Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 Bandaríski áfengismarkaðurinn: Verður Icy helsti keppinautur sænska Absolut-vodkans? New York Times Bandaríski áfengismarkað- urinn hefur verið í töluverðri lægð á síðustu árum en með þeirri undantekningu þó, að innflutt gæðavodka hefur stöð- ugt verið að sækja í sig veðrið. A þessum 450 milljón dollara markaði hafði það rússneska Stolichnaya lengi forystuna en nú eru aðrar tegundir komnar til sögunnar. Ber þar fyrst að neflia Absolut Vodka frá Svíþjóð, sem komið er í fyrsta sæti, og Icy frá íslandi, sem er augsýnilega ætlað að keppa við sænsku framleiðsluna. Bandaríski markaðnrinn hefur eins og áður segir einkennst af stöðnun yfirleitt og af þeim sökum hafa ýmis stórfyrirtæki snúið sér að innflutningi á gæðavodka. Hefur Brown-Forman Corp. í Kentucky, sem þekkt er fyrir So- uthern Comfort, Jack Daniels og fleiri viskítegundir, tryggt sér inn- flutninginn á Icy og segir Bill Creason, einn af yfirmönnum fyr- irtækisins, að fyrirhugað sé að auglýsa íslenska vodkað fyrir 4,5 millj. dollara, rúmlega 260 millj. ísl. kr., á þessu ári. í Bandaríkjunum hefur áfeng- isneysla minnkað vegna þess, að fólki er nú annara um heilsuna en áður, en þeir, sem reyna að skýra vaxandi vinsældir vodkans, segja, að neytendum finnist hann standa fyrir eitthvað hreint og ómengað. Þá þykir það líka fínt að drekka gæðavodka og ekki síst Absolut. Fyrir sex árum var það næstum óþekkt merki en hefur nú forystuna meðal innfluttra teg- unda. Er það fyrst og fremst þakkað miklum auglýsingum en á þessu ári ætlar innflytjandinn, Carillon Importers Ltd., að aug- lýsa sænska vodkað fyrir um 870 milljónir ísl. kr. Markaðssérfræðingar segja það augljóst, að Icy sé stefnt gegn Absolut þótt fyrmefndur Bill Creason vilji ekki láta það á sann- ast. Til þess bendir hins vegar auglýsingin, sem innflytjendur Icy Reuter Icy-auglýsingin umdeilda og dæmigerð Absolut-auglýsing. Bandarískur dómstóll féllst á, að skírskotunin væri augljós og bannaði Icy-auglýsinguna. birtu nú í vor. Svipaði henni mik- ið til Absolut-auglýsinga og undir myndinni stóð: ,,„Absolút“ fram- för“. Fór Carillon í mál við Brow- n-Forman og fékk auglýsinguna bannaða. Af öðrum erlendum vodkateg- undum, sem verið er að kynna á Bandaríkjamarkaði, má nefna Tanqueray Sterling frá Bretlandi og Denaka frá Danmörku en auk þess ætla innflytjendur Stotic- hnaya og Wyborowa frá Póllandi að leggja upp í mikla markaðs- herferð. • • ORYCCI FYRIRÖLLU Stundar gáleysi er oft orsök meiðsla við vinnu. Erfitt er að koma í veg fyrir slíkt en auðvelt er að minnka líkuraar á skaða. Að því vinnur Dynjandi ötullega. Dynjandi selur allar gerðir öryggisbúnaðar, m.a. hina vönduðu öryggisskó frá Jallatte. Þeir fást í mörgum gerðum og þeim er ætlað að fyrirbyggja meiðsli á fótum. 0DEXION MAXI-plastskúffur varðveita smáhluti Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Nýjung í málningarþjónustu á íslandi Sýnikennsla á sjónvarpsskjá frá Nordsjö sem auðveldar fólki að mála sjálft, hvort sem er inn- an dyra eða utan. Fjörutíu og fimm mismunandi verklýsingar. Einfaldara getur það ekki verið. Málarameistarinn Síðumúla 8, Reykjavík, símar 84950 og 689045.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.