Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 --(*{•(• 1—f./j r; i-F .■I-.-.M—' ■ |■ >, Minning: Þormóður Jónasson húsgagnasmiður Fæddur 1. ágúst 1908 Dáinn 3. júní 1989 I fomum sögum og sögnum er greint frá rausnarfólki er reisti sér skála við þjóðbraut þvera. Þangað var gott að koma. Þar biðu vinir í varpa og fögnuðu gestum og gang- andi. Heimili Þormóðs Jónassonar og Steinunnar systur minnar varð móður minni og hennar fólki slíkur skáli. Þangað var sótt á hátíða- stundum. Þar var athvarf gömlum og þreyttum í annríki virkra daga og börn og unglingar boðin velkom- in. Mágafólk Þormóðs, fjölmennur systkinahópur og vandamenn áttu þangað margar ferðir um áratuga skeið. Gangandi og akandi streymdu ættingjar og vinir með böm í fangi og hmma við hönd, að njóta sam- vista og gestrisni, hvort sem var á vetrarkvöldum eða sumardegi. Þar var jafnan opið hús og hjartahlýja. Þar stóð eitt samfellt gestaboð í nærfellt hálfa öld. Engum manni, skyldum né vandalausum, eigum við systkinin meiri né betri þakkir að færa en Þormóði Jónassyni, mági okkar, nú þegar hann er kvaddur hinstu kveéju. Slíkur drengskaparmaður reyndist hann fólki okkar á vega- mótum er leiðir lágu saman og æ síðan. Þegar þau Þormóður og Steinunn systir mín stofnuðu til hjónabands festi hann kaup á húsi við Grettis- götu. Það varð ljóst að þar ætlaði hann ekki að tjalda til einnar næt- ur. Árin hans þar urðu nærfellt hálf öld. Á þeim tíma breytti hann litlum og þröngum herbergjum í rúmgóðar og bjartar vistarverur. Þar varð hátt til lofts og vítt til veggja í besta skilningi þeirra orða. I þessu bæjarhverfi, þar sem göt- urnar eru kenndar við fomar hetjur og kvenskömnga, settust að bjarg- álnamenn, sem reyndu með ýmsum hætti að bæta hag sinn með eigin verkum. Auka degi í æviþátt með verkfúsum höndum, að liðnum al- mennum vinnudegi. Framsækinn hug^ur Þormóðs, hönd hans hög og óþreytandi, að því er virtist, allt lagðist á eitt og stefndi að því að búa sem best í haginn fyrir fjöl- skyldu hans og fólk það er honum tengdist. Fólk Þormóðs var ekki ein- göngu ijölskylda hans. í kjallara og á lofti var fjöldi skyldra og vanda- lausra. Margir þeirra er töldust í fiokki síðarnefndra urðu vanda- bundnir og tengdust tryggðabönd- um vináttu við dvöl í húsi þeirra hjóna. Og þá varð eldhúsið gjarnan Eftirhermuhús og settar á svið Rökkuróperur sem geymast í minn- ingu. Eða safnast við hljóðfæri og sungin lögin fögra og ljóðin góðu, sem fluttust með fólki beggja hjón- .anna á heimili þeirra. Ein af kærastu minningum Björns magisters Bjarnasonar frá Steinnesi frá æskudögum í Húna- þingi var bundin nótnahefti, er hon- um barst í hendur að láni frá söng- elskum bónda í sveitinni. Svo ljós var minningin í huga aldraðs manns að jafnan birti yfir svip hans er hann minntist nótnaheftisins góða. Húnvetnski bóndinn var Erlendur Erlendsson, Hnausum í Húnaþingi. Það var bjart yfir Hnausaheimil- inu og minningum þaðan í huga Þormóðs. Þar ólst hann upp frá 8 ára aldri, en þangað hafði hann flust, í glöðum systkinahópi og skjóli móður sinnar, Steinunnar Jónsdótt- ur. Eiginkona Erlends bónda, Sigur- björg Þorsteinsdóttir, frá Grand í Svínadal, og Steinunn vora uppeld- issystur. Foreldrar Sigurbjargar tóku Steinunni unga í fóstur, en hún galt dótturinni fósturlaunin og varð henni stoð og stytta, enda má fara nærri um hverra verka var þörf á svo mannmörgu heimili. Börn Sigur- bjargar húsfreyju og Erlends bónda urðu 14. Átta systkinanna komust upp. Það var glaðvær hópur og mikill menningarbragur jafnan á öllu því fólki. Var einkar kært með Þormóði og syskinahópnum fjöl- menna og glaðværa. Til þeirra góðu vina lágu jafnan gagnvegir. Á yngri árum sínum í Húnavatns- sýslu mun Þormóður hafa ætlað sér að verða bóndi og leitt hugann að jarðnæði, enda eignast álitlegan fjárhóp með sparnaði og sjálfsaf- neitun í vegavinnu og kaupavinnu, er hann stundaði til 18 ára aldurs. Glöggskyggni Þormóðs og raunsæi mun þó hafa leitt til þeirrar niður- stöðu að ékki hefði hann bolmagn til þess, þótt ekki vantaði viljann. Kunnugir töldu Þormóð laghentan og hneigðan til smíða og iðni hans var hverjum manni augljós. Það varð því að ráði -að hann fiuttist búferlum til Reykjavíkur árið 1927. Ræðst hann til smíða. Árið 1929 verður að ráði að Þormóður vistast hjá Þorsteini Sigurðssyni húsgagna- smíðameistara, á Grettisgötu. Þar stundar hann nám í iðngrein sinni og lýkur þaðan prófi með loflegum vitnisburði. Vann hann á verkstæði meistara síns, Þorsteins, uns hann verður starfsmaður Kristjáns Sig- geirssonar árið 1935. Þar starfar hann næstu 5 ár en tekur þá þann kost að hverfa frá húsgagnasmíði um skeið og stundar þá útivinnu við húsbyggingar m.a. hjá Almenna byggingafélaginu. Þaðan ræðst hann svo til Áhaldahúss Reykjavík- ur og gegnir þar störfum um 30 ára skeið. Óll störf sín vann Þormóð- ur af stakri trúmennsku. Verkstjóri í trésmíðastofu Áhaldahússins var hann síðustu 15 árin, er hann vann þar. Grettisgatan og næsta nágrenni var- sérstakur heimur, svipaður því er til hagar í öðrum hverfum og þoi-pum. Góðir grannar verða minn- isstæðir og andrúmsloft kunnings- skapar og vináttu geymist í huga. Daglegar nauðþurftir sóttar hið næsta, en hver og einn reyndi að búa að sínu. Qarðrækt og matjurtir áttu sér verðuga fulitrúa er biðu vorverka með óþreyju. Næstu ná- grannar Þormóðs og Steinunnar, Pétur Hansson og Guðríður kona hans, höfðu jafnan sáð matjurtum í garð sinn hinn 1. maí ár hvert. Þar var einn snyrtilegasti matjurta- garður borgarinnar. Þráðbeinar moldargötur milli beða, en græn rönd grasgeira og steinstétt mark- aði lóðir við grindverk er skildi húsa- sund. Þá var gott að ræða veður- horfur og spá um sprettu. í þann sama mund fór Þormóður að hyggja að húsi sínu, hvernig það kæmi undan vetri. Hvort nokkurt lát væri á. Hvar hægt væri að betrumbæta. Hvort nú væri kominn tími til þess að hefjast handa og auka við húsið álmu, eða bíða betri tíma. Gott þótti grönnum að leita ráða til hans um allt er smíðar varðaði enda ljómaði hús hans sem hverfisprýði. Þormóður gerði ekki víðreist um dagana. Hann kaus sér vettvang starfs og iðju innan borgarmarka. Þar vann hann verk sín flest, dag- langt í þágu annarra, jiveijum starfsmanni trúrri, hverri frístund sinni varði hann til þess að piýða og fegra umhverfi sitt. Ávaxta sitt pund á þeim reit, er hann hafði kjör- ið sér og sínum til búsetu. Þeir sem fjalla um félagsfræði og mannleg samskipti gætu sjálfsagt lesið sitt- hvað um þróun búsetu, atvinnu- hætti og stéttarstöðu þegar horft er um öxl og borin saman kjör kyn- slóðar sem nú kveður og þeirrar sem nú vex upp til verka. Mörg rauna- saga er sögð um hlutskipti ein- stæðra mæðra, er áttu allt sitt und- ir náð og miskunn vandalausra. Sumar bognuðu í basli og armæðu óblíðra kjara. Aðrar björguðust vegna fádæma viljastyrks og stefnufestu og með góðvild og skiln- ingi vina, er veittu skjól. Steinunn Jónsdóttir, móðir Þormóðs, fluttist hingað með syni sínum. Hún prýddi Grettisgötuheimilið með hljóðlátri dyggð sinni og sístarfandi um- hyggju, en vék þó hvergi af verði hjá vinafólki sínu frá Hnausum. Það var hreint ótrúlegt hvert starfsþrek þessari grannvöxnu konu var gefið. Eg minnist margra stunda á heim- ili Steinunnar systur minnar og Þormóðs mágs míns. Steinunn móð- ir hans gekk þar hljóðlát um hús. Nærvera hennar fylgdi jafnan sér- stakur andblær umhyggju og fórn- arlundar. Án margra orða vann hún verk sín. Þó vissum við um söngva er hún geymdi í bijósti sér og hljóm- list var henni kær og kunn frá yngri árum. Að sögn þeirra er þekktu til ára Steinunnar í Húnaþingi lék hún forkunnar vel á hljóðfæri og unni söng og samhljómum. í ljóði sínu Man ég grænar grund- ir hefir skáldið Steingrímur Thor- steinsson lýst af næmleik og skiln- ingi hughrifum bæjarbúans er verð- ur hugsað til æskuára í fagurri islenskri sveit. Skáldið rómar „bændabýlin þekku“ með gestrisni og góðvild er breiða faðm -sinn mót ferðlúnum og bjóða hvíld í hlíðar- brekku, þar sem hvít stofuþil ljóma á sólskinsdegi. Á þann veg sjáum við heimili Þormóðs og Steinunnar. Húnvetnska sveitapiltinum, sem fluttist hingað á mölina með móður sinni einstæðri en vinmargri, og systur minni, er kom með aldraða móður sína og ungan systurson, Ástþór, móðurlausan, tókst að stofna slíkt heimili og eignast sjálf tvo mannvænlega sveina, Hilmar Pétur og Ásgeir, er léku á palli og runnu upp sem fíflar í túni, og svo bættist litfríð og ljóshærð smámey, Áslaug, í hópinn að prýða heimilið. Með þessum hætti, óbilandi kjarki, þolgæði sem aldrei brást og góðvild tókst að flytja á mölina þokka og hugarþel það sem sungið var um í ljóðinu um bændabýlin þekku. Steinunn systir mín heitir einnig nafni Bergþóra. Breyttir þjóðfélags- hættir ollu því að hún var ekki gef- in Þormóði, eins og Bergþóra Njáli. En Steinunn Bergþóra og Þormóður kusu hvort annað og völdu ævinlega samfylgd og trúnað sem aldrei brást. Gagnkvæm umhyggja þeirra, hvemig sem vindar blésu, tryggði þeim sólfar á sameiginlegri vegferð og ástúð til æviloka. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar og vinkonu, STEINUNNAR B. GUÐLAUGSDÓTTUR, Vfðimýri við Kaplaskjólsveg. Þórunn Guðlaugsdóttir, Áslaug Cassata. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓNS HJALTASONAR, Lindarbraut 39. Unnur Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabarn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, FINNBOGA GUÐLAUGSSONAR, Bröttugötu 4, Borgarnesi. Sigriður Þorsteinsdóttir, Ólöf Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlót KATRI'NAR VIÐAR, Laufásvegi 35. Þökkum sérstaklega sr. Þóri Stephensen fyrir hlýhug og virðingu við hana, svo og því listafólki, sem flutti tónlist við útför hennar. Einnig þeim, sem minntust hennar á ógleymanlegan hátt í minn- ingargreinum. , ý Jórunn Viðar, Lárus, Katrín og Lovísa Fjeldsted, Einar, Theodóra, Guðmundur og Jón Thoroddsen og fjölskyldur þeirra. Lokað Lokað á morgun, miðvikudaginn 14. júní, frá kl. 13.00, vegna útfarar VALDIMARS JÓNSSON AR. Erlendur Blandon & Co., Skútuvogi 10F. Lokað Lokað á morgun, miðvikudaginn 14. júní, vegna útfarar VALDIMARS JÓNSSONAR. K. Þorsteinsson hf., Skútuvogi 10E. Með þeim kaflaskiptum sem nú verða í atvinnuháttum þjóðarinnar lýkur ákveðnum þætti í þjóðfélags- skipan og sambýlisháttum. Fjöl- skyldan — sambýli þriggja kynslóða — lífsform, sem varðveitt hefir gildi sitt og verkaskiptingu aldursflokka, allt frá landnámstíð, fellur nú að velli. Er ekki lengur til sem slík og á sér ekki lífsvon á þeirri tíð, er nú gengur í garð. Stóriðja, vélvæðing, kúluritvélar og stimpilklukkur leyfa ekki samvistir og vinahót æsku og elli, í því formi sem fyrram var. Við, sem þekktum þá fornu hætti, það „fagra mannlíf" og munum annmarka þess og ókosti ýmsa, en þekktum einnig kostina og blessun þeirra eram þakklát fyrir þá veröld sem var. Pétur Pétursson þulur. Þormóður Jónasson var fóstur- bróðir móður minnar. Hann var al- inn upp í þeim stóra systkinahópi, lengst af á Hnausum i Húnaþingi. Móðir mín var elst 14 systkina en foreldrar hennar vora Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Grund í Svínadal og Erlendur Erlendsson frá Mikla- holti í Biskupstungum. Þau bjuggu fyrst að Auðólfsstöðum í Langadal og þar fæddist Þormóður. Foreldrar mínir, Guðbjörg Erlendsdóttir og Magnús Pálmason, fluttu til Reykjavíkur og byggðu sér hús að Þórsgötu 5. Þangað fluttu til okkar seinna frá Hnausum amma mín og afi. Ömmusystur mínar tvær, Jó- hanna og Jakobína, áttu aftur á móti Þórsgötu 3 og hjá þeim bjuggu þau af systkinum móður minnar sem ekki bjuggu í okkar húsi. Þar bjó líka Steinunn móðir Þormóðs eða Steina eins og hún var alltaf kölluð í okkar fjölskyldu. Steina var búin að vera lengi hjá afa og ömmu og Þormóður með henni. Þegar ég hugsa um Steinu þá kemur í huga minn nett kona, blíð, hógvær og mjúk var höndin sem strauk mér um kinn. Það var að mörgu leyti sérstök bernska sem við systur átt- um með öllu þessu skyldfólki. Full- orðið fólk sem var okkur ákaflega gott og svo glæsilegt ungt fólk, sem margt var að gerast hjá. Þormóður eða Dommi eins og við kölluðum hann var okkur systrum sérlega góður og alltaf gleði þegar hann kom í heimsókn, sem var oft. Minn- isstæð eru mér dúkkurúmin sem hann smíðaði handa okkur systram og vora nöfnin okkar greypt í höfuð- gaflinn. Þau voru haganlega gerð enda Þormóður smiður góður. Við Þormóður áttum sama afmælisdag 1. ágúst og hefði hann orðið 81 árs í sumar. Þetta gerði okkur kannske svolítið nánari. Þormóður var far- sæll maður og eignaðist góða og mikilhæfa konu, Steinunni Péturs- dóttur. Þau eiga þrjú börn. Þessar línur era aðallega skrifað- ar til að þakka honum fyrir okkur systur, Kiddý, Bíbí, Erlu og Hrafn- hildi, sem hann veitti marga gleði- stund. Blessuð sé minning hans. Kæra Steinunn, við Bjarni sendum þér og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Sigurbjörg Magnúsdóttir Ein af styrku stoðunum í daglega lífinu er brostin. Mætur tengdafaðir minn, Þormóður Jónasson hús- gagnasmiður, er fallinn frá, áttræð- ur að aldri. Ég sakna nú vinar í stað. Þormóður var unglegur og fal- legur maður alia tíð. Elja, atorka og áreiðanleiki ásamt glettni og glaðværð í bland fannst mér ein- kenna skaphöfn hans. Hann bar ríka umhyggju fyrir ástvinum sínum. Sautján ára gömul fluttist ég i hús tengdaforeldra minna, þá nýgift elsta barni þeirra, Hilmari Pétri. Við ungu hjónin höfðum hug á að ljúka menntaskólanámi og voram tekin alvarlega. Húsaskjól og önnur aðstoð var ljúflega af hendi látin okkur og sonum okkar, meðan á því stóð. Hafi tengdafaðir minn haft einhveijar efasemdir um fram- tak unga fólksins, lét hann það ekki á sér finna. Ég man, hvað mér þótti mikið um að vera á heimilinu á Grettis- götu 43. Auk yngri systkinanna tveggja, Ásgeirs og Áslaugar, vora þar heimilisfastar tvær ömmur, Steinunn Jónsdóttir, móðir Þor- móðs, og tengdamóðir hans, Elísa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.