Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989
Verkfræðingar fyr-
ir sjávarútveginn
eftir Símon Þor-
leifsson ogSvanbjörn
Stefánsson
Engin ný bóla er að sjávarútvegur-
inn eigi í erfiðleikum. Hráefnisskort-
ur, aukinn rekstrarkostnaður, verð-
lækkun á erlendum mörkuðum, um-
hverfísvandamál og skortur á vinnu-
afli eru bara nokkur þeirra vanda-
mála sem heija á íslenskan sjávarút-
•veg.
Hvemig einstök fyrirtæki bregð-
ast við aðsteðjandi vanda, liggur utan
við tilgang þessarar greinar, en eitt
er ljóst: Fyrirtækin verða að hafa
starfsfólk sem bæði hefur fræðilega
ogf verklega þekkingu á vandamálum
iðnaðarins, þannig að einstök fyrir-
tæki séu í stakk búin til að leysa þau
vandamál sem þau í framtíðinni
munu standa frammi fyrir.
Ef sjávarútvegurinn er borinn
saman við fyrirtæki í öðrum atvinnu-
greinum þá er minni menntun starfs-
fólks einkennandi fyrir hann, ekki
einungis hjá þeim sem vinna hin al-
mennu störf, heldur einnig hjá stjórn-
endum fyrirtækjanna. Hinar taekni-
legu framfarir innan sjávarútvegsins
eru miklar og þær kröfur sem gerðar
verða í framtíðinni til starfsmanna
verða ekki minni — þvert á móti.
Sjávarútvegurinn er þannig í aukn-
um mæli neyddur til að líta í kringum
sig eftir sérmenntuðu starfsfólki.
Hveijir eru möguleikar sjávarút-
vegsins til að ráða sérmenntað
starfsfólk? Hér kemur Háskólinn í
Álaborg (Aalborg Universitetscenter
eða AUC) til hjálpar, því síðan 1983
hefur AUC menntað verkfræðinga
fyrir þennan atvinnuveg. Þetta er í
sjálfu sér einstætt, því AUC er
líklega eini háskólinn, sem menntar
verkfræðinga á hærra menntastigi
(M.Sc.) fyrir ákveðna atvinnugrein.
Sjávarútvegsverkfræðin
Sjávarútvegsverkfræðin er 5 ára
nám, og er skipt í tvo hluta. Fyrri
hlutinn er þriggja ára nám í undir-
stöðugreinum verkfræðinnar, þar
sem nemendur geta valið um línur,
svo sem iðnaðarlínu, orkulínu og raf-
fræðilínu.
Algengasta leiðin er í gegnum iðn-
aðarlínuna, sem eins og í öðrum verk-
fræðiháskólum býður upp á nám í
hönnun, framleiðslu og iðnaðarstýr-
ingu. Seinni hlutinn, hin eiginlega
sjávarútvegsverkfræði, er tveggja
ára áfangi, þar sem nemendur sér-
mennta sig í hinum fjölbreyttu grein-
um sjávarútvegsins. Sérmenntunin
er á sviði fiskeldis, matvælatækni,
vinnsluaðferða, rekstrarhagfræði og
stjórnunar. Þar að auki býðst nem-
endum fjöldi sérfyrirlestra, sem
tengjast sjávarútvegi, t.d.: fískilíf-
fræði, stofnstærðarreikningar, hegð-
un fisks, veiðitækni og innrétting
fískiskipa.
Kennslufyrirkomulagið í AUC er
að mörgu leyti frábrugðið kennslu-
fyrirkomulagi annarra háskóla, þar
sem helmingur námsins eru verk-
efni, sem nemendur vinna í tengslum
við fyrirtæki og leiðbeinendur. Hinn
hluti námsins eru hefðbundnir fyrir-
lestrar.
Sá tími sem er áætlaður í hvert
námsverkefni er um það bil 5 mánuð-
ir eða ein önn. Verkefnið velja nem-
endur í samráði við leiðbeinendur
eftir fyrirfram ákveðnum reglum.
Hér eru nefnd nokkur dæmi um verk-
efni sem unnin hafa verið eftir þess-
um föstu römmum.
7. önn Þemæ Fiskirækt.
Verkefni: Hegðun fisks í tilbúnu umhverfi.
Álaeldi (í lokuðu kerfi).
Hafbeit.
8. önn Þema: Veiði og meðferð afla.
Verkefni: Surimi-framleiðsla.
Nýting á fiskinnyflum.
9. önn Þema: Þróun.skipulagningogstjómun.
Vefkefni: Bætt vatnsnýting í síldariðnaði.
Gaspökkun fiskafurða.
10. önn Þema: Lokavcrkefni (fijálst val).
Vcrkefni: Sala á þckkingu til þróunarland-
Pevsa úr 100% bómull
Stæró 100—160 cm
Veró frá 1.690,-
anna.
Bætt nýting með hjálp gegnum-
lýsingar.
Nýting og vinnsla á gulllaxi.
Flutningur á lifandi humri á mark-
að á Ítalíu.
Hluti af kennslunni liggur fyrir
utan sérfræðisvið háskólans. Kennsl-
an fer þá fram í samvinnu við Tækni-
stofnun sjávarútvegsins (fískeri-
teknologisk institut), Hafrannsókna-
stofnun (Danmarks Fiskeri- og Hav-
undersogelser) og Rannsóknarstofn-
un fiskiðnaðarins (Fiskeriministeri-
ets Forsogslaboratorium). Allar þess-
ar stofnanir eru með deildir í
Nordsecentret í Hirtshals. Þessi sam-
vinna er mikilvæg fyrir nemendur,
ekki einungis meðan á námi stendur,
heldur einnig að loknu námi, þar sem
þeir hafa fengið góð sambönd í bestu
tæknimiðstöð Dana í sjávarútvegi.
Tengsl milli fyrirtækja og
nemenda/AUC
Stærsti hluti verkefnanna er unn-
inn í samstarfí við fyrirtæki, þar sem
mörg fyrirtæki, lítil og stór, hafa
stöðugt eitt eða fleiri verkefni í
gangi. Þessi verkefni hafa verið mjög
hagstæð fyrir fyrirtækin þar sem
vinna nemenda er ókeypis. Þennan
möguleika geta íslensk fyrirtæki
nýtt sér í ríkari mæli í samráði við
íslenska nemendur. Þess ber að geta
að nemendur eru oft bundnir þagnar-
skyldu, þar sem samkeppni fyrir-
tækja í þessari grein er oft mjög
hörð. Mjög algengt er að nemendur
fái störf í þeim fyrirtækjum sem
verkefnið hefur tengst.
Starf að loknu námi
Námið gerir sjávarútvegsverk-
fræðingana hæfa til að leysa verk-
Frá Háskólanum í Álaborg.
efni á öllum sviðum sjávarútvegsins.
Dæmi um verkefni: Uppbygging og
notkun veiðarfæra, innrétting físki-
skipa, flutningur og geymsla á físki,
vöruþróun, sala, skipulagning og
stýring vinnslu, hönnun vinnslu-
tækja, umhverfísmál, uppbygging og
rekstur fiskeldisstöðva og almenn
rekstrarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt.
Fjórir árgangar hafa útskrifast, alls
16 verkfræðingar, þar af 4 íslending-
ar. Nú eru í námi 5 íslendingar sem
útskrifast sumarið 1990. Þeir verk-
fræðingar sem hafa útskrifast starfa
á ólíkum sviðum. Meðal þeirra má
t.d. nefna þessi: Framleiðsluskipulag
og -stýring í fiskiðnaði. Tæknileg
skipulagning og þróun í fískiðnaði.
Rannsókn og þróun í ríkis- og einka-
fyrirtækjum. Vinnslutækjahönnun.
Umhverfísráðgjöf. Fiskeldi. Mark-
aðssetning.
Höfundareru nemendur í sjávar-
útvegsverkfræði við Háskólann í
Álaborg.
Polarn&Pyret
KRINGLUNNI 8—12, SÍMI 681822, OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00, OG LAUGARD. KL. 10:00-16:00
eð hækkandi
sól í huga
höfum við
hannað stutterma bol með
örsmáum rósum. Hann er
búinn til á sama hátt og við
höfum unnið fatnað í nærri 20
ár. Við ætlum einnig að halda
áfram sömu aðferð næstu 20
ár. Við ætlum okkur ekki að
gera tízkufatnað fyrir börn,
heldur halda áfram að búa til
vel valin föt sem hægt er að
nota lengi og nota síðan seinna
með öðru sem við munum
ffamleiða.
Samt kemur það ekki í veg
fyrir að við búum til það sem
fallegt er.
Hálsmál stutterma bolsins er
til dæmis fóðrað með sama
smágerða rósakantinum, sem
er við hneppinguna.
Til þess að bolurinn passi
sérlega vel við hvítu pilsin
okkar og hálfsokkana með litlu
rósaknúppunum, höfúm við
haft hann alveg einlitan.
Eins og þú sérð höfðum við
ekki bara til skynsamra
mæðra, heldur einnig til
smekks ungu stúlknanna.