Morgunblaðið - 09.06.1989, Side 23

Morgunblaðið - 09.06.1989, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 9 MORGtHNBLABlBiCFÖSTUDAGUR W. 'JÖNrjI989 » £3 fRwjguiiMjifeffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Röng stema misheppnaðrar stíórnar egar sósíalistar komust til valda í Frakklandi með kommúnistum í bytjun þessa áratugar, sneru þeir við blað- inu í efnahagsstjórn. Segja má að þeir hafi horfið frá ftjálshyggju þess tíma í Frakklandi til félagshyggju og ríkisafskipta. Leið ekki á löngu þar til hjól atvinnulífsins fóru að hægja á sér og athafna- menn tóku að leita fyrir sér annars staðar en í Frakklandi. Vinstri stjórnin í Frakklandi féll og hægri menn mynduðu ríkisstjórn, sem tók að vinda ofan af vinstri vitleysunni. Sú stjórn hélt út þar til að Franc- ois Mitterrand vann forseta- kosningar öðru sinni. Nú sitja sósíalistar að nýju við völd í Frakklandi en hafa gætt þess að tala sem minnst um ríkis- forsjá og félagshyggju. Hér á landi var mynduð ríkisstjórn á liðnu hausti undir merkjum félagshyggju, stjórn sem ætlaði að fara aðrar leiðir en ríkisstjórnir annarra vest- rænna landa. Við erum farin að súpa seyðið af því. Því fer víðs ljarri að ríkisstjórninni hafi tekist það sem hún ætlaði sér í atvinnumálum. Hvergi sjást þess merki, að atvinnu- fyrirtæki séu að rétta úr kútn- um. Þvert á móti sígur jafnt og þétt á ógæfuhliðina. Milli- færslur eru notaðar til allra hluta, jafnt til að halda úti skipum sem skapa unglingum atvinnu. Orðið „atvinnubóta- vinna“ er aftur komið á dag- skrá í almennum umræðum. Ríkisstjórnin ætlaði sér að ná tökum á fjármagnsmarkað- inum eins og það var orðað og sjá til þess með handafli að vextir lækkuðu. Þessi áform hafa runnið út í sandinn, hvert á eftir öðru. Hálfvelgja stjórn- arherranna í þessum málum hefur aðeins gert illt verra. Skattar voru hækkaðir um sjö milljarða króna strax á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar- innar.'Nú kemur í ljós, að fyrri hluta árs er bullandi halli á ríkissjóði, þvert ofan í digur- barkalegar yfirlýsingar Olafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra. Hvert er helsta svar hans? Jú, hann telur hægt að hækka skattana enn frekar og tekur nú til við að bera sig saman við Margaret Thatcher, Poul Schlúter og Helmut Kohl í skattamálum. Hvers eiga þessir einstaklingar að gjalda að vera nefndir í sömu andrá og efnahagsóreiðan hjá ríkis- stjóm íslands? Ætlaði hún ekki að fylgja allt annarri stefnu en þeir? Hvers vegna nefnir fjármálaráðherra ekki atvinnu og fjármagnsfrelsi í löndum þessara forystu- manna? Ríkisstjórnin ætlaði að ná tökum á verðlagsþróuninni og talaði á þann veg á tímum „algjörrar“ verðstöðvunar eins og hún myndi leysa allan vanda. Þá var á það bent hér á þessum stað, að tímabundin verðstöðvun af þessu tagi væri aðeins blekking. Reynslan sýn- ir að einhliða bann á þessu sviði leysir engan vanda. Það safnast aðeins saman í pípun- um og þegar stíflan er fjarlægð kemur flóðið. Við eram í miðju slíku flóði núna. Ríkisstjórnin fær auðvitað ekkert við það ráðið frekar en annað. Ríkisstjórnin hafði forystu um gerð kjarasamninga og reið á vaðið með samningum við opinbera starfsmenn. Fjár- málaráðherra lét eins og þess- ir samningar væru lausnarorð- ið sjálft við stjóm efnahags- mála. Viðsemjendur hans saka hann hins vegar nú um að hafa gengið á bak orða sinna. Verðhækkanir hafa gert launahækkunina að engu. Við þessar aðstæður fer svo Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra á fund hjá vinnuveitendum og skammast út í allt og alla, kennir öllu öðra um hvernig komið er en eigin forystu í efnahagsmál- um. Kjarni málsins er sá, að stjórnarstefnan er alröng. Hvorki hér né annars staðar dugar að halda annars vegar fast í efnahagslega einangrun og hins vegar ætla að skapa fyrirtækjum starfsskilyrði með millifærslum úr ríkissjóði. Slíkt kerfi leiðir fyrst til stöðnunar og síðan hnignunar. Við erum að kynnast því með áþreifan- legum hætti undir þessari mis- heppnuðu ríkisstjórn. Heilbrigðisfulltrúinn í Hull kvartar undan lélegum fiski frá Islandi FORMLEG kvörtun hefúr borist íslenskum yfirvöldum vegna íslensks ferskfisks, sem boðinn er til sölu á fiskmarkaði í Hull á Englandi. Það er heilbrigðisfúlltrúinn í Hull, sem sendi bréf til íslenska sendi- herrans í London þess efnis að gæðum fari hrakandi og tíðni þeirra tilvika, þegar fiskurinn er dæmdur óhæfúr til manneldis, fari vax- andi. Þetta er í fyrsta sinn sem Islendingum berst slíkt formlegt erindi, að sögn Halldórs Árnasonar, forstöðumanns Ríkismats sjávar- afúrða, en þeirri stofúun hefúr verið falið að rannsaka málið og gera viðeigandi ráðstafanir. í bréfi fúlltrúans eru ekki nefúd einstök tilvik, heldur rætt um stöðuga óheillaþróun i gæðamálunum. Morgunblaðið/Þorkell Þingfiilltrúar á 12. Norræna hjartalæknaþinginu, sem sett var í Háskólabíói í gær. Það er sjúklingurinn sem skiptir mestu máli Rætt við Colin Dollery um of háan blóðþrýsting, orsakirog lækningu Efni bréfsins er um gæði íslensks ferskfisks á Albert Dock fiskmark- aðnum í Hull. Hér fer á eftir efni bréfsins í þýðingu Morgunblaðsins: „Um nokkurra mánaða skeið hafa fulltrúar embættisins haft áhyggjur af gæðum íslensks fisks, sem boðinn hefur verið til sölu á markaðnum, þar sem reynst hefur nauðsynlegt að dæma ýmsar fisk- sendingar óhæfar til manneldis. Því miður hefur tíðni slíkra tilvika stöð- ugt farið vaxandi. Ljóst er að orsök vandamálins er ekki loftslag í Bret- landi, heldur meðhöndlun og þrif fisksins og hugsanlega hve gamall hann er þegar hann er settur í skip. Ég hef áhyggjur, eins og ég er viss um að þér hafið, af þessari óæski- legu þróun, sem virðist eiga sér stað; af þeirri staðreynd að hin óhæfa matvara er boðin til sölu. Hins vegar eigum við ekki auðvelt með að tilgreina hver raunverulega á fiskinn þegar hann kemur á mark- aðinn og aðstoð yðar yrði vel þegin í þessu efni.“ Afrit af bréfinu var sent LÍÚ og utanríkisráðuneytinu. Halldór Árnason, forstöðumaður Ríkismats sjávarafurða, segir að erindi þetta hafi borist frá ráðuneyt- inu á þriðjudag og að verið sé að vinna í því. Hann er sjálfur á förum utan og mun af þessu tilefni leggja lykkju á leið sína til að kynna sér málavexti í Hull. Hann segist munu ræða við heilbrigðisfulltrúann, sem sendi bréfið og fá skýringar hans á því, í hverju kvartanirnar liggja. Þá mun hann heimsækja fiskmark- aðinn og fyrirtækin sem sjá um að selja íslenska fiskinn. Ríkismatið hefur sent bréf til allra útflytjenda hér á landi og farið fram á skýring- ar þeirra. Samkvæmt lögum um Ríkismat sjávarafurða ber stofnun- inni að hafa eftirlit með öllum sjáv- arafla sem lagður er hér á land og undir það fellur sá fiskur sem land- í skýrslu nefndarinnar eru rakt- ar helstu ástæður fyrir því skip- broti loðdýraræktarinnar sem fyr- irsjáanlegt virðist vera að óbreyttu ástandi. Þar er um að ræða verð- fall skinna á erlendum mörkuðum, misgengi innlendrar verðþróunar og kaupgengis erlendra gjald- miðla, mjög hækkandi raunvexti á öðrum skuldum en hjá Stofnl- ánadeild landbúnaðarins, hærra að er til að fara á erlendan markað í gámum. Bréfið hafði ekki borist LÍÚ, þeg- ar Morgunblaðið grennslaðist fyrir um það í gær. Kristján Ragnarsson, formaður sambandsins, er staddur erlendis og að sögn Vilhjálms Vil- hjálmssonar hefur þetta erindi ekki verið rætt sérstaklega af þeim sök- um innan LÍÚ, né heldur viðbrögð við því. Vilhjálmur segir að þetta mál auki vægi þeirrar skoðunar, sem LÍÚ hefur sett fram, að veita beri frekar þeim útflutningsleyfi, sem hafa gæðin í lagi, að stýra beri leyf- unum í samræmi við það hvernig menn standa sig. „Það ætti að vera einn af þáttunum, sem tillit yrði tekið til,“ sagði hann. Vilhjálmur sagðist ekki vita til að það væri gert: „Við vitum ekkert hvaða starfsreglur eru í gangi í dag.“ Hann kvaðst telja að ein ástæða þess, að gæðum hefur hrakað á gámafiskinum sé sú, að leyfum til útflutnings er úthlutað á föstudög- um og gilda fyrir sölu í næstu viku. Menn virðist kappkosta að nýta þessi leyfi og fylla gámana og freistist þá jafnvel til þess að slaka á gæðakröfunum. Tveir veiðieftirlitsmenn frá sjáv- arútvegsráðuneytinu hafa verið í Bretlandi að undanförnu að kynna sér meðal annars þessi mál. Að sögn Stefáns Gunnlaugssonar hjá utanríkisráðuneytinu hefur mál- ið verið sett í hendur Ríkismats sjávarafurða. Stefán sagði það vera sitt mat, eftir að hafa kynnt sér málið, að það væri ekki alvarlegt. „Þetta eru hlutir sem koma oft upp á þessum árstíma," sagði hann. „Fiskurinn er laus í sér eftir hrygn- inguna á vorin og svo eru þessir hitar auðvitað á þessum tíma þarna.“ Hann sagði að um einstakt fóðurverð og flutningskostnaður en reiknað var með í upphafi, hátt hlutfall lausaskulda af fjárfústing- arkostnaði sem greiða verður á skömmum tíma og mikil þensla í loðdýraræktinni. I skrslunni er bent á að þegar gengistap og mjög háir vextir af lánum komi saman við verðfall á afurðum, þá geti útkoman ekki orðið nema á einn veg. Ljóst sé tilvik hefði verið að ræða að þessu sinni. 10 lúður, nokkuð stórar, hafi verið sendar utan heilfrystar og óslægðar, síðan þíddar og settar í kör. „Svona er mér sagt að þetta hafi verið,“ sagði Stefán. „Það hafa komið slæm tímabil, sérstaklega var fyrri hlutann í síðustu viku mjög slappur fiskur í gámunum og reyndar sumum skip- anna iíka, sumt af þvi reyndar af- skaplega lélegt," sagði Pétur Bjömsson hjá umboðsfyrirtækinu ísbergi í Huil, en það fyrirtæki tek- ur við fiski héðan og sér um að selja á markaðinum. Pétur taldi að ekki síðri orsök umkvörtunar heil- brigðisfulltrúans væri sú, að reglur hafa verið hertar varðandi mat- væli. Hann segir verksvið heilbrigð- isfulltrúans vera að kanna fiskinn á markaðinum. Það gerir hann nótt- ina fyrir sölu og ef hann metur eitt- hvað af fiskinum óhæfa vöru, getur hann dæmt þann fisk frá og sett í bræðslu. Hann sagði að ekki hafi tíðkast að falla frá viðskiptum við útflytjendur, þótt fiskurinn frá þeim hafi verið lélegur. Þeir fái sitt að- hald frá kaupendum, þegar fiskur- inn er ekki nægilega góður fellur verðið, hins vegar fái þeir athuga- semdir um hvem gám, ísun og ann- an frágang og hversu hæf vara fisk- urinn sé. Þá segir Pétur gæðin vera mis- jöfn hjá einstökum útflytjendum og geti meðal annars stafað af töfum sem verða á útflutningi hér heima vegna frídaga. „Ég held að það komi engum til góða að senda léleg- an fisk, það er frekar til skaða held- ur en hitt,“ sagði hann aðspurður um áhrifin á markaðinn, önnur en bein verðáhrif. „Það þýðir ekkert íyrir okkur að plata fisk inn á kaup- endur, þá geta þeir kallað í heil- brigðisfulltrúann og hann dæmt fiskinn ónýtan og þá fáum við ekki borgað fyrir hann.“ Fiskverð hefur farið heldur lækk- andi á mörkuðunum í Hull og Grimsby undanfarið. Meðalverð á þorski úr gámum fyrstu fimm mán- uði ársins var sem næst 79,60 krón- ur, í vikunni var meðalverðið í Hull 72,30 og 74,88 í Grimsby og á miðvikudag var verðið 66,91 í Hull og 69,97 í Grimsby, samkvæmt upplýsingum frá LIÚ. að verðfall á framleiðslu ársins 1987 vegna gengistaps hafi verið það mikið, að rekstrargrundvöllur búgreinarinnar hafi þá verið al- gjörlega brostinn. Ofan á þetta áfall hafi síðan komið háir raun- vextir lána, sem fóru um tíma á árinu 1988 yfir 10%, og verðfall á erlendum mörkuðum. Að þessu samanlögðu þurfi engan að undra það ástand sem nú ríki í búgrein- inni. Höfundar skýrslunnar benda á að ljóst sé að sá vandi sem loðdýra- ræktin sé nú að fást við sé það mikill að búgreinin ráði ekki við hann án utanaðkomandi aðstoðar. Þær rekstrarforsendur sem hún búi við séu á þann veg að rekstur- inn standi varla undir sjálfum sér, hvað þá að greiða niður uppsafn- aðan vanda fyrri ára. Því sé utan- aðkomandi aðstoð nauðsynleg jjil OF HÁR blóðþrýstingur er al- gengur fylgikvilli nútimalífs. Tal- ið er að 30-40% miðaldra fólks á íslandi hafi of háan blóðþrýsting, sem eykur hættu á hjartasjúk- dómum og heilablóðfalli. Einn fremsti sérfræðingur á sviði há- þrýstings er sir CoUn Dollery, prófessor við Hammersmith sjúkrahúsið í Lundúnum, og hann fiutti fyrirlestur á 12. Nor- ræna hjartalæknaþinginu sem nú stendur yfir í Reykjavík. „Ef skrifa ætti lista yfír þekktar orsakir háþýstings yrði hann lang- ur,“ sagði Colin Dollery þegar Morgunblaðið hitti hann að máli. „Flestar eru frekar sjaldgæfar og í mörgum tilfellum þekkjum við ekki orsakirnar. Við vitum að í ein- hverjum tilfellum er þetta ætt- gengt, og við vonum að framfarir í sameindalíffræði geri okkur kleift að finna út hvað því veldur. Þá gætum við beitt mun markvissari lækningáraðferðum; nú miðar lækningin að því að lækka blóð- þrýstinginn frekar en ráðast á það sem veldur háþrýstingnum." að búgreinin hafi möguleika á að lifa af það tímabundna verðfall sem orðið hafi á framleiðslunni. I skýrslunni segir orðrétt: „Framtíð ioðdýraræktarinnar helst að veru- legu leyti í hendur við byggðaþró- un á ákveðnum svæðum landsins. Loðdýraræktin var sá valkostur sem yngra fólki var bent á og hvatt til að takast á við, ef það hafði hug á að setjast að í sveit- um. Hinar hefðbundnu búgreinar taka ekki við fleira fólki en starfar við þær í dag. Hér er því ekki ein- ungis um vanda viðkomandi bænda að ræða heldur einnig vanda landbúnaðarins í heild sinni. Verði þróun mála innan loðdýra- ræktarinnar á þann veg að hún dregst verulega saman eða hverfur á vissum svæðum getur það einnig haft afgerandi og varanleg áhrif á almenna byggðaþróun í landinu." Mjög hröð þróun er nú í gerð háþrýstingslyfja, en einnig hefur athyglin beinst að aðferðum tilað lækka blóðþrýsting án lyfja. Dollery sagði að hægt væri að gera ýmis- legt í því sambandi. „Blóðþrýsting- urinn fer eftir ýmsu, hvort fólk er undir álagi, í hvíld, hefur reynt á sig. Þótt blóðþýstingur sé hár við eina mælingu, þarf það ekki að þýða að hann sé yfirleitt of hár. Ég reyni því að mæla nokkrum sinnum við mismunandi aðstæður áður en ég tek ákvörðun um með- ferð. Ef blóðþrýstingur er of hár, er vissulega ýmislegt sem sjúklingur- inn getur sjálfur gert. Óhófleg neysla áfengis, svo sem hálf flaska af sterku víni á dag, getur valdið háþrýstingi. Mikil saltneysla veldur einnig háum blóðþrýstingi og fólk veit oft ekki af þeirri neyslu. Til dæmis er mikið salt í algengum mat, svo sem tómatsósu og í skyndi- mat, eins og hamborgurum og kjúklingum. En það sem skiptir mestu máli hefur þó engin bein áhrif á blóð- þrýstinginn: sígarettureykingar. En ef menn reykja sígarettur og hafa of háan blóðþrýsting hefur það sterk samverkandi áhrif. Það er tvisvar sinnum líklegra að fólk deyi úr hjartaslagi eða heilablóðfalli ef það reykir og hefur of háan blóð- þrýsting, en ef það hefur of háan blóðþrýsting og reykir ekki. Ef hægt er að fá fólk með of háan blóðþrýsting til að breyta lifn- aðarháttum sínum, svo sem að breyta mataræði og megra sig, eða hætta að reykja, þarf lyfjameðferð ekki alltaf að fylgja. Lyfjameðferðin er síðan ákveðið vandamál. Við höfum tvennskonar klassísk lyf við háþrýstingi. Önnur leysa upp vatn og salt í blóði og hin hægja á hjartslættinum. Við höfum nokkuð góðar sannanir fýrir því að þessi lyf séu áhrifarík. Það fóru fram umfangsmiklar saman- burðarrannsóknir, þar sem fólki voru annars vegar gefin þessi lyf, og hins vegar gervilyf, og við vitum að með því að gefa þessi lyf við of háum blóðþrýstingi, minnka líku" á heilablóðfalli um 50% En nú eru þessi lyf að komast úr tísku. Farið er að nota ný lyf í miklum mæli og þau eru áhrifarík við að lækka blóðþrýsting, auk þess sem þau hafa minni aukaverkanir. Vandamálið er, að við vitum ekki hvort þau eru betri eða verri en gömlu lyfín, vegna þess að ekki hafa farið fram samanburðarrann- sóknir. Og það er raunar varla sið- ferðilega veijandi, að gera sams- konar rannsóknir á nýju lyíjunum; að gefa hópi sjúklinga gervilyf meðan til eru lyf sem staðfest er að draga úr blóðþrýstingi. Við gæt- um því aðeins borið nýju lyfin við þau bestu sem þegar hafa fengið staðfestingu og slík rannsókn tæki bæði mjög langan tíma og kostaði mikla fjármuni,“ sagði Dollery. Blóðþrýstingur er mældur í milli- metrum kvikasilfurs, og blóðþrýst- ingur 120/80 þýðir að þrýstingur hjartsláttar nægir til að lyfta kvika- silfurssúlu 120 millimetra, og 80 mm í slagabili. Venjulega er miðað við að 90 og þar undir í lægri mörk- um sé eðlilegur þrýstingur, 95 sé beggja blands og 100 og þar yfir þurfi meðferðar við. Læknar eru ekki sammála um þessi mörk, og sumir telja að blóðþrýstingur þurfi að vera talsvert hár svo lyfjameð- ferð borgi sig, m.a. vegna auka- verkana sem henni fylgi. Colin Dollery sagði að þessi mörk væru ekki óyggjandi. „Þetta er háð mörgu, svo sem aldri, kyni og öðr- um áhættuþáttum. Menn eru við- kvæmari fyrir háþrýstingi en kon- ur, æðar í eldra fólki eru viðkvæm- ari og reykingar og hátt kólesterol í blóði skipta einnig máli. Ef til mín kæmi kona með blóð- þrýstinginn 160/100, hún reykti ekki, væri ung og hefði lítið kólest- erol í blóði, myndi ég telja að lylja- meðferð hefði litla þýðingu. Ef þetta væri fimmtugur maður, með háa btóðfitu og hann reykti, þá myndi ég ekki aðeins reyna að fá hann til að hætta að reykja heldur myndi ég einnig beita lyfjum, þar sem þessi hái blóðþrýstingur, samfara öðrum áhættuþáttum, yki mjög hættuna á heilablóðfalli og hjartaá- falli. Sama má segja um sykursjúkl- inga. Þeim er mjög hætt við hjarta- og nýrnasjúkdómum, og við höfum komist að því á undanförnum árum, að hár blóðsykur samfara háum blóðþrýstingi hefur slæm áhrif á æðamar. Því myndi ég frekar beita lyfjameðferð á sykursjúkiinga en aðra með sama blóðþrýsting. Sumir læknar eru of gjarnir á að meðhöndla blóðþrýstinginn ein- an, frekar en taka alla áhættu- þætti með í reikninginn og með- höndla sjúklinginn. En það er sjúkl- ingurinn sem skiptir máli,“ sagði sir Colin Doilery. GSH Skýrsla nefiidar á vegum landbúnaðarráðuneytisiiis; Loðdýraræktín að mestu komin í þrot MIÐAÐ við skuldastöðu loðdýrabænda í samanburði við það fram- leiðsluverðmæti sem búgreinin gefúr af sér þykir ljóst að loðdýra- ræktin í heild sé að verulegu leyti komin í þrot, en lausaskuldir og skuldir við fóðurstöðvar eru töluvert hærri en liklegar brúttó- tekjur búgreinarinnar. Þetta kemur fram i bráðabirgðaskýrslu nefúdar á vegum Iandbúnaðarráðuneytisins, sem gert hefúr úttekt á stöðu loðdýraræktarinnar. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar, form- anns nefndarinnar, er nauðsynlegt að sljónivöld taki strax ákvörð- un um hvort loðdýraræktinni verður forðað frá hruni. Vandi loð- dýraræktarinnar var ræddur á ríkisstjórnarfúndi i gær og að sögn Steingríms J. Sigfússonar, landbúnaðarráðherra, verður hann ræddur frekar á fúndi ríkisstjórnarinnar í dag. Málflutningskeppni norrænna laganema: Réttað vegna brota á Mannréttinda- sáttmála Evrópu Málflutningskeppni norrænna Iaganema fer fram í Reykjavík um næstu helgi. Hingað koma 140 laganemar, lögmenn og dómarar frá liinum Norðurlöndunum vegna keppninnar, sem haldin hefúr verið á hveiju sumri í fimm ár, en þátttakendur verða alls um 160. Keppnin snýst um málflutning á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950 og í henni dæma hæstaréttardómarar af Norðurlöndum auk nor- rænna dómara í Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Sif Konráðsdóttir, lögfræðingur, er framkvæmdastjóri keppninnar hérlendis og hefur annast undirbún- ing ásamt Garðari Garðarssyni, hæstaréttarlögmanni. Sif segir að tilgangur keppninnar sé margþætt- ur. Hann sé fyrst og fremst að kynna norrænum laganemum Mannrétt- indasáttmála Evrópu og æfa þá í túlkun hans, en einnig að efla sam- skipti laganema og lögfræðinga. Auk þess þjálfíst þátttakendur auðvitað í að flytja mál. Keppnin er sniðin að bandarískri fyrirmynd og þannig upp byggð að reyndir lögmenn fá laganema til keppni ár hvert og þjálfi þá. Stjórn- andi íslenska lögfræðiklúbbsins er Garðar Garðarsson, málflytjendur eru fimm kvenstúdentar úr lagadeild og fræðilegar ráðleggingar veitir Hjördís Hákonardóttir, borgardóm- ari. Málflutningskeppnin, sem fram fer í dómsal Hæstaréttar við Lindar- götu, Seðlabankanum, Hafrannsókn- arstofnun og íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, skiptist í þijár umferðir. í forkeppni á laugardagsmorgun verður keppt í fjórum riðlum og flyt- ur hver klúbbur bæði sókn og vöm. Helmingur klúbbanna kemst áfram í undanúrslit, síðdegis á laugardag, og fyrri hluta sunnudagsins keppa laganemar úr tveimur stigahæstu klúbbunum til úrslita. Sigurvegarar fá verðlaun afhent á Þingvöllum á mánudaginn, en þá fara allir að- standendur keppninnar í ferð um Suðurland undir leiðsögn Sigurðar Líndal, prófessors. Frumkvöðull keppninnar, Jakob Sundberg prófessor við Stokkhólms- háskóla, hefur samið atvikalýsingu um lögfræðing nokkum sem rekur heldur vafasama fjármálastarfsemi og er hnepptur í gæsluvarðhald. Lög- fræðingurinn kærir síðan ímyndað sambandsríki Norðurlanda vegna brota á tveimur greinum Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Fjallar önnur þeirra, 6. gr., um réttláta málsmeð- ferð, m.a. að dómarar skuli vera hlut- lausir, og hin, 7.gr., um að óleyfilegt sé að refsa fyrir atferli sem ekki var refsivert þegar brotið var framið. Álitaefnið varðandi 6. gr. er athyglis- vert fyrir þá sök að á flestum Norður- landanna getur sami dómari úrskurð - að um gæsluvarðhald manns og síðar dæmt í máli hans. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í þeim kærumálum einstakl- inga á hendur ríkinu sem Mannrétt- indanefndin í Strassborg skýtur til hans. Norrænir dómarar í Mannrétt- indadómstólnum skera úr um úrslit málflutningskeppninnar á sunnudag. Þeir eru forseti Mannréttindadóm- stólsins, Rolv Ryssdal frá Noregi, Isi Foighel frá Danmörku, sænski dóm- arinn Elisabeth Palm og ísienski dómarinn Þór Vilhjálmsson. Meðal annarra dómara í keppninni eru Ole Due, forseti dómstóls Efnahags- bandalags Evrópu í Luxemborg, Guðmundur Jónsson, forseti Hæsta- réttar, og Guðrún Erlendsdóttir, varaforseti Hæstaréttar. Morgunblaðið/Þorkell Nýstúdentar frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ selja upp hvítu kollana. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ: 46 nýstúdentar brautskráðir í vor Fjölbrautaskólanum í Garðabæ var slitið í fimmta sinn laugardagmn 3. júní í húsakynnum skólans. Þá voru brautskráðir 46 stúdentar af ellefú námsbrautum, auk þess sem einn nemandi lauk 2 ára námi af viðskiptabraut. Nýstúdentar brautskráðust af 11 námsbrautum: 4 af viðskiptabraut, 3 af uppeldisbraut, 1 af tónlistarbraut, 7 af náttúrufræðibraut, 9 af mála- braut, 2 af íþróttabraut, 1 af heilsu- gæslubraut, 10 af hagfræðibraut, 2 af fjölmiðlabraut, 6 af félagsfræði- braut og 1 af eðlisfræðibraut. Best- um námsárangri á stúdentsprófi náði DóraÓskarsdóttir, en flestum náms- einingum lauk Gunnlaug D. Páls- dóttir, alls 173 einingum. Báðar stunduðu þær nám á málabraut. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ tók formlega til starfa árið 1984 en áður hafði um nokkurt skeið verið starf- rækt framhaldsdeild við Garðaskóla. Frá upphafi hafa alls 330 stúdentar verið brautskráðir frá skólanum. Skólameistari íjölbrautaskólans er Þorsteinn Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.