Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 56
MORéÚíÍBLÁ£)IÐ ÞRIÐJUDÁGUR ÍÍ3. JÚNÍ 1989'
17. þing Landssambands sjálfstæðiskvenna:
Sigríður Anna Þórðar-
dóttir kjörin formaður
SIGRÍÐUR Ánna Þórðardóttir frá
Grundarfirði var kjörin formaður
Landssambands sjálfstæðis-
kvenna á 17. þingfi þess i Viðey
um helgina. Sigríður tekur við af
Þórunni Gestsdóttur, sem gegnt
hefur embættinu í 4 ár. Á þinginu
voru haldnir fyrirlestrar um
skattamál, húsbréfakerfið og um-
hverfismál auk þess sem sam-
þykkt var stjórnmálaályktun, þar
sem ríkisstjórn Steingríms Her-
mannsonar er gagnrýnd harðlega
fyrir óhóflega og rangláta skatt-
lagningu og óstjórn í efhahags-
málum þjóðarinnar.
Landsþingið var sett í Valhöll
síðastliðið föstudagskvöld. Þórunn
Gestsdóttir, fráfarandi formaður
Landssamþandsins, ávarpaði þing-
fulltrúa og fjallaði meðal annars um
stöðu Sjálfstæðisflokksins um þessar
mundir: „Við stofnun Sjálfstæðis-
flokksins fyrir sextíu árum var byggt
á háleitum hugsjónum einstaklings-
framtaksins, hugsjónum.um víðsýni
og umbætir. Á þessum árum hafa
Success
GUW.KTEED f%2 !
PEBffCT!N IrlrCi!
8 M<NOTES H|VV
Cfíicímt AÍmondine
CMcncn Vbvorcd fVce with Posta & Atmónas
Framandi og ógleymanlegur
hrísgrjónaréttur. Löng
hrísgrjón blönduð með ses-
am, möndlum og núðlum og
kryddað á afar sérstæðan
hátt. Svo sannarlega öðruvísi
kjúklingaréttur.
Fyrir 4 — suöutími 8 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSONkGO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
framfarirnar í þjóðfélaginu verið
stórstígar og þessi stjórnmálaflokk-
ur hefur þróast með, án þess að glata
grunntóninum. Hann hefur gert bet-
ur en að þróast með þjóðinni, hann
hefur verið brautryðjandi. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur verið kjölfestan í
íslensku samfélagi og mótað ut-
anríkisstefnu þjóðarinnar."
Þorunn fjallaði einnig um stöðu
kvenna innan Sjálfstæðisflokksins
og sagði, að megintilgangurinn í
starfi Landssambands sjálfstæðis-
kvenna væri að vinna að framgangi
kvenna innan flokksins, sem og að
framgangi flokksins í samfélaginu.
Kom fram í máli Þórunnar, að hún
teldi að ekki hefði nægilega mikið
áunnist á síðustu árum. „En margt
jákvætt blasir einnig við,“ hélt hún
áfram. „Konum hefur fjölgað í sveit-
arstjórnum og ábyrgðarstöðum í
þjóðfélaginu. Við teljum að við höf-
um stuðlað að viðhorfsbreytingum
víða innan Sjálfstæðisflokksins og
ber þar að nefna samhljóða sam-
þykkt í miðstjórn í mars síðastliðn-
um. Þar var meðal annars viljayfir-
lýsing um að auka þyrfti hlut kvenna
á framboðslistum flokksins. Þar voru
orð samþykkt, sem eru til alls fyrst,
en það eru athafnirnar sem við
bíðum eftir,“ sagði Þórunn Gests-
dóttir.
Skattamál
Á laugardaginn var þinginu fram-
haldið í Viðey. Voru þá haldnir fyrir-
lestrar um skattamál, húsbréfakerf-
ið og umhverfismál. Ólafur Helgi
Kjartansson, skattstjóri Vestfjarð-
aumdæmis, fjallaði um skattakerfið
hér á landi og vék meðal annars að
þeim breytingum sem orðið hafa á
því að undanfömu. Hann ræddi síðan
um þær skattkerfisbreytingar sem
orðið hafa í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar. Um eignarskattshækkunina í
vetur sagði hann að ýmsir ættu eft-
ir að hrökkva við í sumar, þegar sá
skattur yrði lagður á, þar sem um
verulega hækkun væri að ræða hjá
stórum hópi gjaldenda. Ólafur gagn-
rýndi breytingar á lögum um vöru-
gjald harðlega og enn fremur sér-
stakan skatt, sem renna á í Fram-
kvæmdasjóð aldraðra. Hann vitnaði
til þess, að með staðgreiðslukerfinu
hefði verið ætlunin að afnema sér-
staka skatta af þessu tagi. Einnig
benti hann á, að áætlað hefði verið
að 200' milljónir króna innheimtust
með þessum hætti en þar af hefðu
aðeins 40 milljónir átt að renna til
Prólaöu Græðandi varasalvi
úr kraftaverkaþykkblijöungnum ALDE VERA
Heilsuval, laugavegi 92. S: 626275 og 11275
hjól
Metsölu-
vélar
Meisö'u-*jto0^v
I* —Fjöldi tegunda
mismunandi
stæröir og gerðir garða.
M.a.: MURRAY 9-20201,
3,5 ha bensínmótor, 7" hjól,
51 sm sláttubreidd:
Verð aðeins kr. 15.350,-
Glæsilegt úrval
reiöhjóla fyrir alla
fjölskylduna.
M.a.: Fjallahjól
frákr. 16.4f9,-
10 gíra hjól frákr. 11.816,
Sterkir kraftmiklir gæðagripir.
Allt fyrir garöinn á einum stað:
SLATTUVELAR
fyrir allar stæröir garða.
Vélorf * Raforf ★ Kantklippur * Hekkklippur * Traktorar + ,—-n
Einungis viöurkennd hágæðamerki: MURRAY,
ECHO, AL-KO 0.fl. VISA og EURO-þjónusta.
Póstsendum um land allt. Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta.
Sláttuvéla- & Hvellur
Hjólamarkaður Smiðjuvegi 30, Kópavogi Sími 689 699 og 688 658
Frá þingi Landssambands sjálfstæðiskvenna í Viðey um helgina.
Sigríður Anna Þórðardóttir, ný-
kjörinn formaður Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna.
Framkvæmdasjóðsins.
Ólafur Helgi Kjartansson kom
einnig að fyrirhuguð breytingum svo
sem virðisaukaskattinum, sem hann
taldi til bóta. Á hinn bóginn varaði
hann við þeim áhrifum, sem skattur
á fjármagnstekjur gæti haft. Annað
hvort yrði hann til þess að draga
úr sparnaði eða að kröfur um hærri
ávöxtun kæmu fram í kjölfar álagn-
ingar hans. Eins taldi hann að sérs-
takt hátekjuskattþrep væri vara-
samt, þar sem annað hvort yrði að
leggja hann á eftir á og riðla þann-
ig staðgreiðslukerfinu, eða hafa
hann inn í staðgreiðslukerfinu, sem
þýddi að erfitt yrði að leggja hann
á einstaklinga sem þægju laun á
fleiri en einum stað.
Húsbréfakerfíð
Að erindi Ólafs loknu var hús-
bréfakerfið tekið til umræðu á þing-
inu. María E. Ingvadóttir, fjármála-
stjóri, gerði grein fyrir núverandi
húsnæðiskerfi og sagði það hafa
sprungið. Ýmsar leiðir væru til út
þeim vanda sem við blasti í þessum
málaflokki og væri einfaldasta
lausnin sú að hækka vexti á hús-
næðislánum. Sagði María að spum-
ing væri, hvers vegna ríkið ætti að
hafa afskipti af þessum málum og
hvort ekki væri eðlilegra að fast-
eignamarkaðurinn fjármagnaði
þessi lán innan frá. Hún gagnrýndi
breytingar sem gerðar voru á hús-
bréfafrumvarpinu í meðförum Al-
þingis og sagði mikilvægt að nægt
fjármagn fengist í kerfíð til að leyfa
því að sanna tilverurétt sinn. Hús-
bréfakerfið væri, eins og það var
fyrst hugsað, skref í þá átt, að ríkið
hætti afskiptum sínum af fasteigna-
markaðinum.
Geir H. Haarde alþingismaður
gerði síðan grein fynr framgangi
húsbréfafrumvarpsins á Alþingi.
Sagði hann að á haustdögum hefði
stefnt í að nokkur samstaða hefði
getað orðið um þetta kerfi í þjóð-
félaginu, en andstaða hefði komið
fram frá afturhaldsöflunum á þingi,
Framsóknaflokki og Alþýðubanda-
lagi. Sú afstaða mótaðist af þeirri
skoðun þessara afla, að viðskipti
með verðbréf á fijálsum markaði
væru af hinu illa. Félagsmálaráð-
herra hefði síðan samið við þessa
andstæðinga kerfisins um að gera
breytingar á því, sem hefðu þannig
náð að eyðileggja það að verulegu
leyti. Hins vegar hefði ekki verið
samið við sjálfstæðismenn, sem
hefðu flestir verið fylgjandi kerfinu.
Vegna breytinganna hefðu sjálf-
stæðsmenn ekki fallist á frumvarpið
i endanlegri mynd þess og lagt til
að því yrði aftur vísað til ríkisstjórn-
arinnar. Þegar það hefði verið fellt
hefðu þeir því setið hjá.
Umhverfismál
Að loknum umræðum og fyrir-
spurnum um húsbréfakerfið voru
haldin tvö erindi um umhverfismál.
Annars vegar fjallaði Hulda Valtýs-
dóttir, formaður Skógræktarfélags
íslands, um skógrækt hér á landi
og aukinn áhuga almennings á þess-
um málaflokki. Fyrirhugað væri
átak í skógrækt á næsta ári og
ætti þar að beina athyglinni að land-
græðsluskógum. Taldi Hulda þetta
átak efla heilbrigðan þjóðarmetnað
og skoraði á þingfulltrúa að láta
ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.
Hún vék í lok máls síns að frum-
varpi ríkisstjómarinnar um um-
hverfismál, sem ekki fékkst afgreitt
á Alþingi í vor, og taldi það gallað
að mörgu leyti.
Salóme Þorkelsdóttir, alþingis-
maður, íjallaði einnig um umhverfis-
málafrumvarp ríkisstjómarinnar.
Það hefði verið lagt fram skömmu
fyrir þinglok og átt að keyra það í
gegnum Alþingi á skömmum tíma.
Taldi Salóme þetta gagnrýnisverð
vinnubrögð auk þess sem það hefði
mætt andstöðu frá flestum hags-
munaaðilum. Hins vegar væri vissu-
lega þörf á að samræma yfirstjórn
ÓlöfKristjánsdóttir,
Víði - Kveðjuorð
Fædd 27. apríl 1971
Dáin 30. maí 1989
Með þessum fáeinum orðum vil
ég kveðja fyrrverandi skólasystur
mína, Ólöfu Kristjánsdóttur. Ég
kynntist Ólöfu á Skógaskóla. Alltaf
var hún hress og kát. Mér þykir
leitt að geta ekki verið heima á
íslandi við útförina, vegna náms
erlendis.
Ég vil senda innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu hennar. Við
söknum hennar öll.
Ólöf Hrafhsdóttir
Skólasystir okkar og vinkona er
látin. Er við fréttum af þessu hræði-
lega slysi brá okkur mjög, en okkur
datt ekki til hugar að afleiðingar
þess yrðu eins alvarlegar og raun
ber vitni. En eins og við vitum öll,
deyja þeir ungir sem guðirnir elska.
Við kynntumst Ólöfu sem mjög
glaðlyndri, ákveðinni og traustri
manneskju. Hún hafði einkar hlýja
framkomu og mjög gott var að tala
við hana. Hún var ávallt svo jákvæð
og skilningsrík að margir leituðu
til hennar til þess að ræða hina
ólíkustu hluti og vandamál. Ólöf var
mjög sérstök stelpa, stelpa sem
okkur þótti öllum vænt um og ein
af fáum sem algjörlega var hægt
að opna sig fyrir og tala við um
hvað sem var.
Er við hugsum um það að við
eigum aldrei eftir að sjá hana né
heyra aftur í þessu lífi finnum við
til mikillar sorgar og einnig eftir-
sjár. Þótt hún sé ekki lengur meðal
okkar munum við ekki gleyma
henni heldur mun minningin um
hana ávallt lifa í huga okkar og
hana getur ekkert tekið frá okkur.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast henni þennan stutta
tíma og við sendum öllum þeim sem
þekktu hana, foreldrum, systrum,
ættingjum, vinum og þá sérstaklega
Jóhanni innilegustu samúðarkveðj-
ur. Megi Guð styrkja ykkur í ykkar
miklu sorg.
Mér finnst ég varla heill né hálfur raaður
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einmanna ég sit um vetrarkvöld.
En eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið það líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Blessuð sé minning hennar.
Nemendur og vinir á
Skógaskóla
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
PÉTURS PÁLSSONAR,
Hraunbraut 1,
Kópavogl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar.
Steinunn Sæmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR.
Friðjón Þórðarson,
Sigurður Rúnar Friðjónsson, Guðborg Tryggvadóttir,
Þórður Friðjónsson, Þrúður G. Haraldsdóttir,
Helgi Þorgils Friðjónsson, Margrét Lísa Steingrímsdóttir,
Lýður Árni Friðjónsson, Ásta Pétursdóttir,
Steinunn Kristin Friðjónsdóttir, Árni M. Mathiesen
og barnabörn.