Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 45
. MORGUNBLtAJBIfti )>K1ÐJ UDAGliH. 1 *■; JÚN'l ,3,989 Steindór Sendibílar Glímunni við gluggatjöldin er lokið. Við komum til þín, tökum þau niður, förum með þau og hreinsum þau. Svo strekkjum við þau og jöfhum falda með nýrri tölvutækni þannig að síddin verði nákvæm. Svo pökkum við þeim inn í plast, ökum þeim heim til þín og setjum þau upp. Gluggatjöldin verða slétt og falleg því að engin aukabrot koma í þau - hvorki í hreinsun né flutningi. Þú greiðir aðeins jfyrir hreinsunina — ekki fyrir aðra þjónustu. FONN Skeifunni 11 Sími: 82220 Ókeypis þjónusta — ómæld þægindi. Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Helstu Shell- - og Esso -stöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf. S. 77878, 985-29797. it TílbOinn stíflu eyðir Axel Þorgilsson - Kveðjuorð Þann 2. maí mætti ég eldhress og kát í skólann, en það var ekki lengi, vegna þess að ég fékk þær hörmulegu fregnir að Axel Arnar Þorgilsson, besti vinur minn, hefði dáið_ daginn áður. í fyrstu trúði ég þessu ekki en svo fór ég að skilja hvað það væri að deyja eða missa besta vin sinn. Axel var mjög skemmtilegur, hress og veru- lega fínn strákur. Hann átti mjög gott með að tala við fólk og kynn- ast því. Ég kynntist honum þannig að hann byijaði að hringja í mig og tala við mig. Ég spurði hann hvernig hann hefði fengið síma- númerið hjá mér, hann sagðist bara hafað reddað sér því sjálfur. Svona fann Axel allt út sjálfur, því hann var mjög laginn. Og þá allra mest í höndunum, því það var svo margt sem Axel gat en en aðrir ekki, t.d. að koma því í lag sem var í ólagi eða átti að fara í viðgerð. Hann var líka mjög lag- inn við að setja saman flókna hluti. Axel var mjög vinsæll og átti óteljandi vini. Axel var rétt að byrja að lifa lífinu og hann átti allt lífið framundan. Axel var mikill grínisti og hafði gaman af að stríða og grínast við fólk, en hann gat líka verið alvarlegur og tekið hluti mjög nærri sér. Ef sá sem hann var að tala við var að grínast en honum fannst það ekk- ert grín, þá hvorki hló hann né brosti, því hann hafði sko sínar skoðanir á málinu og enginn gat breytt því nema hann sjálfur. En það allra besta sem ég á til minn- ingar um hann eru djúpu spékopp- arnir í kinnunum hans. ■ Ég hef vitað hver Axel var síðan ég var sex ára gömul, en ég hélt alltaf að Axel væri ekkert sérstak- lega skemmtilegur strákur. En þegar ég kynntist honum almenni- lega kom í ljós að Axel var skemmtilegasti strákur sem ég hef kynnst og það var mjög gaman að tala við hann, og gott að treysta honum fyrir leyndarmálum. En það er ekki hægt lengur því hann er dáinn og fer til himnaríkis í betri heim. Ég minnist þeirra stunda þegar við töluðum saman, bæði í gríni og alvöru. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til Þorgils Axelssonar, Guðrúnar Helgadóttur, Helgu Ra- kelar Þorgilsdóttur og Þorgils Rafns Þorgilssonar í Brekkubyggð 20 í Garðabæ. Guð styrki ykkur öll í sorg ykkar. Skólasystir, Rakel Rán Guðjónsdóttir. Sumartilboð „Við tökum ekkert fyrir... ...að koma og taka gluggatjöldin niður eða setja þau upp.“ Hótel, veitingahús, sölu- skálar og mötuneyti. Hjá RV fáið þið servíettur, dúka, kerti, diska- og glasa- mottur á ótrúlega lágu verði. Qgjitmti REKSTRARVORUR Draghálsi 14-16*110 Rvík • Simar: 31956 - 685554
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.