Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989
Stúlkan sem grædd var á ræktuð húð;
Getur gengið á ný
og útskrifast brátt
LITIL stúlka, sem í vor gekkst undir viðamikla húðágræðslu með
nýrri aðferð, hélt upp á gögurra ára afmælið sitt í gærdag á bama-
deild Landakotsspitala. Afinælisbarnið, Kristrún Guðmundsdóttir, fór
að geta gengið aftur óstudd fyrir örfáum dögum og heldur heim til
Bolungarvíkur í næstu viku eftir tólf vikna sjúkrahúsvist. Móðir
hennar kveðst ekki geta hugsað sér betri afinælisgjöf handa Kristr-
únu en batann sem hún hefur fengið.
Hjúkrunarfræðingur á deildinni
segir að hvert kraftaverkið hafi
rekið annað frá því að Kristrún kom
fárveik á spítalann í marslok, alsett
sárum vegna alvarlegrar heila-
himnubólgu og dreps í húðblæðing-
um. Til að græða sárin var tekið
lítið sýnishom af húð hennar og
sent til ræktunar í Svíþjóð, þar sem
stærð þess margfaldaðist á tuttugu
dögum. Þessi nýja húð var svo
Mikið um
meiðsli á
íþróttafólki
Landakotsspítali var með
bráðavakt um helgina og komu
um 50 manns á sjúkrahúsið á
vaktinni, að sögn Guðrúnar Mar-
teinsson hjúkrunarforstjóra á
Landakotsspítala. „Það var mikið
um meiðsli á ungu íþróttafólki um
helgina og þetta var ansi stremb-
in vakt,“ sagði Guðrún í samtali
við Morgunblaðið.
Guðrún Marteinsson sagði að 30
til 80 manns hefðu komið á Landa-
kotsspítla á bráðavöktunum en 50
sjúkrarúm væru þar ekki í notkun
vegna sparnaðar. Hún sagði að ein
deild á sjúkrahúsinu væri lokuð til
áramóta og þijár deildir væru lokað-
ar 5 vikur í senn. Guðrún sagði að
Landspítalinn hefði verið tilbúinn að
taka á móti sjúklingum um helgina
ef Landakotsspítali hefði ekki getað
tekið á móti þeim öllum. Til þess
hefði þó ekki þurft að koma.
grædd á sár Kristrúnar, en svona
aðgerð hefur ekki verið framkvæmd
áður hérlendis.
Jens Kjartansson, lýtalæknir, og
Birgir Jakobsson, bamalæknir,
hafa læknað Kristrúnu ásamt
hjúkrunarliði Landakots. Að sögn
Höllu Eiríksdóttur, aðstoðardeildar-
stjóra á bamadeildinni, hefur sama
fólkið annast um hana allan tímann
og allir lagst á eitt til að ná sem
bestum árangri. „En Kristrún er
mjög sterk sjálf og ótrúlegt að
svona ungt bam geti sýnt þann
skilning sem hún hefur gert,“ segir
Halla. „Hún var í einangrun í sjö
vikur og sá aðeins fólk á grænum
sloppum með skurðstofugrímur.
Minnsta snerting olli henni sárs-
auka, en hún var þolinmóð og hlust-
aði á skyringar eins og að þetta
þyrfti að gera svo hún gæti gengið
aftur.“ Halla segir að móðir Kristr-
únar, Guðfínna Magnúsdóttir, hafi
varla vikið frá dóttur sinni þessar
vikur á spítalanum og það sé ómet-
anlegt.
Sjálf er Kristrún dálítið hissa á
umstanginu á afmælisdeginum og
heldur feimin. Þegar afmælisveisl-
an stendur sem hæst gengur hún
stuttum skrefum út úr stofunni og
inn í lítið herbergi til hliðar. Þar
bendir hún vinkonu sinni og sjúkra-
þjálfara, Ólöfu Ámundadóttur, á
sólina á gólfinu og þær kíkja út um
gluggann á Landakotskirkju.
Kristrún veit að þar var páfinn um
daginn og blaðamaður fær að vita
að hún hafi teiknað handa honum
mynd serri prestur í Landakoti hefur
sent til Vatikansins. Kristrún vill
ekki segja hvað var á myndinni,
það vill hún að sé leyndarmál henn-
ar og páfans.
Séra Ólafur kveður söfhuðinn
Morgunblaðið/Sverrir
Sr. Ólafúr Skúlason nýlqörinn biskup og Ebba Sigurðardóttir kona hans, kvöddu Bústaðasöfnuð
við messu síðastliðinn sunnudag að viðstöddu Qölmenni. Að lokinni messu var boðið upp á veitingar
í safiiaðarheimilinu i boði sóknarnefiidar.
Formaður Sambands bankamanna;
Góður andí ríkir milli
okkar og bankanna
Reynt verður að forðast uppsagnir
„ÞAÐ ER lítið hægt að segja á
þessu stigi annað en það, að góð-
ur andi ríkir á milli okkar og
bankanna i þessum málum,“ seg-
ir Yngvi Om Kristinsson formað-
ur Sambands íslenskra banka-
manna, en SIB hefúr átt viðræð-
ur við sljórnendur Alþýðu-, Iðn-
aðar- og Verslunarbanka um
starfsmannamál í sambandi við
sameiningu bankanna um að
Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri:
Kemur á óvart að Utvegs-
bankinn sé ekki meira virði
„Ef Útvegsbankinn stendur
svona illa, að hann sé ekki nema
þúsund milljóna virði, þá auðvit-
að hlýtur það að vera rétt, en
mér þykir þá hafa orðið óvænt
umskipti í afkomu þessa banka.
Mér finnst þetta sýna að matið á
bankanum sé ekki hátt. Auðvitað
hef ég ekki séð reikninga og
veit ekki hvað mikið af skuldum
er tap og svo framvegis, en þetta
kemur mér á óvart. Það era auð-
vitað skattborgararair sem tapa
á þessu,“ sagði Baldvin Tryggva-
son sparisjóðssljóri SPRON og
formaður Sambands íslenskra
Eftir er að ákveða
veigamestu þættína
- segir bankastjóri Útvegsbankans
„ÞAÐ BER að hafa í huga, að
þessir þrír bankar munu í raun-
inni renna inn i Útvegsbankann
eins og hann er og á þeim grund-
velli verður stofiiaður nýr banki.
Það á eftir að taka á ótal mörgum
þáttum og þeim veigamestu,"
sagði Guðmundur Hauksson
bankastjóri Útvegsbankans að-
spurður um hvaða breytingar
sameining Verslunar-, Iðnaðar-
og Alþýðubanka um að kaupa
Útvegsbankann hefði í for með
sér á starfsemi Útvegsbankans.
„Það á algjörlega eftir að vinna
þann þátt,“ sagði Guðmundur um
sameiningu bankanna. „Ég hef átt
viðræður við þessa aðila þar sem
þeir fullvisa mig um að Útvegs-
bankinn og hans sjónarmið koma
að fullu inn í þessa umræðu, sem
einn af Ijórum aðilum sem renna
saman í nýjan banka.“
Guðmundur var spurður hort
samráð hefði verið haft við stjórn-
endur Útvegsbankans við undirbún-
ing hlutabréfakaupanna. „Það er
nú mest lítið og það er ekkert óeðli-
legt. Hafa ber í huga að þarna eru
þessir aðilar fyrst og fremst að
sameinast um að kaupa hlutabréfin
í bankanum og eru þar með að
kaupa eignir Ríkissjóðs. Það snertir
þess vegna okkur sem rekum bank-
ann ekki mikið, þetta er eignar-
haldið sem um er að ræða,“ sagði
hann.
Standa starfsmenn Útvegs-
bankans jafnfætis starfsmönnum
hinna bankanna þegar kemur til
fækkunar starfsfólks?
„Það liggur fyrir að svo er,“ sagði
Guðmundur Hauksson.
sparisjóða. Sparisjóðirnir höfðu
lýst áhuga á að kaupa Útvegs-
bankann, en að sögn Baldvins var
þeim aldrei gefið tækifæri til al-
varlegra viðræðna um þau kaup
og hann telur að ekki hafi verið
vilji fyrir þeirri niðurstöðu hjá
sljóravöldum.
„Við töpuðum þessu, fengum
ekki að kaupa bankann,“ segir
Baldvin. Hann kveðst vera undrandi
á afstöðu viðskiptaráðherra, að
hafa ekki leitað eftir því í alvöru
hvað hann gæti fengið fyrir hluta-
bréfin hjá sparisjóðunum.
Baldvin var spurður hvort hann
telji að ekki hafi verið vilji til þess
af hálfu vðskiptaráðherra að spari-
sjóðirnir keyptu Útvegsbankann.
Hann segir að sá vilji ráðherrans
hafi að minnsta kosti aldrei komið
í ljós. „Gegn okkur var það notað,
að við hefðum ekki sameinast. Við
höfum aftur bent á aukið og sívax-
andi samstarf sparisjóðanna, þann-
ig að við vinnum nánast eins og
ein stór samsteypa. Við lögðum líka
áherslu á að við værum reiðubúnir
að auka þetta samstarf okkar til
mikilla muna, en við viljum hins
vegar ekki að áhrif heimabyggð-
anna hverfi úr sparisjóðunum yfir
í eitthvert miðstýrt vald, til dæmis
hér í Reykjavík."
Baldvin segir að sparisjóðirnir
hafi hvað eftir annað boðið upp á
alvarlegar viðræður um að kaupa
Útvegsabankann, en aldrei fengið
svar.
kaupa Útvegsbankann. Um 900
manns starfa hjá bönkunum fjór-
um og er búist við að við samein-
inguna fækki starfsmönnum.
Ekki hafa fengist upplýsingar um
hve mikið á að fækka starfsfólki,
né heldur er tryggt með hvaða
hætti það verður gert. „Það er
ekki farið að mótast neitt hvern-
ig þeir ætla að standa að þessu,“
segir Yngvi.
Yngvi segir að ekki hafi fengist
nein vilyrði fyrir því, að ekki verði
beitt uppsögnum. „Hins vegar höf-
um við fengið vilyrði fyrir því, að
reynt verði að komast hjá því eins
og hægt er,“ segir hann.
Morgunblaðið ræddi við formenn
starfsmannafélaga þriggja bank-
anna í gær, ekki náðist í formann
starfsmannafélags Verslunarbank-
ans.
„Við höfum rætt um að það sé
eðlilegt að sameiningin taki sem
lengstan tíma og það er í samræmi
við það sem Samband íslenskra
bankamanna hefur rætt. Ef til
fækkunar kemur þá teljum við eðli-
legt að hún gerist þannig að ekki
verði ráðið nýtt fólk þegar einhver
hættir og ekki þurfi að grípa til
uppsagna," segir Björg Þórarins-
dóttir formaður Starfsmannafélags
Alþýðubankans.
Björg segist hafa rætt mikið við
stjómendur bankans og að þeir telji
að hægt verði að fara þessa leið,
þótt ekki hafi verið gefið neitt skrif-
legt loforð um það. „Ég trúi því og
treysti að þannig verði það,“ segir
hún.
Björg var spurð hvort starfsmenn
væru sáttir við þróunina. „Við get-
um auðvitað ekki verið annað, þetta
er búið og gert.“
Hildur Ástþórsdóttir er formaður
Starfsmannafélags Iðnaðarbank-
ans. Hún segir starfsmenn ekki
hafa fengið neina yfirlýsingu um
að gripið verði til uppsagna. Hins
vegar hafi stjórnendur bankans
sagt að tekið verði á starfsmanna-
málum ....eins mjúklega og hægt
er og allt gert með opnum huga og
í samráði við bæði starfsmenn og
starfsmannafélög, það er það sem
þeir hafa lofað.“ Hildur kvaðst vera
bjartsýn á að takast muni að leiða
stafsmannamálin til lykta án þess
að grípa þurfi til uppsagna.
Birgir Guðmundsson formaður
Starfsmannafélags Útvegsbankans
segir að starfsfólki bankans hafi
verið tryggð jafnstaða við starfsfólk
hinna bankanna við sameininguna,
þegar til fækkunar kemur. „Þetta
er stórmál þegar það fer af stað
og vitanlega einhveijir lausir endar
núna tveimur dögum eftir að þetfa
gerist, þetta er mál sem tekur sjálf-
sagt ijögur til átta ár.“ Birgir
kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um
þetta.
Guðmundur Þorsteins-
son gullsmiður látinn
Guðmundur Þorsteinsson,
gullsmiður, sem rak skartgripa-
verslun i Bankastræti 12 í
Reykjavík í rúm 50 ár, andaðist
síðastliðinn sunnudag, á 92. ald-
ursári.
Guðmundur var vel þekktur í
bæjarlífinu. Hann starfaði lengi
með Fáksfélögum og tók þátt í
störfum Karlakórs Reykjavíkur
fyrr á árum.
Eftirlifandi kona Guðmundar er
Ólafía Jónsdóttir.
Guðmundur
Þorsteinsson