Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 10
s s
10
MÖRGÍuífeÍÍÁÐlÖ FÖStÚDÁGUR 9. jtife' 'iðáb
AFINNLENDUM
VETTVANGI
eftir ÞÓRHALL JÓSEFSSON
Ríkisbákn segir Bílgreinasambandið
Öryggi í fyrir rúmi segir ríkisvaldið
BÍLGREINASAMBANDIÐ hefur harðlega gagnrýnt þá stefhu,
sem Bifreiðaskoðun íslands hefur tekið og í skýrslu sem lögð var
fyrir vorfund sambandsins fyrir skömmu er fyrirtækið kallað
nýtt ríkisbákn. Gagnrýnin beinist helst að tvennu, annars vegar
að farið sé fram úr kostnaðaráætlunum svo nemi hundruðum
milljóna króna við byggingar skoðunarstöðva, hins vegar að ekki
sé staðið við upphafleg áform um að bifreiðaverkstæði hafi með
höndum skoðunina, að minnsta kosti til reynslu á meðan upp-
bygging skoðunarstöðva stendur yfir. Sfjórn Bílgreinasambands-
ins hafði talið rétt að íhuga í alvöru að hætta samstarfi um Bif-
reiðaskoðunina. Inn á vorfundinn kom orðsending frá dómsmála-
ráðherra, þar sem hann óskaði eftir að halda fund með deiluaðil-
um og var þá akvörðunum frestað þar til sá fundur er afstaðinn.
Hér á eftir er rætt við Björn Ómar Jónsson, fulltrúa Bílgreinasam-
bandsins í sfjórn Bifreiðaskoðunar, og Þorstein Geirsson, sfjórnar-
formann og fulltrúa ríkisins, um deilurnar.
Bifreiðaskoðun íslands hf er
hlutafélag sem leysir Bifreiðaeftir-
lit ríkisins af hólmi hvað varðar
bifreiðaskoðun, álestur ökumæla
og fleira. Bílgreinasambandið á um
20% i fyrirtækinu, tryggingafélög
25%, ríkið 50%, FÍB, Félag bif-
vélavirkja og aðrir minna. Hlutafé
Bílgreinasambandsins er um 17
milljónir króna.
Bílgreinasambandið á einn
stjórnarmann af sjö, Félag bif-
vélavirkja annan og hafa þessir
stjórnarménn staðið saman í af-
stöðu til skoðunarstöðvanna innan
stjórnarinnar, aðrir hafa myndað
meirihlutann. Ríkið hefur þijá
menn í stjórninni og er einn þeirra
fulltrúi FIB. Tryggingafélögin hafa
tvo menn í stjóm.
Bíll færð-
ur til
skoðunar
i hinni
færan-
legu
skoðun-
arstöð
Bifreiða-
skoðunar
íslands
hf.
Sjö ára aðdragandi
Bjöm Ómar rekur aðdraganda
deilnanna: „Þetta samstarf á nú
svolítið lengri sögu en bara síðan
þetta fyrirtæki var stofnað. Fyrir
tæpum sjö árum hófum við sam-
starf við Bifreiðaeftirlit ríkisins og
þá aðallega í því að koma því sem
við köllum endurskoðun inn á bif-
reiðaverkstæði, viðurkennd af
þeirra hálfu og okkar. Við settum
okkur leikreglur í því, með lág-
markskröfur um tækjabúnað sem
eru ennþá í dag í gildi og að menn
séu með réttindi og húsnæðið full-
nægi vissum skilyrðum.
Þessu vorum við búnir að vinna
að og það lá alltaf í loftinu að Bif-
reiðaeftirlitið fengi sína skoðunar-
stöð hérna í Reykjavík og viðskipta
vinurinn fengi að ráða hvort hann
færi í þessa opinberu stofnun eða
á viðurkennt bifreiðaverkstæði til
þess að skoða bílinn. Þetta var
okkar skilningur og þegar við fór-
um í þetta starf saman, þá töldum
við að fyrsta skrefið væri að yfir-
færa endurskoðunina, síðan kæmi
þetta stig af stigi, þangað til aðal-
skoðunin væri komin inn.
Hefiir reynst mjög vel
Síðan var búið að keyra þetta í
ein þijú ár að ég held, og þetta
hefur reynst mjög vel, að okkar
mati og Bifreiðaeftirlitsins á sínum
tíma. Nú, síðan gerist það, að inn
í þetta tökum við tjónabíla og höld
um námskeið um að yfirfara bíiana,
mæla þá og menn fengu réttindi
til að útskrifa þessa bíla og það
voru þessi viðurkenndu verkstæði.
Síðan er þetta fyrirtæki stofnað
og þegar við göngum í það banda-
lag, þá afsalar ríkið sér skoðuninni
ásamt fleiri atriðum til Bifreiða-
skoðunar íslands hf, en aftur á
móti hefur Bifreiðaskoðun íslands
heimild til þess að afsala sér skoð-
uninni til viðurkenndra verkstæða.
Með þessari lagagrein töldum
við að um áframhaldandi samstarl
á þessu sviði gæti verið að ræða
og stóðum alltaf í þeirri meiningu
að þá yrði byggð skoðunarstöð eins
og við vorum með í huga. Síðan
fengju verkstæðin skoðunarheim-
ildir, þau sem vildu og uppfylltu
þær kröfur sem yrðu settar. Svo
þróast nú málið þannig að meiri-
hluti stjórnar tekur þá ákvörðun
að engir aðrir skoði_ bíla en menn
frá Bifreiðaskoðun íslands og það
er byijað á því að kaupa færanlega
skoðunarstöð, sem við vorum búnir
að sýna að væri óþarfi. Skoðunar-
stöðin átti að kosta 14 milljónir en
endaði í rúmum 18 milljónum.
120 milljónir
umíram áætlun
Þá kemur að því að það á að
fara að byggja skoðunarstöð hérna
í Reykjavík. Upphaflega var ætlað,
1987, að hún ætti að kosta 55
milljónir. Framreiknað til síðustu
áramóta var það komið í 80 milljón-
ir. Meirihluti stjórnar tekur síðan
þá ákvörðun að semja við Loftorku
um byggingu skoðunarstöðvar upp
á 130 milljónir tæpar. Og það er
bara húsnæði og lóð og frágangur
á því. Þá er allt annað eftir og það
var verið að leika sér með töluna
170 milljónir, en við vildum meina
að þetta færi alveg upp í 200 millj-
ónir, jafnvel meira.
Þá ofbauð okkur alveg, vegna
þess að það var ekki nokkur leið
til að fá þessa menn til skrafs og
ráðagerða, að gera til dæmis fjög-
urra til fimm ára samning við verk-
stæðin til reynslu, með ströngu
eftirliti, þannig að eftir þá reynslu
mætti taka málið til athugunar og
ákveða framhaldið. Á sama tíma
og við erum að ræða þetta, kemur
tillaga um að byggja skoðunarstöð
á Akureyri og bæta henni við á
þetta ár. Hún er áætluð upp á 25
milljónir, en við vitum hvemig loka-
tölur verða í því, þetta er nú bara
svona á pappírum, það er eftir að
gera alla samninga.
Höfiim margboðið
samstarf
Þegar þessir menn vildu ekki
samstarf við verkstæðin á þessum
grundvelli, og við vorum búnir að
benda á það sem betur mætti fara,
af reynslu manna, þá töldum við
að við hefðum ekkert erindi þarna.
Vegna þess að við töldum að þekk-
ingin, húsnæðið og tækjabúnaður-
inn væri fyrir hendi. Með því að
byggja þessa skoðunarstöð hér í
Reykjavík, þá var fyrirsjáanlegt að
aðrar stöðvar þyrftu að bíða í þijú
tii fimm ár, út um allt land. Við
erum búnir að margbjóða þeim að
verkstæðin tækju þessa skoðun á
þessum tíma. Þá væri hægt að
veita bifreiðaeigendum sömu þjón-
ustu út um allt land eins og í
Reykjavík.
Síðan höfum við alltaf haldið því
fram að það væri mjög gott fyrir
þetta fyrirtæki að hafa samkeppni
og heilbrigt, á nútímamælikvarða
að minnsta kosti. En þetta hefur
ekki fengið hljómgrunn."
Að sænskri fyrirmynd
Bjöm Ómar var spurður hvort
hann hefði skýringu á því, hvers
vegna meirihluti stjórnarinnar vill
byggja aftur upp ríkisbákn í anda
Bifreiðaeftirlitsins, eins og Bif-
reiðaskoðunin er kölluð í fyrr-
nefndri skýrslu.
„Já, vegna þess að þarna hafa
menn úr ráðuneytunum verið að
skoða sig um og þeir hafa tekið
Svíþjóð til fyrirmyndar. Svíar eru
með svona kerfi. Aftur á móti ef
við tökum England og Holland, þá
er þetta allt annað. Þjóðveijar eru
að breyta þessu og hleypa á fleiri
staði. En, Svíar eru svolítið fastir
á sínu formi og þetta er eitt appar-
atið sem við erum að apa eftir
þeim.“
Hvernig hafa þessar kostnaðar-
hækkanir verið réttlættar?
„Það er auðvitað ekki hægt að
réttlæta þær, menn ætla bara að
velta því yfir á bifreiðaeigendur.
Stjórnin er ekki sammála um
þetta.“
. Vinnubrögðum áfátt
Á vorfundi Bílgreinasambands-
ins var rætt nokkuð um að skoðun-
inni hefði hrakað, bílar slyppu í
gegn um skoðun þótt þeir væru
ekki í lagi. Björn Ómar segir:
„Þetta var aðeins rætt á fundinum
og þá sérstaklega með tilliti til
þess hluta sem við vorum með í
fyrra, í sambandi við endurskoðun-
ina. Þá kom þetta út þannig, að
til dæmis hjá Kaupfélagi Árnesinga
á Selfossi voru um þetta leyti í
fyrra búnir að koma milli 70 og
80 bílar í endurskoðun, sem hafði
verið fundið að, í ár voru þeir þrír.
Hlutföllin voru mjög svipuð annars
staðar og það var samdóma álit
manna að orsökin fyrir þessu væri
sú, að eitthvað væri að vinnubrögð-
unum. Þó svo að menn væru ekki
tilbúnir til að leggja þarna fram
einhveijar fastar sannanir, þá geta
menn nú lesið úr þessum tölum.“
Enginn ágreiningur
Þorsteinn Geirsson ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu er
stjórnarformaður Bifreiðaskoðunar
íslands hf. Hann er einn þriggja
fulltrúa ríkisins í stjórninni. Hann
var spurður hveiju hann vildi svara
gagnrýni Bílgreinasambandsins á
þá stefnu sem tekin hefur verið í
uppbyggingu skoðunarstöðvanna.
„Það er nú partur af forsendun-
um fyrir félaginu," segir hann.
„Það kom inn í Alþingi að félagið
ætti að koma upp skoðunarstöðvum
í öllum kjördæmum landsins. Um
skoðunarstöðina sem verið er að
byggja i Reykjavík veit ég ekki til
að sé neinn ágreiningur."
Óréttmæt gagnrýni
Nú gagnrýna þeir meðal annars
að hún hafi farið langt fram úr
kostnaðaráætlun.
„Ég held að það sé nú óréttmæt
gagnrýni vegna þess að þeir eru
þá að bera hugsanlega saman tölur
sem eru miðaðar við annað verðlag
heldur en það sem gildir þegar hún
er byggð, þannig að ég vil ekki
gera mikið úr þeirri gagnrýni. Ann-
að sem þeir hafa nefnt er að þeir
vilja hægja á framkvæmdum ann-
ars staðar og á okkar borði verður
fljótlega að taka ákvörðun um stöð
á Akureyri. Þá auðvitað hlýtur
maður að spyija sig þeirrar spurn-
ingar hvort landsbyggðin megi vera
mikill eftirbátur höfuðborgarsvæð-
isins, vegna þess að þetta er auðvit-
að félag sem starfar á landsvísu.
Markmiðið með þessum skoðunar-
stöðvum er það að tryggja um-
ferðaröryggið sem best og að skoð-
unin sé einkvæm um allt land. Það
er að segja að sömu kröfur séu
gerðar til skoðunarinnar alls stað-
ar. Við teljum okkur bera skyldur
gagnvart landsbyggðinni ekki síður
en höfuðborgarsvæðinu og við telj-
um það vera í þágu umferðarörygg-
is um allt land, að skoðunin geti
sem fyrst orðið með þeim hætti sem
nútímaskoðunarstöðvar bjóða upp
á.“
Samræmd vinnubrögð
Teljið þið ekki rétt að fela bif-
reiðaverkstæðum skoðunina?
„Við höfum haldið þeirri stefnu,
að bifreiðaverkstæðin, sem til þess
hafa fengið heimild, haldi áfram
að annast endurskoðun.“
En ekki aðalskoðun?
„Nei, við teljum að vissulega
megi vinna eitthvað af skoðuninni
í samvinnu við verkstæði, en það
þurfi þá að vera menn frá Bifreiða-
skoðuninni sem annist hana til þess
að tryggja samræmi í vinnubrögð-
um.
Ég vil gjarnan undirstrika það,
að þessi umræða öll um Bifreiða-
skoðun íslands með ábyrgðarskoð-
un um allt land annars vegar og
sá kostur að afhenda verkstæðun-
um þetta fór mjög mikið fram þeg-
ar frumvarpið var til afgreiðsu í
þinginu og var þá auðvitað rætt
mjög rækilega milli þeirra aðila
sem stofnuðu svo Bifreiðaskoðun
íslands hf.
Öryggi í fyrirrúmi
Ég held nú að burt séð frá þess-
ari gagnrýni og þeirra skoðunum
innan Bílgreinasambandsins um að
verkstæðin ættu að hafa meira með
þetta að gera, þá séum við allir
sammála um að markmiðið hljóti
að vera það með bifreiðaskoðun að
tryggja sem allra best umferðarör-
yggi,“ sagði Þorsteinn Geirsson.
Hver borgar reikninginn?
Enn stendur ágreiningurinn
óhaggaður. Ráðherra hefur ekki
boðað deiluaðila á sinn fund, upp-
byggingu skoðunarstöðvanna mið-
ar, ólgan kraumar enn innan
Bílgreinasambandsins. Þar hafa
menn áhyggjur af þróuninni og
eiga ekki svo hægt um vik. Þeir
höfðu vonast til að verkstæðin á
landsbyggðinni fengju aukin verk-
efni við bifreiðaskoðun og gætu
þannig nýtt betur húsakost sinn
og tækjabúnað. Þeir óttast nú,
samkvæmt orðum stjórnarmanns í
Bílgreinasambandinu sem Morgun-
blaðið ræddi við, að sitja uppi með
17 milljóna króna fjárfestingu í
Bifreiðaskoðun íslands hf sem
stofnað var til á þeim forsendum
sem Björn Ómar lýsir hér að fram-
an, en fá engan hag af. 20% hlutur
í fyrirtækinu er heldur ekki svo
auðseldur ef Bílgreinasambandið
vill slíta samstarfinu, nema ef ríkið
vill kaupa? Fari svo, þá er orðið
erfitt að sjá réttlætingu þess að
leggja Bifreiðaeftirlit ríkisins niður
og stofna þetta fyrirtæki í staðinn,
má nánast segja að ein ríkisstofnun
komi í stað annarrar.
Það sem snýr að neytandanum,
bíleigandanum, er á endanum
tvíþætt: Brúsinn sem þarf að borga
og þjónustan sem fæst fyrir pen-
ingana. Ljóst er að bygging skoð-
unarstöðva kostar nokkur hundruð
milljónir króna. Á meðan þær rísa
af grunni starfa tugir verkstæða
og biðja um meiri verkefni. Ekki
sýnist í fljótu bragði augljóst, að
skoðun þurfi að vera ófullkomnari
eða óáreiðanlegri þótt hún fari
fram á verkstæðum, sem uppfylla
skilyrði um húsnæði, tækjabúnað
og menntun starfsmanna. Sumir
kunna að óttast að verkstæðin
muni svindla á bíleigandanum, með
því að finna sér verkefni við bílinn,
sem ekki eru nauðsynleg. Þannig
verði skoðunin óþarflega dýr. En,
hvað má þá kalla það, þegar bíleig-
andinn verður rukkaður um bygg-
ingarkostnað skoðunarstöðvanna?
Hafa ber í huga, að ekki er ennþá
farið að senda reikninginn fyrir
hinar óbyggðu stöðvar.