Morgunblaðið - 12.07.1989, Side 5

Morgunblaðið - 12.07.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 5 Jökull kaup- ir eikarbát Jökull hf. á Raufarhöfii hefiir keypt 36 tonna eikarbát frá Reykjavík, Jóhönnu Magnús- dóttur RE 70. Afhending báts- ins fer fram um mánaðarmótin ágúst/september, en óvíst er hvort báturinn verður gerður út frá Raufarhöfii. Að sögn Hólmsteins Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Jökuls hf., er fyr- irtækið með kaupunum fyrst og fremst að tryggja sér aukinn kvóta. Bátnum fylgir 300 tonna. þorskkvóti. Jökull hf. hefur undanfarin ár gert Rauðanúp ÞH út frá Raufar- höfn, en hann er 460 tonna ísfisk- togari. Hann stundar nú veiðar á sóknarmarki, en gróflega má áætla að aflamark hans nemi um það bil 2.000 tonna kvóta, að sögn Hólmsteins. Jóhanna Magnúsdóttir RE var smíðuð Kjá Landsmiðjunni í Reykjavík fyrir 33 árum, en end- urnýjun hefur verið allmikil á hon- um síðan þá. Fyrri eigandi bátsins var Gísli Guðmundsson. INNLENT FARKORT FERÐASKRIFSTOFAN URVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœli 13 - Sími 26900. FLUGLEIÐIR Morgunblaðið/Jóhann F. Guðmundsson Matartími í Grímsnesi Þessir þrastarungar, sem kúrðu í hreiðri í Grímsnesinu, biðu óþreyjufullir eftir einhveiju í gogginn, þegar ljósmyndarann bar að. Þeir hafa því líklegast orðið fyrir vonbrigðum, þegar aðeins var smellt af þeim mynd, en vonandi hafa þeir fengið góðan bita síðar. SUUARHUSIÞ YSKAIANDI DAUN £m/BIERSDORF \LAHNSWN x að býður enginn betri möguleika til gistingar í Þýskalandi en Ferðaskrifstofan Úrval, hvort sem flogið er til Frankfurt eða Luxembourg. Liggi leiðin til Frankfurt, þá gefst farþegum okkar kostur á þægilegum íbúðum í Ferienpark Rhein-Lahn í bænum Lahnstein, sem er í um 120 km fjarlægð frá miðborg Frankfurt og eyða 1 -2 vikum við góðar aðstæður í Lahnstein og fara í skoðunarferðir um Rínardalinn og önnur fögur héruð Þýskalands. Langflestir þeirra sem fara um Luxembourg þekkja Daun Eifel og Biersdorf. Engin önnur sumarhúsasvæði í Þýskalandi hafa náð öðrum eins vinsældum hjá landanum. Úrval býður upp á dvöl á þessum svæðum í samvinnu við hótel- og sumarhúsafyrirtækið DORINT, en þar er allt til þess að fríið heppnist fullkomlega, fallegt umhverfi, glæsileg aðstaða og góð stemmning. Farastjóri Úrvals tekur á móti öllum farþegum, sem þar ætla að dvelja, aðstoðar þá við að fá bílaleigubílinn afhentan og leiðbeinir við val á akstursleið til Daun Eifel og Biersdorf. Til Daun Eifel er um 1 V2 klst. aksturfrá Luxembourg og 1 klst. til Biersdorf. í tengslum við ferðir til Frankfurt og Luxembourg er einnig völ góðra hótela íbáðumborgunum. Frankfurt — flug og bíll: Verð frá kr. 24.338,- á mann (Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í bíl í c flokki í 1 viku) íbúð íviku/Rhein-Lahn: Verð frá kr. 14.100,- (2farþegar) Luxembourg - flug og bíll: Verð frá kr. 20.793 (Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í bíl í B flokki í 1 viku) íbúð í viku/Daun Eifel: Verð frá kr. 17.800,- (2 farþegar). íbúð í viku/Biersdorf: Verð frá kr. 23.800, Öll verð eru miðuð við staðgreiðslu. (2-4 farþegar) Neytendasamtökin; Ferðalangar hvattir til að gera verðsamanburð NEYTENDASAMTÖKIN fara þess nú á leit við þá Islendinga sem eru á forum til útlanda, að þeir kanni verð á ýmsum algeng- um neysluvörum þar og beri sam- an við verð á sambærilegum vör- um hér á landi. Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamta- kanna, segir að samtökin telji verð á nauðsynjavöru alltof hátt hér og með þessu séu samtökin að fara þess á leit við neytendur, að þeir aðstoði samtökin við að lækka vöruverð. Á ferðaskrifstofum, söluskrifstof- um Flugleiða og Arnarflugs og í flug- stöð Leifs Eiríkssonar, eru til dreif- ingar miðar frá samtökunum, þar sem gefið er upp verð á nokkrum vörum hér á landi. Þar eru síðan auðir reitir, þar sem fólk getur skrif- að verð varanna erlendis. Þessar vörutegundir eru: Mjólk, smjör, ost- ur, kjúklingar, egg, svínakótilettur, kartöflur, heilhveitibrauð, appelsínu- safi, kóka kóla og bjór. Samtökin óska svo eftir því að fólk sendi þeim miðana þegar það kemur aftur til landsins og er hægt að setja þá ófr- ímerkta í póst. Á blaðamannafundi sem samtökin efndu til vegna þessa máls voru einn- ig kynntar niðurstöður verðsaman- burðar milli stórmarkaðarins Storkob í 0rbæk í Danmörku og fjögurra stórmarkaða á höfuðborgarsvæðinu. Kom þar meðal annars í ljós að munurinn á verði algengra neyslu- Þjónustubygging við Fjölbrautaskóla Vesturlands: Næst lægsta tilboðinu tekið Framkvæmdanefiid um byggingu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefúr tekið tilboði Tré- verks sf. vegna þjónustubygging- ar við skólann. Tréverk sf. átti næst lægsta boðið, 39.947.000 krónur. Alls bárust fjögur tilboð í verkið, öll frá heimaaðilum á Akranesi. Lægsta tilboðið átti Trésmiðja Guð- mundar Magnússonar, 38.530 þús- und. Því næst kom tilboð Tréverks. Tilboð frá Trésmiðjunni Jaðri hf. hljóðaði upp á 41.431 þúsund kr. og hæsta tilboðið kom frá Arnarfelli sf., 43.082 þúsund krónur. Þrír aðilar sitja í framkvæmda- nefnd, en aðeins tveir nefndarmanna, þeir Ingólfur Hrólfsson formaður og Sigurður Guðni Sigurðsson, vildu taka tilboði Tréverks. Sá þriðji, Óli Jón Gunnarsson, vildi taka lægsta tilboðinu. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að framkvæmda- nefndin hefði áskilið sér rétt til að taka hvaða tilboði sem væri og að margathuguðu máli hefði meirihluti nefndarinnar viljað taka tilboði Tré- verks. Þjónustubygginginni er ætlað að hýsa mötuneyti, skrifstofur, kenn- arastofur. Auk þess verður tengi- bygging yfir í eldri hluta skólans. Verktaka er ætlað að skila verkinu þann 1. júní á næsta ári, uppsteyptu, frágengnu að utan og með gleri í gluggum. Gert er ráð fyrir að taka búsið í notkun haustið 1991. vara eins og til dæmis kjúklinga var allt upp í 439%. Mikill munur var á verði á pylsum, 85 til 209%, munur- inn á verði grænna bauna og gulróta var 319 til 386%, bacon var 145 til 252% dýrara hér en í 0rbæk, smjörlíki 133 til 167% dýrara, svepp- ir 171 til 272% og svínarif 'voru 94 til 101% dýrari. Telja talsmenn neytendasamtak- anna að þessi samanburður gefi til kynna mikinn verðmun á nauðsynja- vörum hér á landi og í nágrannalönd- unum, jafnvel þótt um tilboðsverð hafi verið að ræða [ dönsku verslun- inni, enda sé verðlag hærra í Dan- mörku en í mörgum öðrum löndum, svo sem Hollandi og Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.