Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 27
-r- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 27'}í: Óli Bjarnason Grímsey - Minning Fæddur29. ágústl902 DáinnS. september 1989 Fóstudaginn 8. september sl. andaðist áFjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Óli Bjarnason útvegsbóndi að Sveinsstöðum í Grímsey, 87 ára að aldri. Með honum er genginn merkur og farsæll dugnaðarmaður. Óli fæddist að Steindyrum á Látraströnd 29. ágúst 1902. For- eldrar hans voru Bjarni Gunnarsson bóndi og sjómaður að Steindyrum og kona hans Inga Jóhannesdóttir. Þegar Óli var á fimmta árinu fórst faðir hans í selaróðri úti fyrir fjalla- skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Með honum fórust bróðursonur hans og mágur. Stóð Inga móðir Óla eftir með 4 börn í ómegð á harðbýlu koti, þar sem litla björg var að fá nema frá hafinu. Hún greip þá til þess ráðs að flytj- ast austur í Þorgeirsfjörð ásamt þremur börnum sínum. Með henni fluttist ungur vinnumaður hennar, Guðlaugur Óli Hjálmarsson. Hann var frá bænum Keflavík, sem stóð út við sjóinn í Keflavíkurdal, litlu dalverpi milli Gjögurtár og Þor- geirsfjarðar. Inga átti rætur í Fjörð- um, en afi hennar var prestur að Þönglabakka í Þorgeirsfirði og sjálf var hún ásamt systrum sínum kennd við bæðinn Kussungsstaði í Hvalvatnsfirði, en allar voru syst- urnar annálaðar fyrir glæsileik og góðar gáfur. Guðlaugur Óli kvæntist Ingu og gekk börnum hennar í föðurstað, en saman eignuðust þau eina dótt- ur. Þau bjuggu fyrst að Botni í Þorgeirsfirði og síðan að Þverá í Hvalvatnsfirði, þar sem Óli vandist öllum algengum sveitastörfum. Vorið 1914 fluttist fjölskyldan til Grímseyjar og settist að á jörðinni Básum, sem er nyrsti bær landsins. Voru það talsverð umskipti, því að í Grímsey byggðist afkoma manna í ríkari mæli á fiskveiðum ásamt fugla- og eggjatekju en á hefð- bundnum búskap. Þá lífgaði það upp á mannlífið í Grímsey, að þar var oft fjöldi innlendra og erlendra fiskiskipa á veiðum nærri eyjunni. Þegar brældi og skipin þurftu að leita vars, komu áhafnirnar í land til þess að sækja vatn, ís eða eiga önnur viðskipti við eyjarskeggja. Var þar yfírleitt um að ræða vöru- skipti — innlendar afurðir látnar í skiptum fyrir erlendar. Tollheimta ríkissjóðs mun ekki hafa fengið miklar tekjur af þeim viðskiptum, enda fríverslun við erlenda sjómenn hefðbundin búbót í útkjálkabyggð- um hér á landi öldum saman. Fjölskyldan tók skjótt ástfóstri við Grímsey. Óli og systur hans fundu sér maka á eyjunni og móðir hans og stjúpfaðir bjuggu þar til æviloka. Móðir Óla náði 102 ára aldri og hélt andlegum. styrk til æviloka. Óli sýndi skjótt dugnað og áræði og þá snerpu, sem einkenndi hann alla tíð. Aðeins 15 ára að aldri hóf hann að síga í fuglabjörg eftir eggjum og ungum og sinnti hann því hlutverki í 38 ár. Hann reri til fiskjar og varð aflamaður, sem kunni vel til verka við flestar veiði- aðferðir. Hann eignaðist eigin báta einn eða í félagi við aðra og lenti í ýmsu á giftusómum sjómennsku- ferli sínum. Meðal annars var hann skamma hríð skipverji á færeyskri seglskútu, en hann var vinmargur meðal Færeyinga og annarra Norð- urlandabúa, sem stunduðu veiðar við Grímsey. Hann varð vitni að því, er þýsk könnunarflugvél var skotin niður skammt frá báti hans á stríðsárunum og hugðist hann bjarga áhöfninni, þegar flugvélar bandamanna öftruðu þvír þar eð hraðbátur var á leið frá Siglufirði, sem tók Þjóðverjana um borð. Óli fékk í þorskanet að vetrarlagi stærsta lax, sem veiðst hefur hér á landi, — Grímseyjarlaxinn svokall- aða, en hann vó 49 pund blóðgað- ur. Fleira skal ekki rakið hér, en Erlingur Davíðsson birti fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Óla í 5. bindi bókaflokksins „Aldnir hafa orðið" og rekur Óli þar ýmsa e'ftir- minnilega atburði úr lífshlaupi sínu. Jafnframt fiskveiðum, fuglaveiðum og eggjatekju rak Óli nokkurn bú- skap til þarfa heimilisins. Hann tók virkan þátt í þróun árabátaútgerðar til hátæknivæddra veiðiaðferða, hann fylgdist með breyttum sam- göngum milli Grímseyjar og megin- landsins frá stopulum siglingum póstbáta og áraskipa til tíðra flug- samgangna og hann breytti torfbæ, sem ekki hafði þróast ýkja mikið frá búskaparháttum járnaldar í steinsteypt íbúðarhús með öllum nútíma þægindum. Óli var hamingjumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntistárið 1927 eftir- lifandi konu sinni, Elínu Sigur- björnsdóttur frá Sveinsstöðum, og settu þau saman bú á Sveinsstöð- um, þar sem þau bjuggu í félagsbúi við foreldra Elínar, Sigurbjörn Sæ- mundsson og Sigrúnu Indriðadótt- ur, meðan þeirra naut við. Þau eign- uðust 7 börn, sem eru: Sigrún f. 1928, húsmóðir í Innri-Njarðvík, gift Páli Kristinssyni vélgæslu- manni; Óli f. 1931, útvegsbóndi í Grímsey, kværitur Halidóru Traustadóttur; Inga f. 1933, hús- móðir í Grindavík, gift Björgvin Gunnarssyni skipstjóra; Willard Fiske f. 1936, skipstjóri í Grindavík, kvæntur Valgerði Gísladóttur; Birna f. 1943, húsmóðir í Grindavík, gift Dagbjarti Einarssyni útgerðar- manni; Garðar f. 1945, útgerðar- maður í Grímsey, giftur Aslaugu Alfreðsdóttur; Þórleifur f. 1954, sjómaður í Grímsey, giftur Ingi- björgu Margréti Gunnarsdóttur. Þórleifur fórst af slysförum í Grímsey árið 1981. Sá, sem þessar línur ritar, dvald- ist mikið á Sveinsstaðaheimilinu í æsku. Það voru hamingjudagar. Lífið var viðburðaríkt og gekk hratt fyrir. sig. Margt var í heimili og allt heimilisfólk hafði nytsömum hlutverkum að gegna við fiskveið- ar, fiskverkun, húsverk og bústörf auk þess að nýtt voru þau hlunn- indi, er hinir vængjuðu íbúar eyjar- innar skapa þeim tvífættu, væng- lausu. Þau Oli og Elín voru jafnsett- . ir verkstjórar þessara fjölbreyttu athafna hvort á sínu sviði og saman vöktu þau með kærleika og um- hyggiu yfir velferð alls heimilis- fólksins. Þótt Óli kæmi þreyttur heim frá daglegum störfum sínum á sjó og landi, gat hann gefið sér tíma til að segja yngstu heimilis- mönnunum sögur af ísbjörnum, blöðruselum og öðrum heimskauta- dýrum, sem fengu oft á sig töfrablæ um það Ieyti sem áheyrendur og sögumaður svifu sameiginlega inn í draumalandið. Gestkvæmt var á heimilinu og m.a. gerðist það oft, einkum að sumarlagi, að íslenskir og erlendir sjómenn komu í heim- sókn til vinar síns Óla. Það var spjallað, sungið og leikið á hljóð- færi, en Óli hafði hlotið góða tónlist- argáfu í vöggugjöf og lék sjálfur á orgel og harmoniku. Hamingjustundirnar á Sveins- stöðum verða jafnan þeim, sem þeirra nutu, einn dýrmætasti fjár- sjóður í safni minninganna. Óli hélt fullri andlegri orku til hinsta dags. Sjón hans var farin að daprast, en hann missti aldrei áhugann fyrir umhverfi sínu og atburðum líðandi stundar. Hann kunni vel að meta spaugileg atvik úr hversdagslífinu og hann skemmti oft samferðamönnunum með frá- sögnum krydduðum gamanyrðum og kviðlingum. Síðustu árin höfðu þau hjónin vetursetu hjá börnum sínum í Grindavík, en þegar voraði og fugl- inn fó að undirbúa hreiðurgerð í Grímseyjarbjörgum, fór gamli mað- urinn að ókyrrast á Suðurnesjum og hélt heim í ríki miðnætursólar- innar. Um leið og farfuglarnir hurfu á haustin fór hann svo að undirbúa vetursetu sína og þannig var ein- mitt ástatt, þegar æðri máttarvöld breyttu áætlunum hans hinn 8. september sl. Að samferðarlokum bið ég Drott- in að varðveita Óla Bjarnason og blessa minningu hans. Björn Friðfinnsson Þá er fallinn í valinn einn af máttarstóipum Grímseyjar í sjö ára- tugi, ÓIi Bjarnason frá Sveinsstöð- um, en hann var farinn að hafa hægara um sig hin síðari ár, eins og aldurinn segir til um. Ég held, að á engan sé hallað þó spurt sé, hvort Grímsey væri ennþá í byggð, ef hann hefði ekki haslað sér völl á þessari eyju norður við ysta haf. Hann sagði mér oft, að það hefði hvarflað sterklega að sér að flytja í land á árunum fyrir 1950. En þá voru margir af vinum hans og félög- um þegar farnir, eins og víða gerð- ist á afskekktum stöðum á þessum árum. En Óli stóðst freistinguna og var stoltur af síðar, og hafi hann heiður fyrir. Ég held að þessi vísa, sem Óli fékk á sextugsafmæli sínu frá Bjarti vini sínum á ms. Drangi, lýsi betur en mörg orð, því sem ég vildi sagt hafa. Sextán ára sullufótur sjaldan ertu veill. Eyjarskeggjaöldubrjótur ávallt lifðu heill. Kynni okkarhófust haustið 1954, en þá var ég háseti á ms. Kótlu, og vorum við að sækja saltfisk til Grímseyjar. Þá voru aðstæður aðrar en í dag því allur fiskur var fluttur á bátum útá legu, en hafnaraðstaða var mjög bágborin í Grímsey þá. Viðtyeir úr áhöfninni fengum far með Óla í einni ferðinni, því okkur langaði til að skoða eyjuna og það mannlíf sem þar var. Við urðum síðar tengdasynir hans, og má því segja að ferðin sú var ekki til einsk- is farin. Ég kvæntist Birnu dóttur hans nokkrum árum síðar, og var svo viðloðandi þarna part úr sumri eða hausti, næstu tuttugu árin. Margan skakróðurinn fórum við saman, og var þá margt spjallað, því hann hafði frá ýmsu að segja, og gerði það vel. Oft vorum við orðnir heldur ókræsilegir, þegar líða tók á daginn, því báðir tóku í nef- ið, en erfitt um vik að snýta sér með gúmmívettlinga á höndum og nóg að gera á rúllunni. Ég skolaði mig auðvitað vel á landleiðinni, enda í frumbernsku hjónabandsins, en hann lét sig það minna skipta, enda orðinn sjóaður á þeim vett- vangi, sem og öðrum. Já, margs er að minnast og allt er það gott, hvort sem farið var á sjó, bjástrað í kringum kindur, háf- aður lundi eða sigið í bjarg. Óli var harðduglegur og fylginn sér og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Var því oft glatt á hjalla á Sveinsstöðum, og ekki skemmdi hún Elín Þóra konan hans það, svo samhent sem þau voru í einu og öllu. Hann var sínum börnum mjög traustur og góður og barnabörnun- um alveg einstakur afi, bæði hvað varðar alvöru lífsins og ekki síður með glettni og gamansemi. Sú sem saknar hans mest er kona hans, Elín Þóra, en hjónaband þeirra var alveg sérstakt, og gætu þeir sem yngri eru mikið af því lært. Eg vil svo að lokum þakka- fyrir okkar góðu kynni, eða eins og hann sagði stundum sjálfur. . . „Takk so mykket gamli." Dagbjartur Einarsson Þegar komið er á nýja staðL, mönnum áður ókunna, þá skiptir miklu máli viðmót fólksins, er þar býr. Staðhættir allir eru léttvægir frammi fyrir þeim mannlegu tengsl- um, sem gefa af sér vináttu og gleði. Grímsey er útvörður landsins í norðri. Það er trú mín, að margt borgarbarnið spyrji hvernig mann- lífið sé þar, hvort nokkurt vit sé í því að búa þar. Þannig hugsa þeir sem ekki þekkja til, hafa ekki feng- ið að kynnast þeim ævintýraheimi sem eyjan er. Sá heimur ævintýr- anna væri þó ekki samur, ef ekki byggi þar mannkostafólk. Fólk, sem hefur tekið tryggð við eyjuna sína og finnur sig hvergi annars staðar heima. Sjálfur hafði ég haft kynni af Grímseyingum áður en ég kom þar fyrsta sinni. En í raun er allt annað ¦ að kynnast fólki á heimavelli, í sínu umhverfi, heldur en að læra að þekkja fólk sem gesti á öðrum stöð- um. Handtak aldursforsetans í Grímsey, Óla Bjarnasonar, er mér í fersku minni. Hlý hönd og styrk og vináttan, sem skein úr andliti þessa hófðingja, var slík að hún vakti með mér notakennd. Þessi lágvaxni og þrekvaxni maður hélt í hönd mína, hallaði sér upp að mér og sagði: „Gaman væri að þú kæm- ir með mér heim á Sveinsstaði og heilsaðir upp á okkur hjónin." Og ferðirnar að Sveinsstöðum áttu eftir að verða margar. Þar var tekið innilega á móti gestum. Þar var dvölin betri en á margra stjðrnu hótelum, því hjartahlýja og elsku- legheit Ellu og Óla er fágæt. Húsfreyjan var kvik» í öllum hreyfingum með sitt sindrandi augnatillit og bros, sem kom öllum í gott skap. Húsbóndinn ræðinn og skemmtilegur og sagði gjarnan frá skemmtilegum atvikum frá fyrri tíð. Frásagnargáfa hans var mikil og hann naut þess að rifja upp gamla daga. Og þrátt fyrir að hús- freyjan væri önnum kafin við að bera fram kræsingar, þá var hún um ieið þátttakandi í samræðunum. Þau sögðu frá skemmtilegum atvik- um, gjarnan broslegum og hlógu mikið. Ekki var minnst hlegið þegar Ella sagði mér frá vinkonu Óla í farsímanum. En nú verður öðru vísi að koma að Sveinsstöðum en áður. Erfitt er að hugsa sér þau Ellu og Óla hvort án annars. Nú er Ella sjálf aldurs- forseti íbúa Grímseyjar. Sjálfur hafði Óli oft óskað þess, að þurfa ekki að líða vegna heilsu- leysis heldur að fá að fara þá held- ur fyrr. En hann bætti gjarnan við að Guð hafi verið sér góður og mildur, þrátt fyrir erfið og þung spor á stundum. Hann átti í hjarta sínu einlæga trúarvissu og eilífa lífið var honum nærri. Þar átti hann líka þá, er honum voru kærir og kallaðir voru langt um aldur fram. Bænamál hans var einlægt og vart trúi ég að sá dagur hafi liðið, að hann hafí ekki þakkað Guði hvern þann dag, sem hann gaf. Hann sótti kirkju sína vel og eftir messur vildi hann gjarnan setjast niður einn með prestinum sínum, og ræða þá pré- dikun, er flutt hafði verið. Óli var lík-e minnugur á hið talaða orð. Óli Bjarnason fæddist á Stein- dyrum á Látraströnd 29. ágúst 1902. Foreldrar hans voru Inga Jóhannesdóttir og Bjarnj. Gunnars- son. Föður sinni missti Oli er hann var aðeins 4 ára gamall. Móður hans minnast margir sem konunn'ar sem var amma nær allra barnanna í Grímsey. Óli átti þrjár systur, Guðrúnu, sem býr í Ólafsfirði, Sig- gerði, sem býr á Akureyri, og Svanfríði, sem bjó á Dalvík en er látin fyrir nokkrum árum. Hjá foreldrum hans hafði verið vinnumaður, Óli Hjálmarsson. Þeg- ar Bjarni féll frá bauðst hann til þess að hjálpa Ingu við uppeldi barnanna. Þetta varð Ingu og börn- unum mikið happ því ekki var bjart framundan á þessum tímum fyrir konu með 4 ung börn. Síðar jjengu þau í hjónaband, Inga og Oli, og reyndist hann börnum hennar hinn besti faðir. Of hafði Óli Bjarnason sagt mér hve mikils hann mat þennan fóstur- föður sinni. „Aðrir menn hefðu aldr- ei verið okkur systkinunum það sem *^ hann var," sagði hann. Oli ólst upp í Fjörðum en árið .1914 flutti fjölskyldan til Grímseyj- ar þar sem Óli Bjarnason bjó allan sinn aldur. Á unglingsárum fór hann til sjós. Fyrst með tveimur jafnöldram sínum á árabát. Voru þeir þrír ávallt nefndir „Félagarnir" og bát- urinn þeirra Félaginn. Óli fór til Færeyja þegar hann var 18 ára og réð sig þar á skútu, sem sótti á íslandsmið. En Grímsey átti hug hans og þar sneri hann sér alfarið i^r að útgerð og gerðist það, sem í þá daga var kallað útvegsbóndi. Mót- orbátarnir urðu nokkrir, sem hann átti. Þeir báru nöfn eins og Sæunn, Hjördís, Ella, Þóra, og síðast átti hann tvo báta, er hann nefndi Haf- ölduna. Síðar reri Óli með sonum sínum. Það er trú mín, að hann væri enn að, ef sjónin hefði ekki bilað, því ekki vantaði áhugann. I huganum var hann alla tíð á sjónum og fylgdist grannt með öllu, sem þar gerðist. Hann hafði talstöð heima á Sveinsstöðum og talaði gjarnan við bátana í kring og spurði frétta. Hann taldi það sitt mesta gæfu- - spor í lífinu þegar hann gekk að eiga Elínu Þóru Sigurbjörnsdóttur 6. nóvember 1927. Hún er innfædd- ur Grímseyingur, fædd á Sveins- stöðum og hefur búið þar allan sinn aldur. Hún er dóttir Sigurbjörns Sæmundssonar, sem var Grímsey- ingur að ætt og uppruna, og konu hans, Sigrúnar Indriðadóttur. Börn þeirra EIlu og Óla urðu 7. Elst er Sigrún húsfreyja í Njarðvík, gift Páli Kristinssyni. Oli Hjálmar útvegsbóndi í Grímsey, kvæntur ^^ Halldóru Traustadóttur. Inga ^* Bjarney húsfreyja í Grindavík, gift Bjórgvini Gunnarssyni. WiNard Fiske skipstjóri í Grindavík, kvænt- ur Valgerði Gísladóttur. Birna hús- freyja í Grindavík, gift Dagbjarti Einarssyni. Garðar útgerðarmaður í Grímsey, kvæntur Aslaugu Al- freðsdóttur. Yngstur var Þorleifur, sem lést af slysförum í Grímsey haustið 1981. Eiginkona hans var Margrét Gunnarsdóttir. Hann var öllum mikill harmdauði og þungbær sorg öldruðum foreldrum. Mannkosti þeirra Óla Bjarnason- ar og Elínar Þóru má glöggt sjá í afkomendum þeirra í 4 ættliði, og fylla nú nærri sjö tugi. Óli hafði kennt vanheilsu sl. ár""^ en ávallt birti aftur og nú voru þau hjónin að undirbúa sig að fara til Grindavíkur. Þar höfðu þau dvalið á vetrum undanfarin ár á heimili Ingu dóttur sinnar og Björgvins. En nú hefur sá gamli snúið fleyi sínu tir nýrra leiða. Kúrsinn er nú nýr og ekki tekinn út frá einni af höfuðáttunum fjórum. Hann siglir nú um hafið eilífa til móts við það ríki er Guð einn gefur. Það er ljúft að mega minnast hans með þakklæti og muna vináttu hans og hlýju. Hann var góðgjarn maður enda þótt hann væri á stund- um hvass og orðhvatur. „Ég var stundum glanni, vinur minn,"- sagði^ hann við mig, er við ræddum gamla tíð. Þegar við kvöddumst í júlí sl. sagði hann við mig á þá leið, að ég hefði tekið kúrsinn í hásuður. Það geri ég líka með haustinu, sagði hann, en samt vitum við að allt er í Guðs hendi. Við höfðum mælt okkur mót f Grindavík og ætluðum saman að horfa á brimið þar. En nú er brim- aldan á milli okkar, því kall hans hefur hljómað. En Ella mun fara til Grindavíkur og saman munum við halda áætlun okkar Óla. Ég bið góðan Guð að blessa minningu vinar míns Óla Bjarna- sonar. Þakklætið er förunautur hans og minning hans er björt í hugum vina hans og vandamanna. Grímsey kveður í dag einn sinna góðu og tryggu sona. • Guð blessi eiginkonu hans og, ástvini hennar alla. Pálmi Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.