Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 34
3458 MQRÖUNBLAÐIÐ i FÖ9TUDAGUR I&/JÚNÍ' 19B0)! i Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Við skólaslit Námsflokka Reykjavíkur á laugardaginn var afhjúpuð brjóstmynd af fyrsta skólastjóra þeirra, Ágústi Sigurðssyni. Það var Ágúst Hilmisson, elsta barnabam hans, sem afhjúpaði bijóstmyndina en Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri veitti henni viðtöku fyrir hönd Námsflokkanna. Námsflokkar Reykjavíkur: Brjóstmynd af braut- ryðjanda afhjúpuð SKÓLASLIT Námsflokka Reykjavíkur fóm fram í Miðbæjarskólanum laugardaginn 27. maí. Fimmtíu ár era nú liðin frá stofnun Náms- flokkanna og af því tilefhi var afhjúpuð bijóstmynd af Ágústi Sigurðs- syni cand. mag., fyrsta skólastjóra þeirra. Bijóstmyndina gerði Gest- ur Þorgrímsson, myndlistarmaður. Um 1400 manns stunduðu nám á vegum Námsflokka Reykjavíkur á vorönn og kennarar voru milli 90 og 100. Hjá Námsflokkunum er boðið upp á fjölbreytilegt nám, bæði bóklegt og verklegt og nem- endurnir eru á ýmsum aldri. Núver- andi skólastjóri er Guðrún Halldórs- dóttir. Um þessar mundir er haldið upp á tvö afmæli hjá Námsflokkunum. Annars vegar eru 50 ár liðin frá því þeir voru stofnaðir og hins veg- ar er Miðbæjarskólinn 90 ára, en þar fer mikill hluti kennslunnar fram. í tilefni 50 ára afmælis Náms- flokkanna var afhjúpuð bijóstmynd af Ágústi Sigurðssyni, stofnanda þeirra og fyrsta skólastjóra við skólaslitin á laugardaginn. Myndina gerði Gestur Þorgrímsson, mynd- listarmaður. Það voru ekkja Ágúst- ar, Pálína Jónsdóttir og börn hans sem færðu Námsflokkunum þessa S'öf. Skólaslit á laugarvatni Héraðsskólanum á Laugarvatni var slitið 9. maí síðastliðinn, og hafði þá skólaárið staðið frá 22. september 1988, en þess skal um leið getið, að kennt er I skólanum annan hvern laugardag vetrar- langt. Verkfall kennara olli ekki verulegum truflunum eða vand- ræðum í skólanum, minnihluti kennslu féll niður af þess völdum, og tókst að ljúka skóla á venjuleg- um tíma. Alls sátu í skólanum 63 nemendur á skólaárinu, sumir raunar mjög skamma hríð, en 47 nemendur luku prófum sínum úr 8. og 9. bekk á vordögum. Sérlega glæsilegum námsárangri í 9. bekk náðu Óskar Hafsteinn Óskarsson á Laugarvatni og Steinunn Kristín Bjarnadóttir frá Reykjum í Htútafirði og hlutu verð- launabækur fyrir frammistöðuna. Félags- og íþróttalíf var í besta lagi á vetrinum, og körfuboltalið pilta var sigursælt víða um Suðurland. Hið ágætasta samstarf hefur á síðustu árum tekist með Héraðsskól- anum á Laugarvatni og Reykholts- skóla ,í Biskupstungum um sam- komuhald og skemmtanir. Af eftirminnilegum atburðum á skólaárinu má nefna skoðunarferð til Dyrhólaeyjar einn dýrðlegan haustdag, fjölsótta handavinnusýn- ingu 4. maí síðastliðinn, en hæst ber þó 60 ára afmæli skólans, sem minnst var með kyrrlátri hátíðarsam- komu í skólanum h. 1. nóv. 1988, en á þeim mánaðardegi var skólinn fyrst settur árið 1928. Samkomuna sóttu — auk heima- manna — margir góðir nágrannar og ágætir gestir aðrir, sem með ýmsum hætti hafa komið við sögu skólans fyrr eða síðar, svo sem full- trúi menntamálaráðuneytis, fræðslu- stjóri Suðurlandsumdæmis, skóla- nefnd Héraðsskólans, hreppsnefnd Laugardalshrepps, skólastjórar ná- grannaskóla og síðast en ekki síst Grímur Ögmundsson, einn af nem- endum fyrsta árgangsins fyrir 60 árum, og Þórarinn Stefánsson, sem á sínum tíma var mikils metinn kenn- ari skólans í 40 ár. TÖLVUHÁSKÓLA Verzlunar- skólans var slitið í fyrsta sinn laugardaginn 27. maí. Vom þá útskrifaðir 18 kerfisfræðingar eftir þriggja anna nám. Tölvuháskóli Verzlunarskólans tók til starfa í janúar á síðasta ári Hátíðargestir færðu blóm, gjafir og hlýjar óskir og stuðluðu að því að gera góðan dag ógleymanlegan. (Úr fréttatilkynningu) og voru fyrstu kerfisfræðingarnir útskrifaðir frá honum á laugardag- inn. Alls útskrifuðust 18, 11 konur og 7 karlar. Bestum námsárangri náðu þeir Sæmundur Sæmundsson, Olafur Andri Ragnarsson og Þórður Halldórsson. □ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýútskrifaðir kerfisfræðingar frá Tölvuháskóla Verzlunarskólans: Fremsta röð, talið frá vinstri: Guðbrandur Einarsson, Þórður Hauks- son, Bjarni Einarsson, Kristján Kristjánsson, Sæmundur Sæmunds- son, Olafúr Andri Ragnarsson og Þórður Halldórsson. Önnur röð: Kristín Inga Þormar, Ingibjörg Pétursdóttir, Bjarnfríður Eysteins- dóttir, Erla Gísladóttir, Birgitte M. Jónsson og Lára Stefánsdóttir. Aftasta röð:' Steinunn Jónsdóttir, Steinunn Margrét Sigurbjörns- dóttir, Margrét Hrönn Viggósdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir og Valgerð- ur Gunnarsdóttir. Tölvuháskóla Verzl- unarskólans slitið Veitingahúsið Strandgötu 30, Hafriarfirðt, s(ml 50249 FLENSBORGÁRÁR DISKÓTEK frá kl. 22-03. Flensborgarar fjölmennió GOMLU DANSARNIR í kvöid frá kl. 21.00-03.00 Hljómsveitin DANSSPORH) ásamt söngvurunum ömu Þor- stoinsogQréUrí. Dans- stuðið Vagnhöfða 11. Reykjavlk, atmi 686090. er l Ártúni jamönjjvarinn oji píanistinn írá Ghana Cab Kaye á Borgarkránni frá kl. 21. noniaiiKiiÁiN BORGARIIMNAR á hverju kvöldi Sanshúsiðí E—— Söngdagskrá með Einari Jðlínssyni Einar Júlíusson verður gestasöngvari Danshússins í kvöld. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi. Þeim, sem koma fyrir miðnætti, verður boðið upp á hanastélið „Fyrir þig og þína“. Opið frá kl. 22.00 til 03.00. Rúllugjald kr. 700,- Oagskrá Danshússins í júní: 9. og 10. júní: Söngdagskrá með Einari Júlíussyni. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi. 16. og 17. júní: Söngdagskrá með Einari Júlíussyni og Önnu Vilhjálms. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi. 23. og 24. júní: Hljómsveit Finns Eydal og Helena Eyjólfs. 30. júní og 1. júlí: Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. - Staöur sem kemur sífellt á óvait - J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.