Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 131. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðræður um fækkun hefðbimdins herafla: Gorbatsjov segir tillögur Bush geta flýtt samningum Bonn. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, fagnaði í gær tillögum George Bush, Bandaríkjaforseta, um niðurskurð á sviði hefðbundins herafla í Evrópu og sagði að ástæða væri til að ætla að þær kynnu að fiýta gerð samkomulags austurs og vesturs þar að lútandi í viðræðum, sem fram færu í Vínarborg. Viktor Karpov, aðalsamningamaður Sovét- manna í afvopnunarviðræðum austurs og vesturs, sagði hins vegar í ■ grein, sem birtist í New York Times í gær, að tillögur Bush væru óaðgengilegar á mörgum mikilvægum sviðum. Reuter Tekið var á móti Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga (í miðið), með viðhöfn á flugvellinum í Bonn er hann kom í fjögurra daga heimsókn til Vestur-Þýskalands í gær. Þar tóku Richard von Weiszaeker, forseti Vestur-Þýskalands (t.v.) og Helmut Kohl, kanslari (t.h.) á móti honum. Gorbatsjov fjallaði um tillögur Bush á fyrsta degi heimsóknar sinnar í Vestur-Þýskalandi. Var það í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um tillögur, sem Bush kynnti á leiðtogafundi NATO í Brussel 29. maí sl. Sagðist hann gleðjast yfir tillögunum þar sem þær endurspegluðu vilja vesturveld- anna til þess að fækka eigin vopnum í stað þess að krefjast einhliða fækk- unar af hálfu Varsjárbandalagsríkj- anna. Þær mörkuðu einnig tímamót þar eð með þeim hefði tillögum Var- sjárbandalagsins um fækkun hefð- bundinna vopna í fyrsta sinn verið Bretar setja Boeing 737-400 í flugbann Þotur Flugleiða fljúga áfram en með minna afli - flugmálastjóri kveðst bíða ákvörðunar bandarískra flugmálayfirvalda London. Reuter. BRESKA flugmálasljórnin (CAA) kyrrsetti allar Boeing 737-400 far- þegaþotur í eigu breskra flugfélaga í gær vegna bilana í hreyflum tveggja þeirra um helgina. Pétur Einarsson, flugmálastjóri, sagði að í gærkvöldi hefði ekki verið talin ástæða til að kyrrsetja 737-400 þot- ur Flugleiða, Aldísi og Eydísi, en þær eru með hreyfla sömu tegundar og kyrrsettu þoturnar. Forráðamenn Flugleiða ákváðu í nótt að þotum félagsins yrði ekki flogið fyrr en að skoðun lokinni. Skoðun annarrar þeirra hófst í nótt og var ráðgert að henni Iyki í dag og hin yrði skoðuð í kjölfarið. Pétur sagði að viðbrögð Flugmálastjórnar myndu ráðast af afstöðu bandarisku flugmálastjórnarinnar (FAA), en á miðnætti hafði FAA ekkert formlega látið frá sér fara um málið. Skeyti barst Flugleiðum frá framleiðanda hreyflanna, SNECMA í París, þar sem farið er fram á að vélunum verði ekki flogið með fúllu afli, en að sögn Leifs Magnússonar, framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum, er það að jafhaði ekki gert. Tom Cole, talsmaður Boeing-1 verksmiðjanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í nótt, að verksmiðj-1 urnar hefðu sent flugfélögum ábend- ingar um bilunina í bresku þotunum. Blöð í forþjöppum hreyflanna hefðu brotnað en óljóst væri hvers vegna. Cole sagðist búast við að bandaríska flugmálastjórnin héldi að sér höndum þar sem 737-400 þotur í eigu banda- rískra flugfélaga væru knúnar ann- arri undirtegund CFM-56 hreyfilsins en 737-þotur Fiugleiða og annarra evrópskra flugfélaga. Breska blaðið Daily Telegraph sagði að breska flugmálastjórnin hefði kyrrsett bresku þoturnar eftir að SNECMA hefði ráðlagt flugfélög- um að nota hreyflana ekki með fullu afli. Breskir flugmenn hefðu ítrekað látið í ljós áhyggjur um að hreyflarn- ir væru viðkvæmir fyrir raka og ísingu og hefði þeim verið fyrirskipað að setja afísingarbúnað í gang á flugi í skýjum. Samkvæmt Reuters-fréttum sagði talsmaður CAA í London, að brezku flugvélarnar fengju ekki að fljúga fyrr en rannsókn á orsökum bilana í hreyflum þotanna tveggja væri lok- ið og „fullnægjandi ráðstafanir gerð- ar til þess að tryggja öryggi“. í báð- um tilvikum kom mikill titringur fram í hreyflum er þær voru að klifra í 25-29 þúsund feta hæð. Eftir lend- ingu fundust málmbrot í loftinntök- um hreyflanna. Á sunnudag neyddust flugmenn 737-400 þotu flugfélagsins British Midland með 79 manns innanborðs að hætta flugi frá London til Belfast á Norður-írlandi og lenda í Mið- Englandi vegna titrings í hægri hreyfli. Urðu þeir að draga afl af hreyflinum. Daginn áður urðu flug- menn 737-400 þotu Dan-Air að slökkva á vinstri hreyfli hennar vegna titrings. Sneru þeir við og lentu heilu og höldnu á Gatwick- flugveilinum í London, en um borð voru 100 farþegar á leið í sumar- leyfi á spænsku eynni Mínorku. Talsmaður CAA sagði að þoturnar ættu að baki 400 og 600 flugtök og lendingar og því tiltölulega nýjar. Þær voru knúnar frönskum hreyflum af gerðinni CFM-56-3C, eða sömu tegundar og voru á 737-400 þotu Brjtish Midland, sem fórst í Mið- Englandi í janúar sl. Flugmenn henn- ar tilkynntu um eld og titring í öðrum hreyflinum en slökktu á röngum hreyfli og brotlentu þotunni er þeir hugðust nauðlenda henni. svarað af alvöru og með gagntillög- um í stað þess að vera mætt með tortryggni. í vestur-þýskum blöðum er vakin athygli á því að í fjóra daga verði Sovétríkjunum stjórnað frá Bonn. Við skipulagningu heimsóknarinnar lögðu Sovétmenn mikla áherslu á að Gorbatsjov hefði tíma til að sinna starfi sínu sem leiðtogi Sovétríkjanna og var upprunaleg dagskrá stytt í þess skyni. Miðvikudagskvöld er frá- tekið fyrir embættisstörf í sendiráði Sovétríkjanna í Bonn þar sem Sovét- leiðtoginn býr með fylgdarliði sínu. Venjulega búa svo háttsettir erlendir gestir í Gymnich-kastala í Bonn en Sovétmenn vildu njóta góðs af þeim tæknibúnaði sem er til staðar í sov- éska sendiráðinu. Gorbatsjov mun einnig notast við sovéskar flugvélar þegar hann flýgur milli Bonn, Kölnar og Stuttgart. Er talið að það sé gert til þess að hann geti verið í sem nánustu sambandi við Moskvu. Mikilvægasta niðurstaða heim- sóknar Gorbatsjovs verður að öllum líkindum sameiginleg stjórnmálayfir- lýsing ríkjanna tveggja. Slík yfirlýs- ing var undirbúin þegar Helmut Kohl kanslari sótti Sovétríkin heim í október síðastliðnum. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Welt am Sonntag er meginatriði yfirlýsingar- innar það að grundvallarregla sam- eiginlegrar stefnu ríkjanna verði sjálfsákvörðunarréttur þjóða og ein- staklinga. Ekki verður sérstaklega minnst á málefni þýsku ríkjanna en tekið verður fram að tekið verði sérs- takt tillit til Berlínar í öllum samning- um ríkjanna. Mikið vatn er nú runnið til sjávar síðan Helmut Kohl líkti Gorbatsjov við Göbbels, áróðursmeistara Þriðja ríkisins. Samskipti ríkjanna voru stirð um langa hríð eftir það. Segja má að ekki hafi gróið um heilt fyrr en Kohl kom til Moskvu í fyrra en þá mælti hánn þau fleygu orð að „ísinn hefði verið brotinn“. Sjá „Karpov blæs á afvopnunartillögur... á bls. 26. Samskipti Bandaríkjanna og Kína versna Washington, London, Peking. Reuter, Daily Telegraph. KINVERSK stjórnvöld gagn- rýndu Bandaríkjamenn harð- lega í gær fyrir afskipti af inn- anríkismálum Kína og réðust á Fang Lizhi, stjarneðlisfræðing og andófsmann, sem fyrir átta dögum leitaði hælis ásamt eig- inkonu sinni og syni í banda- ríska sendiráðinu í Peking. Gefin hefiir verið út handtöku- skipun á Fang og eiginkonu hans, Li, og seint í gærkvöldi var landamærum landsins lok- að til að hindra hugsanlegan flótta þeirra. Bresk stjórnvöld kröfðust þess að námsmaður frá Hong Kong, sem handtek- inn var x Peking, yrði tafar- laust leystur úr haldi. Fang, sem er virtur stjarneðlis- fræðingur, hóf afskipti af stjórn- málum seint á árinu 1986 þegar hann hvatti námsmenn til að beij- ast fyrir auknu lýðræði í landinu. í kjölfar stúdentaóeirða 1986 var hann rekinn úr stöðu háskólapró- fessors og flokksskírteini hans afturkallað. Bandarísk stjómvöld hafa í fyrsta sinn opinberlega gagnrýnt kínverska ráðamenn. I yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðunejrtisins sagði að tilraunir valdhafa til að stimpla pólitíska andstæðinga sem „gagnbyltingarmenn" breyttu því ekki að fjöldi friðsam- legra mótmælenda hefði verið myrtur af hermönnum á Torgi hins himneska friðar. í yfirlýsingunni sagði ennfrem- ur að væri heisti leiðtogi Kína, Deng Xiaoping, ábyrgur fyrir blóðbaðinu, „þá hefur hann þar með kæft þær umbótatilraunir sem hann hafði sjálfur hrundið af stað“. Sjá einnig: „Ekið var yfir líkin“ og „Hong Kong- búar“ á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.