Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 Tölvusumarskóli >10-14 ára Skemmtileg 3ja vikna sumarnámskeiö hefjast 26.júní. Tímar 9-12 eða 13-16 Ódýr og fræðandi námskeið! Tölvu- og verkfræðiþjónustan Hringiö og fáiö Grensásvegi 16 • stmi 68 80 90 sendan bækling Skyndilokanir á sj úkradeildum RENAULT Bílaumboðið hf eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Við síðustu fjárlagagerð var ákveðið að skera niður launalið hjá ríkisstofnunum fyrst um 1,5% en við endanlega afgreiðslu fjárlaga höfðu bæst við 2,5%. Ríkisstofnun- um er því nú gert að spara um 4% í launakostnaði sínum. í peningum talið jafngildir þessi niðurskurður t.d. um 270—280 milljónum króna á árinu 1989 á Landspítalanum og við hann bætist um 50 milljóna króna áætlaður sparnaður í rekstr- argjöldum. Til að mæta þessum sparnað- arkröfum ríkisstjórnarinnar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana, bæði á sjúkrahúsum í Reykjavík og annars staðar á landinu. Þær felast einkum í því að loka fleiri sjúkra- húsdeildum en áður í lengri tíma en vanaiega á sumrin, draga úr yfírvinnu, ráða ekki staðgengla í fríum og ráða ekki í allar stöður sem kynnu að losna á árinu. Samvinnunefnd sjúkrahúsa í Reykjavík hefur reynt eftir föngum að skipuleggja lokanir þannig að þær valdi sem minnstri röskun. Víða er þó illmögulegt eða ógerlegt að koma í veg fyrir slíkt og er áætlað að í júlílok muni um fjórð- ungur eða fímmtungur allra sjúkra- rúma á sjúkrahúsum á höfuðborg- arsvæðinu verða auð. Þessi samdráttur boðar einfald- lega verri heilbrigðisþjónustu en áður. Bitnar á þeim er síst skyldi Einna verst koma þessar lokanir niður á handlækningadeildum Borgarspítala, Landakots og Landspítala en þar munu 109 rúm af 280 standa auð og ónotuð í júní, 102 í júlí og 74 í ágúst. Þetta hefur t.d. í för með sér að nær engar bæklunaraðgerðir verða gerðar nema þær sem teljast bráð- ar. Óþolandi iangir biðlistar fyrir slíkar aðgerðir munu því lengjast enn frekar og í mörgum tilvikum verður ekki hægt að vinna upp eða bæta það tjón sem af slíkri bið kann að hljótast. Margar aldraðar manneskjur sem bíða eftir aðgerð á mjaðmarlið geta varla hreyft sig fyrir kvölum og mega oft tæpast láta mæða á mjaðmarliðnum ef hann er illa farinn. Meðan mann- eskjan bíður og forðast hreyfingu rýrna vöðvarnir og liðurinn getur skekkst þannig að erfitt getur reynst að ná bata jafnvel með að- gerð. Þennan vítahring verður að ijúfa með því að gera hinni öldruðu manneskju kleift að komast í að- gerð sem fyrst en í kjölfar hennar verður hún oftast gangfær á nýjan leik. Það er mikill ábyrgðarhluti og reyndar vítavert að krefjast ráðstaf- ana sem lengja biðlista fyrir slíkar aðgerðir. 79 rúm af 240 munu látin standa auð og ónotuð í júní, júlí og ágúst á öldrunardeildum Borgarspítala, Landakots og Landspítala. Verulegt neyðarástand mun því skapast hjá mörgu öldruðu fólki. Heimilisað- stæður þess eru mjög mismunandi og getur verið erfitt að finna heimil- ishjálp og hjúkrun fyrir þann íjölda sem skyndilega þarf þess með. Ljóst er að umönnun margra aldraðra kemur í hlut aðstandenda og þá væntanlega kvenna sem munu margar þurfa að hætta störf- um til að sinna þeim. Unglingageðdeild sem nýlega var opnuð vegna mikillar þarfar sam- félagsins fyrir sérstaka umönnun og þjónustu við unglinga mun verða lokuð í sparnaðarskyni frá júlíbyrj- un til áramóta. Mörg fleiri dæmi mætti taka til að vekja athygli á því hver áhrif slíkur samdráttur hefur til þess að gera heilbrigðisþjónustuna bæði minni og lakari. Hvert eiga sjúklingarnir að fara? Sjúkrahús og umönnunarstofn- anir úti á landi munu loka deildum sínum og draga úr umsvifum. Vandinn eykst þegar sjúklingar eða aldraðir verða síðan sendir til Reykjavíkur og þá einkum á Land- spítalann sem hefur þá skyldu eins og nafn hans ber með sér að taka við sjúklingum af öllu landinu. Hann hefur þó einnig dregið mjög úr þjónustu sinni. Hvert eiga sjúkl- ingarnir að fara? Það er einfaldlega ekki hægt að geyma veikt fólk eða aldrað í nokkra mánuði án umönnunar með- an verið er að spara. Þetta verða stjórnmálamenn og bókhaldarar að skilja. Það er mjög brýnt fyrir ráðherra og embættismenn að fara sjálfir, tala við starfsfólk, sjúklinga og aldraða og heyra þeirra sjónarmið og kynna sér aðstæður en taka síðan ákvarðanir með tilliti til þeirra. Álag á starfsfólki Fæðingum fjölgaði mjög á sl. ári og voru fleiri en nokkru sinni fyrr Það er kærkomin lilbreyting í fríinu að slá upp matarveislu með íslensk- um mat. Gómsætt lambakjöt, salt- fiskur, ostur, graflax, síld, flatkökur, harðfiskur og sælgæti. Allt fæst þetta hjá okkur á ótrúlega lágu verði Góða ferð qa ÍSLENSKUR EIIMARKAÐUR FUJGSTÖDINNI KEFLAVlKURFLUGVELLI ^ l L | Ml Guðrún Agnarsdóttir „Það er mjög brýnt fyr- ir ráðherra og embætt- ismenn að fara sjálfir, tala við starfsfólk, sjúklinga og aldraða og heyra þeirra sjónarmið og kynna sér aðstæður en taka síðan ákvarðan- ir með tilliti til þeirra.“ á Fæðingardeild Landspítalans á sl. sumri. Þá var Fæðingarheimili Reykjavíkur lokað og mikið álag á ljósmæðrum Landspítalans þann tíma. Allar upplýsingar benda til þess að vænta megi svipaðs fjölda fæðinga á þessu ári og enn á að loka Fæðingarheimilinu. Þessi ráð- stöfun leiddi til þess að ljósmæður Landspítalans sendu frá sér ályktun þar sem þær biðja aðstandendur fæðandi kvenna að draga úr símhringingum og blómasendingum til að minnka álag á starfsfólki deildarinnar. Það er áreiðanlega ekki með glöðu geði eða að ástæðulausu sem ljósmæður senda slíka yfirlýsingu frá sér, jafn mikilvægt og eðlilegt sem það er fyrir manneskjur að tjá gleði sína og jákvæðar tilfinningar við barnsfæðingu. í nýlegri grein eftir landlækni (Hagsýni í heilbrigðisþjónustunni, Morgunblaðinu 31/3 1989) kemur fram að hópar heilbrigðisstarfsfólks hafa komið til landlæknis og kvart- að undan miklu vinnuálagi. Enn- fremur kemur þar fram að stórlega hefur dregið úr nýliðun í ýmsar heilbrigðisstéttir svo að til stórvand- ræða horfir ef ekki verður úr bætt. Hagræðing, hluti af langtímasteftiumótun Það er ekki undarlegt að litið sé til heilbrigðiskerfisins með sparnað- arsjónarmið í huga því að þangað renna tæp 40% af framlögum fjár- laga. Sjálfsagt er að vinna að auk- inni hagræðingu í rekstri heilbrigð- isþjónustunnar eins og annars stað- ar í ríkisbúskapnum. Hagræðing í rekstri verður hins- vegar að vera huti af langtíma stefnumótun til þess að geta orðið raunhæf. Það er ómögulegt og jafnframt hættulegt að reyna að knýja fram sparnað á stuttum tíma með fyrir- skipaðar tölur einar að leiðarljósi, án tillits til aðstæðna. Þær skyndilokanir sem nú er verið að framkvæma á sjúkrahúsum til að ná 4% sparnaði á launakostn- aði hafa þegar valdið og munu valda bæði sjúklingum og öldruðu fólki sárum vanda. Þær munu einnig auka verulega álag á starfsfólki. Ákvarðanir um slíkar lokanir verður því að endurskoða með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Kvenna■ tista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.