Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 12
81
12
Sex,
sjo
og átta
metra
stangir
á lager.
Hagstætt verð.
• Úr „glass flber".
• 6,7 og 8 metra á lager.
• Allar festingar og fylgi-
hlutir innifalið í verðinu.
• Stenst ágang veðurs.
• Fislétt.
• Fellanleg.
• Gyllt plexiglerkúla.
• Snúningsfótur kemur í
veg fyrir að fáninn snúist
upp á stöngina.
• Auðveld í uppsetningu.
• Útvegum aðila til upp-
setningar.
6 metra stöng kr. 22.600,-
7 metra stöng kr. 24.300,-
8 metra stöng kr. 26.400,-
• Allir fylgihlutir eru fáan-
legir stakir.
• ÍSLENSKI FÁNINN
í ÖLLUM STÆRÐUM
ÁLAGER
BUJUlÖMia
Grandagarði 2, 101 Rvík.
sími 28855.
G86I IHÚl .8Í HUOAÖULQIflfl ÖIQAJHMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989
SENDIBRÉF
til Jóns skólastjóra Hjartarsonar
Kirkjubæjarklaustri
eftirSverri
Hermannsson
Kæri Jón.
Mikið var gaman fyrir gamla
áhugamenn að fylgjast með, þegar
þið voruð að brautskrá fyrstu fisk-
eldisfræðingana á dögunum. Er
þess nú að vænta að fiskeldi á
Islandi verði tekið nýjum og fastari
tökum og mun ekki af veita. Eg sá
í Morgunblaðinu minu að þú hafð-
ir við skólaslitin rakið sögu skóla-
halds á Klaustri í 903 ár og hefði
mér þótt fróðlegt að heyra hvernig
þú meðhöndlaðir sögulegar stað-
reyndir fyrir 900 árum til saman-
burðar við þijú hin seinustu.
í Morgunblaðinu stendur:
„Aðdragandi að stofnun þeirrar
fiskeldisbrautar sem nú er starf-
andi má síðan rekja allt til ársins
1983 þegar fiskeldi var starfrækt
sem valgrein í 9. bekk skólans og
stóð sú tilraun í 3 ár. Að því loknu
var ráðist í það að stofna fram-
haldsbraut við skólann í grennd-
inni. Nafngreindi skólastjórinn
einkum 3 menn sem höfðu verið
sérstaklega velviljaðir stofiiun
brautarinnar og lagt mikið af
mörkum til að það mætti takast
(leturbreyting mín) en það voru
þau Ragnhildur Helgadóttir, fyrr-
verandi menntamálaráðherra, Þor-
steinn Pálsson, fyrrverandi forsæt-
isráðherra, og Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra."
Nú er það svo, kæri Jon, að ég
hef grun um þátt Ragnhildar
Helgadóttur í málinu, veit flest um
þátt Þorsteins Pálssonar en alls
ekki neitt um þátt Svavars Gests-
sonar. Og er það erindi þessa bréfs
til þin að biðja þig vinsamlegast
að bæta úr því.
Mínar heimildir eru sem hér
segir:
1. 19. september 1985 sækir þú
um heimild til að heíja kennslu í
fiskirækt og fiskeldi.
2. 30. nóvember 1985 sam-
þykkti þáverandi menntamálaráð-
herra bréflega þetta erindi þitt.
3. 15. janúar 1986 var þér veitt-
ur kennsluafsláttur vegna undir-
búnings og framhaldsnáms í fisk-
eldi.
4. 26. febrúar 1986 var skipuð
nefnd til að gera tillögur um skipu-
lag námsins og skilaði hún áliti
4. júní sama ár.
5. Með bréfi menntamálaráðu-
neytisins, dags. 19. september
1986, var svo endanlega gengið
frá starfrækslu framhaldsdeildar
við skóla þinn í fiskeldi.
Óþarft er að rekja þessa sögu
frekar, en þegar henni var hér
komið hafði núverandi mennta-
málaráðherra ekki gefist neinn
kostur á að leggja neitt „af mörk-
um til að það mætti takast“ að
stofna fiskeldisbraut við skóla
þinn. Ella hefði hann vafalaust
gert það.
Fleira var það nú ekki, Jón minn
góður, og vertu nú sæll.
Höfiindur var menntamálaráð-
herra frá október 1985 tiljúlí
1987, en ernú Landsbankastjóri.
Gormabók frá iðunni
IÐUNN hefiir gefið út nýja teikni-
myndasögu um gormdýrin og
neftiist hún Gormar bregða á
glens.
Er þetta önnur bókin í þessum
flokki en áður hefur komið út sagan
Gestir á gormaslóð. Sagan er eftir
Franquin, en myndir og texta gerðu
Batem og Greg. Bjarni Fr. Karlsson
þýddi bókina.
Nýtt á íslandS
Pústkerfi úr
ryöfríu gæöastáli
í flest ókutæki
Framleiðsla er nú hafin á pústkerfum úr ryðfríu
gæðastáli í flestar gerðir ökutækja og bifreiða.
Komið eða hringið og kynnið ykkur pústkerfin sem
endast og endast. Gerið góðan bíl enn betri setjið
undir hann vandað pústkerfi úr ryðfríu gæðastáli
5 ára ábyrgö á efni og vinnu.
HljðOdeytikerfi hf.
STAPAHRAUNI 3 HAFNARFIRÐI
SÍMI 652 777
NYTT
Öryggishiálmar:
Léttir, öruggir og
viðurkenndir.
3 litir.
ALLT FYRIR BÖRNIN
Klapparstíg 27-Sími 19910.
NÝKOMIÐ
tripp trapp
Frábærstóll r
til nota
ALLT FYRIR BORNIN
Klapparstíg 27-Sími 19910.
Bændur reiðubún-
ir til viðræðna við
samtök launþega
„Stéttarsamband bænda tekur undir það sjónarmið forustumanna
ASÍ og BSRB að bændur og launþegar eigi sameiginlegra hags-
muna að gæta í því að verð innlendra matvara sé sem hagstæð-
ast. Hins vegar harmar Stéttarsambandið að þessi launþegasamtök
skyldu velja þá leið í baráttu sinni fyrir lægra verði á matvælum
að skora á fólk að kaupa ekki mjólk,“ segir í yfirlýsingu frá Stéttar-
sambandinu, sem Morgunblaðinu hefur borist.
Þá segir í yfirlýsingunni, að tals-
menn ASÍ og BSRB hafi haldið
því fram, að bændur beri ekki
skaða af minni mjólkursölu, þar
sem ríkið hafi skuldbundið sig til
að kaupa tiltekið magn af mjólk.
„í því sambandi skal bent á, að
samkvæmt búvörusamningi tekur
umsamið magn mjólkur mið af
innanlandsmarkaði. Því er ljóst að
verði varanlegur samdráttur í
mjólkursölu í framhaldi af aðgerð-
um launþega hefur það bein áhrif
á samningsstöðu bænda við áfram:
haldandi samninga við ríkið. í
þessu sambandi vekur það einnig
undrun að talsmenn þessara láun-
þegahreyfinga láta að því liggja
að bændum komi ekki við hvernig
ríkið ráðstafi umsömdu mjólkur-
magni. Þar skal bent á, að ríkið
BABY BJÖRN VÖRUR
Koppar- pallar-
stólar - baðboró -
burðarrúm - smekkir
- skiptitöskur o.fl.
ALLT FYRIR BORNIN
Klapparstíg 27-Sími 19910.
er ekki annað en samfélag íslend-
inga; launþegahreyfingarinnar,
bænda sem og annarra, og sækir
allt sitt ijármagn til íslensku þjóð-
arinnar,“ segir í yfirlýsingunni.
Þá er á það bent, að hinn rétti
vettvangur til þess að hafa áhrif
á verðmyndun búvara sé innan
Verðlagsnefndar búvara, sex-
mannanefndar. Lögum samkvæmt
hafi ASÍ og BSRB rétt til að tiln-
efna mann í nefndina, en hafi ekki
nýtt sér hann um nokkurt skeið.
Því skori Stéttarsambandið á þessa
aðila að nýta sér nú rétt sinn til
tilnefn+ngar í Verðlagsnefndina og
ganga til samstarf við bændur á
þeim vettvangi.
í þessu sambandi kvaðst Stétt-
arsambandið vilja leiðrétta þann
misskilning, sem fram hafi komið
í máli forustumanna launþega-
hreyfinganna síðustu daga, að
verðlagning búvara sé að mestu
sjálfvirkur framreikningur. Hið
rétta sé að allir þættir verðlags-
grundvalla búvara séu til endur-
skoðunar 1. september ár hver, ef
annar hvor samningsaðilanna segir
grundvöllunum upp. Að lokum tek-
ur Stéttarsambandið fram að það
sé reiðubúið til viðræðna við sam-
tök launþega um það hvernig
bændur og launþegar geti sameig-
inlega stuðlað að lækkun búvöru-
verðs og matvara almennt án þess
að það bitni á kjörum bænda.
Leiðrétting
Nafii Ijóðabókarinnar „Dans í
lokuðu herbergi" eftir Elísabetu
Jökulsdóttur féll þvl miður niður
í mnfjöllun Gunnars Bjamasonar
í blaðinu sl. laugardag.
Biðst blaðið velvirðingar á þeim
mistökum.