Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13, JÚNÍ 1989 57 RÖNTGENTÆKNI umhversimála, en þau heyrðu nú undir 8 ráðuneyti. Vitnaði hún til þess að sjálfstæðismenn hefðu flutt frumvörp um þessi efni allt frá því í stjómartíð ríkisstjómar Geirs Hallgrímssonar en þau hefðu aldrei náð fram að ganga. Síðast hefði slíkt frumvarp verið flutt í vetur. Sigríður Anna Þórðardóttir kjörin formaður Síðari hluta laugardags og fýrri hluta sunnudags snemst störf þingsins einkum um stjórnmálaá- lyktun þess. Mikill hluti umræðn- anna fór í skólamál og skattamál og kom fram hörð andstaða við skattahækkanir vinstri stjórnarinn- ar. Var á það lögð þung áhersla í stjórnmálaályktuninni, að Sjálf- stæðisflokkurinn þyrfti að tefla fram skýrri stefnu sinni gegn þeirri skömmtunarstjóm og forsjár- hyggju, sem einkenndi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Þegar stjórnmálaályktunin hafði verið samþykkt, var gengið til kjörs stjórnar til næstu tveggja ára. Þór- unn Gestsdóttir, sem verið hefur formaður í 4 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Sigríður Anna Þórðardóttir frá Grundarfirði kjörin í hennar stað. Sigríður Anna hefur gegnt varaformennsku í Landssambandinu í tvö ár og var hún ein í framboði til formanns. Einnig var sjálfkjörið í önnur stjórnarsæti. Þær sem sitja munu í stjórn Landssambands sjálfstæðis- kvenna til næstu tveggja ára, auk formannsins, em: Amdís Jónsdótt- ir, Selfossi, Anna Kristjánsdóttir, Reykjavík, Ásta Michaelsdóttir, Hafnarfirði, Björg Þórðardóttir, Akureyri, María Bergmann, Keflavík, Hildigunnur Högnadóttir, ísafirði, Margrét Kristinsdóttir, Akureyri, Sigurbjörg Axelsdóttir, Vestmannaeyjum, Kristín Zoéga, Reykjavík, Guðrún Stella Gissurar- dóttir, Kópavogi, Aðalheiður Ar- nórsdóttir, Sauðárkróki, Oddný Vil- hjálmsdóttir, Reykjavík og Helga Höskuldsdóttir, Akranesi. STEYPT NIÐURFÖLL, RISTAR, KARMAR OGLOK Sérsteypum einnig annað eftir pöntun. JÁRNSTEYPAN HF. ÁNANAUSTUM 3, SlMAR 24407 - 624260 JÁRNSTEYPA - ÁLSTEYPA - KOPARSTEYPA MEINA TÆKNI í Heilbrigöisdeild Tækniskóla íslands býöst áhugavert nám á háskólastigi. Fjölbreytt störf eru í boði að námi loicnu. Innritun fer fram í Tækniskóla (slands Höföabakka 9, sími 91-84933. STÚDENTAR ATHUGIÐ Umsóknarfrestur er til 15.JÚNÍ sjúkrahúsin tækniskóli íslands Þörungaverk- smiðjan: Tapið um 8 milljónir Miðhúsum, Reykhólasveit. Á aðalfundi Þörungaverksmiðj- unnar sem haldinn var að Mjólk- urvöllum 10. þessa mánaðar kom fram að tapið á rekstri verksmiðjunnar á síðasta ári nam 8 milljónum króna. Eiginfj- árstaða fyrirtækisins er því nei- kvæð um hálfa milljón króna. Á þriðja tug manna sóttu um stöðu forstjóra verksmiðjunnar. Á fundinum urðu snarpar um- ræður milli fráfarandi sölumanns verksmiðjunnar Kristjáns Þórs Kristjánssonar og Einars Ingvars- sonar fulltrúa Byggðastofnunnar og sýndist sitt hverjum. Tveir listar voru í stjómarlqori og fékk listi Kaupfélags Króks- fjarðar alla stjórnarmennina kjörna en listi smærri hluthafa engan. Þátttaka í kosningunni var lítil og munu fulltrúar Reykhóla- hrepps hafa skilað auðu en hrepp- urinn er annar stærsti hluthafinn á eftir Byggðastofnun sem á 40% hlut. Fulltrúar Byggðastofnunar tóku ekki þátt í kosningunni. N Sveinn Steindór Sendibflar Frá Norrænna mjólkuriðnaðarþinginu sem sett var í Háskólabíói í gær. Norrænt mjólkuriðnaðarþing: Morgunblaðið/Sverrir Fjallað um gæðastýr- ingu í mjólkuriðnaði NORRÆNT mjólkuriðnaðarþing var sett í Háskólabíói í gær, en það er haldið af mjólkurtæknifé- lögum frá öllum Norðurlöndunum. Steingrímur J. Sigfusson land- búnaðarráðherra setti þingið, og við setninguna flutti Páll Skúlason prófessor erindi. Þingið stendur yfir í þrjá daga, og eru þátttakend- ur samtals um 530 talsins, en þar af eru um 480 frá hinum Norður- löndunum. Að sögn Þórarins E. Sveinssonar, formanns Tæknifélags mjólkuriðnað- arins, sem er undirbúningsaðili þingsins af íslands hálfu, eru sam- norræn mjólkuriðnaðarþing haldin á þriggja ára fresti, en hér á landi var það síðast haldið 1973. Á milli þinga starfa undirnefndir í hveiju landi fyrir sig, sem taka fyrir ákveðið við- fangsefni og kryfla það til mergjar. Afraksturinn er síðan gefinn út í sérstakri bók, sem kemur út í tengsl- um við þinghaldið hveiju sinni, og er efni bókarinnar síðan rætt á þing- inu. „Efnið sem fjallað er um að þessu sinni er „Gæðastýring í mjólkuriðn- aði“, og er meðal annars fjallað um bragðgæði vöru og kostnað við gæðaframleiðslu. Einnig verður fjall- að um þá spurningu hvort hætta eigi að gerilsneyða og fitusprengja mjólk, og jafnframt þá hvort selja eigi hana í einnota umbúðum, en í Danmörku og Svíþjóð hefur orðið vart við til- hneigingu í þessa átt. Þarna er um að ræða er einskonar afturhvarfs- hugsun, og menn munu taka á því á þinginu hvort mjólkuriðnaðurinn á Norðurlöndunum eigi að þróast í þessa átt eða ekki, en þetta er í raun- inni spurning um hvort við séum komnir of langt í tækninni. Mjólku- riðnaðurinn er sennilega kominn hvað lengst tæknilega séð á Norður- löndunum, og til dæmis hafa Danir fækkað mjólkursamlögum úr 600 í 37 á undanfömum tíu árum, og Norðmenn ætla að fækka sínum mjólkursamlögum úr 120 í 100 á næstu árum, en þetta eru þau lönd sem komin eru langlengst í þessum iðnaði," sagði Þórarinn. APGUS/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.