Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 33 Tvö þúsund manns sóttu dýrasýningu í Reiðhöllinni UM tvö þúsund manns sóttu dýrasýningn fyrir alla Qöl- skylduna sem haldin var í Reiðliöllinnií Víðidal um síðustu helgi. Á sýningunni gafst gestum tækifæri til að komast í návígi við ýmsar teg- undir dýra. Að sögn Gylfa Geirssonar, framkvæmdastjóra Reiðhallar- innar, er þetta í fyrsta skipti sem e&it er til dýrasýningar I Reiðhöllinni. Sagði hann und- irtektir sýningargesta hafa verið góðar. Sýndar voru margar tegundir heimilisdýra, allt frá fuglum til Sska.Á milli sýningaratriða var börnum gefinn kostur á að fara á hest- bak. Morgunblaðið/Sverrir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Tímaritið 19. júní: Fjallað um tækni- fijóvgun og glasaböm TIMARITIÐ 19. júní, ársrit Kven- réttindafélags íslands, er nú kom- ið út og er þetta 39. árgangur þess. Megin efiii blaðsins að þessu sinni er tækniftjóvgun og glasa- börn, en að auki er að finna ýms- ar greinar og viðtöl. í 19. júní er fjallað um réttarstöðu glasabarna hér á landi, velt upp sið- rænum spurningum sem framfarir fijóvgunarvísindanna vekja og birt brot úr dagbók konu á „glasa-ferð“ í Englandi. Þá er viðtal við Jón Hilm- ar Alfreðsson, yfirlækni á Kvenna- deild Landspítalans, undir fyrirsögn- inni „Meðferð gegn ófrjósemi er mannúðarmál". Af öðru efni 19. júní að þessu sinni má nefna grein um sambúð karla og kvenna í framastörfum og viðtal við hjón um það efni. Þá er viðtal Bátur leit- ar aðstoðar ísafirði. við Helen Caldicott, barnalækni frá Ástralíu, en hún er væntanleg hingað til lands nú i júní. „Er lýðræðið lýðræðislegt" er yfir- skrift hringborðsumræðu um stjóm- mál, völd og hlut kvenna í þjóðfélag- inu. Þá ræðir Andrea Jónsdóttir við söngkonurnar Ragnhildi Gísladóttur og Onnu Vilhjálms um konur í rokki. „Árangnr af stefhumörk- un sj álfstæ ð ismanna4 4 „Eg tel þetta vera mjög mikil- vægan áfanga í þróun banka- mála. Þetta er árangur af stefiiu- mörkun sjálfstæðismanna í bankamálum," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, i samtali við Morgun- blaðið. „Það er ástæða til þess að fagna frumkvæði einkabankanna í þessu máli nú. Það eru forystumenn þeirra sem hafa gert þetta mögu- legt. Núverandi viðskiptaráðherra hefur lengst af verið andvígur sam- einingu af þessu tagi,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að þess væri skemmst að minnast að Alþýðu- flokkurinn hefði ekki staðið að sam- þykkt laganna um breytingu á Út- vegsbankanum í hlutafélag á sínum tíma. Því væri það alveg ljóst að það væri sá mikli þungi sem einka- banakarnir hefðu lagt í þessa vinnu, sem hefði knúið fram þessa niður- stöðu. „Þetta þýðir minni ríkisafskipti af bankakerfinu og sterkari banka. Ég er sannfærður um að það muni verða viðskiptavinum hins nýja banka til hagsbóta þegar af samein- ingunni hefur orðið og stuðla að auknu heilbrigði í banka- og fjár- málum,“ sagði Þorsteinn. „Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem ruddi brautina fyrir þessar skipulagsbreytingar sem eru að verða vegna frumkvæðis einkaban- kanna. Það er mér sannarlega mik- ið ánægjuefni að þrátt fyrir and- stöðu hinna stjórnmálaflokkanna er þessi breyting orðin að veru- leika,“ sagði Þorsteinn Pálsson. BJORGUNARBATURINN Dan- íel Sigmundsson var kallaður út um hádegisbil á sunnudaginn vegna snurvoðabátsins Guðrún- ar Jónsdóttur, sem var að veið- um tvær til þrjár mílur út af Rit. Sjór var kominn í bátinn og var því leitað aðstoðar. Björgunarbáturinn var kominn á staðinn um klukkustundu eftir að hann var kallaður út. Tók hann Guðrúnu Jónsdóttur í tog og dró hana til ísafjarðar, þar sem dælt var úr bátnum og skemmdir lag- færðar. Skipveijunum, þremur að tölu, var engin hætta búin þar sem veður var gott. Skipstjóri á björg- unarbátnum Daníel Sigmundssyni í þessari ferð var Ólafur Þór Geirs- son. - Ulfar Tveir slös- uðust í veltu BÍLL valt við Kjarrá í Borgar- fírði á laugardag. Þyrla Land- helgisgæslunnar flutti tvo menn á sjúkrahús í Reykjavík. Annar þeirra var talinn mikið slasaður. Ekki er vitað um aðdraganda óhappsins. Þá sótti þyrlan veikan sjó- mann um borð í togarann Andey Su, aðfaranótt mánudags. Tog- arin var þá staddur við Papey. Maðurinn var fluttur á Lands- spítalann. Björn Björnsson bankastjóri Alþýðubankans; Fiskverð á uppboðsmörkuðum 12. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 64,00 44,00 60,20 43,713 2.631.770 Þorskur(smár) 45,00 45,00 45,00 1,000 45.000 Ýsa 79,00 35,00 60,59 8,708 527.621 Karfi 35,00 30,00 32,69 10,862 355.113 Ufsi 39,00 25,00 37,21 63,581 2.366.395 Steinbítur 39,00 39,00 39,00 0,431 16.813 Steinbítur(ósL) 26,00 26,00 26,00 0,470 12.428 Langa 37,00 37,00 37,00 3,544 131.128 Koli 56,00 49,00 54,00 3,500 189.000 Lúða 200,00 140,00 177,41 1,953 346.489 Skötubörð 140,00 138,00 139,00 0,500 69.500 Skötuselur 114,00 99,00 108,84 1,852 201.574 Samtals 49,33 140,312 6.921.104 Selt var meðal annars úr Gjafari VE. í dag verða m.a. seld 20 tonn af þorski, , 15 tonn af ýsu, 22 tonn af karfa, 10 tonn af kola, 1,5 tonn af skötusel, óákveðið magn af lúðu og fleiri teg- undum úr Arnari HU, Sigurjóni Arnlaugssyni HF og fleirum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 65,00 47,00 60,69 51,087 3.100.576 Þorskur(smár) 50,00 27,00 46,73 9,848 460.206 Ýsa 90,00 35,00 76,95 4,986 383.677 Karfi 34,00 31,50 33,27 77,039 2.563.188 Ufsi 39,00 15,00 38,64 22,293 861.308 Ufsi(umál) 20,00 15,00 16,29 0,804 13.095 Steinbitur 39,00 36,00 37,75 0,436 16.461 Langa 40,00 40,00 40,00 1,635 65.400 Lúða 240,00 170,00 201,75 0,763 153.935 Skarkoli 53,00 45,00 47,47 0,188 8.994 Keila .5,00 5,00 5,00 0,050 250 Samtals 45,11 169,600 7.649.892 Selt var meðal annars úr Viðey RE. í dag verða m .a. seld 100 tonn af grálúðu, 30 tonn af ýsu, 12 tonn af þorski, óákveðið magn af öðrum tegundum úr Sunnutindi SU og frá Grundarfirði. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 62,00 48,50 60,96 18,860 1.149.659 Þorskur(smár) 33,00 33,00 33,00 0,310 10.230 Ýsa 76,00 50,00 68,32 7,327 500.585 Karfi 37,00 29,00 31,29 6,903 215.994 Ufsi 40,00 27,50 37,39 25,226 943.216 Steinbítur 34,00 29,00 30,77 0,970 29.850 Lúða 185,00 70,00 123,31 0,386 47.535 Skarkoli 54,00 43,00 44,38 0,778 34.527 Sólkoli 54,00 54,00 54,00 0,654 35.316 Keila 6,00 6,00 6,00 0,365 2.190 Skata 70,00 40,00 42,52 0,207 8.802 Skötuselur 295,00 275,00 294,06 0,373 109.538 Samtals 49,44 62,512 3.090.388 Selt var úr Eldeyjar-Boða GK, Hörpu GK, humar- og færabátum. • í dag verða m.a. seld 6 tonn af ufsa, óákveðið magn af karfa, steinbít og fleiri tegundum úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. Smæð bankans hefttr staðið þjónustunni fyrir þrifiim „ALÞÝÐUBANKINN er minnst- ur viðskiptabankanna með um 3,7 prósent af heildarinnlánum þeirra. Það er Ijóst að þessi smæð bankans hefur staðið okkar þjón- ustu við félagsmenn og verka- lýðsfélög og lífeyrissjóði fyrir þrifúm, ásamt því að við höfúm ekki afgreiðslu nema hér í Reykjavík, á Akureyri, Húsavík, Blönduósi og Akranesi. Þetta er sú staða sem við höfúm horft á og menn hafa velt fyrir sér hvemig mætti bæta úr,“ segir Björn Björnsson bankastjóri Al- þýðubankans um ástæður þess að gengið var til samstarfs við Verslunar- og Iðnaðarbanka um að kaupa hlutabréf ríkisins í Ut- vegsbankanum. „Út af fyrir sig má segja það að bankinn hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum, en það er líka ljóst að sú uppstokkun sem var augljóslega framundan í banka- kerfinu hlyti enn frekar en áður að gera litlum einingum erfitt upp- dráttar." Björn segir að við þessar aðstæður hafi niðurstaðan orðið sú, að höfðu víðtæku samráði við hlut- hafa bankans og viðskiptavini að skynsamlegt væri að stíga þetta skref til samstarfs við hina bankana og ná þannig umtalsverðum hlut í nýjum banka, sem byggður yrði á grunni Útvegsbankans. Eignarhluti Alþýðubankans verð- ur jafn eignarhluta Verslunar- og Iðnaðarbanka. „Til þess þurfum við að auka eigið fé okkar sem nemur 350 til 400 milljónum króna.“ Á síðasta aðalfundi Alþýðubankans var ákveðið að auka hlutafé um 100 milljónir króna og safnaðist það fé á fimm til sex vikum. „Það má segja að sú reynsla hafi sýnt okkur að bankinn á miklar undirtektir. Við þykjumst vissir um að við munum ná að afla þess fjár sem þarf með- al einstaklinga, verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða.“ Bjöm segir að láta muni nærri að eigið fé bankans tvöfaldist við hlutafjáraukninguna og verði langt í átta hundmð milljónir króna. Sameining’in markar tímamót - segir fiármálaráðherra „Þessi sameining markar tíma- mót í íslenskri bankasögu. Það hefúr lengi verið knýjandi mál að fækka bönkurn," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, Qármálaráð herra í samtali við Morginblaðið í gær. Ólafur Ragnar sagði að mat sér- fræðinga benti til að bankakerfið hér væri alltof dýrt og óhagkvæmt og að þar munaði um tveimur mill- jörðum í samanburði við það sem tíðkaðist í helstu viðskiptalöndum. „Lykillinn að breytingum var fækk- un,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að kostirnir við þann nýja banka sem hér hefði verið sa- mið um væru þeir að bankar sem þjónað hefðu ólíkum atvinnugrein- um rynnu saman í einn. Gömlu hugmyndirnar 'um sérbanka fyrir iðnað, verslun og útgerð væru ekki í samræmi við nútíma atvinnuþró- un. Hann sagði að forystumenn ASÍ hefðu talið mikilvægt að styrkja áhrifastöðu samtakanna í stýringu peninga og að samtökin hefðu nú aðstöðu til að beina Ijármagni sínu og lífeyrissjóðanna til aukinna áhrifa í bankakerfínu. „Þótt sumum finnist skrýtið að ASI taki höndum saman við Iðnaðar- og Verzlunar- banka getur þessi nýi banki leitt til þess að staða ASÍ í fjármála- kerfi landsins styrkist." Aðspurður hvort hann væri ánægður með söluverðið á Útvegs- bankanum, sagði fármálaráðherra: „Það er alltaf matsatriði hvemig á að verðleggja banka en ég tel að það verð sem fæst fyrir Útvegs- bankann sé viðunandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.