var bömum sínum og okk- ur systkinabörnum ímynd hinnar mildu móður, en undir mildri fram- göngunni og blíðu yfirbragðinu viss- um við að bjó stefnufastur vilji og fullvissa um í hvaða átt skyldi halda. Við lok ævidags síns mátti hún líta yfir farinn veg með velþóknun, enda hafði hún skilað dijúgi starfi í þágu lands og þjóðar. Nú er hennar sárt saknað í hópi ættingja, en það er þó huggun að eflaust fær hún góða heimkomu. Eftirlifandi eiginmanni svo og börnum, tengdabörnum og barna- börnum votta ég innilegustu samúð mína. María Jónsdóttir ...AÐ EIGNAST ÞENNAN HORNSÓFA ? Komið og sjáið hreint ótrúlegt úrval afgæða leðursófum og leðursófasettum. GSTÆTT VERÐ. Sett 3/1/1, fá kr. 119.900,- stgr. rþjónusta 5 sæta horn frá kr. 126.800,- stgr. SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI, S: 45670 - 44544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.