Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐID UaUGARDAGUR 16. SÉIU'EMBEIl 1Ó89
Bandaríkin:
Tilraun með MX-
flaug mistekst
Var grandað með fjarstýrðri
sprengjuhleðslu er bilun kom í ljós
Washington. Reuter.
LANGDRÆG bandarísk eld-
flaug af gerðinni MX var
sprengd í loft upp á fimmtu-
dagskvöld skömmu eftir að
henni hafði verið skotið á loft í
tilraunaskyni. Bandarikjamenn
ráða yfir 50 eldflaugum af gerð-
inni MX en þær eru öflugustu
landeldflaugar kjarnorkuher-
aflans.
Eldflauginni var skotið á loft
Reuter
*
1
Jeltsín
hættu staddur
Borís Jeltsín, sem sæti á í
sovéska Æðsta ráðinu, er nú
á ferðalagi í Bandaríkjunum.
Á fimmtudag heilsaði hann
upp á John Hardin, bónda í
Indiana-ríki. Á myndinni sést
Jeltsín kanna holdafar eins
af aligrísum bóndans sem
heldur undir afturenda fer-
fætlingsins. Það kom sér vel
þar sem dýrið þurflti skyndi-
lega að létta á sér.
frá Vandenberg-herstöðinni
skammt frá Los Angeles. Hún var
í rúmlega 160 kílómetra fjarlægð
frá skotpallinum er bilunar varð
vart og var henni þá snimhendis
tortímt með fjarstýrðri sprengju-
hleðslu. Talsmenn bandaríska
vamarmálaráðuneytisins kváðust
ekki vita hvers eðlis bilunin hefði
verið.
Er unnið var að þróun og smíði
MX-eldflaugarinnar fóru 18 til-
raunaskot fram og heppnuðust
þau öll. 50 eldflaugar þessarar
gerðar hafa nú verið settar upp
og hefjast þá frekari tilraunir, sem
miða m.a. að því að meta áreiðan-
leika vopnabúnaðarins. Ráðgert
hafði verið að skjóta MX-eldflaug-
um þrisvar eða fjórum sinnum á
loft í þessum tilgangi á hvetju ári.
Keppt ígullgreftri
Reuter
Gullgrafari virðir gaumgæfilega fyrir sér malarhrúgu á pönnu sinni og reynir að greina hvert korn
af málminum dýra. Maðurinn er í hópi 200 gullgrafara frá 27 löndum á móti sem haldið er í Gold-
kronach, skammt frá Bayreuth í Vestur-Þýskalandi. Þar er keppt um heimsmeistaratitil í þessari iðju.
Sovétlýðveldið Azerbajdzhan:
Krafist umráða Azera yfir
héraðinu Nagorno -Karabak
Moskvu. Reuter.
FULLTRÚAR á þingi sovétlýð-
veldisins Azerbajdzhan kröfð-
ust þess í gær að héraðið um-
deilda Nagorno-Karabak yrði á
ný fært undir stjórn lýðveldis-
ins. Frá þvi í janúarmánuði hef-
ur Nagorno-Karabak verið
sfjómað beint frá Moskvu en
deilur Armena og Azera um
yfirráðarétt yfir héraðinu hafa
kostað um 120 manns lífið frá
því þær blossuðu upp í byrjun
síðasta árs.
Ajaz Mutalíbov, forsætisráðherra
Azerbajdzhan, fór fyrir fylkingu
þingmanna er gagnrýndu harðlega
Arkadíj Volskíj en hann er formað-
íran eftir fráfall Khomeinis:
Hófsamir hafa treyst völd sín
og ýtt strangtrúarmönnum frá
Níkósía. Reuter.
FYRIR rúmum þremur mánuðum þyrptust hátt í tíu miljónir írana
út á götur í Teheran og syrgðu fallinn leiðtoga sinn, Ruhollah
Khomeini, sem með ósveigjanlegum kennisetningum og óskoruðu
valdi hafði stjórnað landinu frá þvi hann steypti Rheza Pahlavi,
fyrrum keisara landsins, af stóli 1979. Sefasjúkir syrgjendur bitust
um Iíkklæðin af leiðtoganum og töfðu útförina um nokkrar klukku-
stundir. í fyrstu töldu flestir að einnig yrði bitist um völdin þegar
Khomeini væri allur. Stjórnmálamenn og klerkar sem höfðu staðið
í skugga Khomeinis fram til þessa stigu fram á sjónarsviðið og
valdabarátta upphófst. Það hefúr hins vegar komið flestum stjórn-
málaskýrendum á óvart á hve friðsamlega sú barátta var háð.
Vestrænar ríkisstjómir hafa lýst
yfir ánægju með stjórnmálaþróun-
ina í klerkaríkinu. Hófsamir klerk-
ar á borð við Ali Khamenei, fyrrum
forseti landsins og eftirmaður Kho-
meinis, og Ali Akbar Hashemi
Rafsanjani, núverandi forseti, hafa
hreiðrað um sig í valdamestu emb-
ættunum og ýtt strangtrúarmönn-
um á borð við Mir-Hossein Mo-
usavi, fyrrum forsætisráðherra, og
Ali Akbar Mohtashemi, fyrrum inn-
anríkisráðherra, út í ystu myrkur
eða fengið þeim í hendur valdalítil
embætti. Mousavi gegnir nú ráð-
gjafaembætti innan ríkisstjórnar-
innar og virðist sig hvergi geta
hrært fyrir forsetanum.
Helsta verkefni hinnar nýju for-
ystu verður að reisa við efnahag
landsins en átta ára stríð við ír-
aka, sem lauk með vopnahléi fyrir
einu ári, var þjóðarbúinu afar
kostnaðarsamt. Flestir stjómmála-
skýrendur telja að bætt samskipti
við þjóðir heims verði lykilatriði í
efnahagsviðreisn íranskra stjóm-
valda.
Stjómarskrá írans hefur verið
endurskoðuð í mörgum veigamikl-
um atriðum, og hlutverk ríkisstofn-
ana verið skilgreind á þann hátt
að ekki fari á milli mála hvaða
hlutverki hver þeirra gegnir. „Á
dögum Khomeinis markaði forseti
landsins eina stefnu og forsætis-
ráðherrann aðra. Innanríkisráð-
herrann átti til að hlutast til um
utanríkismálefni," segir Baqer Mo-
in, blaðamaður búsettur í London
sem hefur skrifað ævisögu Kho-
meinis.
Völd strangtrúarmanna í stjórn
landsins höfðu aukist allt fram að
andláti Khomeinis. Hatur þeirra á
Vesturlöndum fékk byr undir báða
vængi þegar Khomeini skoraði á
múslima um allan heim að ráða
breska rithöfundinn Salman Rush-
die af dögum, en Khomeini sakaði
hann um að hafa saurgað trúna í
bókinni Söngvar Satans.
Þessari þróun var snúið við í
einni andrá þegar Khamenei var
útnefndur eftirmaður Khomeinis.
Þegar Rafsanjani, bandamaður
Khameneis, var kjörinn forseti í
júlí voru öll trúarleg og pólitísk
völd komin á hendur hófsemdar-
manna í fyrsta sinn frá 1979. Rafs-
anjani, sem íranir sjálfir telja
valdamesta mann landsins, hefur
ásamt Khamenei með undrahröð-
um hætti tryggt völd hófsamari
afla í landinu.
Valdadreifingin á dögum Kho-
meinis gerði forystu landsins mjög
erfitt fyrir að sameinast um stefnu-
mál, einkum á sviði efnahagsmála.
Mousavi var hlynntur ríkisbúskap
en Khamenei, þáverandi forseti,
vildi að einhverju marki koma á
einkavæðingu. Hófsemdarmenn í
utanríkisráðuneytinu gátu engu
andmælt þegar Mohtashemi hóf
herferð gegn Vesturlöndum og lýsti
yfir stuðningi við öfgatrúarmenn
sem héldu Vesturlandamönnum í
gíslingu í Líbanon.
Mohtashemi, sem átti þátt í að
stofna Hizbollah-flokkinn (Flokk
Guðs), í sendiherratíð sinni í Sýr-
landi, andmælti aðgerðum sem
kynnu að hafa leitt til frelsunar
gíslanna. Rafsanjani hefur boðið
fram aðstoð til að frelsa þá að
uppfylltum vissum skilyrðum.
ur nefndar sem ráðamenn í Moskvu
skipuðu til að hafa stjórn héraðsins
með höndum. Sagði forsætisráð-
herrann að Volskíj og undirsátar
hans hefðu látið ógert að fordæma
starfsemi samtaka öfgafullra Arm-
ena, sem krafist hafa þess að hérað-
ið verði innlimað í Armeníu-lýðveld-
ið. Aðrir þeir sem tóku til máls
kröfðust þess að nefndin yrði þegar
í stað leyst frá störfum og að hérað-
ið yrði snimhendis fært á ný undir
stjórn yfirvalda í Azerbajdzhan en
Azerar hafa ráðið héraðinu frá því
á þriðja áratug aldarinnar þó svo
Armenar séu þar í meirihluta. Á
meðal þeirra sem héldu þessu sjón-
armiði fram var fulltrúi Álþýðufylk-
ingarinnar í. lýðveldinu en fylgis-
menn hreyfíngarinnar hafa skipu-
lagt mótmæli og verkföll til að
leggja áherslu á þessa kröfu sína.
Arkadíj Volskíj sagði í sjónvarps-
viðtali á fimmtudagskvöld að
spennan í Nagomo-Karabak og
nágrenni hefði aldrei verið meiri.
Jámbrautarstarfsmenn í
Azerbajdzhan hafa lagt niður störf
en tæp 90 prósent allra aðfanga til
Armeníu fara um azerískt land-
svæði. Þegar er tekið að bera á
skorti á nauðsynjum. Armenskur
blaðamaður sagði í viðtali við Reut-
ers-fréttastofuna að höfuðborg
Armeníu, Jerevan, væri í „efna-
hagslegri herkví" og kvað Azera
hafa sagt Armenum stríð á hendur
með þessum hætti. „Vömrnar safn-
ast upp í Azerbajdzhan m.a. hjálp-
argögn erlendis frá sem ætluð eru
fómarlömbum landskjálftans ógur-
lega í desember," bætti hann við
og kvað ástandið verra en umsátur
hersveita nasista um borgina
Leníngrad á árum síðari heimsstyij-
aldarinnar.
Færeyjar:
Bölmóður mun ekki
gera neinum gagn
—segir einn þingmanna jafnaðar-
manna um efnahagsvandann
Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
„MARGIR finna hvöt hjá sér til að sá svartagalli í hugi fólksins
hérna, en við þekkjum það af reynslunni að við höfum alltaf komist
af þótt gefið hafi á bátinn hjá okkur á stundum — bölmóður mun
ekki gera neinum gagn.“
Svo mælir Jógván Adolf Johann-
esen, þingmaður Jafnaðarmanna-
flokksins á Lögþingi Færeyja og
útgerðarmaður tveggja nýjustu tog-
báta færeyska fiskiskipaflotans,
Hádegiskletts og Stígarkletts.
Hann telur að bátarnir muni tryggja
vinnslustöðvunum á heimaey sinni,
Sandey, nægt hráefni á komandi
árum. Bátamir verða „tvílembing-
ar“ og fara strax á veiðar með svo-
kallað tveggja báta troll.
Tórshavnar Skipasmiðja afhenti
Hádegisklett opinberlega á laugar-
daginn í síðustu viku, en Stígar-
klettur var afhentur í fyrra. Kostn-
aðarverð beggja bátanna er 70
milljónir danskra króna (tæplega
570 millj. ísl. kr.). Til að útgerð
bátanna standi undir sér þarf 3.000
tonna ársafla.
Jógvan Adolf Johannesen telur
rekstrarhorfurnar góðar. „Lánin
sem tekin voru vegna skipakaup-
anna eru hagstæð," segir hann, „og
veiðar með tveggja báta trolli létta
okkur einnig róðurinn."
Fyrra skipið hefur reynst af-
bragðsvel og séð fiskvinnslunni fyr-
ir eins góðu hráefni og hægt er að
hugsa sér. Aðeins 2% aflans hafa
farið í annan flokk.