Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 4

Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989 Útsölukjötið; Erum mótfallin neyslustýringu - segir formaður Neytendasamtakanna JÓHANNES Gunnarsson, for- maöur Neytendasamtakanna, segir samtökin andvíg þeirri að- gerð stjómvalda, að greiða niður verð á einni kjöttegund, eins og Borgarráð; Heimild til 260 milljóna króna lántöku BORGARRÁÐ hefiir heimilað Sorpeyðingum höfuðborgar- svæðisins fyrir hönd Reykjavík- urborgar að taka 260 milljón króna lán vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Það er Norræni f|árfestinga- bankinn, sem veitir iánið og er það háð samþykki allra sveitarfélaga, sem standa að fyrirtækinu. verið sé að gera með útsölu á lambakjöti, á sama tíma og skatt- ur sé lagður á aðrar tegundir. Samtökin séu andvíg allri neyslu- stýringu. Ríkisstjórnin hefur nú nýverið beitt sér fyrir sérstakri verðlækkun á lambakjöti og ákveðið hefur verið að veija alls 600 milljónum króna til slíkra niðurgreiðslna í ár umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlög- um. Johannes Gunnarsson segir að með lambakjötsútsölunni sé verið að láta neytendur leysa þann vanda, sem skapast hafi vegna stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Það sé auk þess fráleit stefna, að greiða niður kindakjötið en ekki samkeppnisvörur, svo sem svínalq'öt og nautakjöt. Afstaða neytenda- samtakanna til kjötútsölunnar væri hins vegar allt önnur ef stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir verðlækkun á öllum tegundum kjöts og fisks. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dannebrog í Reykjavíkurhöfh Dannebrog, skip Margrétar Danadrottningar, hef- ur legið við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn í 3 daga. Skipið sigldi áleiðis til Danmerkur í morgun en hing- að kom það frá Grænlandi. Þar var skipið í tilefni 10 ára afmælis grænlensku heimastjómarinnar. Margrét Danadrottning gisti ásamt fjölskyldu sinni í skipinu er hún sótti Grænlendinga heim í tilefni afmælisins. Danska drottningin flaug frá Græniandi til Danmerkur að hátíðarhöldum loknum. Hér tók áhöfn Dannebrog vatn, olíu og vistir. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 13. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Vestan eða norðvestan kaldi á sunnanverðu iandinu, en hæg breytileg átt víðast annarsstaðar. Lítilsháttar súld var við suöur- og vesturströndina en úrkomulaust og sumstaðar léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti var yfirleitt á bilinu 9-13 stig,- SPÁ: Fremur hæg vestlæg átt og þurrt. Léttskýjað um allt austan- vert landið en skýjað vestanlands. Hiti allt að 18° suðaustanlands en yfirleitt um 10o á Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Vestlægar áttir. Þurrt um norðan- og áustanvert landið og viða léttskýjað en dumbungur í öðrum landshlutum. Hlýnandi veður einkum norðan- og austan- lands. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r Alskýjað * * * * * * * Snjókoma *. .*.......... 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , 5 Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tima hiti veður Akureyri 10 hálfskýjað Reykjavik 9 súld Bergen 13 alskýjað Helsinki 16 þrumuveður Kaupmannah. 21 léttskýjað Narssarssuaq 8 skúrir Nuuk 4 rigning Ósló 23 hálfskýjað Stokkhólmur 21 léttskýjað Þórshöfn 11 súld. Algarve 29 heiðskírt Amsterdam 20 skýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlin 20 léttskýjað Chicago 24 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 20 hálfskýjað Giasgow 19 háifskýjað Hamborg 19 skýjað Las Palmas 25 léttskýjað London 23 skýjað Los Angeles 20 alskýjað Lúxemborg 19 hálfskýjað Madrid 30 mistur Malaga 27 mistur Mallorca 28 hálfskýjað Montreal 20 léttskýjað New York 24 heiðskírt Orlando 25 léttskýjað Paris 23 skýjað Róm 21 rigning Vín 24 skýjað Washington 28 mistur Winnipeg vantar Stólar í viðbyggingu Háskólabíós; Samninga leitað við þýskt fyrirtæki HÁSKÓLABÍÓ stendur nú í samningsumleitunum við þýska stólaframleiðandann Kamphön- er, en fyrirtækið átti næstlægsta tilboðið i smiði stóla i viðbygg- ingu bíósins. Að sögn Friðberts Pálssonar framkvæmdastjóra Háskólabíós uppfyllti það tilboð sem lægst var ekki kröfur bíós- ins, en það kom frá bandarísku fyrirtæki. Um 800 stólar verða í viðbyggingunni. Friðbert sagði, að enn væri óljóst hvort Kamphöner uppfyllti þær kröfur sem Háskólabíó setti. Nýi salurinn mun verða búinn hvers kyns fyrirlestrar- og ráðstefnutækj- um. Eitt íslenskt tilboð barst í út- boði Háskólabíós, og var það að sögn Friðberts töluvert hærra en tilboð Kamphöner. Heilbrigðisráðherrar N orðurlandanna; Reykingar takmark- aðar í áætlunarflugi Reykingabann í ferðum er taka 100 mínútur eða minna HEILBRIGÐIS- og félagsmálaráðherrar Norðurlanda samþykktu á fimdi sínum í Bergen í Noregi dagana 27. og 28. júní, að fara þess á leit við flugfélög sem fljúga milli landanna, að reykingar verði bann- aðar í flugferðum er taka 100 mínútur eða skemmri tíma. Breyting- in taki gildi um næstu áramót. Þessi samþykkt var gerð í samræmi við þá ákvörðun ráðherranna frá því í fyrra, að kannaðir yrðu mögu- leikar á að gera áætlunarferðir innan Norðurlandanna reyklausar. A fundinum samþykktu ráðherr- arnir einnig Norræna fram- kvæmdaáætlun um krabbameins- varnir sem gilda á til 1992. Þar er gert ráð fyrir fyrirbyggjandi starfi, eins tímanlegri greiningu og við verður komið, eins tímanlegri grein- ingu og við verður komið, meðferð og stuðningi við sjúka, menntun, rannsóknum og upplýsingaflæði og upplýsingaskiptum milli Norður- landanna á þessu sviði. Ráðherrarnir ræddu enn fremur eiturlyfjavandamálið. Var ákveðið að halda sameiginlega fund heil- brigðis-, félagsmála- og dómsmála- ráðherra Norðurlanda í október um það efni. Rætt var um sameiginleg- an vinnumarkað heilbrigðisstétt- anna og gerðu Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk með sér samning um að hjúkrunarfræðingar gætu unnið í hveiju landanna án sérstakra starfsleyfa. íslendingar geta orðið aðilar að þessu sam- komulagi ef þeir óska eftir því skrif- lega. Þá fjölluðu ráðherrarnir um takmarkanir á innflutningi og notk- un lyfja innan Norðurlandanna og ítrekuðu fulltrúar íslands og Noregs þá stefnu sína, að skrá ekki nema fá lyf með sömu verkunum.' Af íslands hálfu sótti fundinn Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og fyyggingaráðherra, ásamt þeim Páli Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra. og Ingimari Sigurðssyni, skrifstofu- stjóra. Matareitrun í Norrænu ósönnuð DÖNSK heilbrigðisyfirvöld hafa undanfarið rannsakað hvort hugs- anlega megi rekja veikindi islensku skólabarnanna sem veiktust eftir ferð með Norrænu til Færeyja fyrr í sumar til þess, að þau hafi orðið fyrir matareitr- un um borð í feijunni. Rannsókn- irnar hafa hingað til ekki leitt neitt í ljós um ástæður veikind- anna. Að því er fram kemur í frétt fær- eyska blaðsins Dimmalætting hafa í kjölfar veikindanna verið gerðar gagngerar endurbætur á heilbrigði- seftirliti um borð í ferjunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.