Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 Minning: Trausti Geir Hreins- son, Fáskrúðsfírði Fæddur 5. febrúar 1972 Dáinn 3. júní 1989 Að morgni 3. júní bárust okkur þau hörmulegu tíðindi að vinur okkar og fyrrum bekkjarfélagi, Trausti Geir, hefði dáið af slysförum um nóttina. Hvemig mátti það vera að hann, svo ungur og kátur, væri horfinn að eilífu? Við neituðum að trúa og héld- um fyrst í þá von að þetta væri ekki satt. Hví tekur guð svo góðan félaga burt frá okkur aðeins 17 ára gamlan með óendanlegar vonir og þrár í bijósti? Við því finnum við ekki svar en sitjum hnípin og harmi lostin. Við kynntumst Trausta fyrst er hann flutti til Fáskrúðsfjarðar frá Hornafirði haustið 1980 og settist með okkur í 2. bekk. Eftir það héld- um við saman út grunnskólann og vorum alla tíð einstaklega samheldin og góður hópur þar sem einn studdi annan í námi og leik. Trausti var rólyndur, glaðlyndur og skemmtilegur félagi sem frá upp- hafi féll vel inn í bekkinn. Fljótlega kom í ljós að hann átti létt með nám og var jafnvígur á allar greinar. Því var hann jafnan með þeim hæstu á vorin er árangur okkar var metinn af kennurunum. Þessar fátæklegu línur megna lítils og eru aðeins brot af öllu því sem við vildum segja. Þær eru lítill þakklætisvottur og kveðja fyrir allt hið óendanlega fagra og góða sem lifir í minningunni. Sú minning er fersk og hlý eins og vorvindurinn sem nú leikur um byggðina okkar kæru. Byggð sem er til muna fátæklegri en áður. Að lokum biðjum við góðan guð að styrkja foreldra Trausta, systkini og ástvini, sem sjá á eftir góðum dréng í blóma lífsins. Bekkjarsystkini frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. (M. Joch.) Það var okkur ólýsanlegt áfall er við fréttum að bekkjarfélagi okkar í 1. bekk H í Menntaskólanum við Sund og náinn vinur okkar allra, Trausti Geir Hreinsson, hafði farist af slysförum á Fáskrúðsfirði 3. júní sl. Þótt við höfum verið saman í bekk aðeins um eins vetrar skeið er sem við hefðum þekkt hann allt okk- ar líf, svo nánum böndum tengdist hann okkur öllum. Trausti Geir fæddist á Höfn í Homafirði 5. febrúar 1972, sonur hjónanna Hreins Hermannssonar frá Gautlöndum í Mývatnssveit, banka- stjóra útibús Landsbankans á Fá- skrúðsfírði, og konu hans, Valdísar Þórarinsdóttur, sem ættuð er frá Höfn í Homafirði. Trausti fluttist með foreldrum sínum frá Höfn til Fáskrúðsfjarðar haustið 1980, er faðir hans hóf þar störf. Systkini hans era Ásmundur Þór, fæddur 1962, Fjóla Þorgerður, fædd 1964 og Pétur Gauti, fæddur 1971. Trausti var í barnaskóla á Höfn og Fáskrúðsfírði, en 9. bekk stund- aði hann á Eiðum. Hann settist í 1. bekk Menntaskólans við Sund síðast- liðið haust. Trausti var þijú sumur í sveit hjá frændfólki sínu á Björgum í Kinn. En í sumar var hann ráðinn í bygg- ingarvinnu á Fáskrúðsfírði. Hann var vinnusamur mjög og ávalit ánægður í þeirri vinnu sem hann vann, kvart- aði aldrei þótt álagið væri mikið. Trausti var fremur hár maður, vel vaxinn, með dökkskolleitt, liðað hár, skarpleitur, bláeygur og með sterkan augnsvip. Hann var hlýr í viðmóti en ekki flasfenginn, örlátur og glað- sinna, stöðuglyndur og geislaði frá sér hlýju til okkar bekkjarsystkin- anna, svo öllum þótti vænt um hann. Hann var umburðarlyndur og einkar nærgætinn og sagði aldrei neitt sem gæti sært aðra. Hann hafði mikla stjórn á geði sínu, og þótt eitthvað bjátaði á lét hann það ekki uppi. Hann var orðheppinn og smellinn, og þegar svo bar undir átti hann það til að vera skemmtilega stríðinn. Hann var mjög vel gefinn og góður námsmaður og var með háar ein- kunnir í þeim fögum sem hann hafði gaman af. Við fínnum að líf okkar breytist við að missa svo skyndilega þennan vin okkar, og þegar alvara lífsins hvelfíst svo óvænt yfír okkur, fínnum við til tómleika. En við felum hann Guði og biðjum hann að blessa for- eldra og systkini, ættingja og vini Trausta og veita þeim styrk á erfiðri stund. Mætti minningin um góðan dreng gleðja hug þeirra í sorginni. Guð er minn guð þótt geysi nauð og gangi þannig yfír,k syrgja skal spart, þó missta’ ég margt, máttugur Herrann lifir. (H.P.) Beklqarsystkinin, 1. H, Menntaskólanum við Sund í dag verður til moldar borinn ástkær vinur, Trausti Geir Hreins- son. Andlát hans bar að svo snöggt og óvænt, að maður furðar sig á, hvers vegna svo ungur drengur í blóma lífsins skuli hrifínn á brott svo fljótt. Ég kynntist Trausta fyrst haustið 1980. Hann var allt frá því mjög góður vinur minn og mun ég ætíð minnast góðmennsku hans og tryggðar. Mig langar til að þakka honum kærlega samfylgdina, þennan stutta tíma sem hann dvaldi á meðal okk- ar. Lífíð er oft miskunnarlaust og ótrúlegt er hve stutt er á milli lífs og dauða. Nú er stórt skarð höggvið í vina- hópinn, sem aldrei verður fyllt. En við verðum að vera sterk og trúa að honum hafí verið ætlað stærra og meira hlutverk annars staðar, og að við munum hitta hann þar seinna. Ég sendi mínar innilegustu samúð- arkveðjur til fjölskyldu hans, og bið góðan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hans. Að kveðja þig í kistu kæri vinur, af klökkum huga mitt unga hjarta stynur. En þína mynd í okkar hugarheimi til hinstu stundar minningamar geymi. (J.E.) Björg Guðmundsdóttir Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þessi yndislegi drengur, hann Trausti, er dáinn. Þessa ömurlega fre^n fékk ég snemma á laugardags- morguninn þann 3. júní. Þessi harmafregn sló mig, það gat ekki verið að þetta væri satt. Þessi fallegi og lífsglaði drengur gat ekki verið farinn frá okkur. Mik- . ið erum við lítilsmegnug þegar sorg- ina ber að, þá fyrst finnur maður vanmátt sinn. Foreldrar Trausta era Valdts Þór- arinsdóttir og Hreinn Hermannsson. Þvílíkri hlýju og ástúð sem böm þeirra hafa notið alla tíð hef ég varla kynnst, Trausti var alltaf blíður og glaður þegar við hittumst. Öllum sem þekktu hann fannst mikið til hans koma. Síðast þegar við Trausti hitt- umst sátum við lengi og töluðum saman. Fór hann þá að segja mér frá því sem á daga hans hafði drifið síðastliðna tvo vetur og skemmtum við okkur vel. Þá undraði mig hvað hann bar mikið traust og hlýhug til mín, því langt var liðið frá því við höfðum hist. Þarna talaði hann við mig eins- og væri hann að tala við jafnaldra sinn þó ég væri bara gamla frænka hans. Mikið vildi ég að ég hefði feng- ið að kynnast honum betur. Trausti var nýfarinn austur með móður sinni, eftir að hafa tekið próf- in sem dregist höfðu á langinn, hafði hann á orði bæði við mömmu sína og Pétur bróður sinn hvað honum þætti dásamlegt að vera kominn heim, hann var búinn að vera í Reykjavík allan veturinn. Þetta er mikill missir fyrir alla og ekki síst fyrir Pétur bróður hans þar sem þeir hafa verið eins og tvíburar frá bam- æsku. Elsku Valdís systir, Hreinn, Ás- mundur, Fjóla og Pétur, ég og fjöl- skylda mín biðjum Guð að blessa ykkur og hugga. Blessuð sé minning elsku Trausta. Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver, sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafí eilíft líf. (Jóh. 3.16.) Birna Þórarinsdóttir Það var erfítt að vakna á laugar- dagsmorgun við þá hörmulegu frétt að elsku frændi, hann Trausti Geir, væri dáinn, maður fyllist einhveiju ólýsanlegu tómi og spyr af hveiju hann? Getur það verið að við fáum ekki aftur að sjá þetta fallega bros og lífsgleðina sem einkenndi Trausta Geir svo mikið. Vegirguðs eru órann- sakanlegir. Þeir vora miklir vinir frændumir, yngsti sonur minn og Trausti, þó svo að aldursmunurinn væri 4 ár og áhugamálin að breytast frá áhuga- máli bams í áhugamál unglings, breyttist vinskapurinn ekkert enda leit Stefán Rósar upp til stóra frænda, sem var honum sannur vin- ur. Síðast sá ég Trausta daginn áður en hann dó, þá var hann á leiðinni með mömmu sinni heim frá því að Ijúka prófum í Reykjavík. Þá geislaði hann af lífshamingju og tilhlökkun yfír að komast heim og takast á við lífið og tilverana. Foreldrar Trausta Geirs era Valdís Þórarinsdóttir og Hreinn Hermans- son. Systkini era Fjóla Þorgerður, Ásmundur Þór og Pétur Gauti. Það var tæpt ár á milli Trausta og Pét- urs og voru þeir mjög samrýndir og yfírleitt nefndir í sömu andránni. Við þökkum fyrir þær góðu stundir sem við höfum fengið að njóta með hon- um. Elsku Valdís, Hreinn, Fjóla Þor- gerður, Ásmundur Þór og Pétur Gauti, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Elma Þórarinsdóttir og Qölskylda Hversu erfitt er ekki að trúa því að hann Trausti Geir sé ekki lengur meðal okkar með sína léttu lund. Hversu allt myrkvaðist í einni andrá og ískaldur gustur gagntók hug og hjarta. Hann sem átti svo ótalmargt ógert, allt lífið brosti honum sem blíðast og svo allt í einu er þessi dýrindis þráður lífsins sleginn hel- kaldri hönd dauðans. Við eigum fátækleg orðin ein að athvarfi, orð sem megna svo lítils, orð sem endurvekja ekki ljós og líf, en tjá þó einlæga tilfinningu — hjart- ans þökk og þar kemur minningin til svo morgunljós og yndishlý inn í allt sorgarhúmið svart. Og vissulega eigum við mæðgur um Trausta hinar mætustu og heitustu minningar, sem ylja munu öllum þeim sem hann gaf sitt bjarta bros og léttu lund á alltof skammri ævi sinni. Og minningarnar sækja á um vininn horfna, þennan umgengnisgóða, prúða pilt, sem var svo ljúfur heimagangur hjá okkur. I fang hans var gott að flýja litlum stelpum sem fundu í honum sinn góða vin, sem aldrei amaðist við þeirra ágengni, þeirra söknuður er sár. Alltaf var skapið góða og einlægn- in með í för. Það er mikils misst. Æviskrá eða ættarsaga verður þetta ekki, aðeins fáein hljóðlát minningar- brot margra góðra stunda. Trausti var fæddur 5. febrúar 1972 og var því aðeins 17 ára er hann lést svo sviplega. Foreldrar hans era hjónin Valdís Þórarinsdóttir og Hreinn Hermannsson útibússtjóri Landsbankans á Fáskrúðsfírði, en þar hafa þau dvalist undanfarin ár. Trausti lauk grunnskóla fyrir austan, en á liðnu hausti hóf hann nám í Menntaskólanum við Sund og var skömmu farinn austur að vetrarnámi loknu, er endadægrið rann upp. Mikið fínnst okkur sem örlögin séu ofurgrimm að láta svo marga drauma deyja, svo ljómandi ljós slokkna. Við færam foreldram hans og systkinum svo og öðrum aðstandend- um alúðarkveðjur með samúð og söknuði og biðjum þeim blessunar. Trausta er þakkað allt það sem hann var okkur og einlægur er treg- inn sári er sest að huganum. Megi hann njóta ljóss og birtu á landi eilífðarinnar þar sem við felum hann góðum Guði og ástríki hans öllu ofar. Blessuð sé minning hans. Guðný Sölvadóttir og dætur In memoriam Þegar staldrað er við á lífsgöngu okkar og litið til baka, verða dag- amir misjafnlega eftirminnilegir. Flestir eru svo venjulegir að þeir renna fljótlega saman í minningunni og glata sérkennum sínum. Aðrir dagar eru hins vegar greyptir í minni okkar ævilangt, ýmist vegna gleði sem þeim tengist eða sorgar. Fyrir mér verður laugardagurinn 3. júní sl. án efa í tölu hinna síðamefndu. I upphafi benti að vísu ekkert til að hann myndi verða dagur sem yrði mér á einhvem hátt sérstaklega eft- irminnilegur. Um morguninn var ég að stinga upp kartöfiugarð og setja niður með foreldram mínum og þriggja ára syni austur á Selfossi. Um eftirmiðdaginn fóram við svo á Þingvöll til að vera við samkirkjulega guðsþjónustu kaþólskra og íslensku þjóðkirkjunnar í tilefni af komu páf- ans, Jóhannesar Páls II. Sú athöfn fór öll hið besta fram, og mun vissu- lega seint líða úr minni þeim sem þar voru. Þó er ég ekki viss um að dagurinn 3. júní 1989 hefði fengið sérstaka merkingu fyrir mig af þeim sökum. Um kvöldið þegar ég er kom- inn aftur á Selfoss, hringir Sissa dóttir mín og segir að ég eigi að hringja í Hrein á Fáskrúðsfirði. Ég var að svæfa ungan son minn og ákvað að bíða með að hringja þangað til hann væri sofnaður. Eg var að búast við að fá fréttir af því að þau Hreinn og Valdís væra að flytja hing- að í grennd við höfuðborgina. Nú síðustu árin hafa þau mest verið ijarri bömum sínum, sem hafa verið hér syðra við nám og vinnu. Það var því tilhlökkunarefni að fá þau hingað nær. En skjótt skipast veður í lofti. Sunnudagsmogginn barst inn um dymar og mér var litið í hann áður en ég tók upp símtólið. Við lesturinn á frásögninni af slysinu á Fáskrúðs- fírði þyrmdi yfír mig og það rann upp fyrir mér hvers eðlis væntanlegt símtal myndi verða, sem svo kom á daginn, þau Valdís og Hreinn stað- festu að það var Trausti Geir sem var kallaður burt svo óvænt. Þessu var þó ekki hægt að taka sem vera- leika. Ég sem hafði á miðvikudags- kvöldið talað við Trausta í síma. Hann var þá að búa sig undir síðasta próf vetrarins morguninn eftir og ætlaði svo eftir hádegið austur á Fáskrúðsfjörð ásamt móður sinni. Ég spurði hvort pabbi hans kæmi suður að sækja þau. Nei, hann ætl- aði sjálfur að keyra austur. Já, þama er drengnum rétt lýst, hugsaði ég, sautján ára síðan í febrúar og ætlar að fara í einum áfanga héðan frá Reykjavík og austur á Fáskrúðsfjörð. Ég óskaði honum góðs gengis í próf- inu og vonaði að ferðin austur gengi vel. Trausti Geir fæddist 5. febrúar 1972. Hann var yngstur fjögurra bama þeirra Valdísar Þórarinsdóttur frá Höfn í Homafírði og Hreins Her- mannssonar frá Gautlöndum í Mý- vatnssveit. Eldri börn þeirra era: Ásmundur Þór, fæddur 1962, Fjóla Þorgerður, fædd 1964 og Pétur Gauti, fæddur 1971. Öli eru þau mesta efnisfólk. Fyrstu kynni mín af Trausta voru austur í Selvík við Álftavatn sumarið 1976. Ég dreif mig út einn rigningar- daginn með börnin mín, Sissu og Kalla, sem þá voru fjögurra og tveggja ára. Við bárum skóflur og fötur og ferðinni var heitið í stóran sandkassa. Þar vora þá fyrir tveir dugnaðarlegir drengir, sem höfðu mikið að gera, m.a. við að moka með gröfum, sem þama vora og þeir vora búnir að ná góðu valdi á. Þetta voru bræðurnir Pétur og Trausti. Fjóla systir þeirra, tólf ára, var þama líka og gætti þeirra. Þessi myndarlegu böm vöktu strax athygli mína fyrir dugnað sinn, hugmyndaauðgi og gleði yfír að vera til. Þarna mynd- aðist strax gott samband á milli bama minna og Péturs og Trausta, sem hefur haldist og dafnað alla tíð síðan. Við Hreinn höfðum þá kynnst lítillega í gegnum samskipti í síma og á fundum hjá Landsbankanum. En þama í sandkassanum varð upp- haf mikillar og náinnar vináttu þess- ara tveggja fjölskyldna, sem hefur verið okkur hjónunum dýrmætari en orð fá lýst. Ótal minningar hrannast upp, hvort heldur frá Markúsartorg- inu í Feneyjum eða miðsumarnótt á Ingólfsfjalli. Það er erfítt að hugsa sér að Trausti Geir sé ekki lengur hjá okkur tii að deila þeim með okk- ur hinum. Trausti Geir var mikill efnispiltur sem bjartar vonir vora bundnar við. Lífsfjör hans og kankvísi smituðu út frá sér og því var Trausti gleði- gjafí öllum þeim sem með honum vora. En umfram allt var Trausti einlægur og góður drengur sem vildi öllum vel og lét gott af sér leiða. Trausti var góður námsmaður. Hann lauk grannskólaprófi frá Eiðum í fyrravor og vann þar til verðlauna. í vetur stundaði hann nám í Mennta- skólanum við Sund. Þá var Trausti tvö eða þijú sumur í sveit að Björg- um í Köldukinn. Það segir meira en mörg orð hvaða hug fólkið þar bar til hans. Að kvöldi þess dags sem Trausti lést birtist Hlöðver Þ. Hlöð- versson bóndi á Björgum suður á Fáskrúðsfirði til að votta nánustu aðstandendum samúð sína. Og vél að merkja, þetta er um hásauðburð- inn á harðindaári. Þau eru mörg slysin sem við frétt- um af og vissulega snerta þau okk- ur. En það er ekki fyrr en höggvið er nærri sem ég skynja áþreifanlega sársaukann og vanmátt minn gagn- vart þeim sem hlut eiga að máli. Því verður mér nú hugsað til hinna'ung- mennanna sem vora þátttakendur í harmleiknum á Fáskrúðsfirði 3. júní sl. Þau eiga svo sannarlega um sárt að binda og bið ég þeim blessunar Guðs á komandi tímum. En sárastur er harmur þeirra Valdísar, Hreins og annarra þeirra sem næst Trausta standa. Sagt er að vegir Guðs séu órannsakanlegir, og að þeir sem era sviplega kallaðir héðan í blóma lífsins séu kvaddir til brýnni verka annars staðar. Það er að minnsta kosti sann- færing mín að Trausti þurfi ekki að kvíða vistaskiptunum. Við hjónin og börn okkar vottum fjölskyldu Trausta Geirs okkar dýpstu samúð. Hilmar F. Thorarensen Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (Bj. Halldórsson) Það er oft erfítt að skilja þau ör- lög sem almættið býr okkur mann- anna bömum og þegar ungt fólk í blóma lífsins er burt kallað til ann- ars tilverustigs er sem þungt farg sé lagt á hjarta manns. Þetta á því frekar við sem nær er höggvið. Þeg- ar fjölskyldu minni barst sú harma- fregn laugardaginn 3. júní sl. að vin- ur okkar, Trausti, hefði þá um nótt- ina látist með sviplegum hætti var sem helköld hönd kreisti hug og hjarta. Ég veit að þessi kælandi hönd fór víða meðal frænda og vina, og eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.