Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 Hluti niðurgreiðslna er greiddur beint til bænda Morgunblaðið/Þorkell Alþjóðleg samtök slysavamarfélaga héldu ársfund sinn hér á landi á dögunum. Á myndinni er stjórn samtakanna í húsakynnum Slysavarnarfélags íslands á Grandagarði. Hannes Hafstein, for- stjóri félagsins er annar frá vinstri. Alþjóðleg samtök slysavarnarfél- aga halda ársfimd sinn á Islandi ALÞJÓÐLEG samtök slysavamar- og björgunarfélaga héldu árs- fund sinn hér á landi í þessari viku. Slysavarnarfélag Islands hefur átt aðild að samtökunum síðan 1985 og er ársfundurinn nú haldinn hér í fyrsta sinn. Að sögn Hannesar Hafstein, forstjóra Slysavarnarfélags ís- lands, eru samtökin samstarfs- vettvangur félaga, sem vinna að því að menn geti bjargað sjálfum sér og öðrum í sjávarháska. Felst samstarfið meðal annars í því, að samtökin skiptast á leiðbeinend- um og hafa íslenskir leiðbeinendur til dæmis sótt slysavarnamám- skeið til Bretlands. Hannes segir, að hinir erlendu fulltrúar á ársfundinum hafi síðustu daga kynnt sér starfsemi félagsins, þar á meðal Slysavarn- arskóla sjómanna og námskeið á vegum hans, auk þeirrar sjóbjörg- unarþjónustu, sem rekin er í tengslum við Tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Segir Hannes að það hafi vakið mikla athygli, enda sé ekki að finna sambærilega starfsemi í hinum aðildarlöndun- um. Hannes segir að sá munur sé á starfi Slysavarnarfélags íslands og hinna aðildarfélaganna, að hér sé áhersla lögð á að ná til fiski- manna, en þar hafi upplýsinga- og fræðslustarfsemi meira beinst að hópum eins og farmönnum og Helguvíkurhöfii: Deilt um gjaldskyldu varnarliðsins af olíu BÆJARRÁÐ Keflavíkur hefur sent varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins bréf, þar sem þess er farið á leit, að hún hlutist ti! um að varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli greiði vörugjöld af þéirri olíu, sem dælt er á land í Helguvíkurhöfn. í bréfinu kemur fram, að yfir- stjórn varnarliðsins telji sér ekki skylt að greiða vörugjöld af olíunni og mótmælir bæjarráðið þeim skiln- ingi. Er í því sambandi vísað til samnings milli utanríkisráðherra og bæjarstjórans í Keflavík frá árinu 1983, þar sem segir að umsjón; afgreiðsla og örygjsgæsla á hafn- arsvæðinu eigi að vera í höndum íslenskra aðila og gjaidtaka með > sama hætti og verið hefði í Kefla- Flettisig klæðum fyrir framan barn MAÐUR um eða innan við þrítugt svipti sig klæðum fyrir framan unga stúlku við Breiðagerðis- skóla í Smáíbúðahverfi í gær- morgun og sýndi henni kynfæri sín. Lögregla leitaði mannsins um hverfið án árangurs. Talið er að sami maður hafi áður áreitt börn í hverfinu með þessum hætti. Honum er lýst þannig að hann sé lágvaxinn, þrekinn, dökk- hærður, með yfirskegg. í gær var hann klæddur í bláa mittisúlpu, blá- ar gallabuxur og gulan bol eða skyrtu. víkurhöfn. Fer bæjarráðið fram á í bréfinu, að varnarmálaskrifstofan hlutist til um að ákvæðum þessa samnings verði fullnægt. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofunnar, er erindi bæjarráðsins nú til athugunar þar. Sandkassar barnaheimila:: Blýmengim- in er innan hættumarka NIÐURSTAÐA könnunar sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lét gera á jarðvegi og sandi við þrjú barnaheimili í borginni benda til, að blýmengun sé innan hættumarka. Vegna tilmæla Foreldrasamtak- anna, var tekið sýni af sandi úr sandkössum og jarðvegi við barna- heimilin Valhöll við Suðurgötu, Barónsborg við Barónsstíg og Grænuborg við Eiríksgötu. Voru heimilin valin vegna nálægðar við umferðargötur. I frétt frá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur segir, að niðurstöður könnunarinnar bendi til að börnum sé ekki hætta búin af völdum blýmengunar af dvöl sinni á barnaheimilunum. Þær leiddu hins vegar í ljós, að um uppsöfnun blýs í jarðvegi í Reykjavík getur verið að ræða. Hefur verið ákveðið að fram fari frekari rannsóknir á dreifingu blýmengunar í borginni. Samkomulag ríkisins og bænda við ákvörðun búvöruverðs: Birgðir kindakjöts minnkaðar um 600-900 tonn SEXMANNANEFND ákvað í gær nýtt verð á sauðfjárafurðum ti! bænda og lækkaði áður ákveðið verð á mjólkurvörum. Var þetta gert í kjölfar samkomulags stjórnvalda og Stéttarsambands bænda þar sem bændur fallast á frestun á hluta af launaleiðréttingum sem þeim höfðu verið dæmdar. Á móti Iofar ríkisstjórnin meðal annars að minnka kindakjötsbirgðir í landinu og endurgreiða bændum kjarnfóð- urgjald sem runnið hefur í ríkissjóð. Samkvæmt samkomulaginu verður hluti niðurgreiðslna kindakjöts greiddur beint til bænda en það er í fyrsta skipti sem það er gert. Graíhrvogspr estakall: Sr. Vigfus Þór Arnason kjörinn sóknarprestur SÉRA Vígfús Þór Ámason sóknar- prestur frá Siglufirði var í gær kjörinn sóknarprestur í Grafar- vogsprestakalli í Reykjavík. Sr. Vigfús Þór var kjörinn lög- mætri kosningu á fundi kjörnefndar í gærkvöldi. BORGARFÓGETI í Reykjavík, Páll Þorsteinsson, kvað á fimmtudag upp úrskurð þess efii- is að Gjaldheimtunni í Reykjavík sé heimilt að gera iögtak hjá Þýzk-íslenzka til tryggingar ógreiddum gjöldum, tekjuskatti, eignarskatti og eignarskatts- auka, fyrir árið 1985. Krafan er að höftiðstóli um 45 milljónir króna. Kindakjöt og aðrar sauðfjár- afurðir hækka til bænda um 5,07%. Útsöluverð verður ekki ákveðið end- anlega fyrr en í næstu viku en bú- Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Þýzk-íslenzka, hafði í gær- kvöldi ekki séð úrskurð fógeta. Ekki er því ljóst hvert framhald málsins verður. Ágreiningur Þýzk-íslenzka og skattyfirvalda snýst annars vegar um söluskatt, sem verið hefur til innheimtu hjá tollstjóra, og hins vegar um önnur opinber gjöld, sem eru til innheimtu hjá Gjaidheimt- ast má við að það hækki svipað og verðið til bænda. Verð mjólkurvara hækkar 3% minna til bænda en ákveðið hafði verið um síðustu unni. Fyrirtækið hafði skotið álagn- ingu ríkisskattstjóra til ríkisskatta- nefndar en erindinu var vísað frá vegna vanreifunar og leggur hvor aðili sinn skilning í þann úrskurð. Þýzk-íslenzka hefur greitt hina álögðu söluskattsskuld, til að kom- ast undan innsigli tollstjóra, og jafnframt lýst því yfir að höfðað verði endurheimtumál fyrir bæjar- þingi vegna þess. mánaðamót, eða um rúm 5%. Það getur haft í för með sér að mjólkur- vörur hækki að meðaltali um tæp 8% um þessi mánaðamót í staðinn fyrir rúmlega 11% samkvæmt fyrri ákvörðun. Forsætisráðherra hefur beint þeim tilmælum til verðlagsráðs að það endurskoði nýlega ákvörðun um 1% hækkun álagningar á mjólkur- vöi-ur þannig að hún komi til fram- kvæmda í áföngum. Verður málið væntanlega tekið fyrir í verðlags- ráði í næstu viku. Verði orðið við þessum tilmælum lækkar mjólkin meira en nú hefur verið ákveðið. í því samkomulagi sem að baki þessum ákvörðunum liggur fallast sauðfjárbændur á að fresta % af launaleiðréttingu sem þeir áttu rétt á samkvæmt yfimefndarúrskurði til 1. desember og 1. mars. Þessi launaleiðrétting samsvarar um 200 þúsund krónum á vísitölubú á ári. Bændur selja afurðastövunum kjöt- ið í sláturtíð og fá það greitt þá en launaleiðréttingamar fá þeir greiddar beint í formi niður- greiðslna 1. desember og 1. mars. Er þetta í fyrsta skipti sem niður- greiðslur eru greiddar beint til bænda, en Stéttarsamband bænda hefur lagt til að sá háttur verði hafður á. Haukur Halldórsson for- maður Stéttarsambandsins segir að með þessu sé farið inn á nýjar brautir og vonaði að niðurgreiðsl- urnar nýttust betur á þann hátt. Á móti lofa stjórnvöld að lækka kindakjötsbirgðir i landinu að lág- marki um sem nemur þeim sam- drætti sem verður í framleiðslu á milli ára. Ekki er ljóst hver fram- leiðslan verður í haust en búast má við að samdrátturinn verði 600-900 tonn. Haukur sagði að ríkið gæti flutt þetta kjöt út eða stuðlað að aukinni sölu á innan- landsmarkaði og kvaðst hann voh- ast til að þetta leiddi til þess að neytendur fengju kindakjöt á hag- stæðu verði. Ef þessi framleiðsla verður flutt út kostar hún ríkið 200-300 milljónir kr. í útflutnings- bótum. í samkomulaginu felst að mjólk- urbændur fresta 20% af launaleið- réttingu sem þeir áttu rétt á sam- kvæmt fyrri verðlagningu til 1. desember. Ríkið endurgreiðir beint til bænda kjarnfóðurgjald sem runnið hefur í ríkissjóð. Það er tal- ið nema 25 milljónum kr. til ára- móta. Þá verður staðgreiðsluláni sem ríkissjóður hefur milligöngu um flýtt þannig að hægt verði að greiða bændum yfirverð fyrir mjólk í vetur. Er það gert í þeim tilgangi að auka mjólkurframleiðsluna yfír vetrartímann en minnka á sumrin til að laga framleiðsluna betur að markaðnum. „Við viljum leggja okkur fram um að lækka verð á jandbúnaðar- vörum og eru þessar aðgerðir fyrsta skrefið í þá átt. Þetta kemur neyt- endum vonandi til góða,“ sagði Haukur Halldórsson. Skattamál Þýzk-íslenzka: Borgarfógeti heimilar Gjaldheimtunni lögtak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.