Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 25
MÖRGUNBEÁÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 25 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Sameiningarmál bankanna: Almenn ánægja, þrátt fyr- ir einstaka óánægjurödd Morgunblaðið/RAX Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og Birgir Árnason aðstoðarmaður hans á fundi með fréttamönn- um sl. laugardag, þar sem ráðherra skýrði frá sölu ríkisins á 76,8% hlut sínum í Útvegsbankanum, sem hann kallaði „Sannarlega sögulegt samkomulag“. FRAMUNDAN bíður forráða- manna Alþýðu-, Iðnaðar- og Verslunarbanka geysimikið starf, áður en þessir J)rír bankar sameinast rekstri Útvegsbank- ans og verða einn nýr banki, einkabanki, undir nýju nafni, en samkvæmt samkomulaginu á það að gerast innan árs. Þótt „prinsipákvörðunin" um einn banka í stað fjögurra haíí verið tekin, er fjölmörgum spuming- um enn ósvarað, svo sem spum- ingunni um það hverjir skipi bankaráð hins nýja banka, hverjir eða hver verði banka- sljórar/bankasljóri, hvað nýi bankinn eigi að heita (Einka- bankinn hf.?), hversu margir starfsmenn nýja bankans verði, __ hvar verði höfuðstöðvar hans, hve mikil fækkun útibúa bank- anna verði og fleira og fleira. Stefnt er að því að halda hlut- hafafund Útvegsbankans þann 1. ágúst næstkomandi, og fyrir þann tíma verður væntanlega reynt að fá svör við sem flestum þessara spurninga, en forsvars- menn bankanna og viðskipta- ráðherra ýttu þeim af ásettu ráði til hliðar, þar til þetta sam- komulag hefði verið undirritað aðfaranótt siðastliðins laugar- dag. Það kom mörgum á óvart, að þetta samkomulag var undirritað svo fljótt sem raun bar vitni, þar sem þau boð höfðu verið látin út ganga oftar en einu sinni síðustu dagana áður en samkomulagið var undirritað, að enn væri langt í land, þótt viðræðurnar gengju vel. Skýr- ing þess að þetta tókst er meðal annars sögð fólgin í því að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði höfuðáherslu á að gengið yrði frá samkomulaginu áður en hann hélt til útlanda á sunnudag. Það sem hélt samningamönnum enn frekar við efnið, var sú staðreynd að Ás- mundur Stefánsson, formaður bankaráðs Alþýðubankans þurfti að fara af landi brott í býtið á laug- ardagsmorgun og þurfti að leggja af stað til Keflavíkur kl. 4 um nóttina. Það mátti því ekki tæpara standa, þegar samkomulagið var undirritað laust eftir kl. 3. Þeir sem voru í samningaviðræðunum gerðu sér grein fyrir því að tækist þetta ekki fyrir helgi, þá frestaðist allt málið í a.m.k. 2 vikur. Fulltrúar einkabankanna í við- ræðunum voru bankaráðsformenn- irnir þrír, þeir Brynjólfur Bjarna- son, Iðnaðarbanka, Gísli V. Einars- son, Verslunarbanka, og Ásmund- ur Stefánsson, Alþýðubanka. Auk þeirra var einn bankastjóri frá hveijum banka: Valur Valsson, Iðnaðarbanka, Björn Bjömsson, Alþýðubanka, og Tryggvi Pálsson, Verslunárbanka. Það mun hafa verið fullkannað hjá þeim á föstu- dagskvöld að augljós vilji var fyrir þessari sameiningu í bankaráðum viðkomandi banka. Þeir munu hins vegar ekki hafa verið sannfærðir um að viðskiptaráðherra hefði það í gegn í ríkisstjórninni að fá sölu Útvegsbankans samþykkta. Á endanum hafi hann haft sitt í gegn, og því hafi þessi árangur náðst. í sjálfu sér segjast fulltrúar einka- bankanna vera undrandi á því hversu hratt hjólin snerust undir lokin og kl. 21 á föstudagskvöld hafi einfaldlega verið ákveðið að standa ekki upp frá samningaborð- inu, fyrr en fullreynt væri hvort samningar gætu tekist. f samtölum mínum við fulltrúa einkabankanna í gær kom fram að menn eru af- skaplega ánægðir með að þetta samkomulag sé orðið að staðreynd. Jafnframt segja menn að mikil og viðkvæm vinna sé framundan. Ráðherra segir: „Það er ég sem fer með bankamálin“ Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur lagt áherslu á að það sé hann sem fari með sameiningar- mál bankanna í ríkisstjórn, og því hefur hann látið sem vind um eyru þjóta andóf framsóknarmanna, sem hafa fremur viljað skipta Út- vegsbankanum upp á milli Búnað- arbanka og Landsbanka og við- halda þannig þeim pólitísku ítökum sem stjómmálamenn hafa í gegn- um öfluga ríkisbanka. Alþýðu- bandalagsmenn hafa einnig verið með andóf í þessa veru, og sagt að með svona samkomulagi væri verið_ „að teppaleggja fyrir íhald- ið“. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra og formaður Al- þýðubandalagsins, Iýsti því yfir í samræðum við viðskiptaráðherra og Ásmund Stefánsson á föstu- dagskvöldið að hann myndi veita þessari sameiningu eindreginn stuðning sinn. Hann sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gær hafa greint miðstjórn Alþýðubandalags- ins frá þessu á fundi síðasta laug- ardag og engum mótmælum hefði verið hreyft. Því hefur verið haldið fram af Páli Péturssyni, formanni þing- flokks Framsóknarflokksins, að ekki hafi fengist viðunandi verð fyrir Útvegsbankann. Jón Sigurðs- son sagði á fundi með fréttamönn- um sl. laugardag að hann hefði vissulega kosið að fá hærra verð fyrir bankann, en hann teldi þó að verðið (1.450 milljónir króna) væri „ásættanlegt og sanngjarnt“. „Verðið, einkafjárhagssjónar- miðin ráða ekki öllu í þessu máli, heldur ræður þar þjóðarhagur. Það að geta nú loksins sameinað þessa fjóra banka og stefnt þannig að aukinni hagkvæmni í íslensku bankakerfi,“ sagði viðskiptaráð- herra á fundinum með fréttamönn- um. Upphaflega hafði ráðherra verðlagt bankann á tvöfalt nafn- verð, en hann býst við að niður- staðan verði sú að ríkissjóður fái 35% til 40% yfir nafnverði. Kaupverðið lækkar um 350 til 450 milljónir að mati ráðherra Búist er við því að kaupverðið muni lækka um 350 til 450 milljón- ir, þannig að endanlegt kaupverð verði á milli 1.000 og 1.100 miilj- ónir. Það ræðst af því að endanleg sala mun miðast við uppgjör Út- vegsbankans fyrstu sjö mánuði þessa árs. Jón Sigurðsson sagði að talsvert tap hefði verið á rekstri bankans það sem af er árinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var tapið á fyrsta ársfjórðungi á milli 50 og 60 milljónir króna, en reksturinn á síðastliðnu ári skilaði 44 milljóna króna hagnaði. Leiðréttingin til lækkunar mun öll koma á skuldabréfunum til 15 ára, en ekki á útborgunina, sem verður þriðjungur kaupverðs. Ráðherra sagði að stærsti liður- inn í þeirri leiðréttingu til lækkun- ar kaupverðs, sem um hefði verið samið, væri yfirtaka ríkisins á lífeyrisréttindum fyrrverandi bankastjóra Útvegsbanka íslands. „Ég teldi óeðlilegt að þau hvíldu á sjálfstæðu bankahlutafélagi. Ég tel eðlilegra að létta þessari kröfu af félaginu, enda eðlilegra að ríkið sem upphaflegur eigandi Útvegs- bankans og ábyrgðaraðili að ráðn- ingum bankastjóranna beri þá byrði,“ sagði ráðherra. Forsætisráðherra rennir hýru auga til Útvegs- bankabyggingarinnar Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra mun hafa fengið staðfest- ingu um það frá Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra um miðnætti á föstudagskvöld, að þótt hann lýsti sig ekki alfarið sam- þykkann þessari sölu á Útvegs- bankanum, þá yrði gagnrýni hans á samkomulagið fremur hófsamt. Jafnframt mun forsætisráðherra renna hýru auga úr stjórnarráðinu yfir Lækjargötuna, og telja að í húsnæði Útvegsbankans sé að finna hinn ákjósanlegasta sama- stað fyrir forsætisráðuneytið í framtíðinni. Þessi möguleiki mun ekki hafa spillt fyrir því að þetta samkomulag náðist. Jón ságðist ekki vilja svara þeirri spurningu hvort hann hefði vilyrði forsætisráðherra fyrir því að hann myndi gagnrýna Útvegs- bankasöluna á hófsaman hátt. „Eg segi ósköp blátt áfram að ég er viss um að hann lætur skynsemina ráða í þessu máli. Forsætisráð- herrann er oft örlátur maður í stjórnmálum og hann skilur það hvenær mál hlýtur að ganga fram, þótt hann sé ekki alls kostar sátt- ur við það sjálfur. Það er að sjálf- sögðu eiginleiki sem er dýrmætur í pólitík og grundvöllur málamiðl- unar í hverri samsteypustjóm. Ég er sannfærður um að þessi banki muni fá mjög góðar viðtökur erlendis. Ég mun að sjálfsögðu láta kynna þetta rækilega þegar í stað,“ sagði ráðherra. Það kom berlega í ljós í sam- tölum mínum við menn í gær, að almenn ánægja ríkir með það sam- komulag sem tekist hefur um kaup einkabankanna á Útvegsbankan- um og fyrirhugaða sameiningu bankanna fjögurra í einn banka. Einstaka óánægjuraddir vega lítið á móti ánægjuröddunum. Flestir virðast þess fullvissir að með tímanum muni þessi sameining skila sér í aukinni hagræðingu, rekstrarkostnaður eigi eftir að minnka stórlega, vaxtamunur einnig, þannig að viðskiptamenn almennt muni njóta góðs af. Bjart- sýnustu menn segja landsmenn allir, því einkabankinn eigi eftir að veita Landsbanka og Búnaðar- banka aðhald, svo að um raun- verulega samkeppni verði að ræða. Jón sagðist mundu boða til al- menns hluthafafundar 1. ágúst næstkomandi. Þar yrðu eigenda- skipti með formlegum hætti og kosið nýtt bankaráð. Áður en það gerist munu einkabankarnir hver um sig halda sína hluthafafundi og er búist við að þeir verði haldn- ir seinni hluta júlímánaðar þar sem þessi samningur verður lagður fram. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að Fiskveiðasjóður íslands eigi áfram 20% í bankanum, eða 200 milljónir króna að nafnverði, en þegar samruninn sé orðinn að veruleika, verði hlutafé hans ekki aukið, sem jafngildi því að hlutur sjóðsins verði einhvers staðar ná- lægt 10%. Sameining útibúa auð- veldust í Reykjavík og á Akureyri Ráðherra benti á að útibúanet þessara fjögurra banka félli ekki mikið saman, nema á tveimur stærstu stöðunum, Reykjavík og Akureyri. Við sameiningu útibúa yrði því auðveldara að leysa starfs- mannamálin á þessum stöðum, þar sem vinnumarkaðurinn væri stærri og fjölbreyttari en á fámennari stöðunum. Starfsmenn bankanna fjögurra eru nú um 900 talsins, en einungis mjög lauslegar áætlan- ir liggja fyrir um það hversu mikið verður hægt að fækka starfsfólk- inu. Þó hefur verið rætt um að starfsmenn hins nýja banka þurfi ekki að vera fleiri en_750 til 800. Eiginfjárstaða Útvegsbankans var í upphafi þessa árs 1.400 millj- ónir króna, og ráðherra sagði að nýi bankinn yrði örugglega a.m.k. tvöfalt stærri, þannig að eiginfjár- staða hans getur orðið nálægt þremur milljörðum króna. Einka- bankinn verður því næststærsti banki þjóðarinnar með liðlega þriðjung allra bankaviðskipta. Stærstur er Landsbanki íslands, með um 43% allra bankaviðskipta og verði af kaupum hans á hlut Sambandsins í Samvinnubankan- um, þá verður hlutdeild hans um helmingur bankaviðskipta á ís- landi. Þriðji stærsti bankinn er Búnaðarbankinn, með um 18% bankaviðskiptanna. Rekum Samvinnubankann sem sjálfstæða einingu, ef samningar nást, segir Sverrir Hermannsson Um þetta sagði Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- bankans, í samtali við mig f gær: „Við Guðjón B. Ólafsson ræddum saman eigi alls fyrir löngu, um það að setja okkur það að hraða þess- um viðræðum og vera búnir að gegnumlýsa þessi mál fyrir næstu mánaðamót. Við þurfum að láta gera úttektir á allri stöðunni, líka milli Landsbankans og SÍS. Málin eru enn á mjög miklu frumstigi, en við erum sammála um að hraða viðræðunum og finna út hvort saman gengur eða ekki.“ Sverrir sagði að ef saman gengi, myndi Landsbankinn reka Sam- vinnubankann sem sjálfstæða ein- ingu. Þannig kvaðst hann vonast til þess að sem minnst þyrfti að hrófla við því fólki sem þar starf- aði og væri í viðskiptum þar. Hann sagði Samvinnubankann hafa ver- ið vel rekið fyrirtæki. „Ég fagna þessari sameiningu bankanna fjögurra. Það sem við þurfum á að halda er öfiugur einkabanki og við í Landsbankan- um þurfum á samkeppni að halda. Ég hef mikla trú og mikið dálæti á þessum ungu mönnum í litlu einkabönkunum og Landsbankinn mun ekki beita bolmagni í sam- skiptum við þá á meðan ég fæ ein- hveiju ráðið. Það þarf í sjálfu sér ekkert að vera takmark að Lands- banki hafi helming allra bankavið- skipta í landinu,“ sagði Sverrir. Jón Sigurðsson sagðist gera sér vonir um að af kaupum Lands- bankans á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum gæti orðið. Það væri augljóst hagræði af slíkri sameiningu. Hann myndi tvímæla- laust.vera samþykkur slíkri breyt- ingu, ef samningar tækjust. Valdaafsal með sölu ríkisbanka ekki áhyggjuefiii Viðskiptaráðherra var spurður hvort hann hefði orðið var við það sjónarmið í ríkisstjórninni að of mikið valdaafsal stjórnvalda fælist í því að selja einn ríkisbankanna: ,jÉg svara fyrir mig, og segi nei. Ég tel það ekki áhyggjuefni og tel þvert á móti að það horfi til heilla að þarna verði atvinnureksturinn fjármagnsþjónusta efld.“ Eftir því sem næst verður kom- ist liggur enn ekkert fyrir um það hvernig bankaráð nýja bankans verður skipað, en líklegast má þó telja að skiptingin verði að kalla jöfn milli einkabankanna þriggja. Sömuleiðis mun ekkert hafa verið um það rætt, a.m.k. ekki af neinni alvöru hver eða hveijir verði barikastjóri/ar. Annars vegar er rætt um að bankastjórarnir verði þrír, þannig að einn bankastjóri komi frá hveijum banka. Ekkert liggur þó fyrir um það hvernig bankastjóramálum verður háttað, því á hinn bóginn heyrist það sjón- armið einnig að einungis einn aðal- bankastjóri verði í nýja bankanum, og síðan aðstoðarbankastjórar undir hans stjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.