Morgunblaðið - 12.07.1989, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989
Eru
þeir að
fá 'ann
■
Leiðrétting
í FRÉTT um andlát Ólafs M. Ólafs-
sonar, fyrrverandi menntaskóla-
kennara, sem birtist í biaðinu í
gær, misritaðist nafn konu hans.
Hún heitir Anna Christiane Hansen.
Þá láðist að geta sonar þeirra, Ól-
afs Magnúsar. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
Búháttabreytmgar á Fljótsdalshéraði:
Úr sauðflárrækt í nytja-
skógrækt á 25 árum
Kostnaður á þess
Geitagerði.
AÐALFUNDUR Félags skógar-
bænda é Fljótsdalshéraði var
haldinn mánudaginn 12. júní sl.
Hátt í 100 manns sótti fundinn
en í félaginu eru skráðir um 60
félagar og undirstrikar það hinn
mikla áhuga sem hér virðist vera
fyrir skógræktinni. Þá var mætt-
ur á fundinn skógræktarsljóri,
Sigurður Blöndal. Fyrsta sljórn
félagsins sem var kjörin á stoíii-
fundinum fyrir ári var öll endur-.
kjörin en í henni eiga sæti Edda
Björnsdóttir, Miðhúsum, formað-
ur, Bragi Gunnlaugsson, Set-
bergi, Guttormur V. Þormar,
Geitagerði, Magnús Sigurðsson,
Ulfsstöðum, og Víkingur Gísla-
son, Fellabæ.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
kynnti svokölluð verkefnisstjórn til-
lögur sínar i skógræktarmálum,
sem samþykktar hafa verið í ríkis-
stjórn. Verkefnisstjórnin er þannig
skipuð: Edda Bjömsdóttir, formað-
ur, frá Félagi skógarbænda á
Fljótsdalshéraði, Álfhildur Ólafs-
dóttir, aðstoðarmaður landbúnaðar-
ráðherra, Páll Sigbjörnsson frá
Búnaðarsambandi Austurlands,
Kristófer Óliversson frá Byggða-
stofnun og Jón Loftsson skógar-
vörður á Hallormsstað. Tillögur
verkefnisstjórnar eru eftirfarandi:
1. Héraðsskógar verði sjálfstætt
verkefni með þriggja manna stjórn,
sem skipuð verði frá landbúnaðar-
ráðuneyti, Skógrækt ríkisins og
,skógarbændum og ráði hún verk-
efnisstjóra. Á þeim jörðum, þar sem
skógrækt verður búgrein, verði
kostnaður við skógrækt greiddur
að fullu skv. sérstöku mati. Á öðmm
jörðum verði allt að 90% kostnaðar
greidd.
2. Verkefnisstjóri hafi umsjón
með ráðningu fólks til verkefnisins
og þeir sem leggja jarðir sínar til
skógræktar hafi forgang að vinnu
á þeim. Til annarrar vinnu hafi for-
gang þeir bændur, sem hafa lagt
af sauðfjárbúskap.
3. Skógrækt ríkisins sjái um
námskeiðahald fyrir það fólk, sem
vinna á við verkefnið, svo tryggt
verði, að starfsmenn hafi undir-
stöðuþekkingu í skógrækt. Athug-
aðir verði möguleikar á að koma á
ári 15 milljónir
fót skógræktarbraut við Mennta-
skólann á Egilsstöðum.
Sumarið 1989:
4. Verkéfnisstjóri ráðinn. Kostn-
aður 750 þúsund krónur.
5. Lokið verði gerð grunnkorta
og gróðurkorta. Kostnaður við að
ljúka gerð grunnkorta er áætlaður
3 m.kr. sem reiknað er með að
greiðist af ýmsum samstarfsaðilum.
Kostnaður við gróðurkort er áætl-
aður 2 m.kr.
6. Hafin gerð ræktunaráætlunar
fyrir einstakar jarðir og svæðið í
heild. Kostnaður greiddur af Skóg-
rækt ríkisins.
7. Byggt gróðurhús og plöntu-
framleiðsla hafin. Athugaðir verði
möguleikar á stofnun hlutafélags
þar um. Kostnaður (lán eða hluta-
fé) 1.750.000 krónur.
8. Vinna við grisjun heijist í
haust, sem gæti haft mikil áhrif á
trú bænda á verkefnið og minnkað
hættu á að sauðijárbúskapur verði
tekinn upp að nýju. Kostnaður: 6
milljónir (40 mannmánuðir með
tækjabúnaði).
9. Flutningur aðalstöðva Skóg-
ræktar ríkisins í Egilsstaði hefjist.
Kostnaður: 1.500.000 krónur.
Samtals er kostnaður á þessu ári
því áætlaður 15 milljónir.
Þá kynnti Bragi Gunnlaugsson
tillögur í 9 liðum að samningum
við bændur á Fljótsdalshéraði um
búháttabreytingu (byltingu) úr
sauðfjárrækt í nytjaskógrækt. Þar
er meðal annars lagt til að samn-
ingstímabilið verði 25 ár. Að grund-
völlur búháttabreytingarinnar verði
skiptiréttur jarða úr sauðijárrétti í
nytjaskógarrétt, það er að árleg
framlög til jarða til nytjaskógrækt-
ar miðist við skiptan framleiðslurétt
(fullvirðisrétt) úr sauðfé í nytja-
skógarrétt á byggðum jörðum, þ.e.
sauðfjárærgildi verði skógarær-
gildi, einnig að óbyggðum jörðum,
sem hafa engan fullvirðisrétt í sauð-
fé, verði veittur nytjaskógarréttur
að ákveðnu marki.
Segja má að næsta skrefið í þess-
um málum séu einmitt samninga-
gerðir. Þá hefur að sjálfsögðu mik-
ið verið rætt um plöntuuppeldisstöð,
bæði innan stjórnar og á aðalfund-
inum en ný og afkastamikil uppeld-
isstöð er forsenda þess að þessi
umfangsmiklu skógræktaráform
verði að veruieika. Rætt var um
stöð, sem framleiddi 2,5 til 3 millj-
ónir plantna. Aðaltijátegund mun
verða lerki enda góð reynsla af því
á þessum slóðum. Ösp og vissar
grenitijátegundir koma líka til
greina.
Þess má geta að hreppsnefnd
Fellahrepps hefur boðið Félagi
skógarbænda á Héraði samkomu-
staðinn Rauðalæk fyrir plöntuupp-
eldisstöð leigulaust í a.m.k. 20 ár.
Engin ákvörðun hefur verið tekin í
því máli. Jafnframt hefur verið sam-
þykkt í þeirri sveit að friða allt land
„neðan vegar“ hreppamarka á milli,
það er að segja milli þjóðvegar og
Lagarfljóts.
- G.V.Þ.
Leiðrétting
í grein s.l. laugardag um gerð
jólamyndar sjónvarpsins, Stein-
barns, var rangt farið með nafn
eins leikaranna. Sigurþór Albert
Heimisson var í greininni ranglega
nefndur Sigurþór Heimir Alberts-
son. Hlutaðeigandi er beðinn vel-
virðingar á þessu.
leigutakinn Bolli Kristinsson tók
hann sjálfur, 19 punda fisk.
Borg-arQörðurinn misjafii.
Grímsá hefur verið nokkuð
lífleg, einkum frá Laxfossi og nið-
urúr. Þokkalegar göngur hafa
skilað sér í ána í júlí. Sama má
segja um Þverá/Kjarrá sem hefur
verið í mikilli sókn og fréttir af
góðri veiði á vatnamótum hennar
og Hvítár síðustu daga gefa góð
fyrirheit um framhaldið. Síðustu
fregnir hermdu að nærri 600 lax-
ar væru komnir á land, allt að
20 punda og var skiptingin milli
árhlutanna, Þverár og Kjarrár
nokkuð jöfn. Daufust er Norðurá,
en um 380 til 390 laxar. munu
komnir úr henni. Þar hafa engar
kröftugar göngur verið, heldur
hefur verið að reytast lax í ána
og mikið af honum tekið jafn óð-
Laxi Iandað í Lambaklettsfljóti í
um. Þá hefur ’áin nær allt veið-
itímabilið verið afar mikil og köld
og naumast hægt að tala um sum-
arvatn í henni jafnvel fram á
þennan dag. Fylgiá Norðurár,
Gljúfurá, hefur einnig verið slök,
fyrir fáum dögum höfðu einungis
6 laxar komið þar á land, megnið
af þeim veiddir í ósnum, lygnum
og djúpum hyl rétt fyrir ofan ár-
mót ánna tveggja.
Fyrir norðan.......
Víðidalsá hefur gefið tæplega
200 laxa og veiðin þar verið
skrykkjótt, góð einn daginn en
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grimsa.
engin þann næsta. Vatnsdalsá er
komin á annan hundraðið sem er
auðvitað til stórra bóta, en byijun-
in i báðum ám er slæm miðað við
oft áður. Miðfjarðará er búin að
skila um 300 fiskum og þar hefur
veiðin verið dræm þar til allra
síðustu daga að eitthvað hefur
rofað til á ný. Léleg veiði hefur
verið í Laxá í Aðaldal, aðeins
hálft þriðja hundrað laxa hefur
veiðst og um 150 laxar hafa kom-
ið úr Laxá á Ásum sem er miklu
minni veiði heldur en á sama tíma
í fyrra og reiknað hafði verið með
í ár.
Reykjavíkurhöfn:
Metár í útflutningi
Hrota í Kjósinni
VEIÐIN tók mikinn kipp í Laxá
í Kjós í kjölfarið á helgaróveðrinu,
áin skolaðist, en er hún tók aftur
sinn tæra -lit smátt og smátt,
reyndist hafa komið stór ganga
eins og títt er þegar slíkar aðstæð-
ur verða. Þannig veiddust 70 lax-
ar á sunnudaginn og hátt í það
sama á mánudaginn. Nú eru
komnir um 600 laxar á land óg
útlitið ágætt. Trúlega hefur Laxá
nú nauma forystu yfir Þverá/
Kjarrá, en þar munar litlu þó og
þær hafa skipst á um toppsætið
síðustu daga. Laxá stendur þó að
því leyti betur að vígi, að það á
eftir að veiða tíu dögum lengur í
henni. Svo byijaði Borgarfjarðar-
áin svo illa að með ólíkindum
mátti heita, fyrsti laxinn veiddist
á fjórtánda veiðidegi. Stærsti lax-
inn í Kjósinni veiddist nýverið,
ÁRIÐ 1988 var metár hvað varð-
ar útflutning um Reykjavíkur-
höfii. Á hinn bóginn dróst inn-
flutningur saman en skipakomur
voru svipaðar og undanfarin ár.
Athygli vekur, að þrátt fyrir svip-
aðan fjölda skipakoma hefur
brúttórúmlestatala skipa aukist
um 21,2%.
Rekstrartekjur hafnarsjóðs námu
árið 385,9 milljónum króna í fyrra,
en heildareign hafnarinnar nam
samkvæmt efnahagsreikningi
5.071 milljón. Heildarflutningar um
höfnina þegar allt er meðtalið juk-
ust um 37 þúsund tonn milli áranna
1987 og 1988.
í frétt frá Reykjavíkurhöfn segir,
að miklar framkvæmdir og endur-
bætur hafi farið fram á hafnar-
svæðinu á síðastliðnu ári, og hafi
helsta framkvæmdin verið lenging
Kleppsbakka við farmstöð Eim-
skipafélags íslands hf. Alls var var-
ið 112,5 milljónum til þessa verks
á árinu 1988, og er lengd bakkans
nú 318 metrar. í fréttinni segir
ennfremur að uppi séu áform um
að stækka verulega hafnarsvæðið
við Kleppsvík.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Selfossbændur, Gunnar Gunnarsson og Bjarni Sigurgeirsson, með
sýnishorn af afla dagsins.
Selfoss:
Vaxandi veiði í Ölfiisá
með breyttu rennsli
Selfossi.
ÖLFUSÁ er orðin mun gjöfúlli
við veiðimenn en hún var í byrjun
veiðitímans. Lax virðist nú ganga
af nokkrum krafti í ána enda
hefúr lækkað í henni og rennslið
orðið eðlilegt. Vatnið hefúr einn-
ig hitnað um rúmar þijár gráður
og er ekki eins litað.
Það var allt annað hljóð í stang-
veiðimönnum við ána eftir að laxinn
fór að taka. Sama er að segja um
bændurna á Selfossbæjunum,
Gunnar Gunnarsson og Bjarna Sig-
urgeirsson. Þeir höfðu ekki tök á
því að setja niður alla kláfa í ána
í byijun veiðitímans vegna þess
hversu mikið var í ánni. En kláfun-
um var komið fyrir við fyrsta tæki-
færi eftir að lækkaði í ánni.
Veiðistaðirnir þrír á Selfossi, ut-
an árinnar, og netalögnin í Kötlu,
neðan Ölfusárbrúar, gegna svipuðu
hlutverki og bryggjurnar í sjávar-
plássunum. Fólk kemur við á þess-
um stöðum til að spjalla við veiði-
mennina og fylgjast með. Fyrir
kemur að menn fá að taka í stöng
svona til að hvíla þann sem er í
ánni. Þá er það vinsælt af yngri
kynslóðinni að koma við á þessum
veiðistöðum og fylgjast með meist-
urunum.
Daginn sem áin breytti um svip
og laxinn fór að gefa sig bar upp
Friðrik Larsen gamalreyndur
veiðimaður í Ölfúsá með einn 12
punda lax.
á sama tíma og gengið var frá sam-
komulagi um nýjan meirihluta í
bæjarstjórn. Ekki vildu menn á
veiðisvæðunum leiða getum að því
að þarna væri samhengi á milli en
vonuðu í glettnum orðaskiptum að
nýi meirihlutinn yrði jafn farsæll
og breytingin á rennsli árinnar.
- Sig. Jóns.