Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 44
%_________________________________________________MQKGUNBIAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13, JÚNÍ 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hæfileikar Meyjunnar í dag er það umfjöllun um Meyjuna (23. ágúst — 23. september). Sérstök áhersla er lögð á hæfileika og já- kvæða eiginleika hennar. Ekki er því haldið fram að þessir hæfileikar komi sjálf- krafa, heldur er um að ræða möguleika sem hveijum ein- staklingi í merkinu stendur til boða að rækta. ÞaÖ helsta Þó segja megi að allar Meyjur búi yfir svipuðum hæfileikum gera aðstæður og önnur merki hvers einstaklings það að verkum að áherslan beinist að mismunandi sviðum. Það sem ég hef helst orðið var við er eftirfarandi: 1) Mennta- og tungumálasvið, 2) viðskipti, verslun og skrifstofustörf, 3) heilsugæslu-, þjónustu- og hjálparstörf, 4) handverk, hannyrðir, iðnaðar- og tækni- störf. Smáatriöi Að baki öllum þessum sviðum liggja sömu eiginleikamir. Það er nákvæmni og sam- viskusemi, skarpskyggni og raunsæi. Meyjan hefur t.d. sérstaka hæfileika til að sjá smáatriði sem samt sem áður em ekki smáatriði í þeirri merkingu að þau séu lítils virði. Tungumál Málfræðingurinn í Meyjar- merkinu á t.d. auðvelt með að sundurgreina tungumálið, flokka orð niður, sjá uppmna þeirra, byggja upp setningar o.s.frv. Prófarkalesari í Meyj- armerkinu sér hveija einustu villu og bókhaldarinn færir inn hveija krónu, skipulega og af samviskusemi. Minnstu blœbrigöi Áð sjálfsögðu eru ekki allar Meyjar tungumálamenn eða bókhaldarar. Ef Meyjan er t.d. í tónlist birtist nákvæmnin þannig að hún heyrir hin minnstu blæbrigði einstakra hljóma. Sundurgreining Einn helsti hæfileiki Meyjunn- ar er sá að hún á auðvelt með að greina á milli hluta. Hún sér hvem einstakan þátt heildarinnar. Hún hefur því ágæta hæfileika til að gagn- rýna óg benda á það hvað miður hefur farið og má lag- færa. Hún sér einnig hið góða. Aðalatriði í þessu sambandi er að hún er skörp. Hjálpsemi Einn af betri eiginleikum Meyjarinnar er hjálpsemi og greiðvikni. Hún leggur sig einnig fram við það að standa við gefin loforð. Hún er því að öllu jöfnu góður, traustur og áreiðanlegur vinur. Raunsœi Það má einnig segja að einn af hæfileikum hennar sé fólg- inn í raunsæi, eða því að hún sér jörðina og raunvemleika umhverfisins eins og þau era. Meyjan er lítið gefin fyrir tál- sýnir og óskhyggju. Hún vill hafa fætuma á jörðinni og vill framkvæma það sem talað var um að framkvæma. Handverk Þegar Meyjan beitir sér í handverki þá nýtir hún ná- kvæmni sína, en einnig það að hún er oft handlagin og handfljót. Skipulagsmál Algengur hæfileiki Meyjar- innar er síðan sá að geta skípuiagt og komið reglu á umhverfið. Meyjan vinnur því oft við skipulags- og ráðgjaf- ar- störf. Að sjálfsögðu á t.d. skipulagshæfileiki ekki við um allar Meyjar því hver og einn er samansettur úr nokkmm stjömumerkjum og í sumum tilvikum em önnur merki sterkari en sólarmerkið. GARPUR V£>AR. HbT*SH- Erpu £é££> U/Vt OfVSA — LOFA é<3 AÐ LOSA Þ/G \//E> HAF-ÐJ’A XL / 1 STJÖ&NUTu/eH/ E7Éne/jas...---- e/N/n/F/e fjaisi ee AÐ SLETTA Sáte F7Z4/U TILRAUN ahna T!L að ejba OFJCUSAKPS í ATHUGUM.. Hí/ORT EF STFFfAEA - - 72> B4P EBA y/'S/ND/ w GRETTIR . Þetta KEMUR TIL msuA s> S Cv/ERBA EINH &ÓÐOR KAFFI -f ^ boluJ BRENDA STARR Þao feh V£L 'a AAEB y/CFup Tve/a/uf^, ^ É& ER AÐ BeyNA AÐVERA V/NGJAíSN- LE&, ew pess/ A*AÐUf? ee, E/NS oe> /s- S>')1 kíU/MPU!?. I VATNSMYRINNI FERDINAND SMAFOLK IAH 6RAMPA 5AY5 HE 5 VERY PI5APP0INTEP. HE TH0U6HT LIFE WOULP BE BETTER WHEN HE U)A5 MATUR.E... IX Afí minn segist vera nyög vonsvikinn. Hann hélt að Iífíð yrði miklu betra eftir að hann náði þroska. Hvað kom fyrir? Hann segist hafa farið úr þroska í elli á tíu mínútum. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Peter Schaltz og Knud-Aage Boesgaard verða í danska lands- liðinu sem keppir á EM í Finn- landi í næsta mánuði. Fyrirlið- inn, Jens Krause, bindur miklar vonir við þá félaga, enda stuð- menn miklir og hugmyndaríkir í sögnum. Þeir græddu þó lítið á andríkinu í eftirfarandi spili úr afmælismóti danska brids- sambandsins. Andstæðingarnir vom landar þeirra, Ame Mohr og Villy Dam: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁG32 ¥Á952 ♦ KDIO ♦ 53 Vestur Austur ♦ D874 ♦109 ♦ K10863 ¥D4 ♦ 982 ♦ 76 ♦ 6 +ÁKD10984 Suður ♦ K65 ¥G7 ♦ Ág543 ♦ G72 Vestur Norður Austur Suður Schaltz Dam Boesg. Mohr Pass 1 grand Pass! Pass 2 tíglar Pass Pass!? Pass Vissulega hafði Boesgaard lítið á móti því að veijast í einu grandi með sjö nokkuð ömgga slagi. Schaltz á hinn bóginn þótt- ist sjá fyrir að makker kæmi út með lauf gegn grandinu, sem hann var lítið spenntur fyrir, og ákvað þess vegna að beijast á hundana. Tveir tíglar sýndu ein- hvers konar þrílita hönd með annan svarta litinn stuttan. Svo- kölluð Kelsey-sagnvenja. Boesgaard sá ekki fram á að fá að spila laufið sitt og passaði því og beið eftir doblinu. Sem kom auðvitað ekki, því Mohr vissi að mótheijamir áttu betri samlegu annars staðar. Niður- staðan: fjórir niður og 200 í NS. Eftir spilið gat Boesgaard ekki orða bundist: „Áttirðu virki- lega ekki fyrir dobli, makker?“ Schaltz: „Jú, reyndar. En ég var hræddur við laufið!" SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsbikarmótinu í Rotter- dam sem var að byija, kom þessi staða upp í fyrstu umferð í viður- eign þeirra Jan Timman Hol- landi, sem hafði hvítt og átti leik, og Andrei Sokolov, Sovétríkjun- um. Svartur, sem var í miklu tíma- hraki, var að enda við að leika 31. -Hc7-c3, sem virðist mjög öflugt, því 32. Hd3 gengur alls ekki vegna 32. Hxc2! Timman lumaði á óþægilegum mótleik: HT m fÆ k w mxm. m * k á 'M €) & s m i ■ ___ 32. Rxe6! - Hxf3 33. Rxd8+ - Dx8 34. Hxd5 - Hxb3+? (Svartur nær jafntefli með peði minna í hróksendatafli eftir 34. - Dxd5 35. Hxd5 - Hxf2) 35. cxb3 - Dh4 36. H5d4 og svartur féll á tíma, en staða hans er orðin töpuð. Heimamenn vom kampa- kátir yfir þessari góðu byijun Timmans, en í fjórðu umferð tap- aði hann illa fyrir Karpov, eftir að hafa gert þau mistök að leyfa honum að tefla eitt af sínum uppá- haldsafbrigðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.