Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1989 29 Uppstokkun í stjórn Sovétríkjanna; Ráðuneytum fækkað og yngri menn taka völdin Moskvu. Reuter. NIKOLAJ Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, skýrði á laugardag Æðsta ráðinu, efri deild sovéska þingsins, frá róttækum breytingum á ríkisstjórn landsins. Auk þess sem yngri og betur menntaðir menn taka nú við völdum verður embættum fækkað; meðal annars verða 20 ráðuneyti á sviði iðnaðar, samgangna og landbúnaðar lögð niður. Alls verða ráðuneyti og valdamestu nefiid- irnar, er voru samanlagt um 100 fyrir fimm árum, nú 57. Af um' hundrað háttsettum mönnum, sem skipaðir voru 1984, halda að- eins tíu stöðum sínum. Meðal þeirra sem hækka í valdastiganum er hagfræðingurinn Leóníd Abalkín, einn af 13 aðstoðarforsætis- ráðherrum landsins, en hann vakti mikla athygli á landsfundi kommúnistaflokksins á síðasta ári er hann gagnrýndi efnahags- stefiiu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Efnahagsstefna stjórnarinnar hefur verið harðlega gagnýnd á fundum hins nýja Æðsta ráðs og á fulltrúaþinginu, neðri deild þingins. Sagt hefur verið að bregðast þurfi strax við vaxandi og geigvænlegum fjárlagahalla ríkisins og bæta úr skorti á ýmsum nauðsynjum í versl- unum. Hagfræðingurinn Nikolaj Shmeljov sagði í síðustu viku að Ryzhkov gerði sér ef til vill ekki grein fyrir því hve alvarlegur fjár- iagahailinn væri. Yfirvöld áætla hallann um 100 milljarða rúblna en Shmeljov segir það 20% of lágt. í ræðu sinni viðurkenndi Ryzh- kov að gagnrýnin væri „réttmæt“ og stjómin myndi bregðast við henni. Nýju ráðuneytin myndu starfa á algerlega nýjum grundvelli þar sem lögð yrði áhersla á sem minnst afskipti af framleiðslunni. „Frá þeim verða tekin mörg verk- efni en þau verða að helga sig einu - stuðla ötullega að því að fram- leiðslufyrirtækin geti hvert fyrir sig Reuter TIL SOLU þessi stórglæsilegi Buick Riviera Hann er árgerð 1987. Vélin er 6 cyl. 3800 cc, 165 dín hþ. m/ beinni innspýt- ingu, „cruise control", vökva- og veltistýri, 4ra þrepa sjálfskipting m/„overdrive“, tölvumælaborð (digital), sjálfvirkur hitastillir, snúningshraðamælir, aðvöruna- rrtölva, hljómflutningstæki, farsími, sentral læsingar, rafdr. rúður, rafdr. stólar, rafdr. loftnet, rafdr. sóllúga, rafdr. útispeglar og að sjálfsögðu er hann allur leður- klæddur. Sumar- og vetrardekk. EGILL VILHJÁLMSSON HF., Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202. náð sem bestum árangri," sagði ráðherrann. Hann sagði meðalaldur ráðherr- anna verða um 55 ár. Einn þeirra sem hverfa úr embætti er Borís Gostev fjármálaráðherra og var engum orðum farið um feril hans en forsætisráðherrann sagði arftak- ann, Valentín Pavlov, hafa öðlast þá reynslu sm nauðsynleg væri til að gegna slíku embætti. Ryzhkov mælti með því að Edúard She- vardnadze utanríkisráðherra héldi stöðu sinni. Tllnefningar embættis- mannanna verða lagðar fyrir Æðsta ráðið til umljöllunar á næstunni. Skömmu eftir ræðu Ryzhkovs gekk umbótasinninn Borís Jeltsín í ræðustól og tók undir gagnrýni Andrejs Sakharovs í fulltrúaþinginu síðasatliðinn föstudag. Sakharov sagði þinginu hafa mistekist að að leysa ýmis grundvallarmál og var hrópaður niður af afturhaldsmönn- um. Jeltsín taldi óvíst að umbætur stjórnar Ryzhkovs dygðu til að bæta efnahagsástandið á næstu tveim árum. Hann sagði að fulltrúa- þinginu hefði ekki tekist að fá fram- gengt breytingatillögum á stjórnar- skránni sem hefðu tryggt því meiri völd og jafnframt að fleiri en einn frambjóðandi yrði um allar helstu valdastöður, þ. á m. forsetaembætt- ið. Skömmu eftir ræðuna var Jeltsín kjörinn formaður nefndar Æðsta ráðsins um byggingamál og fékk hann þorra atkvæða en áður hafði Gorbatsjov forseti sagt að mælt yrði með Jeltsín í stöðuna. Sérmerkjum %> uiy Sérmerkjum ölglös meö skemmtilegum teikningum eöa eftir ykkar tillögum! Höfðabakki 9 Reykjavík s. 685411 Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, tilkynnti í gær, á síðasta starfsdegi hins nýja fulltrúaþings, að gerðar yrðu róttækar breytingar á ríkissljórn landsins. 20 af 50 ráðuneytum í Moskvu yrðu Iögð niður, en þau hafa fjallað um málefiii landbúnaðar, iðnað- ar og samgangna. Af um eitt hundrað háttsettum sem skipaðir voru 1984 halda aðeins tíu stöðum sínum. A myndinni sést Ryzhkov í ræðustól á fulltrúaþinginu. BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Á FIMMTUDOGUM Ákveðið hefur verið að leggja niður síðdegisafgreiðslu bankans á fimmtudögum. Frá og með 15. júní næstkomandi verður afgreiðslu- tími bankans sá sami á fimmtudögum og aðra virka daga, frá klukkan 915 til 1600. Ástæður þess eru fyrst og frernst þær að viðskiptavinir hafa lítið nýtt sér síðdegisafgreiðsluna en kostnaður við hana er mikill. Við vonum að þessi hagræðing í rekstri bankans valdi viðskiptavinum ekki óþægindum og munum, hér eftir sem hingað til, kappkosta að veita víðtæka og persónulega þjónustu á öllum sviðum bankaviðskipta. Viðskiptavinum, sem ekki geta nýtt sér hefðbundinn opnunar- tíma bankans, er bent á Greiðsluþjónustu Verslunarbankans og Hraðbankana. UíRSlUNflRBfiNKINN -vútHUK <tteð þ&i! Bankastræti 5, sími 27200 Grensásvegi 13, sími 84466 Laugavegi 172, sími 20120 Þarabakka 3, sími 74600 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, sími 687200 Þverholti 6, Mosfellsbæ, sími 666080 Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92-15600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.