Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 Hong Kong-búar vilja auka lýðræði fyrir 1997 Hong Kong, Reuter. STUÐNINGSMENN kínversku lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong eru nú hvattir til þess að einbeita sér að því að ná fram umbótum í lýðræðisátt í nýlend- unni fyrir árið 1997, en þá rennur út leiga bresku krúnunnar á Hong Kong og kommúnistastjórnin í Peking tekur við henni. Undanfarnar vikur hafa skoðana- bræður kínversku námsmannanna í Hong Kong haft frammi fjölmenn mótmæli og safnað jafngildi tæplega 200 milljóna íslenskra króna til styrktar námsmönnunum. íbúar Hong Kong hafa nú enn meiri áhyggjur af því en fyrr, hvað bíður nýlendunnar árið 1997. Fram að þessu hafa lýðræðiskröfur ekki verið háværar í Hong Kong, en ný- lendunni er stjórnað af landstjóra Bretadrottningar og löggjafarþingi. í því sitja þingmenn, sem eru til- nefndir af iandstjóranum eða sitja sem fulltrúar einstakra stétta og samtaka í nýlendunni. Eftir að lýðræðiskröfur stúdenta handan landamæranna hófust hafa íbúa Hong Kong, löggjafarþingið og landstjórinn tekið höndum saman og hvatt til þess að fullt lýðræði verði komið á í nýlendunni fyrir árið 1997. Mun slík samstaða eindæmi. Hins vegar heyrast efasemdar- raddir um stuðning við stúdenta í Kína, því stjómin í Peking lítur yfir- leitt á hvers konar afskipti Hong Kong-búa af málefnum Kína sem freklega íhlutun og hefur jafnvel í hótunum. Milljónir manna við gnllna gi’aftivelfingn Khomeinis í Teheran Rafsanjani endurkjörinn forseti þingsins Teheran. Reuter. ALI Rafsanjani var endurkjör- inn forseti íranska þingsins til eins árs með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða í gær. Rasanjani, sem er eini frambjóðandinn í forsetakosningum sem haldnar verða í ágústmánuði, þykir fylgja hófsamri stefhu í garð vestrænna ríkja og er talið að hann sé hlynntur opnari sljórn- arháttum í íran og aukinni hlut- deild einkaframtaksins í efiia- hagslífi þjóðarinnar. Mörg hundruð þúsundir syrgjenda söfiiuðust við gullna graflivelf- ingu Khomeinis í Behesht-e Zhara grafreitnum á sunnudag. Þar er nú verið að reisa mosku til heiðurs hinum látna trúar- leiðtoga. í útvarpinu í Teheran var graf- hvelfing hins látna trúarleiðtoga nefnd Haram-e Sharif, sem er helg- asta moska múhameðstrúarmanna í Mekka, og Rasanjani sagði að innan tíðar myndu múhamestrúar- ERLENT menn hvaðanæva úr heiminum streyma að grafhvelfingu Kho- meinis til votta honum virðingu sína. Fréttastofan IRNA taldi líklegt að þeir sem voru viðstaddir athöfn- ina í Behesht-e Zhara hefðu skipt milljónum. „Slagorðið „Dauði yfir Bandaríkjamönnum" hljómaði af vörum syrgjenda og lýsir það við- brögðum þjóðarinnar við ákaili hins útvalda um eilífa baráttu gegn erki- djöflinum, Bandaríkjunum," sagði útvarpið í Teheram Harðlínumenn í íran hafa heitið Ali Khameini, eftirmanni Khomein- is, stuðningi sínum og dagblaðið Kayhan International sagði að hinn nýji leiðtogi og Rafsanjani, forseti þingsins, væru best fallnir til að stjóma landinu í kjölfar fráfalls Khomeinis. Tugir tjalda vora reist við graf- reitinn þar sem tekið var á móti fjárframlögum almennings til byggingar miðstöðvar pílagríma. „Hér ætlum við að reisa einu stærstu mosku í heimi. Hann, [Khomeini], var okkar mesti leið- togi,“ sagði einn þeirra er lét fé af hendi rakna. Þrátt fyrir vatnsaustur yfir æst- an múginn við gröf Khomeinis hnigu mörg þúsund manns til jarð- ar og voru bomir á sjúkrabörum í burtu. Líkamsleifar stúdenta og reiðhjól þeirra í einni kös á Torgi hins himneska friðar í Peking. Bryndrekum var ekið yfir stúdentana hvað eftir annað þar til líkin „voru orðin að mauki einu.“ Frásögn sjónarvotts af fjöldamorðunum í Peking: Ekið var yfir líkin þar til þau voru orðin að mauki Canberru, Reuter, WTN og Visnews. í ÁSTRALÍU hafa stjórnvöld látið í ljós miklar áhyggjur af ástandinu í Kína og meðal annars gefið til kynna að fjöldi kínverskra ríkis- borgara í Ástralíu muni fyrir- hafiiarlaust getað fengið varan- legt landvistarleyfi þar. Forsætis- ráðherra Ástralíu, Bob Hawke, brast í grát við tilfínningaríka minningarathöfii um fómarlömb Qöldamorða kínverska alþýðu- hersins, sem haldin var i þingsal hins nýja þinghúss Ástrala í Can- berrn síðastliðinn fijstudag. Kafli úr minningarathöfninni var sýnd- ur í fréttatíma Stöðvar tvö um helgina. Hawke las meðal annars upp lýs- ingu sjónarvotts af blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar og sagð- ist meðal annars svo frá: „Ekið var yfir stúdentanna með þungum herflutningavögnum og skriðdrekum, sem síðan óku fram og aftur yfir lík hinna föllnu þar til þau voru orðin að mauki einu. Eftir það var jarðýtum ekið inn á torgið og líkamsleiftinum ýtt saman í hrúg- ur, sem síðan var kveikt í af her- mönnum með eldvörpur.“ Hvað eftir annað var Hawke nærri því að gráti kominn og var auðheyrt á mæli hans, að hann var miður sín við þessa lesningu. Víðs vegar um Ástralíu voru haldnar minningarathafnir, en í Ástr- alíu er fjöldi manna af kínverskum uppruna. Kínverskur stjórnarerindreki í Canberru hefur leitað hælis sem pólitískur flóttamaður og er talið að fleiri kunni að feta í fótspor hans. í Ástralíu eru um 10.000 kínverskir námsmenn og hafa stjórnvöld til- kynnt að dvalarleyfi þeirra verði framlengd uns um hægist í heima- landi þeirra, en auk þess var sagt, að umsóknir um varanlegt landvist- arleyfi yrði vel tekið. Á föstudag var leikin segulbands- upptaka í sjónvarpi í Hong Kong, en þar talaði Chai Ling, einn af leið- togum lýðræðissinnaðra stúdenta í Kína. Hún komst hvað eftir annað við á meðan lýsingu hennar á hryðju- verkum alþýðuhersins á Torgi hins himneska friðar stóð. „Stúdentarnir voru dauðuppgefnir og lágu sofandi í tjöldunum, en skrið- drekarnir óku yfir þá og breyttu þeim í kjötkássu," sagði Chai Ling. Hún skýrði einnig frá því að stúd- entar, sem hefðu verið að hörfa frá torginu, hefðu gengið fram á annan vígvöll, þar sem brunnin farartæki og önnur ummerki um átök voru út um allt, en engin lík. „Seinna komumst við að því að þessir fasistar höfðu notað vélbyssur og skriðdreka til þess að drepa fólk- ið og síðan komu aðrir hermenn og stöfluðu líkunum inn í strætisvagna. Sumir voru enn lifandi þegar þeir voru settir ásamt líkunum inn í vagn- ana, en þeir köfnuðu brátt.“ New York Times: Karpov blæs á afvopnunar- tillögur Bandaríkjaforseta Gcnf og New York, Reutcr. VIKTOR Karpov, aðalsamningamaður Sovétmanna í afvopnunarvið- ræðum austurs og vesturs, sagði í grein, sem birtist í New York Times á mánudag, að tillögur George Bush Bandaríkjaforseta um niðurskurð á heijum og hefðbundnum vopnabúnaði væru óaðgengi- legar á mörgum mikilvægum sviðum og að of mikið hefði verið gert úr þessu frumkvæði forsetans í vestrænum Qölmiðlum. Þá sak- aði Karpov Vesturlönd um tafir í viðræðum um skammdræg kjarn- orkuvopn. Karpov sagði að vænta mætti samkomulags um nokkrar af tillög- um Bush, sem hann lagði fram á leiðtogafundi ríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Brussel í síðasta mánuði, þar sem þær væru margar hveijar nær orðrétt fengn- ar að láni frá Varsjárbandalaginu. Kvað hann þetta sérstaklega eiga við um fækkun skriðdreka, her- flutningavagna, stórskotaliðs og þyrlna. Tillögu Bush um gagnkvæma 15% fækkun orrustuflugvéla sagði hann fráleita og óréttmæta, þar sem Bandaríkjamenn vildu telja með orrustuþotur, sem hafa það hlutverk að fljúga í veg fyrir flug- vélar, sem ekki hafa gert grein fyrir flugi sínu, og væru „alger varnarvopn". Karpov sagði einnig að tillaga Bandaríkjaforseta um fækkun í herliði NATO og Varsjárbanda- lagsins í Evrópu væri of þröngt skilgreind og myndi vera vestræn- um þjóðum of mikið í vil. Bush lagði til að Bandaríkjamenn fækk- uðu um 30.000 manns í herliði sínu í Evrópu, þannig að samtals yrðu 275.000 Bandaríkjamenn undir vopnum í álfunni, og lagði til að Sovétmenn kölluðu 325.000 her- menn frá Evrópu, þannig að í her- afla þeirra þar yrðu 275.000 manns — jafnmargir og í Evrópuheijum Bandaríkjanna. „Bush forseti ræddi aðeins um samdrátt í liði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Evrópu. I Varsjár- bandalaginu eru Sovétríkin ein með herlið utan eigin landamæra, en í NATO eru (auk Bandaríkjanna) Bretland, Frakkland, Belgía og Kanada með slíkt lið [í öðrum ríkjum].“ Karpov heldur því fram að heyri herir þessir ekki undir hugsanlegan samning muni Atlantshafsbanda- lagið hafa um 100.000 hermenn umfram Varsjárbandalagið. Hann vék einnig að því að vest- rænir fjölmiðlar hefðu haldið því Reuter William J. Crowe aðmíráll, yfirmaður bandariska herráðsins, kannar heiðursvörð á Sheremetjevo-flugvellinum í Moskvu í gær. Honum á vinstri hönd er Míkhaíl Moisejev, yfirmaður sovéska herráðsins. fram, að með tillögum sínum á leið- togafundinum hefði Bush tekist að ná frumkvæðinu í afvopnunarmál- um frá Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. „Okkur skiptir engu máli hver stendur með pálmann í höndunum fyrir að hafa rutt ein- hverjum hugmyndum braut.“ Hins vegar sagði hann Kremlveijar litu á það, sem mikinn og alvarlegan galla á ræðu Bush á leiðtogafund- inum, að þar hefði vantað jákvæð viðbrögð við þeirri tillögu Varsjár- bandalagsins, að þegar í stað yrði rætt um skammdrægar kjamorku- flaugar í Evrópu. í gær undirrituðu Bandaríkja- menn og Sovétmenn samkomulag sem miðar að því að draga úr hættu á stríðsátökum fyrir slysni. Míkhaíl Moisejev, yfirmaður sov- éska herráðsins, sagði að undirrit- un samkomulagsins væri „söguleg- ur atburður" í samskiptum ríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.