Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 57

Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13, JÚNÍ 1989 57 RÖNTGENTÆKNI umhversimála, en þau heyrðu nú undir 8 ráðuneyti. Vitnaði hún til þess að sjálfstæðismenn hefðu flutt frumvörp um þessi efni allt frá því í stjómartíð ríkisstjómar Geirs Hallgrímssonar en þau hefðu aldrei náð fram að ganga. Síðast hefði slíkt frumvarp verið flutt í vetur. Sigríður Anna Þórðardóttir kjörin formaður Síðari hluta laugardags og fýrri hluta sunnudags snemst störf þingsins einkum um stjórnmálaá- lyktun þess. Mikill hluti umræðn- anna fór í skólamál og skattamál og kom fram hörð andstaða við skattahækkanir vinstri stjórnarinn- ar. Var á það lögð þung áhersla í stjórnmálaályktuninni, að Sjálf- stæðisflokkurinn þyrfti að tefla fram skýrri stefnu sinni gegn þeirri skömmtunarstjóm og forsjár- hyggju, sem einkenndi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Þegar stjórnmálaályktunin hafði verið samþykkt, var gengið til kjörs stjórnar til næstu tveggja ára. Þór- unn Gestsdóttir, sem verið hefur formaður í 4 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Sigríður Anna Þórðardóttir frá Grundarfirði kjörin í hennar stað. Sigríður Anna hefur gegnt varaformennsku í Landssambandinu í tvö ár og var hún ein í framboði til formanns. Einnig var sjálfkjörið í önnur stjórnarsæti. Þær sem sitja munu í stjórn Landssambands sjálfstæðis- kvenna til næstu tveggja ára, auk formannsins, em: Amdís Jónsdótt- ir, Selfossi, Anna Kristjánsdóttir, Reykjavík, Ásta Michaelsdóttir, Hafnarfirði, Björg Þórðardóttir, Akureyri, María Bergmann, Keflavík, Hildigunnur Högnadóttir, ísafirði, Margrét Kristinsdóttir, Akureyri, Sigurbjörg Axelsdóttir, Vestmannaeyjum, Kristín Zoéga, Reykjavík, Guðrún Stella Gissurar- dóttir, Kópavogi, Aðalheiður Ar- nórsdóttir, Sauðárkróki, Oddný Vil- hjálmsdóttir, Reykjavík og Helga Höskuldsdóttir, Akranesi. STEYPT NIÐURFÖLL, RISTAR, KARMAR OGLOK Sérsteypum einnig annað eftir pöntun. JÁRNSTEYPAN HF. ÁNANAUSTUM 3, SlMAR 24407 - 624260 JÁRNSTEYPA - ÁLSTEYPA - KOPARSTEYPA MEINA TÆKNI í Heilbrigöisdeild Tækniskóla íslands býöst áhugavert nám á háskólastigi. Fjölbreytt störf eru í boði að námi loicnu. Innritun fer fram í Tækniskóla (slands Höföabakka 9, sími 91-84933. STÚDENTAR ATHUGIÐ Umsóknarfrestur er til 15.JÚNÍ sjúkrahúsin tækniskóli íslands Þörungaverk- smiðjan: Tapið um 8 milljónir Miðhúsum, Reykhólasveit. Á aðalfundi Þörungaverksmiðj- unnar sem haldinn var að Mjólk- urvöllum 10. þessa mánaðar kom fram að tapið á rekstri verksmiðjunnar á síðasta ári nam 8 milljónum króna. Eiginfj- árstaða fyrirtækisins er því nei- kvæð um hálfa milljón króna. Á þriðja tug manna sóttu um stöðu forstjóra verksmiðjunnar. Á fundinum urðu snarpar um- ræður milli fráfarandi sölumanns verksmiðjunnar Kristjáns Þórs Kristjánssonar og Einars Ingvars- sonar fulltrúa Byggðastofnunnar og sýndist sitt hverjum. Tveir listar voru í stjómarlqori og fékk listi Kaupfélags Króks- fjarðar alla stjórnarmennina kjörna en listi smærri hluthafa engan. Þátttaka í kosningunni var lítil og munu fulltrúar Reykhóla- hrepps hafa skilað auðu en hrepp- urinn er annar stærsti hluthafinn á eftir Byggðastofnun sem á 40% hlut. Fulltrúar Byggðastofnunar tóku ekki þátt í kosningunni. N Sveinn Steindór Sendibflar Frá Norrænna mjólkuriðnaðarþinginu sem sett var í Háskólabíói í gær. Norrænt mjólkuriðnaðarþing: Morgunblaðið/Sverrir Fjallað um gæðastýr- ingu í mjólkuriðnaði NORRÆNT mjólkuriðnaðarþing var sett í Háskólabíói í gær, en það er haldið af mjólkurtæknifé- lögum frá öllum Norðurlöndunum. Steingrímur J. Sigfusson land- búnaðarráðherra setti þingið, og við setninguna flutti Páll Skúlason prófessor erindi. Þingið stendur yfir í þrjá daga, og eru þátttakend- ur samtals um 530 talsins, en þar af eru um 480 frá hinum Norður- löndunum. Að sögn Þórarins E. Sveinssonar, formanns Tæknifélags mjólkuriðnað- arins, sem er undirbúningsaðili þingsins af íslands hálfu, eru sam- norræn mjólkuriðnaðarþing haldin á þriggja ára fresti, en hér á landi var það síðast haldið 1973. Á milli þinga starfa undirnefndir í hveiju landi fyrir sig, sem taka fyrir ákveðið við- fangsefni og kryfla það til mergjar. Afraksturinn er síðan gefinn út í sérstakri bók, sem kemur út í tengsl- um við þinghaldið hveiju sinni, og er efni bókarinnar síðan rætt á þing- inu. „Efnið sem fjallað er um að þessu sinni er „Gæðastýring í mjólkuriðn- aði“, og er meðal annars fjallað um bragðgæði vöru og kostnað við gæðaframleiðslu. Einnig verður fjall- að um þá spurningu hvort hætta eigi að gerilsneyða og fitusprengja mjólk, og jafnframt þá hvort selja eigi hana í einnota umbúðum, en í Danmörku og Svíþjóð hefur orðið vart við til- hneigingu í þessa átt. Þarna er um að ræða er einskonar afturhvarfs- hugsun, og menn munu taka á því á þinginu hvort mjólkuriðnaðurinn á Norðurlöndunum eigi að þróast í þessa átt eða ekki, en þetta er í raun- inni spurning um hvort við séum komnir of langt í tækninni. Mjólku- riðnaðurinn er sennilega kominn hvað lengst tæknilega séð á Norður- löndunum, og til dæmis hafa Danir fækkað mjólkursamlögum úr 600 í 37 á undanfömum tíu árum, og Norðmenn ætla að fækka sínum mjólkursamlögum úr 120 í 100 á næstu árum, en þetta eru þau lönd sem komin eru langlengst í þessum iðnaði," sagði Þórarinn. APGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.