Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 Anna S. Snorradóttir útgáfu og þekki vel, hve miklu ódýr- ara er að prenta t.d. kort í einum lit eða tveim heldur en mörgum. Lýsing á innihaldi er til fýrirmynd- ar. Manneldisfræðingur til hjálpar. Ég sting upp á því, að Laufey Steingrímsdóttir, sem stundum skrifar í blöð, ágætar greinar um manneldismál, verði fengin til að segja okkur allt um aukaefnin í jógúrtinni. Mörg eru upp talin, en ekki víst að við vitum öll deili á þeim. Líka væri gott að vita, hvort sætuefni eru sett í jógúrtina ykkar, mig minnir hún vera ósæt í Júgó- slavíu. Kannski væri hægt að fá ykkur til að framleiða hana án syk- urs og sultu handa þeim, sem vilja helst jógúrt með jógúrt-bragði? Ég minnist þess, þegar norðanmenn hófu framleiðslu á kotasælu, hve mjög það gladdi undirritaða, og Bók um bakverki IÐUNN hefiir gefið út aðra bók- ina í bókaflokki sínum um Heilsu- vernd heimilanna. Nefiiist hún Bókin um bakverki og er eftir breska lækninn John Tanner. íslenska þýðingu annaðist Sig- urður Thorlacius læknir og ritar hann einig formála. í fréttatilkynningu frá Iðunni segir m.a. um efni bókarinnar: „Hér er að finna aðgengilegar og ítarleg- ar upplýsingar um bakið, byggingu þess og starfsemi. Rakið er hvernig tengja má verki og önnur einkenni í bakinu, öðrum Iíkamshlutum, sál- arlífinu og umhverfinu og hvað helst sé til ráða. Sagt er frá hefð- bundinni meðferð lækna og sjúkra- þjálfara og einnig frá umdeildari formum meðferðar, svo sem nál- arstunguaðferðinni, hnykkingum og dáleiðslu. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á til hvaða ráða fólk geti gripið sjálft, svo sem með líkamsæfingum og slökun og með því að breyta lifn- aðarháttum sínum og aðlaga um- hverfi sitt bakinu.“ ðx1 mikið hefir hún verið notuð á mínu heimili. En ansi er ég hrædd um að ég hefði fljótt gefist upp, ef þeir góðu Mjólkursamlagsmenn hjá KEA hefðu sett sultu á botninn. Hrein jógúrt er næsta mál. Og svo eru það áfirnar Hvenær megum við búast við áfunum? Þessarar spurningar hefi ég spurt áður í blaðagrein, en aldr- ei fengið svör. Frétti þó á skotspón- um, að svínin fengju þær og annar kunningi sagði, að áfirnar rynnu út í fljótin. Ég á bágt með að trúa þessu, og nú finnst mér endilega, að áfir verði næsta framfaraskref. Sumir halda því fram, að AB-mjólk- in sé áfir. Ef það er svarið við spum- ingunni, þá er regin-munur á þeirri vöru, sem í Bandaríkjunum er nefnd „buttermilk" og í Danmörku „kærnemælk“ og hins vegar AB- mjólkinni. Það væri gaman og fróð- legt að fá fréttir af þessu. Mysan og skyrið í lokin langar mig til að þakka ykkur fyrir mysuna, þessa einu sönnu, sem ávallt er til kæld í mínu eldhúsi, svalandi og fitusnauð. Hún er líka ' framúrskarandi góð við matargerðina og alveg sérstaklega, þegar matreiða á fisk. Ég vil líka þakka fyrir skyrið, það eina sanna, og vona að aldrei fari svo ilia fyrir okkur, að við förum að litá skyrið eða bragðbæta meir en orðið er. Ekki vil ég amast við blábeijaskyr- inu. Það tíðkaðist oft hér áður fyrr að bjóða bláber með vel hrærðu skyri. En hreint skyr er sá matur, sem hélt lífi í þessari þjóð, þegar verst gekk. Vítamín geymd í skyri Mér þykir alltaf gaman að segja frá því, að móðuramma mín, fátæk sveitakona, sem b jó á Þönglabakka í Þorgeirsfirði fyrir norðan í lok fyrri aldar og átti 10 börn, geymdi bláberin, sem barnahópurinn var látinn tína á sumrum, í skyri. Á botn tunnu var látið lag af skyri, síðan lag af vel hreinsuðum blábeij- um, þá lag af skyri og svo koll af kolli. Þarna voru vítamínin geymd til vetrarins handa bamahópnum. Fleira var það nú ekki, kæm Árnesingar, en jógúrtin er ykkur til sóma, þótt sumir vilji vera lausir við sultuna. Það er kannski bara sérviska? Hrein jógúrt við hlið hinn- ar væri mikill fengur. Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. ál IConic FAX 100 Einfalt fyrirferðalítið þægilegt Telefax er án efa ein þægilegasta tjáskiptaaðferð viðskiptalífsins. Það er eins fljótlegt og símtal, eins nákvæmt og bréf og eins einfalt og Ijósritun. Láttu KONICA FAX 100 létta af þér áhyggjunum í erli viðskiptalífsins. Við veitum fúslega allar upplýsingar ef þú hringir og sýnum þér hvernig K0NICA FAX 100 vinnur, ef þú kemur. Aðeins kr. 78.900 stgr. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, simi: 62-37-37 Kannt þú nýja símanúmerid? ^/3x67 Steindór Sendibflar Nóg pláss — meira að segja fyrir mig! Eyðir næstum engu! SKUTLAN SPARARil Lægstu > skattar og fryggingariðgjöld! Þægilegur í snattið hægt að leggja hvarsemer! Iburðarmikill, vandaður ogfallegur! . Skutlan frá Lancia kosta nú frá aðeins 416 þúsund krónum. gengisskr. 1.6.’89 BILABORG HF Fossháisi 1 sími 68 12 99 **»»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.