Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JLJNÍ 1989 J. Eyjafiarðará: Sléttbakur á úthafskarfa Á myndinni eru frá vinstri fulltrúar stúdenta, Ragnheiður Sigurðar- dóttir, Svanur Eikíksson, Tómas Ingi Olrich, Magnús Aðalbjörnsson og Magnús Kristinsson. Lengst til hægri er Jóhann Sigurjónsson skólameistari sem tók við gjöfinni fyrir hönd skólans. Einn geisladiskur með 25 binda alfræðisafhi FULLTRÚAR 25 ára stúdenta frá síðasta ári færðu Menntaskó- lanum á Akureyri að gjöf fyrir skömmu tölvu og geislaspilara. Með fylgdi alfræðiorðasafn á KALDBAKUR kom inn til löndunar í gærmorgun fyrstur togara eftir sjómannadag. Hann var með um 65 tonn, mest af þorski. í dag, þriðjudag, kemur Harðbakur inn og er hann með um lOO tonn, að sögn Garðars Helgasonar verksljóra í lönduninni. Næg vinna var í frystihúsinu síðustu viku, þar sem ekki var landað úr Hrímbak og Sólbak fyrr en eftir sjómannadag. geisladiski, en á þessum eina diski er alfræðiorðabók í 25 bindum. Þá fylgdi einnig með gjöf 25 ára stúd- entanna diskur með erlendum gag- nagrunni fyrir menntamál. Mjög er farið að þrengja að Út- gerðarfélaginu með kvóta og því er ætlunin að Sléttbakur fari á út- hafskarfaveiðar seinnipart þessa mánaðar. Þar er um að ræða veiðar utan lögsögu íslendinga, suðvestur af Reykjaneshrygg. Verið er að útbúa nýtt troll fyrir þessar veiðar hjá Hampiðjunni í Reykjavík og sagði Garðar það gríðarstórt; opið á stærð við knattspyrnuvöll! Stúdentar nýir og gamlir Hvernig væri að koma og borða í nýjum og glæsilegum veitingastað á Hótel Stefaníu. Opið alla daga frá kl. 12.00-14.00 og 18.00-22.00. —kóteJl . STEFAMIA MAFMAR5TRÆTI 83-85 600 AKUREYRI 5ÍMI: 96-26366 Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri sagði að þarna væri um tilraunaveiðar að ræða, karfinn þarna væri smár, en klóra þyrfti i bakkann þegar veiðiheimildir væru minnkaðar, auk þess sem vetrarver- tíðin hefði verið óvenju góð. „Horf- urnar eru allt annað en bjartar varð- andi útvegun kvóta,“ sagði Vilhelm. Úthafskarfaveiðarnar er hægt að stunda út júlímánuð og reiknaði Vilhelm með því að Sléttbakur yrði að þann tíma. Auk þessa verður tekið sumar- leyfi 24. júlí og liggur starfsemin niðri í þijár vikur eða til mánudags- ins 14. ágúst. Engin sundkennsla í Grýtubakkahreppi í ár Börnin fara annað til kennslunnar FYRIRSJÁANLEGT er að ekki takist að ljúka byggingu sundlaugar á Grenivík á þessu ári, en gamla sundlaugin í Gljúfrárgili er orðin bæði gömul og lasin, auk þess sem mikill snjór er í fjöllum og hætt við leysingum og því verður laugin ekki opnuð í bráð, en hún stend- ur rétt við ána. Vegna þessa eru allar líkur á að börn úr Grýtubakkahreppi fái enga sundkennslu á þessu vori. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri, sagði að endanleg ákvörðun um sundkennsl- una hefði ekki verið tekin, en flest benti til að af henni yrði ekki nú. Senda þyrfti börnin annaðhvort að Stórutjömum eða á Svalbarðs- strönd til kennslunnar. Guðný sagði að stefnt væri að því að opna nýju laugina á Grenivík næsta vor og þá yrði boðið upp á tvöfalt sundnámskeið. Sundlaugin verður 8 X 16 metrar að lengd og er áætlaður kostnaður við byggingu hennar um 9 milljónir króna. Mikill hasar á , Morgunblaðið/Rúnar Þór A aðalfúndi Einingar voru niu félagsmenn kjömir heiðursfélagar, en þeir eru frá vinstri: Adolf Daví- ðsson, Anton Eiðsson, Artúr' Vilhelmsson, Árni Lámsson, Björn Gunnarsson, Gunnar Sigtryggsson og Vilborg Guðjónsdóttir. Á myndina vantar Geir ívarsson og Freyju Eiríksdóttur. Aðalfundur Vlf. Einingar: Mikið rætt um bankamaál Á AÐALFUNDI Verkalýðsfélagsins Einingar sem haldin var á sunnu- dag var samþykkt að kaupa hlutabréf í Alþýðubankanum fyrir 1,1 milljónir króna, en miklar umræður urðu um bankamál á fúndinum vegna frétta af sameiningarmálum bankanna. Á ftindinum var sam- þykkt ályktun þar sem segir að enda þótt aðeins séu liðnar sex vik- ur frá undirritun aðalkjarasamnings við vinnuveitendur hafi sú leið- rétting launa sem verkafólk fékk þá þegar verið þurrkuð út með verðhækkunum á ýmsum helstu neysluvömm almennings. í skýrslu Sævars Frímannssonar formanns Einingar kom m.a. fram að félagsmönnum hafi fjölgað um 200 frá síðasta aðalfundi og eru þeir nú 3.780 talsins. Þá kom fram að eignir félagsins eru bókfærðar 89 milljónir króna, en þær eru að langmestu leyti í fasteignum og munar þar mest um hlut félagsins í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Félagið á sjö orlofshús auk íbúðar í Reykjavík, nýting húsanna er mjög góð og er áhugi fyrir því að félagið eigr.ist fleiri hús í náinni framtíð. Á fundinum kom fram að þrátt fyrir sæmilegt atvinnuástand nú yfir hásumarið sé erfiðara en oftast áður fyrir skólafólk að fá sumar- vinnu og höfðu menn áhyggjur af atvinnuástandinu á félagssvæðinu er líða tekur á árið og aflakvótar verða uppurnir. Þá höfðu félags- menn einnig miklar áhyggjur af verðhækkunum síðustu daga og samþykkti fundurinn ályktun þar sem segir að ríkisstjórnin hafi átt veigamikinn þátt í gerð kjarasamn- ings og verkalýðsfélögin hafi fallist á litlar launabætur í trausti þess að stjórnvöld stæðu við fyrirheit sín um að halda verðhækHnum í skefj- um. „Fundurinn leggur áherslu á að svona framkomu af hálfu ríkis- valdsins getur verkafólk engan veg- in sætt sig við,“ segir í ályktun- inni. Þá segir einnig að verði helstu verðhækkunum að undanfömu ekki kippt til baka geti hvorki stjómvöld né vinnuveitendur búist við friði á vinnumarkaði. Á aðalfundinum vom níu félags- menn kjörnir heiðursfélagar fyrir ágæt störf í þágu félagsins og verkalýðshreyfingarinnar. Heiðurs- félagarnir em Ámi Lámsson á Dalvík, Anton Eiðsson I Hrísey, Arthúr Vilhelmsson á Grenivík og Akureyringamir Adolf Davíðsson, Freyja Eiríksdóttir, Geir ívarsson, Björn Gunnarsson, Gunnar Sig- tryggsson og Vilborg Guðjónsdóttir. fyrsta söludegi „ÞAÐ ER búinn að vera mikill hasar hérna,“ sagði Hermann Ólafsfiörður: Fundiir um sjávar- útvegsmál Sjálfstæðisflokkurinn eftiir til fúndar um sjávarútvegs- mál á Hóteli ÓlafsQarðar næstkomandi þriðjudags- kvöld, 13. júní, kl. 20.30. Gunnar Þór Magnússon út- gerðarmaður setur fundinn. Halldór Blöndal alþingismaður flytur ávarp og Arnar Sigur- mundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva og Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmda- stjóri ræða stöðu fiskvinnslu og útgerðar. Óskarsson hjá Versluninni Ey- fjörð, en í gærmorgun hófst sala veiðileyfa í Eyjaflarðará. Hermann sagði ásóknina í veiði- leyfin vera mikla, en alls em ijögur svæði í ánni. Einkum sagði hann tvö fremstu svæðin laða að sér veiðimenn. Á fyrstu þremur svæð- unum em leyfðar tvær stangir á dag, en þijár á fjórða svæðinu. I síðustu viku gátu bændur keypt véiðileyfi í ána og sagði Hermann marga þeirra nýta sér það, til að mynda væri mikið um að þeir sem stunda ferðaþjónustu kaupi leyfi sem þeir selja síðan ferðamönnum. Þann 10. júlí á að vera búið að gera upp fyrir öll svæðin í ánni og sagði Hermann að þá mætti búast við annarri lotu. Sala veiðileyfa í Fnjóská hefst um miðjan mánuðinn, en Stang- veiðifélagið Flúðir er með ána á leigu. Á laugardag hófst sala veiði- leyfa í Laxá, en Eyfjörð hefur með sölu leyfa á tvö svæði neðan við stífluna að gera. Hermann sagði að salan hefði gengið ágætlega, en enn væri eitthvað laust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.