Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 35

Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ VJDsnPTLfflVlNNinÍF ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1989 35 Sjávarútvegur Afla verðmæti togara 6 millj- arðar fyrstu fjóra mánuðina AFLI 105 togara var samtals 118.248 tonn fyrstu ijóra mán- uðina í ár og verðmæti aflans 5,857 milljarðar króna. Þar af voru 23 frystitogarar með 28.867 tonn fyrir 2,058 miHjarða Fjármál Erlend lánskjör þyngri en innlend FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR í fyrra af erlendum lánum varð yfirleitt talsvert þyngri en kostnaður af verðtryggðu innlendu láni. Að meðal- tali voru kjör erlendu lánanna 13,2% samanborið við 8,8% af innlendum lánum og er þá miðað við meðallánskjör erlendra skulda þjóðarbúsins skv. meðalsamsetningu þeirra á tímabilinu 1979-1988. Hefúr þá verið tekið tillit til gengisbreytinga og verðbólgu auk vaxta. Þegar litið er yfir allt tímabilið 1979-1988 kemur í ljós að erlendu lánskjörin hafa að meðaltali verið þyngri en þau innlendu. Frá þessu er greint í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál þar sem vísað er til niðurstaðna sem nýlega birtust í Hagtölum mánaðar- ins. Erlend lánskjör voru afar mis- munandi eftir gjaldmiðlum. í fyrra var greinilega hagstæðast að skulda svissneska franka, því næst þýsk mörk en óhagstæðast að skulda bresk pund. Þá hafa erlend lán í dollurum, yenum og frönskum frönk- um verið talsvert óhagstæð á sl. ári. Á tímabilinu 1983-1988 voru inn- lendu lánin þyngri að meðaltali eða 5,4% á verðtryggðu fjármagni sam- anborið við 1,8% á þeim erlendu. Þessu var hins vegar öfugt farið á tímabilinu 1979-84 þegar kjör er- lendu lánanna voru 11,4% saman- borið við 2,5% á þeim innlendu. í Vísbendingu kemur fram að er- lendar skuldir þjóðarbúsins séu nú um 120 milljarðar króna og sam- svari um þriðjungi lánamarkaðarins. Af þessum lánum greiddu landsmenn um 14 milljarða króna í afborganir og vexti í fyrra króna, 73 litlir togarar 77.755 tonn fyrir 3,206 milljarða króna og 9 stórir togarar 11.626 tonn fyrir 593 milljónir króna, sam- kvæmt skýrslu Landssambands íslenskra útvegsmanna. Frysti- togarinn Akureyrin EA var með mestan afla og aflaverðmæti togara fyrstu fjóra mánuðina í ár, eða 2.035 tonn fyrir 153,411 milljónir króna. Skiptaverð var 53,49 krónur fyrir kílóið. Meðalskiptaverðmæti togara fyrstu fjóra mánuði þessa árs var 34,87 krónur fyrir kílóið og meðal- afli á úthaldsdag 12,6 tonn. Meðal- skiptaverðmæti frystitogara var 51,10 krónur fyrir kílóið og meðal- afli á úthaldsdag 13,51 tonn. Með- alskiptaverðmæti stórra togara var 34,71 króna fyrir kílóið og meðalafli 11,5 tonn á úthaldsdag. Meðalskiptaverðmæti lítilla togara var 28,87 krónur fyrir kílóið og meðalafli á úthaldsdag 12,47 tonn. Frystitogarinn Öivar HU var með næstmestan afla og aflaverð- mæti togara fyrstu fjóra mánuði ársins, eða 1.844 tonn fyrir 135,429 milljónir króna. Frysti- togarinn Freri RE var með þriðja mesta aflann og aflaverðmætið, eða 1.813 tonn fyrir 132,119 millj- ónir króna. Ögri RE var með mesta afla- verðmæti stórra togara, eða 112,389 milljónir króna. Afli skipsins var 1.272 tonn. Hann var allur seldur erlendis og skiptaverð var 56,57 kr. fyrir kílóið. Guðbjörg ÍS var með mesta aflaverðmæti lítilla togara, eða 85,070 milljónir króna. Afli skipsins var 1.654 tonn og skiptaverð 32,87 kr. fyrir kílóið. Kaldbakur EA var með mesta aflaverðmæti stórra Akureyrar- togara, eða 55,445 milljónir króna. Afli skipsins var 1.767 tonn og skiptaverð 23,85 krónur fyrir kíló- ið. Björgúlfur EA var með mesta aflaverðmæti lítilla togara frá Norðurlandi, eða 51,277 milljónir króna. Afli skipsins var 1.236 tonn og skiptaverð 29,30 krónur fyrir kílóið. Breki VE var með mesta afla- verðmæti lítilla skuttogara frá Vestmannaeyjum og Suðurlandi, eða 69,284 milljónir króna. Afli skipsins var 1.724 tonn og skipta- verð 28,25 krónur fyrir kílóið. Hoffell SU var með mesta afla- verðmæti Austfjarðatogara, eða 61,751 milljón króna. Afli skipsins var 1.317 tonn og skiptaverð 32,81 króna fyrir kílóið. Auglýsingar Islendingar fílma í Danmörku fyrír Finna AUGLÝSINGAFYRIRTÆKIÐ Creative Commercials í Kaup- mannahöfn, sem er að stórum hluta í íslenskri eigu, heftir samið við öflugan fínnskan fataframleiðanda um gerð sjónvarpsauglýs- inga á fatnaði fyrirtækisins. Creative Commercials var upphaf- lega stofnað af Saga Film og því ætlað að afla Saga Film fótfestu á dönskum auglýsingamarkaði eftir að aflétt hafði verið ríkisein- okun þar í landi í útvarpsrekstri og auglýsingar leyfðar í sjónvarpi. Fyrirtækið er nú dótturfyrirtæki Creative Media, sem er skráð hér á landi og er dótturfyrirtæki Saga Film, Ágústs Baldurssonar, kvik- myndagerðarmanns og finnska fyrirtækisins Story Film & Video. Að sögn Snorra Þórissonar hjá Saga Film var það fyrir tilstilli hins finnska samstarfsaðila innan Creative Media sem þessi samn- ingur fékkst, en hann felur í sér gerð 60 sek. auglýsingar og 30 sek. auglýsingar auk þess sem gert verður myndband frá tökum þessara auglýsinga til að sýna í verslunum. Auglýsingamar verða teknar á 35 mm. kvikmyndafilmu en síðan færðar yfir á myndband og fer eftirvinnslan fram í bæki- stöðvum Ceative Commercials við Toldbudgade í Kaupmannahöfn, en þangað flutti fyrirtækið nýverið samhliða því að þar var komið upp eftirvinnslubúnaði. Tökur vegna auglýsingana fara fram bæði í Danmörku og í London, og verður Ágúst Baldursson framleiðandi auglýsingamyndanna en töku ann- ast Snorri Þórisson. Innlán 5,3% aukning á fyrsta árs- fjórðungi t INNLÁN banka og sparisjóða jukust um 5,3% á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs og á sama tíma jukust útlán um 6,9%. Til saman- burðar má nefiia að innlánsaukn- ingin á sama tíma í fyrra var 1,9% en útlánsaukningin 10,9%. Þessar tölur gefa til kynna ákveðin umskipti í þróun inn- og útlána milli ára. Meginskýringin á minni útlánum á fyrsta ársfjórðungi er talin vera breyting á gjalddaga söluskatts til samræmis við út- borgunardag greiðslukortafyrir- tækjanna. A hinn bóginn er talið að meiri innlánsaukningu saman- borið við síðastliðið ár megi rekja til innlausna spariskírteina umfram sölu framan af árinu. Liprar, þéttar, sterkar, fallegar, einfaldar í notkun - vandaðar = HÉÐINN = Stórás 6 Sími 52000 MED TÓMA BUDDU Á EFTIRLA UNAÁRUNUM t 1 Þó að fólk láti af störfum og setjist í helgan stein verður ekkert ódýrara að lifa. Eftir sem áður þarf að kaupa mat, borga hita, rafmagn og síma, gefa bamabömunum gjafir - og njóta lífsins. Æ fleiri gera sér því ljóst að það er ekki nóg að greiða hluta launanna í lifeyrissjóð og leggja fyrir aukalega upp á eigin spýtur. Þá skiptir megimnáli að spamaðurinn sé öruggur og ávaxtist vel. Tökum dæmi af hjónum sem leggja fyrir auka- lega 10.000 krónur á mánuði í 20 ár áður en þau fara á eftirlaun. Þannig gætu safnast um 4 milljónir og hjónin gætu því haft um 44 þúsund krónur á mánuði í 10 ár í viðbótarlífeyri. VIÐBÓTARLÍFEYRIR EFTIR 20 ÁRA SPARNAÐ S/mmtiMr Eign ijiii 20tir: Yitibólttr lifiyir (í mtiintdi: cí mánuili: 5.000,- 2.029.000,- 21.900,- 10.000,- 4.058.000,- 43.800,- Mitlai) er vii) <u) x’cxlir liahlist j'astir 5 7c xjir xindltólgtt allan limiiiiu ngac)gciigii)sé jajnl ogþi'll á liöjitilslóliiin á lOcíniiu. Allarjjciiiiceilireru i lir/iiiiim ugcí iuigilclaixli verólagi. Aðalsmerki VIB er góð þjónusta og traust verðbréf sem gefa góða ávöxtun. Komdu við í Armúla 7 og kynntu þér leiðir til að safna góðum eftirlaunasjóði á þægilegan og fyrirhafnarlítinn hátt. Þú getur líka hringt í síma 681530. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármula 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.