Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 18
ft MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 íran eftir dauða Khomeinis: Boða bætt samskipti við Sovétmenn og Vesturveldin Vilja semja við Bandaríkjamenn um gagnkvæma aðstoð við að fá gísla í Líbanon leysta úr haldi Teheran. Reuter. ÍRANSKIR valdhafar gefa í skyn að samskipti landsins við Sov- étríkin og Vesturlandaþjóðir verði framvegis með skaplegri hætti en var í valdatíð Ayatollah Khomeinis. Forseti íranska þings- ins, Ali Akhbar Hashemi Rafsanj- ani, sagði á blaðamannafundi i gær að sljórnin í Teheran vildi stuðla að lausn vestrænna gísla úr haldi í Líbanon. Einnig gaf hann í skyn að semja mætti um að taka aftur morðhótun gegn rithöfundinum Salman Rushdie og loks að Khomeini hefði hvatt til bættra samskipta við Sovétrík- in, skömmu áður en hann lést. Rafsanjani er talinn líklegur til að hreppa forsetaembætti lands- ins í ágúst. Rafsanjani skýrði frá því að Iran- ir myndu innan skamms semja við Sovétmenn um víðtæka samvinnu í efnahags- og menningarmálum, meðal annars um byggingu vatns- orkuvera. Hann sagði stjórnvöld fús til að taka upp eðlileg samskipti við Breta á ný en breska stjómin yrði að banna bók Salmans Rushdies, „Söngva Satans." Er Rafsanjani var Ánægja með niðurstöðu leiðtogafimdar NATO Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Varnarmálaráðherrar þeirra Evrópuríkja, sem aðild eiga að Atlantshafsbandalaginu (NATO), héldu með sér fiind í Brussel á miðvikudag og kom þar fram mik- il ánægja með niðurstöðu leið- togafúndar bandalagsins á dögun- um. Þá var því einnig fagnað, að íslendingar eru orðnir fastir þátt- takendur í starfi Evrópuhópsins, samstarfshóps Evrópuríkja innan NATO. Vamarmálaráðherra Tyrklands hefur verið í forsæti fyrir Evrópu- hópnum síðastliðið ár og kom fram hjá honum og öðrum mikil ánægja með niðurstöðu leiðtogafundar NATO í síðustu viku og eininguna, sem þá náðist með aðildarríkjunum. Stríðið í Eþíópíu: Mengistu vill semja við Eritreumenn Addis Ababa. Reuter. SKÆRULIÐAR Eritreumanna höfhuðu í gær boði Mengistu Haile Mariams, forseta Eþfópíu, um friðarviðræður. Sögðu þeir að skilyrði, sem forsetinn setti fyrir viðræðum, þ.e. að ekki skyldi rætt um sjálfstæð- iskröfúr Eritreumanna, væru óaðgengileg. Mengistu reynir að styrkja völd frá kröfunni um sjálfstæði Eritreu. sín eftir misheppnaða valdaránstil- raun fyrir þremur vikum og boð hans um að efna til friðarviðræðna við uppreisnarherinn í Eritreu, til að binda enda á borgarastyijöldina í landinu, sem staðið hefur í 28 ár, var liður í þeim tilraunum hans. Hann sagðist ekki setja önnur skil- yrði fyrir viðræðunum en þau, að hann hafnaði algjörlega kröfum Eri- treumanna um sjálfstæði. Hefur það verið aðalkrafa Eritreumanna og því sjálfgert að hafna boði forsetans, að sögn fréttaskýrenda. Talsmenn skæruliða sögðu að ekki yrði fallið Stjómarerindrekar í Addis Ababa segja að tillagan sé mesta tilslökun Mengistu til þessa. Hún var sam- þykkt samhljóða á eþíópíska þinginu. Alls eru 183 háttsettir foringjar í Eþíópíuher í haldi vegna valdaránst- ilraunarinnar í síðasta mánuði. Ein af helstu kröfum uppreisnarmann- anna var að stjómin bindi enda á stríðið í Eritreu. Mikillar óánægju gætir innan stjómarhersins með stríðið og hefur herinn orðið fyrir miklum skakkaföllum í því undanfar- in ár. Þá minntist hann sérstaklega á þátt- töku íslendinga í fundinum og sagði hana vera til marks um það öfluga starf sem væri unnið á vegum Evr- óþuhópsins. Róbert Trausti Ámason, áheym- arfulltrúi íslensku sendinefndarinnar hjá NATO, sótti fundinn að þessu sinni. Helstu viðfangsefni Evrópu- hópsins hafa verið að stuðla að aukn- um upplýsingum um framlög Evr- ópuþjóðanna til sameiginlegra varna og reyna að bæta nýtingu þess fjár, sem til þeirra er veitt. Hefur fulltrúi íslands aðeins einu sinni áður sótt fund hópsins. 1. júlí nk. mun spænski vamar- málaráðherrann taka við formennsku Evrópuhópsins en hann kemur reglu- lega saman fyrir fund vamarmála- ráðherranna í vamaáætlananefnd bandalagsins. í gær kom hermálanefnd Atlants- hafsbandalagsins saman til fundar í Bmssel og að honum loknum sagði formaður hennar, Wolfgang Alten- burg, að stefnt væri að því að leggja tillögur leiðtogafundarins fram í Vínarborg í september. Sagði hann, að um væri að ræða flókið mál, sem NATO-ríkin 16 yrðu að ná samkomu- lagi um, og nauðsynlegt að meta vel hvaða áhrif tillögurnar hefðu á vam- ar- og öryggismál vestrænna ríkja. Sagði Altenburg, að tímamörkin, sem kveðið væri á um í tillögunum, lýstu vissulega nokkurri bjartsýni en væru þó alls ekki óraunhæf. Áheyrn- arfulltrúi íslands á þessum fundi hermálanefndarinnar var Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins. spurður hvort hvatning Khomeinis um að drepa Rushdie væri enn í gildi svaraði hann: „Enginn mun andmæla skoðunum imamins [Kho- meinis]“. Hann sagði að hvatningin væri í samræmi við trú múslima og Khomeini hefði orðið að láta hana í ljós. Kalim Siddiqui, forstöðumaður stofnunar múslima í London, sagði eftir að hafa rætt við íranska leið- toga að lokinni útför Khomeinis að þeir myndu ekki taka hvatningu Khomeinis beinlínis aftur en væru reiðubúnir að láta málið niður falla. Um gíslamálið sagði þingforset- inn: „Ef Bandaríkjamenn, sem hafa meiri áhrif en við á kristna falang- ista í Líbanon, leggja sitt af mörkum til að fá okkar gísla leysta úr haldi, munum við reyna að aðstoða Banda- ríkjamenn.“ Irönsku gíslarnir eru sagðir þrír en alls eru nú níu Banda- ríkjamenn í haldi í Líbanon og talið að margir þeirra séu á valdi skæru- liða sem styðja írana. Rafsanjani er talinn hafa sann- fært Khomeini á sínum tíma um að semja yrði vopnahlé við íraka í Pers- aflóastríðinu. Þingforsetinn sagði Irana vilja gera friðarsamning en ekki kæmi til greina að slá af kröf- um á hendur Irökum. Klerkastjórnin Reuter Ali Akhbar Rafsanjani á blaða- mannafúndinum. „Breska sljórn- in verður að banna bók Salmans Rushdies." í Teheran krefst þess að írakar dragi herlið sitt á brott frá 2.600 ferkíló- metra írönsku landsvæði við landa- mæri ríkjanna en írakar heimta að strax verði hafist handa við að fjar- lægja brak og skipsflök frá siglinga- leiðinni Shatt al-Arab. Ekkert hefur miðað á fjórum samningafundum ríkjanna um frið. Rafsanjani sagði stjórnina vilja bætta sambúð við önnur ríki við Persaflóa og hefði fengið jákvæð svör við þeim málaleitunum frá þeim öllum að Saudi-Arabíu undanskil- inni. í erfðaskrá sinni fordæmdi Khomeini Fahd, konung Saudi- Arabíu. Sovétmenn saka Breta um hleranir Lundúnum. Daily Telegraph. SAMSKIPTI Bretlands og Sovétríkjanna versnuðu enn um síðustu helgi er starfsmenn sovéska sendiráðsins i Lundúnum sökuðu bresk yfirvöld um að hafa komið hlerunarbúnaði fyrir í viðskiptaskrifstofú Sovétrikjanna og á heimilum 20 Sovétmanna þar í borg. Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, vísaði þessum ásökunum á bug og gaf í skyn að Sovétmenn hefðu sjálfir komið hlerunarbúnaðinum fyrir. Ásakanir Sovétmanna nu eru nýjasta uppákoman í milliríkjadeilu Sovétríkjanna og Bretlands sem staðið hefur í tvær vikur. Hún hófst með því að Bretar ráku 11 sovéska borgara úr landi fyrir njósnir. Kremlveijar svöruðu með því að reka jafn marga Breta heim. Sovéskir sendiráðsstarfsmenn buðu blaðamönnum í ökuferð á laugardag til að sýna þeim hler- unarbúnaðinn á heimilum þeirra. Á fréttamannafundi voru síðan sýnd tól og tæki sem sovéskir iðnaðar- menn hefðu fundið í byggingu við- skiptaskrifstofu Sovétríkjanna. Sovétmennirnir vildu ekki gefa upp hvenær búnaðurinn fannst en sögðu að honum hlyti að hafa verið komið fyrir þegar húsið var reist fyrir 15 árum. Ízvestía, málgagn sovéskra stjómvalda, hélt því fram á sunnu- dag að ungur drengur og ungur starfsmaður fréttastofunnar Nov- osti hefðu látist af völdum hlerunar- búnaðarins vegna þess hve sterkum útvarpsgeisla væri beint að hlustun- artækjunum úr höfuðstöðvum bresku gagnnjósnadeildarinnar. Yíetnam: Sá Banda- ríkjamenn í fangelsi Tokýó. Reuter. JAPANSKUR munkur, Iwanobu Yoshida að nafni, sem nýlega slapp úr fangelsi í Víetnam eftir 13 ára vist, segir að bandarískir hermenn hafi setið með sér í prísundinni. Yoshida, sem haldið var föngn- um af pólitískum ástæðum, segir að fimm eða sex bandarískir fang- ar hafi verið á lífi í fangelsinu í Hanoi þegar hann var látinn laus í janúar síðastliðnum en nokkrir hafi látist af völdum barsmíða og pyndinga. Víetnömsk stjómvöld hafa ítrekað sagt bandarískum yfir- völdum að engir bandarískir fang- ar séu þar í landi og hafa þau vísað frásögn Yoshidas á bug. Fulltrúaþingið samþykkir Ryzh- kov Moskvu. Reuter. Fulltrúaþing Sovétríkjanna staðfesti í gær kosningu Nikolajs Ryzhkovs í embætti forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Daginn áður hafði Æðsta ráðið endurkjörið Ryzhkov til starfans sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Yfir- gnæfandi meirhluti fulltrúaþings- manna greiddi Ryzhkov atkvæði sitt en þó vom 59 á móti og 87 sátu hjá. Synti í frelsið Dannenberg. Reuter. UNGUR Austur-Þjóðveiji synti frá Austur-Þýskalandi til Vestur- Þýskalands yfir Saxelfi í gær. Félaga hans fataðist sundið og var handtekinn af austur-þýskum landamæravörðum. Á miðvikudag var greint frá því að fjögurra manna austur-þýsk fjölskylda hafði með hjálp stiga komist yfir víggirðingu á landamæmnum við Bæjaraland. Havel verðlaun- aður Frankfúrt. Reuter. Áreiðanlegar heimildir em fyrir því að tékkneska skáldið Vaclav Havel fái verðlaun á hinn árlegu bókasýningu í Frankfurt sem haldin verður um miðjan október. Havel er einn kunnasti andófs- maður í Tékkóslóvakíu og er ný- sloppinn úr fangelsi eftir 4 mán- aða vist. Vonir standa til að tékk- nesk yfirvöld veiti skáldinu Ieyfi til að veita verðlaununum viðtöku. Kópaskinnsbann framlengt Lúxemborg. Reutcr. Evrópubandalagið (EB) fram- lengdi í gær bann við sölu á afurð- um úr kópaskinni. Þessi ákvörðun sem kunngjörð var á fundi um- hverfísmálaráðherra EB í Lúxem- borg vakti mikla gleði í hópi 100 dýravina sem þar voru saman- komnir. Tímabundið bann hefur verið í gildi undanfarin 6 ár en nú hefur það verið sett til fram- búðar. Færeyjar: Fiskverði haldið uppi Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttarit- ara Morgunblaðsins. TEKIST hefúr að tryggja í bili áframhaldandi styrk Iandsstjórn- arinnar við ferskfisklandanir í Færeyjum en vegna stjórnar- kreppunnar er ekki fjóst hvað við tekur að þeim tíma foknum. Um síðustu mánaðamót varð mikið verðfall á fiski, sem landað var í Færeyjum, vegna þess, að þá mistókst landsstjórninni að tryggja sjávarútveginum aukin framlög með frumvarpi um tolla- og skatta- hækkanir. Var verðið á sumum fisk- tegundum ekki nema helmingur af því, sem verið hefur frá áramótum. Með tilfærslu innan fiárlaga hefur þó verið tryggt sama verð fyrir fisk- inn út júlí en þessar níðurgreiðslur kosta landsstjómina á tveimur mán- uðum rúmlega 600 milljónir ísl. kr. Hér er þó aðeins um gálgafrest að ræða og ný landsstjóm fær ekki langan tíma til að útvega fé fyrir ferskfiskinn það sem eftir er af árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.