Morgunblaðið - 12.07.1989, Side 3
3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JIJLÍ 1989
Ummæli þýska sjávarútvegsráðherrans:
Askorun til okkar
um að gera betur
- segir Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ
Sjavarutvegsraðherra Vestur-Þýskalands lét þess getið meðan á
heimsókn hans hingað til lands stóð, að íslendingar þyrftu að huga
að gæðum þeirra fersku flaka sem þeir flyttu út til V-Þýskalands.
Krislján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs-
manna sagði í samtali við Morgunblaðið að útvegsmenn tækju áminn-
mgu ráðherrans sem áskorun um
Kristján tók skýrt fram, að ráð-
herrann hafi eingöngu átt við fersk
flök með orðum sínum, og ekki
frystar afurðir. Hann sagði að
nokkuð hefði borið á að fersk flök
léleg að gæðum hefðu borist á
markaði í Cuxhafen og Bremer-
hafen, og hefði þessi fiskur í raun
virkað sem undirboð á mörkuðun-
um. Einnig hefði ríkt mikill óáreið-
að gera betur.
anleiki í afhendingu þessara flaka,
og hefðu þýsku sendimennirnir lýst
yfir óánægju áinni með þennan út-
flutning, jafnvel þó um lítið magn
hafi verið að ræða. Kristján sagði
ennfremur, að LÍÚ hefði haft
áhyggjur af þessum flökum, og
fundist óeðlilegt gegn hversu lágu
verði þessi fiskur hefði verið seldur
á þýskum fiskmörkuðum.
Sorphreinsun í Reykjavík:
5.000 nýjar sorp-
tunnur á þessu ári
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði Flutningatækni sf.
í sorptunnur fyrir borgarbúa. Flutningatækni sf. mun flytja inn
5.000 plasttunnur frá Vestur-Þýskalandi á þessu ári. Að sögn Pét-
urs Hannessonar, deildarstjóra hjá hreinsunardeildinni, uppfyllir
plastið í sorptunnunum sem Flutningatækni flytur inn kröfur Bruna-
málastofiiunar um eldþol sorptunna.
sorptunnur borgarbúa verði úr
plasti innan fárra ára.
Kókaínmálið;
Einn fangi
enn í gæzlu-
varðhaldi
Hinum sleppt
fyrir skömmu
EINN fangi er nú eftir i Siðu-
múlafangelsinu af þeim, sem
voru í gæzluvarðhaldi vegna
rannsóknar umfangsmikils kóka-
ínsmáls. Hinum tveimur, sem
sátu inni, var sleppt 31. júní og
5. júlí.
Gæzluvarðhaldsvist fangans
rennur út klukkan þrjú í dag, en
þess hefur verið krafizt að varð-
haldið verði framlengt til 1. ágúst.
Sakadómur í ávana- og fíkniefna-
málum fellir væntanlega úrskurð í
dag.
Að sögn Arnars Jenssonar, yfir-
manns fíkniefnadeildar lögreglunn-
ar, er rannsókn málsins langt kom-
in, en þó er enn í mörg horn að líta.
Rúllubaggaheyskapur;
Gerlar í heyi eru taldir hafa
valdið milljónatjóni í ostagerð
TALIÐ er að gerlar í heyi frá bæjum, þar sem rúllubaggaheyskap-
ur er viðhafður, hafí valdið milljónatjóni á ostum síðastliðinn vet-
ur, en að sögn Ólafs Oddgeirssonar, forstöðumanns Rannsóknar-
stofu mjólkuriðnaðarins, þurfti þá að fleygja miklii magni af ostum
í mjólkurbúum. Heyi sem unnið er með þessari aðferð er pakkað
í loftþéttar plastumbúðir og sparar það bændum mikinn tíma við
gerð var hér á landi síðastliðið
haust á mjólk frá bæjum þar sem
þessi heyvinnsluaðferð var notuð
bent til þess. Júlíus sagði að um
70% af mjólk hjá Mjólkursamlagi
KEA væru notuð í ostagerð, og
fyrirhugað væri að rannsaka heyið
sjálft í haust og næsta vetur á
svæði mjólkursamlagsins. Þá yrði
leitað sérstaklega eftir þessum til-
teknu gerlum, sem hann sagði vera
helstu skaðvalda í ostagerð.
Morgunblaöið/Lárus Karl
1.000 rúmmetrar afsteypu í Bústaðavegsbrúna
LOKIÐ hefur verið við að steypa brúna á Bústaða-
vegi við Miklatorg og fóru um 1.000 rúmmetrar í
brúargólfið. Steypa úr 200 bílum fór í brúna eða
jafn mikið og í 20 einbýlishús. Að sögn Inga Ú.
Magnússonar, gatnamálastjóra, hefur ekki verið
steypt jafn mikið í einu lagi síðan sundlaugin í Laug-
ardal var byggð. Það fóru 200 tonn af járni í brúna
og kaplar, sem spenna hana, vega 40 tonn. Hæð
undir þrúargólf er lægst tæpir fimm metrar og burð-
argeta hennar er 420 tonn. Brúin er 25 m breið,
þar af er gangstétt 3,5 m meðfram götunni öðrum
megin en 1,5 m hinum megin. Brúin verður vígð
18. ágúst, á afmæli Reykjavíkur, en á næstu dögum
verður ráðist í að malbika Bústaðaveginn að brúnni
og áfram að gatnamótunum sem koma eiga í stað
Miklatorgs. Sagði gatnamálastjóri að framkvæmdum
við nýju gatnamótin yrði lokið og þau opnuð allri
umferð 15. september næstkomandi.
Pétur Hannesson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að tilboð
Flutningatækni sf. í sorptunnurnar
hafi ekki verið hið lægsta sem
barst en hefði hins vegar verið það
lægsta sem uppfyllti skilyrði
Brunamálastofnunar um eldþol
sorptunna.
Að sögn Péturs hefur verið mik-
il eftirspurn eftir plasttunnum í
borginni en hreinsunardeildin er
hætt að dreifa stáltunnum undir
sorp. Um 40 þúsund sorptunnur
eru í Reykjavík, þar af 20 þúsund
úr plasti. Stefnt er að því að allar
heyverkun.
Að sögn Ólafs er um að ræða
sporamyndandi og hitaþolnar jarð-
vegsbakteríur, sem ekki koma
fram við venjulega flokkun á mjólk
í afurðastöðvunum. Gerlarnir
myndist í rúlluböggunum, og þá
helst ef heyið er of blautt þegar
það er baggað. „Gerlarnir myndast
í súrefnissnauðu umhverfi, og þeir
valda því að gas myndast í ostinum
þegar hann er búinn að geijast í
ákveðinn tíma í geymslu, og mynd-
ast þá sprungur í honum þannig
að hann skemmist. Af þessum sök-
um þurfti að fleygja miklu af osti
i mjólkurbúum síðastliðinn vetur,
og skiptir tjónið nokkuð mörgum
milljónum króna. Þetta var meira
áberandi í vetur heldur en í annan
tíma, en þessari heyvinnsluaðferð
hefur verið rúllað yfir landbúnað-
inn af meira kappi en forsjá undan-
farið, og menn hafa ekki hugsað
út í afleiðingarnar. Afurðastöðv-
arnar verða að öllu leyti að bera
tjónið sem af þessu hlýst, en mjólk-
in frá bændum er eingöngu flokkuð
eftir heildargerlafjölda. Þessir
gerlar koma ekki fram við þá
flokkun, og því teljum við ráðlegt
að breyta gildandi flokkunarregi-
um fyrir mjólk. Rannsóknarstofa
mjólkuriðnaðarins hefur leitað eftir
framlagi til Samtaka afurðastöðva
í mjólkuriðnaði til rannsókna á
þessu tiltekna máli, en það var
hins vegar ekki talið þess virði að
eyða í það miklum peningum."
Júlíus Kristjánsson, mjólkur-
fræðingur hjá Mjólkursamlagi
KEA, sagði að athuganir erlendis
hefðu leitt í ljós að mun meira
væri um umrædda gerla i heyi þar
sem rúlluböggun væri viðhöfð, og
einnig hefði frumathugun sem
Aukin heimahjúkrun get-
ur hafist með haustinu
Tryggingastofnun ríkisins hefur gert samkomulag við Félag háskóla-
menntaðra hjúkrunarfi-æðinga og Hjúkrunarfélag íslands um fram-
kvæmd lagaákvæðis frá 1986 um heimahjúkrun umfram þá sem heilsu-
gæslustöðvar sjá um. Kristján Guðjónsson deildarstjóri sjúkrati-ygg-
ingadeildar Tryggingastofnunarinnar sagði að Tryggingaráð hefði stað-
fest samkomulagið fyrir hönd sinnar stofiiunar, en hjúkrunarfræðinga-
félögin tvö ættu eftir að bera það undir atkvæði. Eftir fund með forráða-
mönnum þeirra félaga í vikunni taldi hann að hin nýja heimahjúkrun
gæti trúlega hafist með haustinu.
Kristján sagði enn fremur, að far-
ið yrði varlega í sakirnar þar sem
hér væri farið út á nýja braut sem
væri heimahjúkrun til handa þeim
sem ættu við 'alvarleg eða langvar-
andi veikindi að, stríða eða hefðu
orðið fyrir slysum. Fyrst um sinn
myndu tíu hjúkrunarfræðingar
starfa við nokkurs konar miðstöð
sem yrði stofnsett, og myndu; læknar
vísa á þjónustuna, en hjúkrunar-
fræðingarnir síðan meta þörfina hjá
hverjum sjúklingi. Trúnaðarlæknir
Tryggingastofnunarinnar myndi
síðan meta í hvaða greiðsluflokk af
þremur mögulegum hvert tilfelli færi
og síðan yrði greitt samkvæmt gjald-
skrá einu sinni í mánuði.
„Ef ekki reynist forsenda fyrir
þessari þjónustu, þá er í lögunum
ákvæði um að endurskoða þau eftir
sex mánuði," sagði Kristján Guðjóns-
son. -j j,-j