Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJufiXÖURpft/ÆfSff ÍÍM'Í Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS? Þankar um málefhi fatlaðra eftir sex vikna verkfall eftirLáru Björnsdóttur Verkfall er nokkurs konar upp- gjör — milli launafólks og atvinnu- rekenda. í kjölfar verkfallsins fylgir annað uppgjör, e.t.v. enn erfiðara, þar sem tekist er á um tilfinningar og at- burði í tengslum við verkfallið. Hluti af þeim reikningsskilum er um eigin stöðu gagnvart stétt sinni, vinustað og samstarfsfólki í víðtæk- asta skilningi. Öll erum við reynslunni ríkari, reynslu sem flestir ef ekki allir hefðu viljað vera án. Eitt er víst, enginn mætir óbreyttur til leiks að nýju. Undanfarinn áratug hef ég starf- að og hrærst í tengslum við fatiað fólk, böm og fullorðna, og aðstand- endur þeirra. Starfsvettvangurinn hefur átt svo sterk ítök í mér að erfitt hefur verið að greina milli atvinnu og hugðarefnis og innan málaflokksins hef ég eignast marga mína bestu vini, meðal samstarfs- fólks, fatlaðra og aðstandenda þeirra. Verkfallsaðgerð sem ekki beind- ist gegn þessu fólki, en bitnaði fyrst og síðast á því, var mjög sársauka- full. Ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur em á að nú sé kominn brestur í þann trúnað, sem allt byggist á í starfí sem mínu. Frá upphafi þóttist ég þess líka viss, að verkfall þeirra sem vinna fyrir og með fötluðu fólki væri bit- laust /opn í átökum gegn fjármála- eftir Kristján Sturliiugsson Blaðamaður frá Morgunblaðinu hringdi til mín 6. þ.m. og spurðist fyrir um hækkun bóta almanna- trygginga og þátttöku sjúklinga í greiðslum lyfja og lækniskostnaðar. I Morgunblaðinu 7. júní 1989 er svo grein undir fyrirsögninni: Elli- og örorkulífeyrisþegar: Lífeyrir hækkar um 6,6% á einu ári en ljrf um 21,4%. Rétt er, að lífeyrir hækkaði um 6,6% frá júní 1988 til júní 1989, 1,25% frá 1. mars 1989 og 5,3% frá 1. maí 1989. Þátttaka sjúklinga í greiðslum lyfja og lækniskostnað- ar hækkaði aftur á móti frá 1. júlí 1988 og aftur 1. júní 1989. Lífeyrir hækkaði hinsvegar um 10% frá 1. júní 1988. Í samanburði sínum tekur Morgunblaðið ekki með lífeyrishækkunina 1. júní 1988 og hækkunina á lyfjum og læknis- kostnaði 1. júlí 1988, enda erfítt að segja, hvar setja skuli mörkin, þegar um stökkbreytingar er að ræða, sérstaklega þó, þegar þær eru ekki á sama tíma á hinum ein- stöku liðum. í símtalinu gleymdist bæði hjá mér og blaðamanninum að ræða 3% hækkun á óskertri tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og sérstakri heimilisuppbót frá 1. október 1988. Meirihluti lífeyrisþega fær tekju- tryggingu og hefur því hækkunin hjá þeim yfírleitt ekki orðið undir 9,8% í stað 6,6% hjá þeim, sem ekki hafa tekjutryggingu. Sé hinsvegar miðað við tímabilið maí 1988-maí 1989 kemur hækk- ráðuneyti og ríkisvaldi. Reynslan hefur sýnt að flestum þar innan búðar þykir víst meira en nóg um „fjárausturinn og þensluna“ þegar málefni fatlaðra eiga í hlut og að nær sé að spara en hækka kaup þeirra sem þar starfa. Störf okkar eru ekki talin arðbær í skilningi hagfræðinnar — fremur en þeir ein- staklingar sem við vinnum fyrir. Illur grunur læddist að mér um að það gæti verið talinn kostur að geta „sparað“ launin okkar í verk- fallinu. Kannski þyrfti ekki að hafa fyrir því að fínna leiðir til áð spara þau 4%, sem nýbúið var að gefa fyrirmæli um. Það sem mestu skiptir þó er að erfíðleikar fatlaðra og aðstandenda þeirra eru æmir fyrir, þótt ekki bætist ofan á að skorið sé á þjón- ustu, sem oft er forsenda þess að mögulegt sé að mæta erfíðum, oft óbærilegum aðstæðum. Það var sannarlega ekki með glöðu geði að ég fór í verkfall þann 6. apríl sl. Á hinn bóginn var mér þó ljóst að vel menntað og ánægt starfsfólk er skilyrði þess að umrædd þjón- usta gagnist j)eim, sem eiga að njóta hennar. Eg minntist sögu föð- ur fatlaðs barns fyrir nokkram áram um þroskaþjálfann, sem fór að selja pylsur í sjoppu í stað þess að nýta dýrmæta menntun sína í þágu fatlaðra, einungis til þess að geta séð fyrir sér. Alltof margar hliðstæðar sögur eru um sérhæft starfsfólk, sem hverfur úr mála- flokknum vegna lélegra kjara — og eftir á að hyggja kannski líka vegna „Meirihluti lífeyrisþega fær tekjutryggingu og hefur því hækkunin hjá þeim yfirleitt ekki orðið undir 9,8% í stað 6,6% hjá þeim, sem ekki hafa tekjutryggingu.“ unin 1. júní 1988 á lífeyri og hækk- un á lyfjum 1. júlí 1988 inn en ekki hækkunin 1. júní 1989. Fyrir þá hópa, sem miðað er við í fyrir- sögn Morgunblaðsins, var hækkun- in þetta tímabil: Lífeyrir 17,3% og lyf 7,7%. Lífeyrisþegar með tekjutrygg- ingu hafa á þessu tímabili fengið nokkru meiri hækkun. Fyrirþá, sem hafa óskerta tekjutryggingu, nemur hækkunin rúmlega 19,5%. Sýnir þetta, hversu erfítt er að gera samanburð á mismunandi lið- um milli tímabila, þegar um stökk- breytingar er að ræða, einkum þó, þegar þær verða ekki samtímis á liðunum, sem bomir era saman. Varðandi þetta tilfelli, sem hér er rætt, getur það einnig komið til álita, hvort þátttaka í lyfjakostnaði eigi endilega að hækka í sama hlut- falli og bætur lífeyristrygginga. Margar þjóðir miða ekki hækkun lífeyrisbóta við laun ákveðinna starfshópa. T.d. er í Bandaríkjunum reiknuð út sérstök vísitala lífeyris- þega og telja mætti upp fleiri að- ferðir hjá öðram þjóðum. Höfundur er tryggingastærðfræð- ingur. þess hve lítillar virðingar þessi störf njóta. Eftir 6 vikna verkfall hefur sú hugsun gerst æ áleitnari að kannski gildi einu, hvort við eram eða föram a.m.k. ef marka má þá þögn sem hefur verið ríkjandi um þá starfsemi sem fallið hefur niður í þessum málaflokki í verkfallinu. Ef við get- um horfíð án þess að nokkur taki eftir í 6 vikur því þá ekki alveg? Sáralítið heyrðist opinberlega um röskun á þjónustu við fatlaða þess- ar 6 vikur og engin hvatningarorð til deiluaðila um að semja frá þeim sem láta sig málefni fatlaðra varða. Það skyldi þó ekki vera að skap- ast möguleiki fyrir ríkið að spara með því að leggja störf okkar niður? Ábyrgð ríkisins Lög um málefni fatlaðra öðluð- ust gildi 1984 og leystu m.a. af hólmi lög um endurhæfingu frá 1970 og lög um aðstoð við þroska- hefta frá 1979. Með þessum lögum var stigið það skref að sameina málefni allra hópa fatlaðra, hvað varðar stjórnskipan. Félagsmálaráðuneýtið annast mál- efni fatlaðra samkvæmt áðumefnd- um lögum, en málaflokkurinn í heild heyrir undir 3 ráðuneyti (félags-, heilbrigðis- og menntamála). Þau eiga öll fulltrúa í Stjómamefnd málefna fatlaðra, sem fer með yfír- stjórn málaflokksins. Enn fremur var komið á 7 manna svæðisstjórn- um á 8 landsvæðum, þeim sömu og fræðsluumdæmin. Með þessari skipan mála var því slegið föstu í fyrsta sinn að ríkið bæri ábjrrgð á öllum málaflokkn- um. Jafnframt var reynt að tryggja áhrif hagsmunasamtaka fatlaðra með þátttöku þeirra í svæðisstjórn- um og Stjórnamefnd (3 af 7 fulltrú- um). Áður bar enginn einn ábyrgð á málefnum fatlaðra, en margvísleg félög fatlaðra og aðstandenda þeirra höfðu unnið ötullega að úr- bótum fyrir fatlaða og sett á lagg- irnar stofnanir og félagslega þjón- ustu af ýmsu tagi, ekki síst í Reykjavík. Ennfremur höfðu ein- staka sveitarfélög látið sig málefni fatlaðra varða, aðstoðað einstakl- inga og byggt upp ýmsa þjónustu- þætti. Lög um málefni fatlaðra gera ráð fyrir að sveitarfélög og félög fatl- aðra geti sett á fót og rekið stofnan- ir fyrir fatlaða. Til þess þarf þó leyfi viðkomandi ráðuneytis að fenginni umsögn svæðisstjórnar sem ásamt öðram Qölmörgum lög- boðnum verkefnum hefur eftirlits- skyldu með öllum stofnunum fyrir fatlaða á svæðinu. Áhrif verkfallsins á málefhi fatlaðra Þeir þjónustuþættir, sem lög um málefni fatlaðra gerir ráð fyrir og féllu niður í verkfallinu, vora fé- lagsráðgjöf, iðjuþjálfun, sálfræði- þjónusta og sjúkraþjálfun á stofn- unum fyrir fatlaða, hvort heldur sem þær tengdust félags-, heil- brigðis- eða menntamálum á vegum ríkisins og að mestu leyti hjá Reykjavíkurborg. Sem dæmi má nefna að starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins raskaðist eða féll niður að miklu leyti. Stofnunin er ein sinnar tegundar á landinu og þjónar landinu öllu. Ráðgjöf ogþjálfun sem umræddar stéttir veita fötluðum bömum á dagvistarstofnunum, skólum (t.d. Öskjuhlíðarskóla) bama- og unglingageðdeild, féll niður. Svo og starf sömu stétta á stofnunum fyrir fatlaða í heilbrigð- iskerfínu á Tryggingastofnun og á Hækkanir bóta al- mannatrygginga Lára Björnsdóttir „Reynslan hefur sýnt að flestum þar innan búðar þykir víst meira en nóg um „íjáraustur- inn og þensluna“ þegar málefiii fatlaðra eiga í hlut og að nær sé að spara en hækka kaup þeirra sem þar starfa.“ vernduðum vinnustað á Reykjanes- svæði. Starf á skrifstofum svæðis- sljórna á 3 svæðum, Norðurlandi eystra, Reykjavík og Suðurlandi, raskaðist mjög mikið eða lamaðist algjörlega eins og í Reykjavík, fjöl- mennasta svæðinu. Auk heldur féll niður fagleg ráðgjöf og stuðningur ofangreindra stétta við stofnanir sem svæðisstjórnir reka. Þar sem starfssvið svæðisstjórn- ar er mörgum lítt kunnugt, tel ég rétt að skýra það í stuttu máli hér, enda er það minn starfsvettvangur sem stendur. Hlutverk svæðisstjórna Ný starfsemi, hveiju nafni sem hún nefnist, þarf tíma til að sanna tilverarétt sinn og efnivið (fjármagn og mannafla) til þess að byggja traustan grandvöll að því starfi sem vinna á. Svæðisstjómimar hafa á undanfömum áram, hver á sínu svæði, verið að fikra sig áfram og reynt að fínna þann starfsgrand- völl sem tryggi hagsmuni fatlaðra sem best. Svæðin era mjög ólík, bæði landfræðilega og hvað fjölda og samsetningu fatlaðra áhrærir og því ekki hággt að velja „eina formúlu" til þess að vinna eftir. Eitt er þó sameiginlegt á öllum svæðunum, að ekki þykir mögulegt að leysa lögboðin verkefni svæðis- stjórnanna, nema til staðar sé vel menntað og hæft starfsfólk. Á hveiju svæði era því starfandi skrif- stofur svæðisstjóma með fram- kvæmdastjóra og víðast hvar öðra sérhæfðu starfsfólki. Öll svæðin eiga það sammerkt að skrifstofurn- ar era undirmannaðar og mörg nauðsynleg verkefni verða því oft útundan og einungis hægt að halda í horfinu. I þessu samhengi er ekki mögulegt að gera verkefnum svæð- isstjóma tæmandi skil og skal því einungis stiklað á stóra. Meginhhitverk svæðisstjórn- anna er samkvæmt lögunum „að gera tillögur um þjónustu og sa.m- ræma aðgerðir þeirra aðila sem með þessi mál fara á svæðinu". Þetta felur m.a. í sér að starfsmenn svæð- isstjóma þurfa að hafa náið sam- starf við alla þá sem sinna málefn- um fatlaðra á svæðinu og ekki síður vera í nánu sambandi við fatlaða sjálfa og aðstandendur þeirra til þess að mögulegt sé að gera tillög- ur um nauðsynlega þjónustu og beijast fyrir því að þessar tillögur nái fram að ganga. Umsóknir um ijármagn til stofnkostnaðar vegna nýrra starfsemi (úr svo kölluðum Framkvæmdasjóði) verður sam- kvæmt lögum um málefni fatlaðra að koma frá svæðisstjórnum og sama er að segja um tillögur um ijármagn af ijárlögum. Það er því ljóst að sljórnskipulega eru svæðis- stjórnirnar í lykilhlutverki, hvað varðar íjármögnun í málaflokknum. Svæðisstjórnirnar hafa sjálfar í vaxandi mæli stofnsett og rekið stofnanir af ýmsu tagi, sem vitan- lega gerir auknar kröfur til starfs- manna, bæði framkvæmdastjóra og þeirra sem faglega ráðgjöf veita, bæði starfsfólki, íbúum/vistfólki og aðstandendum þeirra. Það sem snýr að einstaklingnum og þjónustu til þeirra hefur svæðis- stjórnum verið falin ýmis konar verkefni með lögunum. Sem dæmi má nefna að svæðis- stjórnir verða að samþykkja vist- un/búsetu fatlaðra einstaklinga á sambýli, meðferðarheimili, hjúkr- unarheimili og vistheimili sam- kvæmt umræddum lögum. Þær skulu útvega og leiðbeina stuðningsijölskyldum fyrir fatlaða. Auk heldur sjá um að fram- færendur fatlaðra barna innan 18 ára fái sérstaka fjárhagsaðstoð ef barnið nýtur takmarkaðrar þjón- ustu annars staðar. Kanna möguleika fatlaðra til endurhæfingar og gera tillögur um aðstoð og styrki til náms og verk- færa- og tækjakaupa til þess að fatlaðir geti séð sér farborða. Verkefni sem ekki er beinlínis lögboðið en óhjákvæmilega verður oft einn af mikilvægustu þáttum í starfí starfsmanna svæðisstjóma, er stuðningur og ráðgjöf við fatlaða og aðstandenur þeirra. Hér er mjög oft um að ræða ein- staklinga, sem ekki hafa fullnægj- andi þjónustu, era ekki í tengslum við stofnanir fyrir fatlaða, tilheyra ekki neinum sérstökum hópi fatl- aðra og enn fremur foreldra fatl- aðra barna sem era að stíga sín fyrstu þungbæra skref í „heimi fatl- aðra“. Þarna veltur á hæfni og skilningi starfsmannsins hvemig þjónustu viðkomandi fær og ekki síður hvort mögulegt sé að létta fötluðum einstaklingum og fjöl- skyldum þeirra þungar byrðar, jafn- vel meðan beðið er eftir viðeigandi þjónustu. Með réttu hefur oft verið bent á, að miklar framfarir hafa orðið í þessum málaflokki á síðustu áram, en öllum sem til þekkja, og þá sér- staklega þeim sem þurfa á þjón- ustunni að halda, er ljóst, að betur má ef duga skal. Því mega svæðis- stjómir og starfsmenn þeirra aldrei slaka á í baráttunni fyrir bættum kjörum og aukinni og betri þjónustu fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra. Þess vegna era afleiðingar þessa verkfalls alvarlegar. Það mun taka langan tíma að vinna upp það starf sem farið hefur forgörðum á undanfömum 6 vikum og sumt verður ekki bætt. Ekki er síður alvarlegt að lög- boðin þjónusta og „lífsnauðsynleg“ þjálfun og aðstoð við fatlaða falli niður í margar vikur óátalið. Höfundur er félagsráðgjnB og hefur unnið við málefni fatíaðra Reykjavík- urkort í 120.000 eintökum NÝLEGA kom út, í sjötta sinn, nýtt götukort af höftiðborgar- svæðinu og er ætlað erlendum ferðamönnum. Kortið er gefið út í 120.000 eintökum og liggur frammi á öllum helstu viðkomu- stöðum ferðamanna á höfuð- borgarsvæðinu þar sem það fæst ókeypis. Það er útgáfu- og kynningarfyrir- tækið Ferðaland hf. sem annast útgáfu kortsins. Auk þessa korts gefur Ferðaland út ferðamannakort af íslandi, auk korta af Keflavík, Snæfellsnesi, Borgarnesi og fleiri stöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.