Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 37 The American Scandinavian Foundation: Mikill ávinningur fyrir Island að taka þátt í starfseminni -segir forseti samtakanna Lena Biörck Kaplan FJÖLMARGIR fslendingar hafa í gegnum tíðina notið fyrir- greiðslu, styrkja og velvildar bandarískrar stofnunar sem ber heitið The American Scandinavi- an Foundation. Þetta er stofnun sem hefur það meginmarkmið að leiðarljósi að stuðla að og auka gagnkvæm kynni og þekk- ingu milli Bandaríkjamanna og Norðurlandabúa, auk þess sem mikil kynningarstarfsemi fer fram á vegum stofnunarinnar í Bandaríkjunum á menningu og listum frá Norðurlöndunum. Höfiiðstöðvar stofnunarinnar eru í New York. Nú nýverið tók við forsetaembætti þessara sam- taka ung kona, Lena Biörck Kaplan. Lena er Svíi en hefur verið búsett í Bandaríkjunum undanfarin 20 ár. Hún er fyrsti forseti samtakanna sem ekki er fæddur Bandarikjamaður og má því segja að val hennar til þess- arar virðingarstöðu marki tvenns konar tímamót hjá þess- ari bráðum 80 ára stofnun; hún er kona og útlendingur. Fyrir skömmu hitti blaðamaður Lenu Kaplan að máli í New York, á skrifstofti stoftiunarinnar, og ræddi við hana um starf hennar, sögu stofnunarinnar, markmið starfsins, þær breytingar sem hún hyggst beita sér fyrir og þýðingu íslands í samstarfi Norðurlandanna og stofnunar- innar. — Ef við byijum á því að líta aðeins á sögu stofnunarinnar. Hvernig bar það til að The Americ- an Scandinavian Foundation var stofnuð, árið 1910? „Það var Daninn Nils Paulson sem stofnaði American Scandinavi- an. Hann fæddist í Danmörku, en hann fluttist ungur til Banda- ríkjanna og varð auðugur maður með viðskiptum sínum í stál- og járniðnaði. Paulson var með stofn- uninni að láta gamlan draum ræt- ast og hann lagði fram umtalsverða fjármuni til uppbyggingar stofnun- arinnar og reksturs. Paulson lést árið eftir, eða árið 1911, þannig að hann lifði vart að sjá draum sinn rætast. Síðan þetta var hafa fjölmargir Bandaríkjamenn af norrænum uppruna lagt stofnun- inni til fé, þannig að samtals hefur stofnuninni verið ánafnað um 10,5 milljónum dollara. Rekstur okkar er fjármagnaður með vöxtunum af peningaeign okkar, og fjárframlög- um, en við göngum aldrei á höfuð- stólinn." — Hvert er helsta verksvið þess- arar stofnunar? „Við veitum ár hvert fjölda styrkja til Bandaríkjamanna og Norðurlandabúa. Við greiðum skóiagjöld eða hluta þeirra fyrir ákveðinn fjölda Norðurlandabúa sem koma til náms hér í Banda- ríkjunum. Hjá okkur er mikið um gangkvæm samskipti, þannig að Bandaríkjamenn fara til Norður- landanna til náms, eða í skemmri náms- og kynnisferðir og Norður- landabúar koma hingað. Við reyn- um eftir því sem við getum að styrkja þessi tengsl, enda er megin- markmið American Scandinavian það að stuðla að gagnkvæmum heimsóknum og kynnum. Sem dæmi um þýðingu þessa starfs í okkar augum, get ég nefnt þér að starfsmenn þeirrar deildar sem annast þennan hluta starfseminnar eru sex talsins, en alls vinna hér 15 manns. Reyndar er ísland það Norðurlandanna sem nýtur algjörr- ar sérstöðu í þessum efnum, vegna þessa sérstaka sjóðs sem við höfum yfir að ráða til að styrkja íslend- iríga, sem er Thor Thors minning- arsjóðurinn. Við höfum því haft tækifæri til þess að fá hingað fjölda Islendinga. Island er því okkur og starfsemi okkar afar mikilvægt." — Hvað með aðra starfsemi ykkar? „Við höfum haft höfuðstöðvar okkar hér á 73. stræti allar götur síðan 1964. Nú finnst okkur sem við séum ekki nógu vel staðsett og viljum því selja þetta húsnæði og kaupa annars staðar, þar sem við erum meira í hringiðu mannlífsins hér á Manhattan. Við viljum auka þann hluta starfsemi okkar sem hefur með listsýningar að gera, bókasýningar, menningarkynning- ar, fyrirlestra og fleira í þá veru. Til þess að auka og rækta þann hluta starfsemi okkar þurfum við að ná til fólks og það gerum við ekki í nægilega ríkum mæli með núverandi staðsetningu. — Nú ert þú ekki aðeins forseti stofnunarinnar, heldur einnig rit- stjóri tímaritsins sem þið gefið út, Scandinavian Review. Er þetta ekki ærinn starfi? „Reyndar er ég bara tímabundið ritstjóri Scandinavian Review. Fyr- ir utan skipulagsstörf og yfirstjórn- un verður höfuðábyrgð af fjáröflun á mínum herðum, sem er auðvitað ómæld vinna. Auk þess er ég þeirr- ar skoðunar að ég sé ekki nógu hæf til þess að ritstýra þessu merka riti. Enska er ekki móðurmál mitt. (Lena talar að sjálfsögðu reiprenn- andi ensku eftir 20 ára búsetu í Bandaríkjunum, en það örlar á sænskum hreim.) Því held ég að ritstjórnin væri betur komin í hönd- unum á einhveijum öðrum og við erum reyndar að yfirfara það nú, með hvaða hætti við endurskipu- leggjum útgáfustarfsemi okkar og eflum. Scandinavian Review kemur út ársfjórðungslega og því er dreift í áskrift til um 3.500 áskrifenda. Við ætlum að gera virkilegt átak í átt til aukinnar útbreiðslu, því ég tel að samtök eins og okkar, í landi með allan þennan fjölda af Banda- ríkjamönnum af norrænum upp- runa eigi að geta gert miklu, miklu betur. Við erum spennt fyrir því að reyna að ráða norrænan rit- stjóra, einhvem sem býr í ein- hverju Norðurlandanna og fær Norðurlandabúa til þess að rita greinar í tímaritið. Ég tel það vera Lena Biorck Kaplan, forseti The American-Scandinavian Foundation. veikleika hjá okkur, að sitja hér í miðri New York-borg og eiga að gefa út tímarit, sem endurspeglar og greinir frá þróun, breytingum og stefnum á Norðurlöndum hvort sem um er að ræða í menningarleg- um, þjóðfélagslegum, fræðilegum eða tæknilegum skilningi. Ef það verður niðurstaðan að við ráðum einhvern á Norðurlöndum, tel ég að tengslin verði mun sterkari og raunverulegri. Við myndum eftir sem áður vinna blaðið, gefa það út og dreifa því hér.“ — Mér hefur skilist að American Scandinavian væri afskaplega íhaldssöm stofnun, og því hefur raunar verið haldið fram að hún Pat Malloy, einn starfemanna American Scandinavian hefiir haft veg og vanda af undirbúningi íslensku myndlistarsýningarinnar sem var opnuð þann 23. mai sl. og stendur fram til 28. júlí. Hér er Pat í sérstöku íslandshorni, en myndlistarverkin sem setja átti upp voru ekki komin. væri mjög gamaldags. Átt þú von á því að ímyndin eigi eftir áð breyt- ast mikið við það að þú tekur við sem forseti? „Ég tel að ímynd stofnunarinnar út á við sé mjög góð. Þetta er afar virðuleg og góð stofnun, en kannski það sé rétt að hún sé svolítið gamal- dags. Ég held nú satt að segja að forveri minn í þessu starfi, Patricia McFate, hafi umbylt og breytt mörgu í átt til nútímalegra forms en áður var. Ég hef fullan hug á að halda áfram á þeirri braut, sem hún markaði á margan hátt. Hún jók mjög rækt okkar við nútímalist og því hyggst ég halda áfram. Fjöldi norrænna listamanna kom hingað, fyrir hennar tilstilli, sem ella hefðu ekki haft tækifæri til þess að vera með sýningar í New York, upplestur úr verkum sínum, tónlístarflutning og fleira. Ég held að sú staðreynd að ég er frá Norðurlöndum og hef all- nokkra þekkingu á löndunum, menningu þeirra og fylgist vel með því sem þar gerist, eigi eftir að hjálpa mér í starfi. Þessi þekking mín og vitund um það sem er að gerast á Norðurlöndunum gefur mér til kynna að það sé svo miklu meira sem við hér eigum og getum gert. Auðvitað viljum við ná til miklu fleiri en við gerum og miklu víðar, en til þess að það sé unnt, verðum við að afla meira fjár.“ — Einhvern veginn held ég að fjölmargir íslendingar viti lítið sem ekkert um starfsemi ykkar, jafnvel ekki tilvist. Getur þú lýst því hvaða hlutverk ísland hefur hjá The American Scandinavian Foundati-- on? „Það kann vel að vera rétt hjá þér, að við höfum ekki náð til nægilega margra íslendinga, hvorki hér í Bandaríkjunum né á íslandi. En það er gaman að geta greint frá því hér og nú að næsta myndlistarsýning okkar verður ís- lensk sýning. íslensku listamenn- irnir sem sýna verk sín eru fjórir ungir myndlistarmenn. Konumar eru höggmyndlistarmenn en menn- irnir eru listmálarar.(Sýningin var opnuð í New York þann 23. maí sl. og stendur til 28. júlí.) Við undir- búning þessarar sýningar og val á listamönnunum höfum við notið mikillar aðstoðar Aðalsteins Ing- ólfssonar listfræðings. Listamenn- irnir eru tvenn hjón; Jón Axel Bjömsson og Sóley Eiríksdóttir og Kolbrún Björgólfsdóttir og Magnús Kjartansson. Flugleiðir hafa stutt okkur dyggilega við undirbúningþessarar fallegu, íslensku sýningar, svo og Thor Thorssjóðurinn. Við erum mjög ánægð að geta sett upp þessa íslensku sýningu nú, því það em næstum þijú ár síðan við vorum með íslenska sýningu síðast. Ég held að ísland, sem er minnst Norð- urlandanna, hafi mikinn ávinning af þátttöku sinni í American Scand- inavian. Jafnvel hvað mestan ávinning, vegna smæðar sinnar, því starfsemin hjá okkur er á jafn- ræðisgrundvelli, þannig að jafn- mikið er gert fyrir Island og önnur Norðurlönd." Texti og myndir: AGNES BRAGADOTTIR VORHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFELAGSINS STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN SAMEIGINLEGUR VINNINGUR • Öflugri krabbameinsvarnir! AÐALVINNINGAR: • Toyota Corolla 4WD. VINNINGAR MEÐ VALI • Thailandsferð, tölvubúnaður eða byggingavörur fyrir 270 þús. kr. • Sólarlandaferð, myndbands-upptökuvél eða byggingavörur fyrir 125 þús. kr. • Ferðalag, hljómflutningstæki eða byggingavörur fyrir 50 þús. kr t Krabbameinsfélagið S AUK/SlA k88d21-63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.