Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTBMBER 1989 25 Morgunblaðiö/Bjöm Blöndal Verðlaunahafarnir ásamt bæjarstjórnarmönnum. Lengst til vinstri er Steindór Sigurðsson formaður umhverfisnefndar, Sr. Þorvaldur Karl Helgason, Arni Júlíusson, Hilmar Magnússon og Oddur Sæmundsson, Hulda Pétursdóttir, Olafur Gunnarsson, Sigríður Guðbergsdóttir As- geir Ingólfsson, Marta Hauksdóttir, Sveinn Björnsson og Aud Björns- son. Fyrir aftan þau eru Stefán Jónsson bæjarritari og Eðvald Bóasson forseti bæjarstjórnar. Umhverfísátak í Njarðvík: Sex fengii viðiukenningTi Keflavík. NJARÐVÍKURBÆR veitti nýlega sex aðilum viðurkenningu fyrir umhverfisátak á lóðum sínum eða húsum og fengu þeir við það tæki- færi skrautritað skjal ásamt lit- mynd af húsum sínum og um- hverfi. í þessum hópi var eitt fyrir- tæki, Stafhes hf., og kirkja þeirra Ytri-Njarðvíkinga, en umhverfi hennar hefur tekið miklum stakkaskiptum. Þá fengu eigendur þriggja húsa viðurkenningu fyrir garða við húsin og auk þess fengu eigendur Staðar á Sjávargötu 14 viðurkenningu fyrir endurbygg- ingu hússins. Steindór Sigurðsson formaður umhverfisnefndar sagði við þetta tækifæri að það væri einkar ánægju- legt að íbúarnir tækju virkan þátt í fegrun bæjarins og með því að veita viðurkenningu af þessu tagi vonuð- ust bæjaryfirvöld til að fleiri tækju til hendinni. Steindór sagði ennfrem- ur að á vegum Njarðvíkurbæjar hefði verið unnið mikið að umhverfismál- um að undanförnu og aðkoman inn í bæinn hefði breyst mikið til hins betra. En víða þyrfti að gera átak og hann vonaði að næst á dagskrá yrði tjörnin í Innri-Njarðvík og um- hverfi hennar. BB Atriði úr myndinni „Dögun“ sem Regnboginn hefur tekið til sýn- inga. Yfírlýsing frá löggilt-^ um endurskoðanda SIS VEGNA ummæla eins af banka- ráðsmönnum Landsbanka Islands í íjölmiðlum um skuldir Sambands ísl. samvinnufélaga við Lands- bankann vill undirritaður löggilt- ur endurskoðandi Sambandsins hér með stáðfesta að raunveruleg- ar skuldir Sambandsins við ban- kann námu verulega lægri Ijár- hæðum en komið hafa fi-am í full- yrðingum bankaráðsmannsins. Það sem á milli ber nemur rösk- lega einum milljarði króna og virðist þetta misræmi stafa af orðalagi í yfirliti því sem bankaráðsmaðurinn hefur haft undir höndum um fyrir- greiðslu Landsbankans til Sam- bandsins, ellegar misskilnigi hans á einstökum liðum þar í. Sem dæmi um fyrirgreiðslu sem hvorki er eðlilegt né venjulegt að telja til skulda hjá Sambandinu eru Regnboginn sýnir „Dögun“ REGNBOGINN hefur tekið til sýninga myndina „Dögun“. Með aðalhlutverk fara Anthony Hopk- ins og Jean Simmons. Leikstjóri er Robert Knights. Myndin hefst á því að manni er skotið á land á heldur eyðilegri strönd, en fljótlega sést að hann er kunnugur á þessum slóðum. Þessu næst víkur sögunni að frem- ur niðurníddu herrasetri. Þar býr Dwyer hershöfðingi ásamt Mary dóttur sinni, en þau hafa alið upp söguhetju myndarinnar, Nancy Gulliver. víxlar og viðskiptaskuldabréf sem gefin eru út af þriðja aðila í venjuleg- um viðskiptum og Sambandið fram- selur bankanum. í ^líkum tilfellum er útgefandinn að sjálfsögðu aðal- skuldari en ekki framseljandinn. Þá virðist bankaráðsmaðurinn innifela í meintri skuld Sambandsins framleiðslulán til hlutafélags sem er að hálfu leyti í eigu samvinnuhreyf- ingarinnar og að hálfu í eigu stjórn- valdá en Sambandið hefur ítrekað við bankann að það telji sér þessa skuld óviðkomandi. Loks skal nefna fyrirgreiðslu vegna flýtigreiðslulána til frystihúsa. Andvirði þessara lána rennur til fisk- vinnslustöðvanna til þess að flýta greiðslu seldra afurða en tryggfng bankans liggur í ógreiddum útflutn- ingsreikningum vegna þessara sömu aðila. Hliðstæður við þessa sérstöku fyrirgreiðslu ei-u til staðar í banka- kerfinu. Geir Geirsson, löggiltur endurskoðandi. * Vígsluaftnæli Langholtskirkju VÍGSLUAFMÆLI Langholts- kirkju er sunnudaginn 17. sept- einber. Þá verða liðin 5 ár frá því er hún var helguð. Hún hefur í þessi ár þjónað Guði og söfnuði hans í Langholtinu með stakri prýði, auk þess að vera athvarf tóna og annarrar menningar- starfsemi. Hér mætast ungir og aldnir með margskonar áhuga- mál og lífsskoðanir til þess að finna Guð að máli og leita þess friðar sem fyllir kirkjuna. Langholtssöfnuður mun halda upp á vígsluafmælið með guðs- þjónustu í kirkjunni kl. 14.00 þann safna dag. Kór Langholtskirkju syngur við athöfnina undir stjórn Jóns Stefánssonar. Eftir guðsþjón- ustuna stendur Kvenfélag Lang- holtskirkju fyrir kaffisölu í safnað- arheimilinu. Með þessu vígsluafmæli kirkj- unnar hefst vetrarstarf Langholts- kirkju. Sunnudagsguðsþjónustur, er verið hafa kl. 11.00 í sumar, verða hér eftir kl. 14.00. Óskastund barnanna hefst að venju fyrsta sunnudag í október og verður hún kl. 11.00 hvem sunnudagsmorgun. Æskulýðsstarf fyrir böm á aldrin- um 10—12 ára mun fara fram á miðvikudögum kl. 17—18 og byijar það miðvikudagmn 4. október. Starf aldraðra er þegar hafíð og er það með hefðbundnu sniði á miðviku- dögum. Sömuleiðis hefur kórinn hafið vetrarstarf sitt. Stutt nám- skeið í biblíulestri em fyrirhuguð á laugardögum í vetur. Ætlunin er að þau byiji þann 7. október. Þau verða nánar auglýst síðar. Tilvalið er fyrir söfnuðinn að hitt- ast í kirkjunni þann 17. september næstkomandi til þess að hefja sam- an vetrarstarfið og ræða það sem framundan er. Allir eru að sjálf- sögðu velkomnir. Séra Þórhallur Heimisson '■ <- Hreindýrakj öt _ og krækiber Eg veit ekki, hvernig Sylvía matreiddi hreindýrakjötið fyrir bónda sinn, þegar hann kom þreyttur heim úr veiðiferð til íslands, en ég hafði mína aðferð við matreiðslu hreindýrakjöts fyrir minn bónda, þegar hann kom þreyttur heim í Skóga, bústað Seyðfirðingafélagsins eftir að hafa hrist á þjóðvegi 1 á Austurlandi. Að vísu var ég með og því ekkert minna þreytt, svo að hreindýrarétturinn var ekki á borðum fyrr en daginn eftir. Svo sakar ekki að geta þess, að hreindýrakjötið var frá því í fyrra og bóndi minn skaut ekki dýrið. Líklega hefúr konungur ekki tekið sér frí frá hreindýraveiðunum og tínt íslensk krækiber við rætur Snæfells, sem hefði þó verið ómaksins vert og glatt litlu konungsbörnin, þegar heim var komið. Ég aftur á móti tíndi krækiber í Botnunum á Seyðisfirði og gladdi mín barnabörn með þeim berjum og dótturdóttir mín átta ára, sem hefúr búið í Danmörku í 5 ár, sagði að þetta væru bestu ber í heimi — betri en nokkur útlend ber — og er ég henni að sjálfsögðu sammála. • SJ Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON IL Hreindýrakjöt með ananas og krækiberjum 1 kg hreindýrakjöt (notið ekki bestu steikur í þetta). 2 msk. matarolía 2 stórir laukar 2 græn epli 2 sellerístönglar (má sleppa) 1 tsk. salt 5-6 piparkom 3 negulnaglar 1 heildós sýrður ijómi, 10% eða 18% dl krækiber 1. Skerið kjötið þunnt í sneið- ar eða bita. Takið alla fitu og himnur af. 2. Setjið helming matarolíu á pönnu og steikið helming kjöts- ins, farið eins að með síðari helm- inginn. Setjið í pott. 3. Hellið safanum af ananas- dósinni út í, afhýðið og saxið lauk, afhýðið og stingið kjarna úr eplum og skerið smátt. Skerið sellerístöngla þvert í sneiðar. Setjið allt í pottinn með kjötinu. 4. Setjið salt, piparkorn og negulnagla út í. Sjóðið við hægan hita í u.þ.b. 60 mínútur. Misjafnt er hversu langa suðu kjötið þarf, fer eftir því hvaðan það er af skepnunni og aldri hennar. 5. Raðið ananashringjunum á bökunarplötu, hitið glóðarrist og glóðið sneiðarnar í nokkrar mínútur. Þið getið smurt þær með örlitlu smjöri ef ykkur sýn- ist. 6. Takið af hellunni og hrærið sýrðan ijóma út í. Hann má ekki sjóða. 7. Hellið á fat, raðið ananas- hringjum yfir og setjið krækiber í götin á hringjunum. Meðlæti: Snittubrauð og hrá- salat. *j*3t- 'Mv / « [L.V’. / .vt Hrásalat með krækiberjum Nokkur falleg salatblöð íslenskt hvítkál. 1 epli 2 dl krækiber 'A msk. hunang 1. Þvoið salatið eða kálið og rífið eða skerið smátt. 2. Afhýðið eplið, stingið úr því kjarnann og skerið gróft. 3. Blandið saman sýrðum ijóma og hunangi. 4. Setjið epli og krækiber út 1 dós sýrður ijóim, 10% eða í og blandið saman. 18%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.