Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 39
; 'MORGlí’NKI-Aölj?9i.J'lÍNÍ{lV89 839 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Kommúnisminn eí* helkerfi Til Velvakanda. Það var ekki skondið, eins og oft heyrist sagt í fjölmiðlunum, heldur kaldhæðnislegt að hlusta á stjórn- anda Samtaka herstöðvarandstæð- inga tala um NATÓ. Það var eins og að hlusta á Stalínista fyrir fimmtíu árum. Gorbatsjov er að reyna að bæta lífskjörin í Rússlandi með því að bijóta niður allar kenn- ingar Stalíns vegna þeirrar reynslu sem komin er á þetta helkerfi. Skorturinn og kúgunin er búin að leika þjóðina svo grátt. Atvinnulífið dregst saman af því að fólkið getur ekki aukið vinnuafköstin. Sannleik- urinn um NATÓ mátti ekki heyrast því NATÓ vill beijast af heilum hug fyrir mannréttindum, sem finnast ekki hjá karls-marx-stalínismanum. Svo var manni sagt að þeir einir styddu NATÓ sem vinna fyrir Varn- arliðið. Hver man ekki þegar nokkrir menn tóku sig saman og sendu út um allt land lista þar sem fólk gat ITC ætti að vera ein- göngu fyrir konur Til Velvakanda. Halli var greinilega skemmt þegar hann fór á Landsþing ITC og Ómari fannst voða sniðugt að finna upp nýtt heiti á karla, sem vildu æfa sig í fundarstörfum í félagsskap sem hér á landi hefur eingöngu verið fyrir kvenfólk. Málfreyr, en einn hugaður karl- maður hefur gengið í ITC, sem áður hétu Málfreyjur, en hvernig ætlið þið að hafa fleirtöluna, Málfreyjar. Von- andi ekki, enda var örugglega góð og gild ástæða fyrir því að hætta að nota Málfreyjunafnið og nota ein- göngu erlenda skammstöfun, ITC, eins og svo mörg félög, sem upphaf- lega eru komin frá útlöndum. Samt sem áður get ég ekki orða bundist lengur, eru ekki málfreyjurn- ar farnar að taka inn karla, hvað kemur næst, karlar í saumaklúbba? Af hveiju máttu konur ekki sitja einar að því að vera málfreyjur, eða félagar í ITC eins og þær nú vilja kalla sig? Veitir þjóðfélaginu nokkuð af því að konur fái að æfa sig í fund- arstörfum og ræðumennsku einhvers staðar í friði fyrir körlum? Svona æfingasamtök þurfa að vera kyngreind, því þá næst miklu betri árangur. í samfélaginu eru skilaboðin sem litlar stúlkur fá mjög greinileg og allt er gegnsýrt af kyn- greindum kröfum. Konur þurfa að komast frá þessari kyngreindu sam- félagsgerð og fá tækfæri til að þjálfa sig innan eigin raða. Það er miklu betri þjálfun sem fæst ef þessir áhrifavaldar og yfirráðavönu karlar eru ekki til staðar. Með fullri virðingu fyrir þeim karl- manni, sem þegar hefur gengið til liðs við ITC og vafalaust verða þeir fleiri sem feta í fótspor hans. Vonandi úr því sem komið er, verða fleiri deildir ITC eingöngu skip- aðar konum þó greinilega verði ein- hveijar deildir blandaðar í fram- tíðinni. Reyndar er mjög auðvelt að skilja hvers vegna karlar vilja komast í ITC, því þessi samtök veita geysilega vandaða og uppbyggjandi þjálfun, sem nýtist hveijum sem er. Einstakl- ingurinn, maður má víst ekki segja konur lengur, fær tækifæri til að reyna sig í þægilegu umhverfi og verður auknu sjálfsöryggi ríkari eftir á og vinahópurinn stækkar. Fyrrverandi Málfreyja HEILRÆÐI Munið! lýsti yfir stuðningi við NATÓ. Und- irskriftirnar urðu rúmlega 55 þús- und. Ekki hef ég unnið hjá varnar- liðinu en feginn var ég að geta stutt frelsisbaráttu NATÓ og ekki vildi ég svíkja málstaðinn. Rauðliðarnir hér á landi urðu æfareiðir þegar úrslitin komu og mikil voru blaðaskrifin þá, og var þeim sem að atkvæðasöfnuninni stóðu ekki vandaðar kveðjunrnar. Og sumir af þeim virðast ekki hafa stutt peristrókuna þó þeir virðist hrifnir af henni núna. Herstöðvar- andstæðingarnir eru alveg eins og stalínistinn sem að part úr sólahring var mér sammála um innrásina í Tjékkoslóvakíu. Kommúnistarnir hér í lýðræðisríkjunum eru svipaðir hryðjuverkamönnunum í Chile- sem vinna hvert ódæðisverkið eftir ann- að í minningu um Maó formann. Þeir virðast ekki vita hvað gerist núna í Kína. Með friðsamiegum mótmælum verða stjórnendurnir að þurrka út áhrifin frá Maóismanum. Húsmóðir Hitamælinga miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius+200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda íkælum, frystum, lestum, sjó og fleira. DÖtytiímflgjyio3 VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680 21480 S A F N L Börnin í umferðinni eru börnin okkar. U R LUKKUTR ORD VIKUNNAR ER í safnleik Lukkutríós safnar þú bókstöfum í orð. í hverri viku birtist vinningsorð í dagblöðum og útvarpi. Haltu miðunum til haga því um leið og þú átt bókstafi sem mynda eitthvert orðanna getur þú fengið þann vinning. Vinninga má vitja á skrifstofu Lukkutríós að Borgartúni 18. Orð fyrri viku: Hjól (Kynast 1362, kr. 19.900,-) ® BJÖRGUNARSVEITIRNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.