Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 21 b Danmörk: Taldi sig vera mann- drápara Kaupmannahöfii. Reuter. OÐUR byssumaður tók leigubíl- sljóra og einn farþega hans í gíslingu og olli umferðaröng- þveiti í Kaupmannahöfti ’a fimmtudagskvöld með tiltæki sínu.Astæðan var sú að maðurinn hafði lent í áflogum við tengda- móður sína og taldi sig hafa orð- ið henni að bana. Hann var vopn- aður haglabyssu með styttu hlaupi, krafðist þess að fá að tala við prest og auk þess morfín til að bana sér. Lögregla í bílum, þyrlum og á mótorhjólum elti leigubílinn um alla borgina klukkustundum saman áð- ur en byssumaðurinn gafst upp. Hann sagðist hafa rænt leigubílnum til að fá morfínið þar sem hann hefði ekki haft kjark til að skjóta sig. Yfirvöld skýrðu frá því að líðan tengdamóðurinnar væri allgóð en byssumaðurinn hafði lamið hana til óbóta fyrir nokkrum dögum. Fjöldi fólks þyrptist út á göturn- ar, sjónvarpið sendi út sérstakan fréttaþátt um kvöldið og ásókn fréttamanna olli lögreglunni slíkum vandræðum að aðstoðarlögreglu- stjóri borgarinnar sagðist hafa íhugað að láta menn sína skera í sundur hjólbarða á bílum frétta- mannanna. Lottó: / Fleygði mið- anum en vann 128 miljónir Garmisch Partenkirkchen. DPA. EINSTÆÐ, þriggja barna móðir í Vestur-Þýskalandi á von á góð- um glaðningi frá vestur-þýsku lottófyrirtæki, alls fjórum miljón'- um marka, um 128 miljónum ísl. króna. Vinninginn hlýtur hún þrátt fyrir að hafa fleygt vinning- smiðanum, að sögn starfsmanna lott.ósins. Hin lánsama, sem er fertug að aldri og starfar sem einkaritari í bænum Garmisch-Partenkirchen, hlaut ekki vinning í aðalútdrætti á laugardag og fleygði því vinnings- miðanum. Hún gætti hins vegar ekki að númeri á miða sínum sem kom upp þegar dreginn var út auka- vinningur. Starfsmönnum lottósins tókst að hafa upp á konunni og var það því að þakka að á afriti vinn- ingsmiðans var nafn hennar og heimilisfang skráð. VINNINGSLIÐIÐ FRA MAZDA.. 3NYIR MAZDA 323 ■! ALLIR MEÐ 16 VENTLA OG VÖKVASTÝRI! „Allt er þegar þrennt er“ segir máltækió og má þaö til sanns vegar færa, því við kynnum 3 mismunandi geröiraf MAZDA 323: COUPE, SALOON og FASTBACK, nýjar frá grunni! SÝNINGARBÍLAR ÁSTAÐNUM Opið laugardag frá kl. 12-16 Það óvenjulega er, að gerðirnar eru nú misstórar og hafa gjörólíkt yfir- bragð, útlit og eiginleika og er nánast ekki eitt einasta stykki í yfirbygging- um þeirra eins. • Helstu nýjungar eru: Stærri og rúmbetri en áður — 16 ventla vélar: 77, 90 eða 140 hestöfl — ALLAR gerðir með vökvastýri — GLX gerðir með rafmagnsrúðum og læsingum. Vegna hagstæðra samninga verður MAZDA 323 á einstaklega góðu verði. • Dæmi: 3 dyra COUPE 4 dyra SALOON 1.6L 16 1.3L 16 ventla ventla90hö5gíram/vökva- 77 hö. 5gíram/ stýri, rafmagnsrúðum, raf- vökvastýri magnslæsingum og fl. Kr. 698.000 Kr. 849.000 5 dyra FASTBACK 1.6L 16 ventla90 hö. 5 gira m/vökva- stýri, rafmagnsrúðum, raf- magnslæsingum og fl. Kr. 862.000 4 dyra Saloon 3 dyra Fyrsta sending er á leiðinni til landsins — SVO ÞAÐ MARG- BORGAR SIG AÐ BÍÐA EFTIR MAZDA ÞVÍ NÚ BÝÐUR ENG- INN BETURH BÍLABORG HF FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.