Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 27 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hœfileikar Tvíburans í dag er það umfjöllun um hæfíleika Tvíburamerkisins (21. maí — 20.júní). Einungis er fjallað um hið dæmigerða merki og um mögulega hæfí- leika, því hver maður verður að rækta hæfíleika sína. Fjölhœfur Hinn dæmigerði Tvíburi er fjölhæfur og hefur hæfíleika til að fást við margt á sama tíma. Sumir fyllast streitu ef mikið er að gerast en Tvíbur- anum líður vel undir slíkum kringumstæðum. Hann er fljótur að aðlagast nýju um- hverfí og eru aðlögunarhæfni og sveigjanleiki meðal hæfí- leika hans. Tvíburinn getur því fengist við fleira en eitt starf með góðum árangri. Snerpa Tvíburinn á auðvelt með að skipta um vitsmunalegan gír og býr yfír andlegri snerpu. Hann er fljótur að hugsa og snöggur að átta sig á nýjum aðstæðum. Fordómalítill Annar hæfíleiki Tvíburans er fólginn í fordómaleysi og opnum huga. Hann er forvit- inn og lokar ekki á hið nýja. Hann er opinn, og lærdóms- fiis. Rökfastur Tvfburinn er loftmerki, merki hugsunar, sem táknar að hann er að öllu jöfnu skyn- samur og reynir að leysa mál útfrá rökfastri skynsemi. Hann hefur t.d. hæfíleika til að láta hugsun stjóma til- finningum, eða getur a.m.k. séð tilfínningar sínar í meiri fjarlægð en margur og á því möguleika á að komast að skynsamlegum niðurstöðum. Félagslyndur Tvíburinn er félagslyndur. Hann er að öllu jöfnu léttur og jákvæður í fasi og fram- komu, vingjamlegur og af- slappaður. Hann á því auð- velt með að lynda við fólk og á auðvelt með að ná til flest allra. Einn helsti hæfí- leiki Tvíburans liggur því á félagslegum sviðum. Hann er gðour í samstarfi, vill vinna með öðmm og er þægi- legur félagi. Tvíburinn býr sjaldan til vandamál og gerir lítið af því að abbast upp á náungan með leiðindum. Hann er friðsamur. Tungumál Tvíburinn er fyrst og fremst merki fjáskipta og upplýs- ingamiðlunar. Þvi hefur hinn dæmigerði Tvíburi hæfíleika til tungumálanáms og á svið- um tjáskipta. Hvað varðar tungumál hefur Tvíburinn engan sérstakan áhuga á málfræði en er hins vegar fljótur að gripa tungumálið sjálft. Upplýsingamiðlun Segja má að Tvíburinn hafí hæfíleika á sviðum sem krefj- ast hugmyndalegrar vinnu. Hann á auðvelt með að leika sér að hugtökum, hugsa og ræða málin. Margs konar fjölbreytileg skrifstofustörf eiga því vel við Tvíburann. Hann getur notið sín í kennslu, í blaðamennsku, fjölmiðlun eða annarri upp- lýsingamiðlun. Tvíburinn er oft góður í síma og hefur hæfíleika til að starfa við skiptiborð, eða að selja vöru í gegnum síma. Sölumennska á vel við marga Tvíbura. Að tala og miðla er einn helsti hæfíleiki hans. Hvemig þetta birtist hjá hveijum og einum er síðan einstaklingsbundið, enda er hver maður samsett- ur úr nokkrum merkjum. GARPUR EM AFOfSW HAHÐCTAXLS GAMGA EKJC! UPP . í HÖLLU /ZAUNPÓPS KOMUNGS . GRETTIR BRENDA STARR í VATNSMÝRINNI FERDINAND SMÁFÓLK Við vorum að fá ritgerðina aftur. Ég þoli ekki að horfa á þetta. WE JU5T 60T OUR TE5T BACK..I MATE TO LOOK... I MOPE I PIPN'T 6ET A P-MINU5.. Ég vona að ég hafi ekki fengið mínus. THEV5AVA P-MINUS CAM IMPAlRTHE FUNCTION OF VOUR. IMMUNE 5VSTEM AMP PI5RUPT THE CHEMICAL 5ALANCE OFVOUR BOPV.. Það er sagt að mínus geti haft áhrif á ónæmiskerfíð í manni og ruglað efiia- skipti líkamans. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson NS komast í ágætt geim á 5—2 samlegu í trompi, en það virðist þó dæmt til að tapast eins og legan er. Avjstur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KG732 V G5 ♦ 852 ♦ ÁD2 Vestur 496 iiiiu V10872 ♦ G973 ♦ 743 Austur ♦ ÁD85 VÁ3 ♦ KD1064 . ♦ 96 Suður ♦ 104 ¥ KD964 ♦ Á ♦ KG1085 Vestur Norður Austur Suður — — 1 tígull 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass I tspil: tívulsjö. Með útkomu í spaða tapast spilið á augabragði. En með lengd í trompinu er eðlilegt að vestur vilji spila styttingsvöm. Flestir spilarar væru ekki höndum seinni að spila hjarta á gosann, strax í öðmm slag. Af- leiðingin: einn niður og ekkert við því að segja — legan er vörn- i’nni í hag. Allt rétt, en kannski getur sagnhafí aukið vinningshorfur sínar með því að fara inn á blind- an á lauf og spila hjartagosanum þaðan. Það er aldrei að vita nema austur dúkki, og þá slær ásinn hans vindhögg í næsta slag. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stóra opna mótinu í Moskvu um daginn kom þessi staða upp í skák ungs sovézks skákmanns, Mina- sjan, sem hafði hvítt og átti leik, og hins kunna stórmeistara, Tony Miles. Áður en Miles gafst tæki- færi á að treysta stöðu sína með 21. — Rh6-f5 fékk hann á sig þrumuleik: 21. Bxg6+! - Kxg6 22. Rf4+ - Kf7 23. Dh5+ - Kg8 24. Rxe6 - De8 25. Hdgl! (Með þessum laglega leik, sem Miles hefur e.t.v. yfírsést, viðheldur hvítur sóknar- þunganum) 25. — Bf8 26. Dxh3 - Rf7 27. Df5 - Hc8 28. Hxh8+ - Rxf8 29. Rxg7! - Bxg7 30. Bh6 — Hcl+ (Lengir eigin þján- ingar um einn leik) 31. Kxcl og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.