Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 43

Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 43 htím F01_K ■ JOHN Jacobs, golfkennari, verður með sýnikennslu hjá GR í Grafarholti í kvöld kl. 19. H FRANSKA félagið Marseille, sem keypti Chris Waddle frá Tott- enham fyrir helgina, hefur boðið Luton eina millj. sterlingspunda fyrir Mick Harford Frá Bob markaskorara. Hennessy Tapi, eigandi Mar- i Englandi seille, segir að Har- ford sé rétti maður- inn við hliðina á franska landsliðs- manninum Papin. Luton er ekki tilbúið að selja Harford fyrir eina millj. punda, þannig að Marseille verður að hækka boð sitt ef það á að fá Harford til lið við sig. H ÞESS má geta að Marseille bauð í David Rocastle hjá Arsenal, en Lundúnafélagið sagði að hann væri ekki til sölu. H TOTTENHAM og Coventry hafa náð samkomulagi um kaup Tottenham á Steve Sedgley, mið- vallarspilara. Kaupverð er 850 þús. pund. Coventry fær 750 þús. pund strax, en 100 þús. pund ef Sedgley nær að leika landsleik fyrir Eng- land. Hann hefur nú þegar leikið með enska 21 árs landsliðinu. Sedgley á aðeins eftir að ákveða hvort að hann viiji fara til Totten- ham. ■ NEWCASTLE hefur fengið góðan liðsauka. Jim Smith, fram- kvæmdastjóri félagsins, keypti í gær Mark McGhee frá Celtic á 200 þús. pund og Mick Quinn frá Portsmouth á 800 þús. pund. I SPÆNSKA félagið Espanol lét Alan Harris fara frá félaginu í gær, aðeins þremur dögum eftir að Harris hélt fund með spænsk- um blaðamönnum - um undirbún- ing Espanol fyrir næsta keppn- istímabil. Stjórnarskipti urðu hjá félaginu og þar sem fyrri stjórn, sem réði Harris til félagsins, var ekki búin að ganga frá samningum við hann, sá nýja stjórnin sér leik á borði - og lét Harris fafa. Bentite Joanet, fyrrum þjálfari Tenerife, hefur yerið ráðinn þjálf- ari Espanol. ■ HARRIS, sem hefur verið að- stoðarmaður Terry Venables í þrettán ár - hjá Crystal Palace, QPR, Barcelona og Tottenham, er nú aftur á leið til Englands. ■ PETER Shreeve, fyrrum framkvæmdastjóri Tottenham, var látinn hætta sem þjálfari QPR í gær. ■ PORTSMOUTH keypti í gær Gary Shaw frá Stoke á 70 þús. pund. I STOKE keypti aftur á móti lan Scott frá Manchester City á 175 þús. pund. ■ PLYMOUTH keypti Andy Thomas frá Bradford á 80 þús. pund. ■ VINCE Hilaire hjá Leeds er kominn á sölulista, en það er ár síðan hann var keyptur frá Portsmouth á 200 þús. pund. ■ PAUL Wilkinson, fyrrum leikmaður Everton og Notting- ham Forest, hefur óskað eftir að fá að fara frá Watford. Kona hans kann ekki við sig í Suður-Englandi og vill fara heim til Nottingham. ■ KEVIN McDonald, sem Liverpool keypti frá Leicester á 400 þús. pund fyrir íjórum árum, hefur fengið frjálsa sölu til Coventry. ■ ÚLFARNIR hafa keypt Tony Lange, markvörð Aldershot á 100 þús. pund. ■ CHELSEA hefur boðið Leeds 600 þús. pund fyrir írska landsliðs- manninn John Sheridan. Howard Wilkinson, framkvæmdastjóri Leeds, er tilbúinn að selja hann. Þess má geta að Wilkinson hefur keypt þrettán leikmenn frá því að hann tók við á Elland Rood 10. október 1988 - fyrir þrjár millj. sterlingspunda. KNATTSPYRNA / ENGLAND / Sigurður á að fylla skarð Neil Webb hjjá Forest ENSKU blöðin Todayog Daily Mirror slógu því upp ígær að Nottingham Forest hafi unnið Arsenal t kapphlaupinu um íslendinginn Sigurð Jóns- son og mátti sjá fyrirsögnina „Forest fær Sigurð". Sagt er frá því að íslendingur- inn hjá Sheffield Wednesday eigi að fylla það skarð hjá Forest sem enski landsliðsmaðurinn Neil ■■■■■■ Webb skyldi eftir, FráBob en hann er farinn Hennessey til Manchester i Englandi United. Blöðin segja að Brian Clough, framkvæmdastjóri For- est, sem lengi hefur haft augastað á Sigurði, gangi frá kaupunum nú í vikunni. Ekki er gefið upp kaupverð, en rætt er um upphæð- ina 400 þús. sterlingspund, sem er 37,2 millj. ísl. króna. Sagt er að sérstakur dómstóll komi saman til að ákveða endalegt verð. Neil Webb „Spennandi að leika með Forest" - sagði SigurðurJónsson. Samningaviðræður í gangi „NOTTINGHAM Forest ræddi við Sheffield Wednesday í gær með kaup á mér í huga. Félög- in eru að reyna að semja um kaupverðið, en það er ekkert komið á hreint í þessu máli,“ sagði Sigurður Jónsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær aðspurður um fréttir í enskum blöðum þess efnis að hann væri á leið til Forest. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu hafa mörg félög spurst fyrir um Sigurð. Celtic bauð 750.000 pund, Atkinson, stjóri Sheffield, sagði Arsenal að Islend- ingurinn kostaði milijón pund, Chelsea hefur sýnt áhuga en ekki gert formlegt tilboð og síðan er það Forest svo nokkur séu nefnd. SigurðurJónsson Komi félögin sér ekki saman um kaupverðið kemur til kasta sérstaks dómsstóls og er þar m.a. farið eftir aldri leikmannsins og leikjafjölda. Líst vel á Forest „Það væri vissulega mest spenn- andi að leika með Nottingham For- est og ég verð að segja að ég er spenntastur fyrir því að fara til félagsins. Mér líst vel á liðið og það yrði auðveldara fyrir mig að kom- ast í byrjunarlið þar en hjá Arse- nal,“ sagði Sigurður. „En enn getur allt gerst,“ bætti hann við. Brian Clough, stjóri Forest, hefur lengi haft augastað á Sigurði og reyndi fyrr í vetur að fá hann til liðs við félagið. Þá vildi Sigurður ljúka tímabilinu með Sheffield Wed- nesday, hjálpa liðinu að halda sæt- inu í 1. deild, og sjá síðan til. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Fær ÍA Juventus? Skagamenn þegar dregnir í átta liða riðil í GÆRKVÖLDI voru liðin í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu dregin saman í riðla, en í dag verða liðin inn- an riðlanna dregin saman. Akranes er í riðli með sjö öðr- um liðum; Juventus frá Ítalíu, HSV frá Vestur-Þýska- landi, Videoton frá Ungveijal- andi, Lierse frá Belgíu, Hibernian frá Skotlandi, Garnia Zagreb frá Júgóslavíu og Örgi-yte frá Svíþjóð. Skagamenn lenda á móti ein- hveiju ofantalinna liða og komist þeir áfram í 2. umferð dragast þeir aftur gegn liði innan sama riðils. Skagamenn hafa leikið 30 leiki í Evrópumótunum, en ekki dregist gegn nefndum liðum. Ef að líkum lætur vilja margir helst dragast gegn Juventus, sem er óneitan- lega þekktasta liðið er þeir geta fengið að þessu sinni, en fyrir hádegi liggur málið fyrir. Á sama tíma verður dregið í Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni bikarhafa, en Fram og Valur eru þar á meðal. Fulltrúar íslensku liðanna eru { Ziirich í Sviss og verða viðstadd- ir athöfnina í dag. GOLF Einar Long reyndi sig í undankeppni British Open FYRSTI íslenski golfleikarinn, sem reynt hefur að vinna sér keppnisrétt í Opna breska mneistaramótinu, sem hefst innan skamms, keppti á móti í London á sunnudag og mánudag. Það var Einar Long úr Golfklúbbi Reykjavíkur. ndankeppnin fór fram á Langley Park golfvellinum. Einari gekk mjög vel fyrri daginn og lék þá á 72 höggum eða einu yfir pari. Vegna misskilnings hóf Einar Long Einar keppni nánast óundirbúinn seinni daginn. Hann lenti í vand- ræðum strax á 1. braut og var lengi að ná sér á strik. Einar lék hringinn á 84 höggum og komst ekki áfram í keppninni. Opna breska meistaramótið er sem kunnugt er eitt frægasta golfmót sem fram fer ár hvert. Nokkrir áhugamenn vinna sér rétt til að keppa við atvinnumenn- ina og verða þeir að vinna sér keppnisrétt í undanúrslitamótum. ÍÞR&mR FOLK ■ TVEIR ungir körfuknatt- leiksmenn úr Val eru á leið til Bandaríkjanna á námskeið hjá Pat Riley þjálfara Los Angeles La- kers. Guðmundur Guðjónsson og Hjálmar Jens Sigurðsson, sem báðir leika með 9. flokki Vals næsta ár, verða lærlingar Rileys í eina viku. ■ VÉSTEINN Hafsteinsson hefur ákveðið að taka sér frí frá keppni í kringlukasti um tíma. Vé- steinn keppti ekki á sigamótinu í Nice, eins og ákveðið var og hann mun heldur ekki keppa á stigamóti í London á föstudaginn kemur, þar sem Einar Vilhjálmsson mun keppa í spjótkasti. Vésteinn, sem er nú í Svíþjóð, er ekki ánægður með kastárangur sinn að undan- förnu. H SIGURÐÚR Einarsson, s_pjótkastari, missti vallarmet sitt í Árósum í Danmörku um sl. helgi. Bandaríkjamaðurinn Mike Bar- nett kastaði 78,42 m, en gamla metið hans Sigurðar, sem hann setti 1987, var 76,60 m. H GUÐMUNDUR Albertsson, handknattleiksmaður úr KR, mun leika með ÍBV næsta vetur undir stjórn Hilmars Sigurgíslasonar. Guðinundur mun jafnframt því þjálfa meistaraflokk kvenna sem féll niður í 2. deild á síðasta keppn- istimabili. H GUNNAR Ragnars, nýkjör- inn formaður íþróttabandalags Akureyrar, var sagður Ragnars- son í blaðinu í gær. Það leiðréttist hér með og er beðist velvirðingar á mistökunum. ÚRSLIT 3. deild A Reynir—ÍK...........................1:0 Antony Stissy Hveragerði—Grindavík................1:2 Ólafur Jósefsson — Hjálmar Hallgrímsson, Guðlaugur Jónsson Þróttur—Leiknir.....................1:2 Sigurður Hallvarðsson — Jóhann Viðarsson, Ragnar Baldursson, Aíturelding — Víkverji..............1:3 Samúel Grytvik — Finnur Thorlacius, Albert Jónsson, Jón Örn Guðbjartsson BÍ—Grótta...........................1:1 Haukur Benediktsson — Kristján V. Björgvins- son 3. deild B Valur R.—Magni......................2:2 Óli Sigmarsson, Agnar Amþórsson — Helgi Helgason, sjálfsmark KS—Þróttur..........................3:1 Óli Agnarsson 2, Baldur Benonýson — Þorlák- ur Árnason Reynir—Dal vík......................1:1 Haraldur Haraldsson — Sigfús Kárason Ikvöld Einn leikur verður leikinn í 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu í kvöld. Fylkir leikur gegn FH á Fylkisvelli kl. 20. Léttir og Ármann mætast á gervigrasvellinum í Laug- ardal í 4. deild kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.