Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 9
MOKGUNBIADIÐ ,FÖ$TUDAGUR; 9., JÚNÍ1989 Til sölu 5-6 herbergja einbýlishús í Kópavogi í Vesturbæ. Steinsteypt. Forstofa, húsbóndaherb., gesta- snyrting, saml. stofur, geymsla, rúmg. eldhús og þvottahús. Á efri hæð er hol, baðherb., 3 herbergi og geymsla. Gott háaloft. Stór bílskúr. Góð lóð. Útsýni. Verð 8,9 millj. Upplýsingar í síma 43294. Skíða- skálaferé Hin árlega skíðaskálaferð verður farin þann 10. júní. Lagt verður af stað frá Geithálsi kl. 10. Ferðanefnd. Dalvíkurskóli - siávarútvegsdeild Skipstjðrnar- og fiskvinnslunám Umsóknir um nám á 1. og 2. stigi skipstjórnar og 1. og 2. ári í fiskiðn þurfa að berast skólanum fyrir 15. júní. Við skólann er heimavist. Allar upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari í símum 96-61380, 96-61491, 96-61162. Skólastjóri. KRUMPUGALLAR fyrir herra og dömur Nýsending Úlsölustaðir: Akrasport - Akranesi Aþena - Höfn, Hornafirði Bikarinn - Reykjavík Bjólfsbær - Seyðisfirði Borgarsport - Borgarnesi Don Cano búðin - Reykjav. Hverasport - Hveragerði Kaupfél. Þing. - Húsavík Kaupfél. Steingrfj. - Hólmav. Maraþon - Akureyri Músík og sport - Hafnarfirði Nes-sport - Seltjarnarnesi Skógar — Egilsstöðum Sparta - Sauðórkróki Sportbúð Óskars - Keflavík Sportb. Laugav. 97 - Rvík. Sporthlaðan - ísafirði Versl. Ara Jónss. - Patreksfirði Versl. Steina & Stjóna - Vestm. Versl. Vísir - Blönduósi SPORTLAND HF. Álfheimum 74, sími 82966. 9 -H- Atvinnuöryggið, verðlag- ið og ríkisbúskapurinn Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra, mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 1989 10. nóvembersl. Hann sagði „meg- ineinkenni frumvarpsins" vera 1.200 m.kr. tekjuafgang (sem lækkaði í 600 m.kr. í meðferð Alþingis). Orðrétt sagði ráðherra: „Atvinnuleysi hefur verið forð- að og horfur eru á að verðbólga verði komin niður fyrir 10% í árslok. Og nýj- ustu tölur um verðlagsþróun undanfarið munu á næstu dögum staðfesta enn frek- ar þann spádóm"! Staksteinar glugga í dag í spádómsorð Ólafs Ragnars um fjárlagadæmið og ríkisbúskapinn. Fjárlagafor- sendur Fjárm;llaráðtierra sagði m.a. í fjárlagaræðu sinrn: „I samræmi við þjóð- hagsáætlun er í frum- varpinu gengið út frá því að framfærslukostnaður hækki um 12% milli ára. Launabreytingar eru áætlaðar 8% á milli ára og hækkun vísitölu bygg- ingarkostnaðar 10%. Aætlað er að meðalverð á erlendum gjaldeyri muni hækka um 7% milli ái’a, en öll sú hækkun er þegar fram komin . . . Þessar flárlagafor- sendur hafa verið gagn- rýndar töluvert að und- anfomu. Því hefur verið haldið fram að þær standist ekki og þar með sé grundvellinum kippt undan frumvarp- inu . . .“ Þeirri gagnrýni mót- mælti ráðherra harðlega. „Rökrænt samhengi frumvarpsins“ Ráðherra sagði siðar i ræðunni: „Hvað raunlaun varð- ar gera þessar forsendur ráð fyrir óbreyttum raunlaunum frá því sem þau verða á fyrsta árs- fjórðungi næsta árs. Þannig er það misræmi, sem kemur fram í þróun verðlags, gengis og launa, að mestu fram komið nú þegar. Enda þótt þróun verðlags og launa á næsta ári verði á annan hátt en hér er miðað við, kollvarpast flárlagafrumvarpið alls ekki af þeim sökum. Skýringin er það inn- byrðis samhengi sem byggt er inn í frumvarp- ið. Ef kaupgreiðslur hækka umfram það sem hér er gert ráð fyrir auk- ast launaútgjöld rikisins. A móti kemur að eftir- spurn og umsvif í hag- kerfinu aukast og verð- bólga einnig. Skatttekjur af bæði veltu- og tekju- sköttum aukast. Tekjuaf- gangurinn getur því orð- ið meiri en á móti verður viðskiptahallinn við út- lönd einnig meiri. Ef raungengi krónunnar lækkar meira en hér er gert ráð fyrir munu raunverulegar tekjur, eftirspum og imiflutning- ur verða mhmi auk þess sem vaxtagjöld aukast. Tekjuafgangurinn minnkar eða hverfur al- veg, en það mun koma lítið að sök þar sem á móti kemur að viðskipta- hallinn verður minni. Vegna þessa rökræna samhengis frumvarpsins sjálfs er á þessu stigi máls engin ástæða til annars en að byggja á þeim forsendum sem hér hafa verið raktar.“ Hinnýja stefiia Enn sagði Ólafur Ragn- ar: „Eins og fram hefur komið í máli minu ber fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1989 það með sér að gerð er alvarleg til- raun til að snúa við á þeirri braut skuldasöfh- unar og hallarekstrar sem ríkisfjármálin hafa verið á undanfarin ár. Útgjaldahlið frumvarp- isn felur í sér viðleitni til þess að stöðva útgjalda- þenslu ríkisins án þess þó að skerða margvís- lega þjónustu . . . Heimilin i landinu munu einnig þurfa að laga sig að breyttum skil- yrðum og sú aðlögum kann ýmsum að verða sársaukafúll. Það er þess vegna nyög brýnt að Al- þingi allt og rikisstjórn sýni í reynd gott for- dæmi . . .“ Uppskeran á akri Ólafs Ragnars Hvemig hefur svo til tekizt hjá fjármálaráð- herranum? Reynslan er ólýgnust. Gefúm einu stjómarmálgagninu, Al- þýðublaðinu, orðið: „Miðað við útkomu fyrstu fimm mánaða árs- ins er útlit fyrir a.m.k. 3,5 milljarða króna halla á rikissjóði á þessu ári [í stað 600 m.kr. hagnað- ar] . . . Astandið í ríkis- rekstrinum virðist því verra en á sama tínia i fyrra . . .“ Það em einkum þijár ástæður tiundaðar sem valda kollsteypu ríkis- búskaparins í höndum Ólafs Ragnars Grimsson- ar. I fyrsta lagi nýir kjarasamningar, sem ráðherra sagði að vísu innan fjárlagarammans. Hver ber meiri ábyrgð á þeim en fjárm;ilaráð- herra? í annan stað bú- vömdæmið. Það Iýtur einnig stjómarfarslegri forsjá og ábyrgð ráð- herra Alþýðubandalags- ins. í þriðja lagi meiri verðbólga en fyrir var séð. Verðhækkanir eiga ekki sizt rætur í stjómar- stefhunni sjálfri, m.a. hærri skatthcimtu í verði vöm og þjónustu, þótt lgarasamningar [meiri innlendur kostnaður] komi einnig við sögu. A bak Alþing- is og viðsemj- enda Hvers vegna var koU- steypan í ríkisbúskapum fyrst tiunduð eftir að Al- þingp var sent heim? Hversvegna kunngerir flármálaráðherra hug- myndir sínar um enn aukna skattheimtu, sem ganga þvert á anda ný- gerðra kjarasamninga, fyrst eftir að Alþingi var sent heim? Og hvað um öll stóm orðin um að snúa haUadæmi rikis- búskaparins við, tryggja atvinnuöryggið og lækka verðbólgustigið? áfk ÍSLANDSMÓTID HÖRPUDEILD UjJHH W FYLKISVÖLLUR * FYI jn 1 VOLVO LKIR- kvöld kl. 20.00 IA DAIHATSU Kannt þú nýja símanúmerid? Steindór Sendibílar OsazislA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.